Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 10
10 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR MOLDÓVA, AP Kommúnistaflokkur- inn í Moldóvu, sem heldur þar um stjórntaumana, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag, sam- kvæmt opinberum úrslitum sem tilkynnt voru í gær. Kommúnistar fengu samkvæmt því 49,9 prósent greiddra atkvæða. Framámenn flokksins segja að hann styðji nánari tengsl bæði við Rússland og Evrópu. Tveir stjórnarandstöðuflokkar, sem báðir beita sér fyrir nánari tengslum í vestur, fengu samtals um 35 prósent atkvæða. Meirihluti Moldóvubúa er rúm- enskur að uppruna, en frá því að landsvæðið var innlimað í Sovét- ríkin árið 1940 hefur það verið í nánum tengslum við Rússland. - aa Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn: ALÞINGI Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Sig- urðar Kára Kristjánssonar um málið. Sigurður vísaði til skýrslu AGS, sem breska blaðið Financi- al Times hefur birt upplýsingar úr, þar sem sjóðurinn ráðlegg- ur ESB-ríkjum í Mið- og Austur- Evrópu sem hafa orðið verst úti í kreppunni að skipta gjaldmiðli sínum út fyrir evru án þess að ganga í myntbandalagið. Sigurður spurði Steingrím að því hvort viðræður af þessu tagi hefðu átt sér stað við AGS hér og hvort leið sem þessi kæmi til greina fyrir Íslendinga. Steingrímur svaraði því til að staða umræddra landa væri ósambærileg stöðu Íslands. Þetta væru lönd sem þegar væru aðil- ar að Evrópusambandinu. Þau hefðu verið að bíða eftir að fá að taka upp evru og mörg hver þegar tengt gjaldmiðil sinn við evruna. Þau hefðu þurft að verja stórum hluta gjaldeyrisvaraforða síns í að verja þá tengingu. Sigurður Kári sagði athyglis- vert að þessi möguleiki, sem mælt væri með hjá öðrum ríkjum, hefði ekki verið ræddur við Íslendinga. - sh AGS mælir með einhliða upptöku evru í sumum Evrópulöndum en ekki hér: Einhliða upptaka ekki rædd ALLT ÖNNUR STAÐA Steingrímur sagði Ísland í allt annarri stöðu en löndin í Mið- og Austur-Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Í sunnudagsútgáfu dag- blaðsins The New York Times fjall- ar blaðamaðurinn Brian Stelter, sem skrifar um fjölmiðla, um grein sem skrifuð var í tímaritið Van- ity Fair um ástandið á Íslandi eftir bankahrunið. Rithöfundurinn Michael Lewis skrifaði greinina í Vanity Fair en hann er meðal annars þekktur fyrir bók sína Liar‘s Poker, sem fjallar um ástandið á Wall Street á níunda áratugnum. Stelter segir að greinin í Vanity Fair hafi vakið hörð við- brögð á Íslandi, sérstak- lega í bloggheimum. „ K a n nsk i k u n nu Íslendingar því illa að vera sagðir klunnalegir og með músarlitt hár,“ segir Stelter. „Kannski vildu þeir ekki að þjóð- sögur um huldufólk væru prentaðar í virtu tímariti eða kannski skamm- ast þeir sín bara fyrir efnahagslegt fall þjóðfélagsins.“ Í símaviðtali við Stelter segir Lewis að í greininni hafi hann verið að reyna að sýna fram á að Ísland væri yndislegt og áhugavert þjóð- félag sem í fáein ár hafi villst af leið. „Ég býst við því að það hafi verið smá háðung í greininni. Hún var hins vegar hvorki óverðskulduð né fjandsamleg,“ segir Lewis. - th New York Times fjallar um hörundsára Íslendinga: Klunnalegir með músarlitt hár GREININ Í NEW YORK TIMES Michael Lewis segir að greinin í Vanity Fair hafi hvorki verið óverð- skulduð né fjandsamleg. SOVÉTARFLEIFÐ Kommúnistar fara með völd í þessu fátækasta landi Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HELGUVÍK Framkvæmdir við álverið eru komnar á veg en ekki var mikið um að vera á framkvæmdasvæðinu þegar ljósmyndari átti leið hjá síðdegis í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR Úrslit kynnt í þingkosningum í Moldóvu: Kommúnistar sigruðu BRUGÐIÐ Á LEIK Meðlimir Alþjóða náttúruverndarsamtakanna WWF komu fyrir sextán hundruð pappírs- pöndum í Nantes í Frakklandi til að tákna þann fjölda pandadýra sem talið er að til séu í heiminum. Pöndurnar freistuðu ungra stúlkna. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Áhyggjur af fjárhags- stöðu Century Alumininum eru óþarfar, segir Ágúst F. Hafberg hjá dótturfyrirtækinu Norður- áli en minnihluti iðnaðarnefndar Alþingis gerir tap fyrirtækisins á síðasta ári að umtalsefni í nefnd- aráliti. Í nefndaráliti minnihluta Vinstri grænna um frumvarp til samninga við Norðurál – Century Aluminium Corporation um álver í Helguvík er bent á mikla lækkun hlutabréfa í móðurfyrirtækinu nýverið auk taps á síðasta ári og lokun álvers í Bandaríkjunum vegna lágs heims- markaðsverðs á áli. Minnihlutinn hefur auk þess áhyggjur af því að samningurinn við Norðurál geti runnið til kröfu- hafa og gengið kaupum og sölum, fari móðurfyrirtækið á hausinn. Þessar ályktanir byggja að mati Ágústs á misskilningi. Móður- fyrirtækið hafi vissulega tapað fé á síðasta ári en það tap skýrist af uppgjöri á framvirkum samning- um auk afskrifta á skatta inneign. Ekki hafi verið tap á rekstri fyrirtækisins. Auk þess hafi móður fyrirtækið aukið við eigið fé sitt samanlagt um 1.060 milljónir dollara árið 2008 og 2009. Álverinu sem hafi verið lokað í Bandaríkjunum hafi verið hálfrar aldar gamalt og óhagkvæmt eftir því. Ný álver séu mun hagkvæm- ari og framlegð þeirra miklu meiri. „Álverið á Grundartanga er með best reknu álverum í heimi og Norðurál stendur mjög vel, er skuldlaust fyrirtæki.“ - sbt VG efast um samning við álfyrirtæki sem illa standi: Norðurál segir fjár- haginn traustan ANKARA, AP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók sér ekki orðið þjóðarmorð í munn þegar hann talaði um umfangsmikil dráp á Armeníumönnum á síðustu árum Ottóman-veldisins, í ávarpi sínu fyrir framan tyrkneska þing- menn í gær. Obama var staddur í Tyrk- landi í opin- berri heimsókn. Obama stað- hæfði á síðasta ári að drápin, sem áttu sér stað fyrir nærri öld, jafngiltu þjóðarmorði. Forsetinn gætti sín að nota ekki orðið þjóðarmorð í gær, en hvatti þess í stað Tyrki til að leysa ágreiningsmál sín við nágrannaríkið Armeníu. - kg Obama í Tyrklandi: Minntist ekki á þjóðarmorð BARACK OBAMA UMHVERFISMÁL Ofanflóðanefnd hefur óskað eftir heimild fjár- málaráðuneytisins til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og Ólafsfirði. Er það gert í kjölfar tillögu Kol- brúnar Halldórsdóttur umhverfis- ráðherra, sem samþykkt var í ríkisstjórn, að framkvæmdum við ofanflóðavarnir yrði hraðað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 millj- ónum króna yrði varið í ofanflóða- varnir til viðbótar við þær 700 milljónir sem ákveðið var að veita samkvæmt fjárlögum. - kg Framkvæmdir boðnar út: Ofanflóðavörn- um hraðað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.