Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 33

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 33
Blómaval og Húsasmiðjan hafa opn- að stórglæsilega verslun á Egils- stöðum. Mun hún vera stærsta verslun á Austurlandi. Húsnæðið er bjart og skemmtilegt og vöruúrvalið geysimikið. Mikill fjöldi fólks af Héraði og fjörðum kom á opnunarhátíðina, þar sem forstjóri Húsasmiðjunnar heils- aði hverjum gesti í anddyri og spjallaði við mann og annan. Ræður voru fluttar og glæsilegar veitingar í boði. Það skaut þó skökku við að sjá stúlkur úr 9. bekk Egilsstaðaskóla afgreiða veislugesti um áfenga drykki í veislunni og getur ekki ver- ið í lagi. Hvort það var á ábyrgð verslunarinnar eða veitingaþjónust- unnar skal ósagt látið. Húsasmiðj- unni og Blómavali er hins vegar sómi að hinni nýju verslun og gam- an fyrir okkur að fá hana inn í verslanaflóruna á Héraði. Ekki síst núna fyrir jólin þegar skrautgirni fólks fer hamförum. Auðvitað á maður að gera lífið skemmtilegra með því að hafa fallegt í kringum sig. Þó það nú væri.    Hitaveita Egilsstaða og Fella rekur sjálfvirka veðurstöð við Tjarn- arbrautina. Hún var sett upp fyrir nokkrum árum þegar sýnt þótti að veðurmælingar Veðurstofu Íslands á Egilsstaðaflugvelli, sem stendur á nesi nokkru utar en bærinn, gæfu ónákvæma mynd af veðrinu í þétt- býlinu. Á sumrum er í veðurfréttum frá Veðurstofu greint frá hitastigi og vindi sem stundum er fjarri öll- um sanni innan Egilsstaðabæjar og fer þetta í taugarnar á bæjarbúum. Menn hafa hins vegar aðgang að upplýsingum Hitaveitunnar um veð- ur í bænum gegnum vefinn www.hef.is. Um daginn brá svo við að bæjarbúi kvartaði undan því að Veðurstofan sagði vera fjögurra stiga hita á Egilsstöðum þegar í reynd var 1,3 stiga frost skv. mæl- inum á Tjarnarbrautinni. Yfirleitt er þetta nú í hina áttina.    Uppsagnir í mjólkurstöð MS á Eg- ilsstöðum eru nú gengnar í garð. Sex af fjórtán starfsmönnum var sagt upp og einum verktaka að auki. Starfsmennirnir undrast stórum þá framtíðartilhögun að aka eigi mjólk inn á Austurland frá Ak- ureyri. Mjólkin sem kemur í mjólk- urstöðina á Egilsstöðum verður víst öll notuð til ostagerðar. Þeir segja einn starfsmann til viðbótar nægja til að hægt sé að reka pökk- unarvélar fyrir mjólk í mjólkurstöð- inni og sjá þannig fjórðungnum fyr- ir vökvanum góða. En ostur skal það vera. EGILSSTAÐIR Steinunn Ásmundsdóttir fréttaritari Hátíð Fjöldi var við opnun Blómavals og Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 33 Bollaleggingar J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA                                           !             !"#   $% # "& & "'& (     # & "  )   "    " *  +% * #   '" * "," & * "     * -.( / " #                & '  " "( " )0  1 " '  2 0&  &  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.