Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 24
„Hún Karólína veit alveg hvað klukkan slær þegar ég set á hana rauða klútinn, því þá er hún að fara í vinnuna og verður afskap- lega ánægð með tilheyrandi væli fagnaðar og spennings þegar við beygjum upp að Sunnuhlíð,“ segir Guðleifur Magnússon, bókbindari og heimsóknarvinur Kópavogs- deildar Rauða krossins, sem fer með tík sína Karólínu í heimsókn- ir á hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð. „Ég þurfti að finna mér eitt- hvað til dundurs þegar ég missti heilsuna síðsumars 2006, en skömmu síðar fór verkefnið af stað hjá Rauða krossinum. Í kjöl- farið fór ég með Karólínu í úttekt til Brynju Tomer hjá VÍS, en hún tekur hundana til kostanna, athug- ar geðslag þeirra og taugar, með því að bregða þeim og fara með þá í lyftu, og prófið stóðst hundurinn minn ágætlega,“ segir Guðleifur sem síðan hefur farið í félagi við Karólínu á milli deilda Sunnuhlíð- ar til að heilsa upp á heimilisfólk- ið. „Það er afskaplega gefandi því fólkið er farið að þekkja okkur og tekur komu okkar fagnandi. Það lifnar yfir fólkinu, marg- ir vilja klappa tíkinni og sumir gefa henni hundanammi til að fá að launum kúnstir, eins og handa- band og setur.“ Þau Guðleifur og Karólína fara einnig á fund barna af ýmsu þjóð- erni þegar þau koma saman hjá Kópavogsdeild RKÍ í Hamraborg. „Þær heimsóknir vekja heilmikla lukku og virðast gefa krökkunum mikið. Karólína er skemmtileg og brýtur upp dag barnanna sem flest glíma enn við tungumála- örðugleika en finna í hundinum málleysingja sem þau geta gefið sig að, klappað og knúsað,“ segir Guðleifur og bætir við að heim- sóknarvinnan sé gefandi fyrir alla sem að henni koma. „Margir í Sunnuhlíð eru af gömlu bændakynslóðinni og segja mér frá hundum sínum í sveit- inni forðum, en það virðist gefa þeim mikið að endurnýja kynnin við besta vin mannsins. Félags- skapur Karólínu er ómetanlegur og henni fylgir andleg upplyft- ing líka, því hún kemur alltaf og minnir á sig, án þess að vera frek eða krefjandi. Mín vegna mætti útfæra heimsóknarvináttuna enn meira og ég vildi gjarnan fara til fleira fólks með Karólínu. Það er svo ljúft að fara út á meðal fólks, láta gott af sér leiða og njóta þess í leiðinni.“ thordis@frettabladid.is Spennt að fara í vinnuna Stundum hefur verið sagt um hunda að þeir sér bestu vinir mannsins. Viðmót þeirra er fals- og fordóma- laust en ávallt hlýtt og gefandi, enda vinsæll félagsskapur ungra sem aldinna, veikra sem frískra. Guðleifur Magnússon með tíkina Karólínu sem er fimm og hálfs árs blendingur Border og Springer. Skapgerð hennar er ljúf og stöðug, og henni finnst gott að fá klapp og vera innan um fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR á Íslandi voru 486 árið 2007, 190 konur og 296 karlar. Þetta eru töluvert færri aðgerðir en framkvæmdar hafa verið mörg undanfarin ár, en þær voru flestar tæplega 800 um síðustu aldamót. Fækkunin hefur einkum orðið meðal kvenna. Frá þessu greinir í Talnabrunni, fréttabréfi Landlæknis. Húðin í kringum augun er fimm sinnum þynnri en andlitshúð- in og að minnsta kosti tvisvar sinnum við- kvæmari. Því er mikil- vægt að nota góð augn- krem til að vernda hana fyrir ótímabærri öldrun. 500 hollráð www.balletskoli.is Vornámskeið fyrir 3 – 4 ára og 5 – 6 ára börn. Kennt er í Skipholti 35, Reykjavík Innritun í síma 567 8965 B A L L E T N Á M S K E I Ð Næstu fyrirlestrar og námskeið 07. apríl Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli? Edda Björgvins leikkona 14. apríl Sætuefnið Aspartam - Er Diet kók betra en venjulegt kók? Haraldur Magnússon osteópati 16. apríl Hvað er málið með aukakílóin? Matti Ósvald heilsufræðingur 18. apríl Hláturjóga með jákvæðu styrkjandi ívafi Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 21. apríl Spa dekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknirwww.madurlifandi.is Curaden (www.curaden.ch) vörurnar fást í verslunum Lyfju en nú einnig í sjálfstæðu apótekunum; Árbæjarapóteki, Garðsapóteki, Laugarnesapóteki, Lyfjaveri, Reykjavíkurapóteki og Rimaapóteki. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.