Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 36
32 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Helgi Sævarsson þeysist heimshornanna á milli og leikstýrir aug- lýsingum fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki. Hann var nýverið heiðraður fyrir djúsauglýsingu sem sýnd var í Austur-Evrópu. „Þetta er hátíð sem haldin er í Portoroz í Slóveníu, þetta er ein stærsta auglýsingahátíðin í Austur-Evrópu en líka opin fyrir auglýsingum frá öðrum heims- hlutum,“ segir Þórhallur, sem var valinn besti leikstjórinn á hátíð- inni. Leikstjórinn var að vonum ánægður með viðurkenninguna en umrædd auglýsing var fyrir safa sem ungmennum í austurhluta Evrópu þykir víst ansi góður. Þórhallur var staddur í Chile þegar Fréttablaðið náði tali af honum, nánar tiltekið í Santiago og var að undirbúa tökur fyrir aðra djúsauglýsingu, að þessu sinni fyrir drykkjarvöruframleiðand- ann Pepsi. „Þetta er auglýsing sem á að fara í sýningar í Mið-Evrópu og þar sem það er ekki komin sól og sumar þar var bara ákveðið að fara hingað,“ útskýrir Þórhallur en auglýsingin gerist á sjóbretta- keppni og kemur risavaxinn tappi drykkjarins nokkuð við sögu. „Þetta er svolítið súrrealísk aug- lýsing og erfitt að útskýra hana í orðum.“ Þórhallur hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikstýrt auglýsing- um í sjö ár. Hann þvælist á milli heimshluta og ekki er langt síðan hann var staddur í Ölpunum að gera auglýsingu fyrir snyrti- vörurisann Henkel. „Þetta var tannkrems auglýsing og svolítið öðruvísi en ég hef átt að venjast, þarna var þetta bara svona fallegt fólk með hvítar tennur en ég hef gert meira af því að leikstýra aug- lýsingum með söguþræði og smá persónusköpun.“ Þórhallur hefur unnið með nokkrum af þekktustu fyrirtækj- um í heimi og nægir þar að nefna T-Mobile og Peugeot en fyrir hana var hann tilnefndur til dönsku aug- lýsingaverðlaunanna. Leikstjórinn viðurkennir að hann ætli að taka því rólega þegar Chile-ferðin er yfirstaðinn. „Ég eignaðist strák síðasta haust og ætla að njóta þess að vera með honum og konunni þegar ég kem heim.“ freyrgigja@frettabladid.is Leikstýrir auglýsingu í Chile ÚT UM ALLAN HEIM Þórhallur Sævarsson flakkar um allan heiminn og leikstýrir auglýsingum fyrir stórfyrirtæki. Hann var nýlega heiðraður á stórri auglýsingahátíð í Slóveníu fyrir djúsauglýsingu. „Maður er að skríða saman. Þegar svona hópur kemur saman þá uppsker maður eins og maður sáir,“ segir Jón Gunnar Geirdal, frasaráðgjafi og starfs- maður Senu, sem hélt fjörutíu manna, stjörnum prýtt strákapartí á heimili sínu um helgina. Félagsskapurinn kallar sig Djöflana og saman- stendur af ekki ómerkari mönnum en Auðuni Blöndal, Störe, Arnari Grant, Arnari Gauta, Svavari Erni, Ásgeiri Kolbeinssyni, Sverri Bergmann og Heiðari Austmann meðal annarra. Hálfgert hnakkalandslið ef svo má segja. Útvarpsmaðurinn Svali og Logi Berg- mann eru einnig meðlimir en komust ekki í þetta sinn. Djöflarnir hittast tvisvar til þrisvar á ári og gera sér glaðan dag og í þetta sinn var yfirskrift- in Áfengi í hár. „Það eina sem þeir eiga eftir að gera er að hella því í hárið á sér,“ útskýrir Jón Gunnar og glottir. „Þessi hópur samanstendur af mönnum sem hafa gaman af að lyfta sér upp. Þetta byrjaði fyrir einhverjum árum og náði hámarki á laugardaginn,“ segir hann og eins og í öllum alvöru strákapartíum var kvenfólki meinaður aðgangur. „Trúðu mér, þær hefðu hrökklast út af hræðslu við að sjá þessa fjöru- tíu geðsjúklinga koma saman og fá sér í glas. Þetta er eins og þegar menn fara til Vegas. Það sem gerist á Djöflakvöldum er bara á Djöflakvöldum.“ Grillið var að sjálfsögðu dregið fram og sá Rúnar Gíslason hjá Kokkunum.is um að allt rynni ljúft ofan í mannskapinn. „Það var boðið upp á nautasteik og bernaise með því. Þetta var bara dýrindis karlasteik og málið dautt.“ Eftir það hélt pakksatt strákastóðið út í nóttina á vit ævintýranna þar sem gleðskapurinn hélt áfram sem aldrei fyrr. - fb Stjörnum prýtt strákapartí ÞRISVAR SINNUM ARNAR Arnar Grant, Arnar Gauti og fótbolta- kappinn Arnar Gunnlaugsson í strákapartíinu hjá Jóni Gunnari. ÞRÍR FLOTTIR Ásgeir Kolbeinsson, Hannes Steindórsson fast- eigna sali og Gillzenegger, eða Störe eins og hann kallar sig núna. „Hann hefði getað orðið hvað sem hann vildi.“ BOB DYLAN Undrandi á því að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að verða stjórnmála- maður. „Ég er á réttri leið. Ég er orðin þrítug. Það hjálpar þegar maður er kom- inn á þennan aldur.“ JENNIFER LOVE HEWITT Jafnar sig á skiln- aðinum við Ross McCall í janúar.„Ég var mjög spenntur og líka mjög taugaóstyrkur vegna þess að ég er mikill aðdáandi þáttanna.“ MEAT LOAF Talar um leik sinn í þáttunum House þar sem hann fer með hlutverk dauðvona manns. NÝTT Á ÍSLANDI Opið alla páskana Leikjaland fyrir fjölskylduna 1000m2 LEIKSKÓLAR HÓPAR KORPUTORGI AFMÆLI Þ ITT HÉR www.krakkahollin.is sími: 860 0091

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.