Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 33
Blómaval og Húsasmiðjan hafa opn- að stórglæsilega verslun á Egils- stöðum. Mun hún vera stærsta verslun á Austurlandi. Húsnæðið er bjart og skemmtilegt og vöruúrvalið geysimikið. Mikill fjöldi fólks af Héraði og fjörðum kom á opnunarhátíðina, þar sem forstjóri Húsasmiðjunnar heils- aði hverjum gesti í anddyri og spjallaði við mann og annan. Ræður voru fluttar og glæsilegar veitingar í boði. Það skaut þó skökku við að sjá stúlkur úr 9. bekk Egilsstaðaskóla afgreiða veislugesti um áfenga drykki í veislunni og getur ekki ver- ið í lagi. Hvort það var á ábyrgð verslunarinnar eða veitingaþjónust- unnar skal ósagt látið. Húsasmiðj- unni og Blómavali er hins vegar sómi að hinni nýju verslun og gam- an fyrir okkur að fá hana inn í verslanaflóruna á Héraði. Ekki síst núna fyrir jólin þegar skrautgirni fólks fer hamförum. Auðvitað á maður að gera lífið skemmtilegra með því að hafa fallegt í kringum sig. Þó það nú væri.    Hitaveita Egilsstaða og Fella rekur sjálfvirka veðurstöð við Tjarn- arbrautina. Hún var sett upp fyrir nokkrum árum þegar sýnt þótti að veðurmælingar Veðurstofu Íslands á Egilsstaðaflugvelli, sem stendur á nesi nokkru utar en bærinn, gæfu ónákvæma mynd af veðrinu í þétt- býlinu. Á sumrum er í veðurfréttum frá Veðurstofu greint frá hitastigi og vindi sem stundum er fjarri öll- um sanni innan Egilsstaðabæjar og fer þetta í taugarnar á bæjarbúum. Menn hafa hins vegar aðgang að upplýsingum Hitaveitunnar um veð- ur í bænum gegnum vefinn www.hef.is. Um daginn brá svo við að bæjarbúi kvartaði undan því að Veðurstofan sagði vera fjögurra stiga hita á Egilsstöðum þegar í reynd var 1,3 stiga frost skv. mæl- inum á Tjarnarbrautinni. Yfirleitt er þetta nú í hina áttina.    Uppsagnir í mjólkurstöð MS á Eg- ilsstöðum eru nú gengnar í garð. Sex af fjórtán starfsmönnum var sagt upp og einum verktaka að auki. Starfsmennirnir undrast stórum þá framtíðartilhögun að aka eigi mjólk inn á Austurland frá Ak- ureyri. Mjólkin sem kemur í mjólk- urstöðina á Egilsstöðum verður víst öll notuð til ostagerðar. Þeir segja einn starfsmann til viðbótar nægja til að hægt sé að reka pökk- unarvélar fyrir mjólk í mjólkurstöð- inni og sjá þannig fjórðungnum fyr- ir vökvanum góða. En ostur skal það vera. EGILSSTAÐIR Steinunn Ásmundsdóttir fréttaritari Hátíð Fjöldi var við opnun Blómavals og Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 33 Bollaleggingar J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA                                           !             !"#   $% # "& & "'& (     # & "  )   "    " *  +% * #   '" * "," & * "     * -.( / " #                & '  " "( " )0  1 " '  2 0&  &  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.