Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 28
24 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Andrea Jóndóttir, dagskrárgerðar-
maður á Rás 2, skorast ekki undan
sextugsafmælinu þótt hún ætli að taka
því rólega í dag, því á morgun mun hún
halda upp á áfangann með pompi og
prakt ásamt Ólafi Páli Gunnarssyni,
samstarfsfélaga sínum á Rás 2, sem
verður fertugur síðar í mánuðinum.
„Okkur þótti tilvalið að slá saman
í hundrað ára afmælisveislu þar sem
við eigum bæði afmæli í apríl,“ segir
Andrea. Veislan verður haldin á Nasa
við Austurvöll og húsið opnað klukkan
19.30. „Þar munu stíga á stokk gamlar
og hálfhættar hljómsveitir ásamt fólki
sem er í fullu fjöri í sviðsljósinu í dag,“
segir Andrea full tilhlökkunar. „Við
Óli Palli, sem á afmæli hinn 25. apríl,
erum bæði að rembast við að gleyma
engum en vinum og velunnurum er hér
með boðið.“
Andrea á góðar minningar frá fimm-
tugsafmælinu en þá var henni komið
rækilega á óvart. „Ég ætlaði mér ekki
að halda neina veislu enda höfðu orðið
dauðsföll í fjölskyldunni. Nokkrum
vikum síðar komu samstarfsfélagar
mínir í gegnum árin mér þó algerlega
í opna skjöldu og héldu afmælisveislu
á Næsta bar sem var mjög ánægjuleg.
Að öllu jöfnu held ég þó ekki miklar af-
mælisveislur, þó að ég hafi gaman af
þeim, heldur fer frekar út að borða með
dóttur minni og dótturdætrum.“
Deginum í dag ætlar Andrea að verja
í að undirbúa útvarpsþátt fyrir föstu-
daginn langa. „Ég er að setja saman
þátt með lögum þar sem orgel koma
við sögu enda hátíðlegt hljóðfæri sem
hæfir páskum. Þá mun ég spila merki-
lega upptöku frá árinu 1974 þar sem
Karl Sighvatsson og félagar spila tón-
list sem þeir sömdu við Passíusálm-
ana,“ upplýsir hún.
Andrea hefur bara ánægju af því
að vinna á afmælisdaginn. „Ég er svo
heppin að áhugamálið er mitt aðalstarf
en ég hef starfað í útvarpi með hléum
frá árinu 1972 og er umkringd tónlist
alla daga.“
Stórafmælið leggst vel í Andreu,
sem ætlar helst að verða 96 ára. „Ég
er þó lítið fyrir það að velta því fyrir
mér hvar ég verð eftir ár eða tvö og
leyfi tímanum bara að líða. Það hljómar
kannski leiðinlega, en það er bara voða-
lega gaman hjá mér.“ vera@frettabladid.is
ANDREA JÓNSDÓTTIR: SEXTUG Í DAG
Heldur upp á hundrað ára
afmæli með Óla Palla á Nasa
TÓNLEIKAR Á NASA Afmælisdeginum ætlar Andrea að verja í að undirbúa útvarpsþátt en á morgun heldur hún veislu með Óla Palla á Nasa.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRANCIS FORD COPPOLA ER 70
ÁRA Í DAG.
„Ég held að allir listamenn
efist um það sem þeir eru
að að gera.“
Francis Ford Coppola er
bandarískur kvikmynda-
gerðarmaður. Hans frægustu
myndir eru þríleikurinn um
Guðföðurinn, Apocalypse Now
og Bram Stoker´s Dracula.
Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin (WHO)
var stofnuð á þess-
um degi árið 1948,
en hún er sérstofnun
Sameinuðu þjóðanna
um heilbrigðismál.
Markmið WHO er gefa öllum
þjóðum kost á sem bestu heil-
brigði. Heilbrigði er skilgreint
í stefnuyfirlýsingunni sem lík-
amleg, andleg og félagsleg vel-
megun, en ekki aðeins það að
vera laus við sjúkdóma og veik-
indi.
WHO er stjórnað af 192
aðildarríkjum. Alþjóða-
heilbrigðisþingið
(World Health Ass-
embly), sem er
haldið árlega, er sótt
af fulltrúum aðildar-
ríkjanna. Helstu
verkefni Alþjóðaheilbrigðis-
þingsins eru að samþykkja
framkvæmda- og fjárhagsáætl-
un næstu tveggja ára og ákveða
meginstefnumarkmið.
Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneyti Íslands tekur virkan
þátt í starfsemi stofnunarinn-
ar og átti ráðuneytisstjóri þess
sæti í framkvæmdastjórn WHO
2003 til2006.
ÞETTA GERÐIST: 7. APRÍL ÁRIÐ 1948
Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin stofnuð
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
Margrétar Halldóru
Hallgrímsdóttur
Ásgarði 139, Reykjavík,
Hallgrímur Ingvaldsson Kristbjörg Gunnarsdóttir
Hans Jón Björnsson Lykke Björnsson
Emil Sæmar Björnsson Alda Snæbjörnsdóttir
María Ingunn Björnsdóttir Frans Jensen
Björn Elías Björnsson
Sveinn Lúðvík Björnsson Margrét S. Pétursdóttir
Jón Hafberg Björnsson Valgerður Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Ólafur Jens Pétursson
Álfhólsvegi 68, Kópavogi,
lést á Landspítalnum við Hringbraut laugardaginn 4.
apríl. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju miðviku-
daginn 15. apríl kl. 13.00.
Áslaug Gunnsteinsdóttir
Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir
Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Kristmundsson
Rauðbarðaholti, Dalabyggð,
lést þann 5. apríl. Útförin fer fram miðvikudaginn 15.
apríl kl. 14.00 frá Hvammskirkju í Dölum.
Guðrún Jóhannesdóttir
Monika B. Einarsdóttir Halldór Gunnarsson
Kristbjörg M. Einarsdóttir Ágúst Árnason
Jóhanna B. Einarsdóttir Sæmundur Jóhannsson
Anna B. Einarsdóttir Samúel Ágústsson
Georg B. Einarsson
Ásta B. Einarsdóttir Bjarni Jónsson
og fjölskyldur þeirra.
Útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa,
langömmu og langafa,
Guðmundu
Bjarnýjar
Ólafsdóttur
og Sigurðar
Ágústar
Magnússonar
verður haldin í Grafarvogskirkju miðvikudaginn
8. apríl kl. 13.00.
Jóngeir A. E. Sigurðsson Una Árnadóttir
Benedikt Gabríel Sigurðsson Ólafía Kristný Ólafsdóttir
Magnús Sigurðsson Dagbjört Lára Garðarsdóttir
Sigurður Ágúst Sigurðsson Kelly Lane
Margrét Sigurðardóttir Guðmundur Sv. Guðmundsson
Jóhanna Sigurðardóttir Martin Jay Alex Martin
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, amma og systir,
Helga Sif Jónsdóttir
Skagabraut 28, Garði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3.
apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku-
daginn 8. apríl kl. 14.00.
Guðmundur Örn Ólafsson
Halldór Kr. Guðmundsson
Magni Freyr Guðmundsson Kristjana Vilborg
Þorvaldsdóttir
Linda Guðmundsdóttir Martin King
Ólafur Örn Guðmundsson Íris Birgitta Hilmarsdóttir
Guðmundur Jökull Guðmundsson
Jón H. Jónsson Soffía Karlsdóttir
barnabörn og systkini.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Halldórsson
Hlöðum í Hörgárdal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
4. apríl. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju laugar-
daginn 11. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamleg-
ast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á
Hjartavernd.
Anna Jónsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Klængur Stefánsson
Hallveig Stefánsdóttir Hrólfur Skúlason
Halldór Stefánsson Tove Clausen
Ásta Stefánsdóttir Guðjón R. Ármannsson
Hulda Stefánsdóttir Haraldur Helgason
Stefán Stefánsson Guðrún Marsibil Magnúsdóttir
Sighvatur Stefánsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Guðmundur Stefánsson Þóra Vala Haraldsdóttir
Þórgunnur Stefánsdóttir Sigurður Sigurgeirsson
Valgeir Stefánsson Þuríður Geirsdóttir
Auðunn Stefánsson Guðrún Margrét Örnólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.