Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 2009 27 Hljómsveitakeppnin Þorskastríð- ið 2009 er hafin á vegum Cod Music. Í fyrra sendu yfir hundrað sveitir inn efni sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda. Keppnin fer öll fram á netinu og virkar þannig að hljómsveit fer inn á síðuna www.cod.is og sendir inn tvö til fjögur frum- samin lög sem dómnefnd fer svo yfir. Opið verður fyrir innsend- ingar á efni til 1. maí og úrslit- in verða svo birt föstudaginn 15. maí. Sigur vegarinn getur unnið útgáfusamning við Cod Music en telji dómnefnd hann ekki tilbúinn í plötu vinnur viðkomandi hljóð- verstíma með upptökustjóra til að fullklára eitt lag. Sigurvegarinn í Þorskastríðinu í fyrra var hljóm- sveitin Steini og vann hún útgáfu- samning við Cod Music. Þorskastríðið hafið á ný STEINI Vann Þorskastríðið í fyrra og gerði útgáfusamning við Cod Music. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skítamórall ætlar að leggja land undir fót um páskana og ferðast víða um land. Hljómsveitin stefn- ir á mikla spilamennsku á þessu ári enda eru tuttugu ár síðan hún var stofnuð af fjórum þrettán ára peyjum á Selfossi í desem- ber 1989. Á miðvikudag verður Skíta- mórall með ball í Sjallanum á Akureyri og á föstudaginn spilar hún í félagsheimilinu Hnífsdal á Ísafirði. Á laugardeginum verður hún síðan á 800Bar í heimabæ sínum, þar sem væntanlega verður hörkustemning eins og svo oft áður. Skímó spilar um páskana SKÍTAMÓRALL Strákarnir verða duglegir við spilamennsku um páskana. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Söngkonan Amy Wine- house er að gera sumar- leyfisgesti á St. Lucia í Karíbahafinu grá- hærða með hegðun sinni. Amy er nýkom- in til eyjunnar í annað sinn á skömmum tíma. Hún var varla lent þegar lætin byrjuðu. A my va r sagt að hún mætti ekki vera ber að ofan í sólbaði á ströndinni. Þá ákvað söngkonan að spranga í staðinn hálfnakin um nán- asta umhverfi hótelsins síns. „Það voru allir í sjokki. Amy var að slaka á með vinum sínum á ströndinni og var allt í einu farin að hlaupa um hálfnakin. Hún virð- ist njóta þess að spranga um ber að ofan og svo var hún greinilega þreytt á að láta segja sér fyrir verkum,“ sagði einn hótelgestanna. Kvarta undan Amy EKKI VINSÆL Sumar- leyfisgestir á St. Lucia í Karíbahafi eru ósáttir við Amy Winehouse, sem sprangar hálfnakin um allt. Hótelerfinginn og partíljón- ið París Hilton segist vera yfir sig ástfangin af kærast- anum Doug Reinhardt. Hún segist staðráðin í að giftast honum. París og Doug hafa verið saman í nokkra mánuði, allt frá því að hún hætti með rokkaranum Benji Madden í nóvember á síðasta ári. París hefur neitað fréttum þess efnis að kærastinn hafi þegar beðið um hönd henn- ar eins og bandarískir fjöl- miðlar hafa haldið fram. En hún segir að það muni gerast fyrr eða síðar: „Hann verður eiginmaður minn. Við erum bestu vinir. Ég er mjög ást- fangin og ánægð,“ segir París. París Hilton tilbúin að gifta sig ÁSTFANGIN Hin sívinsæla París Hilton segist hafa fundið hinn eina og sanna. NORDICPHOTOS/GETTY Iðnnám ... nema hvað? Iðnnám veitir þér aðgang að skemmtilegu, skapandi og vel launuðu starfi og gefur þér kost á háskólanámi. Iðnnám skapar þér óteljandi möguleika. Kíktu á framboðið á www.idan.is/nam-og-storf – þar eru yfir 60 námsgreinar í boði. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 9 9 Snyrtifræði Klæðskurður Iðnhönnun Grafísk miðlun Prentsmíð Forritun Rafeindavirkjun Ljósmyndun Hárgreiðsla Gull- og silfursmíði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.