Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 12
12 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 55 13 0 3/ 09 Þú vilt aukinn ávinning. Þess vegna er Vöxtur fyrir þig. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 55 13 0 4/ 09 Tækifærin skjóta víða upp kolli. Ávinningurinn felst í því að geta nýtt sér þau og skapa stöðugt fleiri tækifæri. Vöxtur býður þér betri kjör og ótal fríðindi. Kynntu þér málið á www.kaupthing.is eða í síma 444 7000. Vöxtur er Vildarþjónusta Kaupþings EFNAHAGSMÁL Íslensku lífeyris- sjóðirnir skiluðu neikvæðri ávöxt- un upp á 21,5 prósent í fyrra, miðað við tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Margir erlendir lífeyrissjóðir skil- uðu verri ávöxtun en þeir íslensku gerðu og það þrátt fyrir efnahags- hrunið hér á landi. Norski olíu- sjóðurinn skilaði til dæmis nei- kvæðri ávöxtun upp á 23,3 prósent og belgískir sjóðir skiluðu ávöxtun upp á mínus 25 prósent árið 2008. Írskir lífeyrissjóðir skiluðu nei- kvæðri ávöxtun upp á 23 prósent, meðalávöxtunin hjá OECD-sjóð- unum var neikvæð um 19 prósent, stærsti lífeyrissjóðurinn í Hollandi, ABP, skilaði neikvæðri ávöxtun upp á 20,2 prósent og AP3, sem er opin- ber lífeyrissjóður í Svíþjóð, skilaði 19,8 prósentum í neikvæða ávöxtun svo að dæmi séu nefnd. Inni í ávöxtun íslensku lífeyris- sjóðanna vantar tölur frá nokkr- um lífeyrissjóðum. Stærstur þeirra er sennilega Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR. Hrafn Magnús son, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, LL, segir að þetta breyti ekki miklu varðandi niðurstöðutöluna. Ekki skipti öllu máli hvort ávöxtunin verði -21,5 eða -22,5 prósent því að hún sé á þessu bili. „Við getum ekki séð að þetta sé slæmt miðað við allt og allt,“ segir Hrafn, „ekki síst vegna þess að inn- lendur hlutabréfamarkaður bara hvarf. Hann bara hrundi og þá er þetta alls ekki slæmt.“ Hrafn segir að lífeyrissjóðirn- ir hafi komið vel út úr efnahags- lægðinni 2000-2002. „Þá stóðum við okkur mjög vel. Við vorum með neikvæða ávöxtun upp á 1,9 pró- sent 2001, 3,0 prósent 2002 og 0,7 í mínus árið 2000. Þetta voru lágar tölur. Þær voru mun hærri erlend- is.“ Hrafn bendir á að fyrst 1991 hafi byrjað að koma tölur frá Banka- eftirlitinu um ávöxtun íslensku líf- eyrissjóðanna. Ef horft sé á tíma- bilið frá 1991 til og með 2008 þá komi í ljós að raunávöxtunin sé jákvæð yfir 3,5 prósentum sem sé viðmiðunarmarkmið, „þrátt fyrir svona geysilega slæmt ár eins og var í fyrra“. Hrafn telur útilokað að ávöxtun lífeyrissjóðanna verði jafn slæm og í fyrra. Það fari þó eftir þróuninni erlendis. „Hún skiptir mestu máli í dag og líka hvernig gengi íslensku krónunnar verður þegar upp er staðið. Ég held að botninum sé náð. Það dettur engum í hug að við fáum svona ár aftur.“ ghs@frettabladid.is Lífeyrissjóðir með svipað tap og aðrir Íslenskir lífeyrissjóðir mega vel við una, að mati framkvæmdastjóra LL, ef ávöxtunin í fyrra er borin saman við erlenda sjóði. Íslenskir lífeyrissjóðir skil- uðu neikvæðri ávöxtun upp á 21,5 prósent meðan Belgar töpuðu fjórðungi. SKERA SIG EKKI ÚR HÓPNUM Lífeyrissjóðir skiluðu neikvæðri ávöxtun upp á fimmt- ung til fjórðung á síðasta ári víða um heim, líka á Íslandi. ÁVÖXTUN LÍFEYRISSJÓÐA Ávöxtun í % Belgískir sjóðir -25 Lífeyrissjóðir í OECD -19* Lífeyrissjóðir í heiminum -18 ATP (danskur sjóður) -3,2 ABP (hollenskur sjóður) -20,2 AP3 (sænskur sjóður) -19,8 Calpers (bandarískur sjóður) -27,1 Norski olíusjóðurinn -23,3 British Railways pension scheme -21,5 Meðaltal verðbréfasafna (í BNA) -22,5 * Meðalávöxtun í OECD-löndunum fyrstu tíu mánuði ársins 2008. Heimildir: Vefsíða LL og greinin Um ávöxtun lífeyrissjóða eftir Gunnar Baldvinsson. VINNUMARKAÐUR Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra átti í gær fundi með trúnaðarmönn- um verkalýðs- félaga innan heilbrigðisþjón- ustunnar, BSRB og SGS, til að ræða stöðu hennar og framtíðar- horfur. Ráðherrann bauð samvinnu við stéttar- félögin. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 120 milljarðar króna. Skera þarf niður um sjö millj- arða á þessu ári og meira á því næsta. Vinnufundur verður á Nordica í dag þar sem heilbrigðis- stéttir geta komið sínum skoðun- um á framfæri. Fundur verður með forsvars- mönnum BSH eftir páska. - ghs Heilbrigðisráðherra: Býður samstarf við starfsfólkið SUÐUR-AFRÍKA, AP Dómari í Suður- Afríku lét niður falla spillingar- kæru á hendur Jacob Zuma, leiðtoga Afríska þjóðar ráðsins, í gær. Ástæða niðurfellingar- innar var sögð sú að málinu hefði verið hagrætt af pólitískum ástæðum. Í kjölfarið bendir flest til að Zuma verði næsti forseti Suður- Afríku. Forsetakosningar verða haldnar í landinu hinn 22. apríl næstkomandi. Zuma var sakaður um aðild að peningaþvætti og fleiri brot. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og segist vera fórnarlamb pólitísks samsæris, sem hafi verið skipulagt af andstæðingum sínum innan Afríska þjóðarráðsins. - kg Leiðtogi Afríska þjóðarráðsins: Mál Zuma látið niður falla ZUMA FJÁRMÁL Fjármálaráðuneytið beindi í gær þeim tilmælum til skattstjóra að fellt yrði tíma- bundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem voru á gjalddaga í gær, 6. apríl. Niður- fellingin gildir í átta daga, eða til 14. apríl næstkomandi. Ráðuneytið hefur í tvígang beint sams konar tilmælum til skattstjóra vegna síðustu uppgjörstímabila virðisauka- skatts. Á heimasíðu ráðuneytis- ins kemur fram að vonir standi til að ekki reynist þörf á frekari tilslökunum vegna skila á virðisaukaskatti á næstu mánuðum. - kg Skil á virðisaukaskatti: Álög felld niður í átta daga ÖGMUNDUR JÓNASSON MÓTMÆLT HJÁ BIG BEN Um eitt hundrað mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í miðborg London í gær til að mótmæla því sem þeir kalla þjóðarmorð á Tamíltígrum á Srí Lanka. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.