Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 6
6 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Það besta við kreppuna er að flottræfilshátturinn þykir nú hallærislegur. Þeir sem eru sanngjarnir og sniðugir eru líklegri til að lifa af en þeir sem halda að það sé 2007 ennþá. Ingjald- ur Arnþórsson ferðaskipu- leggjandi hafði samband og er himinlifandi með tilboðið „1.000 kallinn“ á hinum gamalgróna Bauta á Akureyri. „Þar er boðið upp á fjóra rétti, alla á 1.000 krónur. Þú getur valið milli hamborgara, kjúklingaspjóts, mínútu- steikur og/eða pasta með kjúklingi, og allt meðlætið fylgir með,“ skrifar hann. „Ég varð alveg yfir mig hrifinn. Nákvæmlega svona finnst mér að veitingastaðir eigi að gera þetta. Lækka verðið nógu mikið til að fólk hafi efni á að borða þarna og fá vita- skuld fullt hús af gestum í staðinn.“ Talandi um fína veitingastaði þar sem gott verð og góður matur fylg- ist að verð ég sjálfur að mæla með hinum nýja veitingastað Saffran í Glæsibæ. Þar er snyrtilegt og flott og matseðillinn er fullur af hollum og gómsætum mat, meðal annars heilsubökum, „naanwich“, salötum og réttum úr tandoori-ofni. Það besta er svo verðið. „Naanwich- ið“ sem ég fékk mér kostar ekki nema 750 kr. og var ljómandi máltíð. Tandoori-kjúklingur kostar um 1.500 kr. og pítsurnar rúmlega 1.000 kr. Svona á að gera þetta! ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Neytendur: Það er ekki árið 2007 lengur Tími ódýrra veitingastaða BAUTINN Á AKUREYRI Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hemlar Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 www.hafid.is ALÞINGI Þingmenn eru flestir sam- mála um að ekki megi ljúka þing- störfum fyrr en tiltekin brýn frum- vörp, önnur en stjórnarskrármálið sem nú er þæft á hverjum þing- fundinum á fætur öðrum, hafa verið afgreidd sem lög. Um 120 frumvörp liggja nú fyrir Alþingi en ljóst er að aðeins lítill hluti þeirra verður að lögum fyrir kosningar. Formenn og varaformenn þing- flokka eru sammála um mörg mál- anna sem nauðsynlegt að afgreiða fyrir kosningar. Þar ber hæst greiðsluaðlögun fasteignaveðlána og hækkun vaxtabóta. Frétta blaðið spurði þá hvaða mál væru í for- gangi að þeirra mati. - sh Um 120 frumvörp liggja fyrir Alþingi en fá verða að lögum fyrir kosningar: Samstaða um brýnustu málin Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðis- flokki ■ Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána ■ Hækkun á vaxtabótum ■ Álver í Helguvík ■ „Íslenska ákvæðið“ í Kyoto-bók- uninni ■ Hvalveiðar Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum ■ Frumvarp Frjálslyndra um inn- köllun fiskveiðiheimilda ■ Álver í Helguvík ■ Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána ■ Hækkun á vaxtabótum Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum ■ Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána ■ Bann við nektardansi og kaupum á vændi ■ Hækkun vaxtabóta ■ Slitameðferð fjármálafyrirtækja ■ Aukið gagnsæi í hlutaskrám ■ Leiðrétting á skaðabótalöggjöf varðandi tjónabætur Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu ■ Hækkun vaxtabóta ■ Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána ■ Álver í Helguvík ■ Stofnun eignaumsýslufélags ■ Frumvarp um aðgerðir til að draga úr möguleikum á skattsvikum ■ Bann við nektardansi og kaupum á vændi ■ Slitameðferð bankanna Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki ■ Hærri vaxtabætur ■ Slitameðferð bankanna ■ Álver í Helguvík ■ Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána ■ Bann við nektardansi og kaupum á vændi HVAÐA MÁL ERU Í FORGANGI? EFNAHAGSMÁL Horfur í efnahags- málum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabank- ans 19. mars en við stýrivaxta- ákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentu- stigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahags- kreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskipta- landa Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutnings- afurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mik- illi bjartsýni. Fiskverð hafi lækk- að um fjögur prósent milli mán- aða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerð- inni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun árs- ins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst til- tölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sam- mála um að við núverandi aðstæð- ur væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeig- andi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slök- un peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabank- ans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðla- bankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sig- hvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunar- dagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is Staða efnahagsmála verri en talið var Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri um miðjan mars en í lok janúar. Þetta sýnir fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans. Seðla- bankinn tekur ákvörðun um breytingu stýrivaxta á morgun. RÓLEGT Umsvif á hafnarbakkanum eru nú minni en oft áður, enda hefur innflutningur dregist verulega saman. En útflutnings- atvinnuvegirnir eiga líka undir högg að sækja sökum lækkandi söluverðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ætlarðu á skíði um páskana? Já 9% Nei 91% SPURNING DAGSINS Í DAG Átt þú páfagauk? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.