Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 16
16 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Valdaskipti í Danmörku Lars Løkke Rasmussen átti sinn fyrsta vinnudag sem nýr forsætisráðherra Danmerkur í gær. Hann er þriðji danski ríkisstjórnar- leiðtoginn í röð sem ber ættarnafnið Rasmussen, en sá fyrsti sem á fær- eyska eiginkonu. Aðstæður gætu sannar- lega verið hagstæðari fyrir stjórnmálamann að taka við sem ríkisstjórnar leiðtogi. Efnahagskreppan er eitt og það að hafa ekki þurft að sannfæra kjósendur um að hann væri rétti maðurinn til að gegna valda- mesta embætti landsins áður en hann fékk það upp í hendurnar er annað. Þess vegna er það nú forgangsverkefni hjá hinum nýja forsætisráðherra Dana að sýna og sanna það fyrir almenningi að hann sé rétti maðurinn í starfið. Ekki miklar væntingar Samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu mánuði gera Danir sér almennt ekki miklar væntingar til Lars Løkke sem forsætisráðherra. Það er nokkuð síðan ljóst varð að hann væri arftakaefni flokks- bróður síns úr Vestre, Anders Fogh Rasmussen, sem var um helgina valinn til að verða næsti framkvæmdastjóri NATO. And- ers Fogh hafði farið fyrir sam- steypustjórn Venstre og Íhalds- flokksins frá því árið 2001, en hún er minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Danska þjóðar- flokksins á þingi. Lars Løkke hefur átt sæti í ríkis stjórninni síðan borgara- flokkarnir báru sigurorð af jafn- aðarmönnum og bandamönnum þeirra í kosningunum 2001. Hann var innanríkis- og heilbrigðisráð- herra fyrstu tvö kjörtímabilin en eftir kosningarnar í nóvem- ber 2007 tók hann við fjármála- ráðuneytinu. Því embætti gegnir hann líka áfram, unz hann hefur haft ráðrúm til að stokka upp í stjórninni eftir brottför Anders Fogh. Það er ímynd Løkke nokkur fjötur um fót, og á eflaust sinn þátt í því hve litlar væntingar eru til hans gerðar, að fyrir um ári var það upplýst í fjöl- miðlum að hann hefði stundað það í allnokkrum mæli að setja útgjöld sem almennt væru talin prívatútgjöld eins og veitinga- staðamáltíðir, hótelgistingar og leigubílaakstur utan vinnutíma, sígarettur og fleira smálegt, á opinberan útgjaldareikning sinn sem ráðherra. Uppstokkun Til að byrja með hafði Lars Løkke ekki ætlað sér að gera miklar breytingar á stjórninni – „stóru“ uppstokkunina hafði hann ætlað að geyma sér fram á haustið eða jafnvel fram yfir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaup- mannahöfn í desember og Danir leggja metnað í að takist vel. En óvænt tilkynning Karenar Jespersen á föstudag um að hún óskaði eftir að víkja úr embætti hins umfangsmikla velferðar- ráðuneytis veldur því að upp- stokkunin nú verður umfangs- meiri en svo að það komi bara einn nýr ráðherra í stað Løkke í fjármálaráðuneytið. Jesper- sen segir velferðarráðuneytið of stórt; reyndar deilir Lars Løkke þeirri skoðun með henni og vill skipta því upp í innanríkis- og húsnæðis málaráðuneyti ann- ars vegar og félagsmálaráðu- neyti hins vegar. Auk þess vill hann leggja niður bæði ráðu- neyti aðlögunarmála og rann- sókna, að því er Politiken.dk hefur eftir „vel upplýstum heim- ildum“. Þessa stóru uppstokkun vildi hann annars geyma þar til síðar, eins og áður segir. Í bili þykir því talið líkleg- ast að hann láti nægja að skipa nýjan fjármálaráðherra – senni- lega Claus Hjort Frederiksen, núverandi atvinnumálaráð- herra. Við hans ráðuneyti tæki Peter Christensen, núverandi tals maður þingflokks Venstre í ríkisfjármálum. Sagður vanmetinn Danskir stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé að vænta mikilla breytinga á stjórnarstefnunni við mannaskiptin í brúnni. En þar sem Lars Løkke er sagður býsna ólíkur Anders Fogh að skapgerð og upplagi verður óhjákvæmilega allnokkur breyting á stjórnunar- stílnum. Hann er talinn nokkru frjálslyndari en Fogh, án þess þó að það komi í veg fyrir að hann eigi góð tengsl við Piu Kjærs- gaard, leiðtoga Danska þjóðar- flokksins. Að vissu leyti er það talið kostur fyrir hann að Danir geri litlar væntingar til hans, því það skapar möguleika á að koma þægilega á óvart, sem er miklu betra en að valda vonbrigðum ef væntingarnar eru miklar. Það kvað reyndar vera útbreidd skoðun, bæði innan Venstre og í öðrum flokkum á danska þinginu, að Lars Løkke væri vanmetinn stjórnmálamaður. „Lars Løkke er ekki bara vanmetinn. Hann er mjög vanmetinn,“ hefur Politik- en eftir ónafngreindum forystu- manni úr stjórnarandstöðunni. „Løkke er ekki bara manneskju- legri en Anders Fogh Rasmussen. Hann er persóna í þrívídd, ólíkt Fogh; manneskjulegheit hans geta nýtzt honum vel.“ Þeir sem starfað hafa með Lars Løkke bera honum líka vel söguna, hvort sem þar er um flokks systkin að ræða eða pólitíska mótherja. Með einni undantekningu; það kvað alls ekki fara vel á með honum og stjórnarandstöðuleiðtoganum Helle Thorning-Schmidt, for- manni Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherraefni. Løkke þarf að sanna sig FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is NÝR MAÐUR Í BRÚNNI Lars Løkke Rasmussen talar við fjölmiðla fyrir utan Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn eftir að hann var útnefndur arftaki Anders Fogh Rasmussen sem forsætisráðherra Danmerkur. NORDICPHOTOS/AFP Lars Løkke Rasmussen fæddist í Vejle á Jótlandi árið 1964. Hann nam lögfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og var virkur í ungliðahreyfingu Venstre; formaður hennar var hann 1986-1989. Hann var fyrst kjörinn á þing haustið 1994. Hann var jafnframt sveitarstjóri í Frederiksborg-sýslu á Sjálandi frá 1998-2001. Eftir kosn- ingasigur Venstre þá um haustið varð hann ráðherra innanríkis- og heilbrigðismála í ráðuneyti Anders Fogh Rasmussen. Þessu tvöfalda ráðherraembætti gegndi hann fram yfir kosningarnar í nóvember 2007. Þá tók hann við fjármála- ráðuneytinu og varð opinbert arftakaefni Anders Foghs bæði sem forsætisráðherra og flokksformaður Venstre. Løkke Rasmussen og færeysk eiginkona hans, Sólrun Jákups- dóttir, kynntust á námsárum þeirra í Kaupmannahöfn. Hún starfar sem kennari. Þau eiga þrjú börn. ÁGRIP AF FERLI LARS LØKKE Það vekur athygli að Lars Lökke Rasmussen er þriðji danski forsætis- ráðherrann í röð sem ber sama ættarnafn, á eftir flokksbróður sínum úr Venstre, Anders Fogh Rasmussen, og jafnaðarmanninum Poul Nyrup Rasmussen. Þeir eru þó ekki skyldir, í það minnsta ekki svo vitað sé. ■ Upprunalega föðurnafnið Rasmus-son Nafnið er upprunalega föðurnafnið Rasmusson, það er sonur Rasmusar. Skírnarnafnið Rasmus er rakið til „Erasmus“, nánar tiltekið Erasmus frá Rotter- dam, heimspekingsins og guðfræðingsins fræga sem uppi var á 16. öld. Rasmussen er eitt algengasta ættarnafnið í Danmörku. Samkvæmt dönsku þjóðskránni bera það um 100.000 Danir. Algengustu dönsku ættarnöfnin eru þessi: 1) Jensen, 2) Nielsen, 3) Hansen, 4) Pedersen, 5) Andersen, 6) Christensen, 7) Larsen, 8) Sörensen, 9) Rasmussen og 10) Jörgensen. ■ Þekkt fólk með Rasmussen-nafninu Af öðrum þekktum Dönum sem einnig hafa borið þetta ættarnafn má nefna skáldið Halfdan Rasmussen, heimskautarannsóknafrumkvöðulinn Kjeld Rasmussen, knattspyrnumennina Morten „Duncan“ Rasmussen og Troels Rasmussen og dansk-bandarísku leikkonuna Rie Rasmussen. Í upptalningu á þekktu fólki með þessu nafni er líka vert að nefna Sunleif Rasmussen, eitt þekktasta tónskáld Færeyinga. FBL-GREINING: DANSKA NAFNIÐ RASMUSSEN Níunda algengasta ættarnafnið bílaperur frá Quarts bílaperur NÝJAR allt að 80% meira ljós SKYLDIR? Lars Lökke Rasmussen, Anders Fogh Rasmussen og Poul Nyrup Rasmussen. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.