Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 46
42 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT hugsa, 6. snæddi, 8. hár, 9. tilvist, 11. gangflötur, 12. flottur, 14. gort, 16. hvað, 17. húsfreyja, 18. kær- leikur, 20. tímaeining, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. tveir eins, 4. garðplöntutegund, 5. einkar, 7. æxl- ast, 10. spor, 13. skarð, 15. matar- geymslu, 16. rámur, 19. á fæti. LAUSN „Mér finnst topp kósí að hlusta á Rás 2 í morgunsárið svo hef ég verið að hlusta á Double Fantasy með John Lennon og Yoko Ono.“ Hafrún Alda Karlsdóttir sölumaður hjá Henrik Vibskov. LÁRÉTT: 2. huga, 6. át, 8. ull, 9. líf, 11. il, 12. smart, 14. grobb, 16. ha, 17. frú, 18. ást, 20. ár, 21. stál. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. uu, 4. glitbrá, 5. all, 7. tímgast, 10. far, 13. rof, 15. búri, 16. hás, 19. tá. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8. 1 Hauki Guðmundssyni, forstjóra Útlendingastofnunar. 2 Reykjavik Whale Watching Massacre. 3 Federico Macheda. „Löggan líkti þessum við hrafna sem stinga sér til jarðar sjái þeir glampa í silfur,“ segir Auður Jóns- dóttir rithöfundur. Þau hjón, hún og Þórarinn Leifs- son rithöfundur og myndlistar- maður, urðu fyrir sérstæðri lífs- reynslu að kvöldi sunnudags. Bíræfinn þjófur seildist inn um eldhúsglugga þeirra og stal tölvu Þórarins. Um er að ræða Mac- book en þau búa til bráðabirgða í kjallaraíbúð við Bjarnarstíg. „Við vorum inni í stofu með sextán ára dóttur minni og vorum að horfa á Rokk í Reykjavík þegar við heyrð- um þrusk í eldhúsinu sem er þarna alveg við stofuna. Héldum að þetta væri köttur og fórum til að stugga við honum,“ segir Þórarinn. Auður segir þau hafa verið nokkra stund að átta sig á því að tölvan var horf- in en hún var í hleðslu úti í glugga. „Við vorum nánast í sama herbergi. Hálfur veggur á milli,“ segir Auður sem furðar sig mjög á bíræfninni og því að hafa verið rænd í svo miklu návígi. Þórarinn telur sig hafa séð þjófinn áður rýna inn í íbúðina. „Tvítugur naggur með kaskeiti. Ég þekki hann aftur ef ég sé hann.“ Tölvan geymir handrit nýrrar barnabókar sem Þórarinn er að vinna í og ráðgert er að komi út í haust. Nánast fyrir tilviljun er ekki um tilfinnanlegt tjón að ræða því fyrr um daginn hafði Þórarinn tekið „back-up“ af handritinu. „Svo þarf nú sérstakt trix til að ræsa hana. Þannig að þetta verður martröð fyrir þjófinn,“ segir Þórarinn. Og bendir á að reyni þjófurinn að koma henni í verð gæti það komið aftan að honum því kaupandinn hljóti að líta svo á að um svikna vöru sé að ræða. „Og höggvi hausinn af þjófnum.“ Auður og Þórarinn hafa búið um árabil erlendis, í glæpahverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn og í Barselóna, en aldrei orðið fyrir viðlíka. Auður sagði af þjófnaðin- um á Facebook-síðu sinni og fékk gríðarleg viðbrögð. Meðal annars frá konu sem búsett er við Kára- stíg og segist hafa ítrekað orðið fyrir svipuðu. Auður telur að um holskeflu þjófnaða á svæðinu sé að ræða. Og Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að einn íbúi Bjarnarstígs, Óskar Jónasson, hefði verið rændur tölvu sinni. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir ofmælt að tala um farald- ur þjófnaða. Hins vegar séu svona smáþjófnaðir algengir, ekki síst á þessu svæði: Ofan og neðan Lauga- vegs og í Þingholtunum. „Þetta eru menn sem ganga um og virðast hafa það eitt fyrir stafni að leita uppi auðsótt verðmæti,“ segir Ómar og bendir á að þjófnaður á fartölv- um sé heimskulegur því hægt sé að rekja það hvar þær eru settar í samband. Aðspurður segir hann að auðgunarbrotum hafi fjölgað um helming frá því í haust. jakob@frettabladid.is ÞÓRARINN LEIFSSON: ÞJÓFURINN NÆR ALDREI AÐ OPNA TÖLVUNA Bíræfinn þjófur rænir rithöfunda við Bjarnarstíg Á VETTVANGI GLÆPSINS Auður og Þórarinn urðu fyrir því að vera rænd nánast fyrir augum sér þegar þjófur seildist inn um eldhúsglugga og stal tölvu Þórarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Bókamarkaðurinn á Akureyri er brjálaður ‚sökksess‘,“ segir Kristj- án B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, og dreg- ur hvergi af sér. Hann er að tala um bókamarkað sem nú stendur við bakka Glerár á Akureyri: „Á fyrstu tveimur dögunum var búið að selja fyrir helming þess sem selt var fyrir allan tímann í fyrra. Aðsóknin er með ólíkindum og sé hún reiknuð yfir á höfuðborgar- svæðið væri það eins og tugþús- undir hefðu farið á bókamarkað- inn þessa helgi. Aukningin á dag hefur verið frá 120 prósentum upp í 170 prósent.“ Eftir að hafa slegið öll sölu- og aðsóknarmet í miðri kreppu flutti bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda sig norður; til höfuðstaðar hins bjarta norðurs, skíðaparadísarinnar og fæðingar- staðar Ragga Sót, eins og Kristján telur ástæðu til að tíunda. Bóka- markaður á Akureyri var endur- reistur í fyrra og gekk þá prýði- lega. Var þá húsnæðið undir markaðinn stækkað og segir Kristján meiri sölu nú en nokkurn óraði fyrir. Markaðurinn stendur til annars í páskum og eru titlarn- ir á markaðnum um fimm þúsund. - jbg Moka út bókum á Akureyri KRISTJÁN B. JÓNASSON Segir aðsókn á bókamarkað á Akureyri með ólíkindum mikla. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Þetta er í annað skiptið sem ég spila í spinningtíma en núna erum við að gera þetta meira „professi- onal“. Ég ætla að mæta með söng- kerfi á svæðið og þrykkja á liðið,“ segir Herbert Guðmundsson, sem spilar í spinningtíma í Sporthúsi Kópavogs á miðvikudaginn. Fetar hann þar í fótspor rokkaranna í Dr. Spock sem gerðu slíkt hið sama fyrir jólin. Þennan dag verður opið hús til stuðnings Neistanum, styrktar- félagi Hjartveikra barna, og verða ýmsar uppákomur á dagskrá. „Ég ætla að taka nokkur lög „live“ og sjá um tónlistina í tímanum,“ segir Herbert og nefnir til sögunnar þrjár útgáfur af slagaranum Can´t Walk Away, þar af tvær splunku- nýjar og dansvænar. Þessi lifandi goðsögn spilaði fyrst í spinningtíma í Ólafsvík fyrir nokkrum árum þegar hann seldi þar bækur. „Ég var manað- ur þar af einum manni að mæta í spinningtíma og taka lagið og ég mætti með kassagítarinn.“ Herbert stundar sjálfur líkams- rækt í Sporthúsinu og voru því hæg heimatökin að fá hann um borð. Þar æfir hann alla daga vik- unnar nema á sunnudögum, þar af þrjá daga í viku hjá Garðari Sig- valdasyni einkaþjálfara. „Hann er sá besti á landinu,“ fullyrðir Her- bert. „Ég sá mann úti í bæ sem var geðveikt flottur og ég spurði: „Hvað kom fyrir þig?“ Þá var hann í þjálfun hjá Garðari. Hann lætur þig æfa og stendur yfir þér. Það þýðir ekkert að vera með neitt væl.“ Tveir mánuðir eru liðnir síðan hann byrjaði að puða í Sport- húsinu og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. „Það eru farin af mér sex kíló og fimm sentimetrar utan af belgnum á mér, þannig að þetta er að eitthvað að skila sér.“ - fb Herbert þrykkir á liðið í spinningtíma HERBERT GUÐMUNDSSON Herbert spilar í spinningtíma í annað sinn á ferlinum í Sport- húsinu á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚV-arar eru hópur sem helst sver sig í ætt við sértrúarsöfnuð og meðlimur þar hlýtur að teljast rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson. Þegar Bylgjan bjargaði Spurningakeppni fjölmiðlanna nú um páska, sem Rás 2 sló af í sparn- aðarskyni, bauðst Ævari að halda utan um keppnina. En jafnvel þó þátturinn hefði verið drepinn á Rás 2 fannst Ævari hann hvergi annars staðar eiga heima! Og það jafnvel þó kostnaður við þáttinn væri ekki nema helmingur mánaðarlauna þeirra sem ákváðu að drepa hann í sparnaðarskyni. Logi Bergmann þykir ekki slæmur kostur sem nýr umsjónarmaður þáttarins. Mjög tvennum sögum fer af því hvernig þeir sem sóttu skemmti- staðinn Hollywood snemma á 9. áratug síðustu aldar skemmtu sér á sérstöku endurfundakvöldi sem var um helgina á Broadway. Öllu var til tjaldað og ekki vantaði aðsóknina nema síður sé. Margir gestanna segja allt of mikið hafa verið í húsinu, troðningur, endalaus bið við barinn, stympingar, víni hellt yfir föt og troðið á fótum manns en svo lýsir einn þeirra sem um kvöldið sig tjáir á sérlegri facebook-síðu kvöldsins. Aðrir tala um „geggjað Hollywoodball” og vilja að leikurinn verði endurtekinn. Trymbillinn snjalli og Vantrúar- maðurinn Birgir Baldursson lætur hvergi deigan síga og blæs nú þriðja sinni til bingós á föstudaginn langa. Bingóið verður haldið á Austurvelli klukkan 12.30. Með þessu brjóta Vantrúarmenn helgidaga- fríið sem sérstaklega bannar bingó og aðrar skemmtanir. Vantrúar- menn segja þessi lög byggja á öfgakenndri lútherstrú og óeðlilegu sambandi ríkis og kirkju. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið Skipholti 50b • 105 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.