Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 2009 11 STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðuneytið á að taka aftur fyrir mál karl- manns frá Venesúela sem Útlend- ingastofnun vísaði úr landi eftir að hann hafði lokið afplánum dóms fyrir líkamsárás. þetta segir umboðsmaður Alþingis. Maðurinn á íslenska unnustu og búa þau nú saman í Venesúela. Hann kom til Íslands í maí 2006. Í byrjun ágúst sama ár lenti hann í áflogum á skemmtistaðnum í Traffic í Keflavík og skar þar illa með flösku Bandaríkjamann úr varnarliðinu. Venesúelamaður- inn hlaut átján mánaða fangelsis- dóm en þar af voru fimmtán mán- uðir skilorðsbundnir. Á meðan hann afplánaði á Litla-Hrauni barst honum bréf á ensku frá Útlendingastofn- un. Þar kom fram að honum væri vísað úr landi og mætti ekki koma aftur næstu sjö árin. Ef hann væri með athuga- semdir hefði hann þrjá daga til að skila greinargerð. Venesúelamaður- inn kærði máls- meðferð i na t i l dóms málaráðuneytis ins, sem hins vegar staðfesti ákvörðun Útlendinga- stofnunar. Þá vísaði maðurinn málinu til umboðsmanns Alþingis, sem nú hefur kveðið upp úr um að andmæla- réttur hafi verið brotinn á mannin- um með því að hann hafi ekki fengið túlk og allt of stuttan tíma til andsvara. Ráðuneytið fær síðan ákúrur fyrir að hafa ekki sótt nauðsynleg svör frá Útlendinga- stofnun. - gar SAMFÉLAGSMÁL Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfar- inn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lif- andi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. Á Norðurlöndunum er hlutfall ungbarnadauða einungis lægra í Svíþjóð, eða 2,2. Ungbarna- dauði er 2,7 af hverjum þúsund í Finnlandi, 3,2 í Noregi og 4,0 í Danmörku. Ungbarnadauði hefur lækkað jafnt og þétt hér á landi úr 27,3 börnum árið 1951 niður í tæp þrjú af hverjum þúsund síð- ustu ár. - ghs Ungbarnadauði: Einna lægst hlutfall hér ÖRYGGISMÁL Ný flugvél Land- helgis gæslunnar, TF-SIF, kemur til landsins 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun. Smíði flugvélarinnar hefur gengið afar vel miðað við að þarna er á ferðinni fullkomnasta eftir- litsflugvél þessarar tegundar í heiminum. Vélin er af gerðinni Dash- 8 Q300 og eru sams konar flugvélar notaðar hjá strand- gæslum og eftir lits- og björgunaraðilum víða um heim. Kaupsamningur var undirrit- aður í maí 2007 og var samn- ingsverð 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist. Þjálfun á flugvélina er að hefj- ast og fara fyrstu flugmennirnir utan nú um helgina. - shá Bylting í öryggismálum: TF-SIF tilbúin á undan áætlun TF-SIF Ein allra fullkomnasta björgunar- vél sinnar tegundar. MYND/LHG Meira húsnæði vantar Icelandair hótel á Kirkjubæjarklaustri fær ekki að kaupa einbýlishús í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin segir beiðni Icelandair hotel hins vegar undirstrika þann húsnæðisvanda sem sé á Kirkjubæjarklaustri og nauðsyn þess að byggt verði meira íbúðarhús- næði. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR LÖGREGLUMÁL Bandarískur her- maður hlaut skurði í hópslags- málum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykja- nesbæ á þriðja tímanum í fyrri- nótt. Hermaðurinn fór svo sjálf- ur ásamt félögum sínum með leigubíl á hersjúkrahúsið á her- stöðinni þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki tal- inn vera í lífshættu. Fjórir Íslendingar og einn er- lendur ríkisborgari voru í kjöl- farið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru svo yfirheyrðir í gær af rann- sóknalögreglunni í Keflavík og höfðu tveir verið látnir lausir í gær þegar blaðið fór í prentun. Til slagsmála hafði komið milli tveggja hópa, annars vegar sex varnarliðsmanna og hins vegar þeirra fimm sem hand- teknir voru. Lögregla telur lík- legt að hermanninum hafi verið veittir áverkarnir með brotinni glerflösku. Talsvert blæddi úr honum á götuna og var Hafnar- götunni því lokað um tíma í gærnótt á meðan lögregla kann- aði vettvang. Margt fólk var á ferli í miðbæ Keflavíkur þegar atvikið átti sér stað. Skurðirnir sem maðurinn hlaut voru nokkr- ir, misalvarlegir og djúpir. Í nóvember í fyrra lést danskur hermaður í kjölfar hnefahöggs sem honum var veitt í deilum sem upp komu á skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár síðan kærð var líkamsárás sem framin var á staðnum en þá braut ungur Keflvíkingur glas í andliti manns með þeim afleið- ingum að hann hlaut alvarlegan skurð á gagnauga. Þá eru enn ótalin nokkur önnur líkamsárás- armál sem upp hafa komið vegna ryskinga inni á staðnum á því rétt rúma ári sem hann hefur verið starfræktur í nú- verandi mynd. Lögregla leitar enn fólks sem getur gefið upplýsingar um at- burði næturinnar og bendir þeim öllum á sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420 2400. oddur@frettabladid.is Skorinn lífshættulega me› brotinni glerflösku Rá›ist var á bandarískan hermann vi› skemmtista›inn Traffic í Keflavík. Ma›urinn var skorinn lífshættulega en kom sér sjálfur á sjúkrahús. Fimm voru handteknir vegna málsins. fietta er flri›ja hættulega líkamsárásin á skemmtista›num á einu ári. SKEMMTISTAÐURINN TRAFFIC Fimm menn voru handteknir vegna hnífstungu við skemmtistaðinn í gærnótt. VÍ KU R FR ÉT TI R/ ÞO RG IL S Bankinn greiðir á móti Kaupþing greiðir 0,3 prósent af inn- eign þeirra sem greiða séreignasparn- að í lífeyrissjóðinn Vista og vegur það upp á móti þeim kostnaði sem sparifjáreigendur verða fyrir í upphafi. LÍFEYRISMÁL Umboðsmaður segir brotið á líkamsárásarmanni sem var vísað úr landi: Fékk ekki færi á andmælum SRÍ LANKA, AP Mahinda Rajapaksa, forseti Srí Lanka, útilokaði í gær að samið yrði um vopnahlé við Tamíltígra. Enn fremur beindi forsetinn þeim skilaboðum til meðlima hópsins að uppgjöf væri eina mögulega leiðin fyrir þá til að bjarga lífum sínum og tugþús- unda óbreyttra borgara. Tala fallinna Tamíltígra fór upp í 453 hið minnsta í gær, eftir þriggja daga átök. Tamíltígrar hafa verið króaðir af á tuttugu ferkílómetrum lands á norðaustur- ströndinni. Ríkis stjórnin hafði áður lýst því yfir að það svæði væri griðastaður óbreyttra borg- ara fyrir átökunum. - kg Forseti Srí Lanka: Ekki vopnahlé við Tamíltígra JERÚSALEM, AP Benjamin Netan- yahu, forsætisráðherra Ísraels, hét því í gær að vinna með Bandaríkjunum að friði í Mið- Austurlöndum. Netanyahu forð- aðist þó að víkja orðum sínum að friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu eða von Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að palestínskt ríki yrði að veruleika. Í ræðu sinni á tyrkneska þing- inu í gær sagði Obama að stjórn hans myndi vinna að ofannefnd- um markmiðum. „Bandaríkin styðja heilshugar það markmið að ríkin tvö, Ísrael og Palestína, geti lifað hlið við hlið í friði og öryggi,“ sagði Obama. - kg Forsætisráðherra Ísraels: Minntist ekki á friðarviðræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.