Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 20
20 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Um daginn fór fram endurnýj-un á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endur- skoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönn- um veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggju- flokkur. Segir hinn nýi formaður. Það var eiginlega orðið löngu tímabært að sjálfstæðismenn fræddu okkur um þetta því að satt að segja var maður farinn að misskilja ýmislegt. Að hluta til má þó kenna leiðtogum flokks- ins sjálfum um þetta þar sem þeir ráku félög eins og Frjálshyggju- félagið og gáfu út bækur sem hétu nöfnum eins og Uppreisn frjáls- hyggjunnar. Kannski ekki skrítið að einhverjum detti í hug að snúa út úr og halda því fram að frjáls- hyggjan hefði eitthvað með hug- myndafræði Sjálfstæðis flokksins að gera. En þetta er sem sagt mis- skilningur eða kannski var okkur að dreyma. Maður fær raunar oft þá tilfinningu þegar maður fylgist með pólitískri umræðu á Íslandi þessa dagana. Núna er t.d. mikið deilt um gjaldeyrishöft en það merkilega er að þeir sem gagnrýna þau núna eru þeir sömu og ákváðu að taka þau upp fyrir fáeinum mánuðum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert annað en að reyna að tryggja að kerfið sem fyrri ríkisstjórn tók upp virki eins og það á að gera. Af einhverjum ástæðum hindrar það samt ekki sjálfstæðismenn í að draga fram áratuga gamlar klisjur um hafta- búskap og gefa í skyn að ríkis- stjórnin hafi komið á höftum af illmennsku sinni en ekki vegna þess að allir íslenskir bankar urðu gjaldþrota, ríkisstjórnin þurfti að þjóðnýta tapið og ganga í leiðinni til nauðasamninga við nokkrar erlendar þjóðir. Allt á meðan þeir stóðu vaktina. Lausnirnar sem nú eru í boði flokksins sem er ekki og hefur aldrei verið frjálshyggjuflokkur – og síamstvíbura flokksins hjá Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins – kallast raunar óþægilega mikið á við málflutn- ing sömu aðila fyrir fáeinum misserum; málflutning tímans þegar hinir einkavæddu og ofvöxnu bankar voru að byggja upp milljarðaskuldir undir því kjörorði að menn færu alltaf betur með eigið fé en annarra. Man einhver eftir því þegar bankarnir vildu gera ensku að ríkismáli vegna þess að íslensk- an var ekki nógu kúl fyrir þá? Eða þegar Viðskiptaráð sam- þykkti ályktanir um að Íslend- ingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum“? Já, ótrúlegt en satt: Fyrir fáeinum mánuðum fannst Viðskiptaráði það mark- tækt innlegg í pólitíska umræðu að Ísland væri svo miklu betra en hin Norður löndin. Og frjáls- ara, gleymum því ekki. Samt var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Ekki í raun. Núna hafa sjálfstæðismenn gleymt frjálshyggjunni og við eigum að gera það líka. Við- skiptaráð minnist ekki lengur á ályktanirnar um að við séum miklu betri en Norðurlöndin. Þeir hafa gleymt þessu og vilja að við gerum það líka. Og hinir frjálsu fjölmiðlar vilja auðvitað stuðla sem mest að þess konar minnisleysi enda eru það sömu aðilar sem eiga þá. Minnisleysi getur verið þægilegt ef ætlunin er að læra ekkert af mistökum. Annars er það hins vegar ekkert sérlega sniðugt. Núna virðist drjúgur hluti þjóðar innar vera ákveðinn í að halla sér aftur að stólbakinu og gleyma á meðan hlegið er að uppistandi Kristgervingsins. Hann leiðir þá aftur í gömlu góða dagana þegar þeir voru mennirn- ir með svörin – eða raunar hann með svörin fyrir þá. Kannski koma þeir aftur ef við skiptum um merkimiða, látum eins og ekkert hafi gerst og reynum að kenna manninum sem kom á eftir að þrífa upp það sem við gerðum sjálf? Jafnvel hrópa á skúringa- manninn af þjósti: Af hverju ertu ekki búinn að þrífa upp það sem ég sullaði niður? Þannig er veröld hinna minnislausu. En ef þrifin eiga að ganga upp er kannski betra að við hin vísum sóðanum á dyr og leyfum honum að standa úti; a.m.k. rétt á meðan verið er að þrífa. Minnisleysingjarnir SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Endurnýjun Sjálfstæðisflokksins UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um al- þjóðaheilbrigðisdaginn Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richt-er, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítils- háttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdir voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheil- brigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðar- ástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúru- hamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnun- um skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætl- ana. Ísland er þátttakandi í norrænu sam- starfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúk- dóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðis- þjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólit- ískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráð- herra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum. Hvers vegna er þessi yfirlýsing afdrifarík? Svarið er: Lítil von er til að Ísland losni úr viðjum gjaldeyrishafta og hárra vaxta meðan krónan er gjaldmiðill landsins. Við þær aðstæður er hætt við að atvinnuleysisskráin vaxi hraðar en verðmætasköpunin. Því er haldið fram að með því að semja við erlenda eigendur krónubréfa verði unnt að opna fyrir frjáls gjaldeyrisviðskipti á ný. Ekki er þó á vísan að róa í þeim efnum. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað í því samhengi hvers vegna Íslendingar ættu betur að treysta gjaldmiðlinum en þeir útlendingar sem hér hafa lokast inni með krónur. Stefnan í peningamálum er óbreytt. Af fundargerð nýju pen- ingastefnunefndarinnar verður tæpast annað ráðið en að hún meti meir hagsmuni erlendra eigenda krónubréfa en íslenskra atvinnu- fyrirtækja. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan lýsa því yfir að hávext- irnir og höftin séu til bráðabirgða og skapa þurfi skilyrði til þess að tuttugu þúsund ný störf verði til. Vandinn er sá að á hvorugt borð eru menn með aðgerðir á prjónunum sem glæða von um að þær aðstæður komi þegar til lengri tíma er litið sem leyst geta þjóðina undan oki gjaldeyrishafta og böli atvinnuleysis. Hvernig má það vera að raunhæfar framtíðarlausnir eru ekki í boði í aðdraganda kosninga? Sennilegasta skýringin er að enginn þungi er í kröfunni um úrbætur, hvorki frá fólkinu né fyrirtækj- unum. Nauðsynlegt uppgjör við fortíðina á allan huga fólks. Af því leiðir að lítil orka er aflögu til að knýja á um lausnir. Vinstri grænt og Sjálfstæðisflokkurinn eru alfarið á móti evru með aðild að Evrópusambandinu. Í báðum flokkum liggja að baki mismunandi rök þjóðernishyggju og hagsmunagæslu. Óhagræði sjávarútvegs og landbúnaðar af Evrópusambandsaðild sýnist þyngra á vogarskálum hagsmunamatsins en ávinningur af frjáls- um gjaldeyrisviðskiptum og samkeppnishæfri mynt. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa aðild á dagskrá. Báðir flokkarnir hafa vikið henni til hliðar af mismunandi ástæð- um. Samfylkingin metur þá hagsmuni meiri að tryggja frið í ríkisstjórnarsamstarfinu en að setja aðild sem skilyrði. Í Fram- sóknarflokknum er andstaðan rík þrátt fyrir stefnuyfirlýsinguna. Flokksforystan lítur þar af leiðandi svo á að meiri hagsmunir séu í því að rugga ekki bátnum en róa að stefnumiðinu. Mikill meirihluti Samtaka atvinnulífsins telur óhjákvæmilegt að taka upp nýja mynt með Evrópusambandsaðild. Andstaða útvegs- manna hefur hins vegar lamað afl samtakanna. Fyrir vikið hafa þau lítið fram að færa til lausnar og kjósa þögnina. Alþýðusam- bandið styður eðlilega aðild. Forysta þess ákvað hins vegar að fresta því um sinn að knýja á um framgang málsins til að trufla ekki stjórnarsamstarfið. Þeir hagsmunir voru taldir brýnni en von fólksins um vöxt í atvinnulífinu. Spurningin er: Á að bíða eftir að atvinnuleysisskráin fylli töl- una þrjátíu þúsund? Stundaglas andvaraleysisins tæmist fyrr en varir. Nokkur ár tekur að innleiða nýjan gjaldmiðil. Fyrir þá sök má engan tíma missa. Heildarhagsmunirnir eru skýrir. Víst er að upplokið verður fyrir þeim sem knýja á. Hvar eru þeir? Um meiri hagsmuni og minni: Króna = höft ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Ekki svara Alþingiskosningar nálgast óðfluga og flokkarnir keppast við að uppfæra heimasíður sínar. Samfylkingin tók einmitt nýlega í notkun mikinn vef þar sem kennir ýmissa grasa. Undir liðnum notendaskilmálar, sem gengi frá meðalstórum finnskum skógi væri hann prentaður út, er fólk hvatt til að setja sig í: „samband við Sam- fylkingin [sic] með því að skrifa tölvupóst á ekkis- vara@mailer.samfylking.is. Við munum bregðast við með viðeigandi hætti.” Traust- vekjandi það. Við bjóðum betur Mörgum þótti vel í lagt þegar Sjálfstæðisflokkurinn kvaðst mundu skapa tuttugu þúsund störf kæmist hann til valda. Ekki þó Samfylking- unni. Um helgina kom út kosninga- bæklingur frá henni, þar sem segir: „Við viljum skapa fleiri en 20 þúsund störf í fjölbreyttum atvinnugreinum um land allt!“ Býður einhver betur? Einfalt mál Samfylkingin lætur ekki þar við sitja. Í sama kosningabæklingi er líka farið í saumana á því hvernig Ísland getur rétt úr kútnum. Þar dugar ekkert hálf- kák: „Fyrst leysum við tímabundinn vanda með markvissum aðgerðum sem fela ekki í sér óábyrga skulda- söfnun sem dregur harðindin á langinn.“ Já, hvaða mótleik eiga þeir í pokahorninu, talsmenn ómark- vissra aðgerða sem fela í sér óábyrga skuldasöfnun sem draga harðindin á langinn, nú þegar vopnin hafa verið slegin úr höndum þeirra? bergsteinn@frettabladid.is Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009 ÖGMUNDUR JÓNASSON SMÁLÚÐA, LAXAFLÖK OG FULLT AF ÖÐRU GÓMSÆTU FYRIR PÁSKA SELJUM EINNIG FISK Í MÖTUNEYTI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR GLÆNÝ STÓRLÚÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.