Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 4

Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 4
                        ÍSLENSKA krónan veiktist um 1% í gær og hefur frá áramótum veikst um rösklega 5%. „Krónan hefur látið undan síga í frekar slæmri stemningu,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis. „Sér í lagi eftir að einhver hluti markaðsaðila setti fram væntingar um hraða lækkun stýri- vaxta á næstu mánuðum. Hjá Glitni teljum við þær væntingar ekki raun- hæfar. En ef raunin verður sú að vextir fara að lækka hratt þá mun það vissulega grafa undan krónunni,“ segir Jón Bjarki. Hann segir Seðlabankann hins veg- ar fylgjast grannt með þróun krón- unnar vegna þess hve gengisbreyt- ingar skila sér fljótt út í verðlagið. „Veikingin nú er fjarri því sem Seðla- bankinn vill sjá á meðan verðbólgan er eins mikil og raun ber vitni. Ef eitt- hvað er, þá er þessi hreyfing til þess fallin að letja hann í að lækka vexti á næstu vikum og jafnvel mánuðum.“ Jón Bjarki segir fleira búa að baki. „Við þetta bætist að aðrar hávaxta- myntir, s.s. tyrkneska líran og suður- afríska randið, lækkuðu líka töluvert frá opnun [í gær].“ Hann segir horfur enn vera að versna á mörkuðum og að breiðast út. Stemningin sé neikvæð og væntingar litlar. Krónan veikst um 5% í ár 4 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is MEIRIHLUTI borgarstjórnar hef- ur náð sameiginlegri niðurstöðu um næsta skref í REI-málinu og verður það kynnt á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem boðaður er á föstu- daginn kemur, en fundurinn gæti þó frestast um nokkra daga. „Það má segja að niðurstaða sé að fæðast,“ segir heimildarmaður og annar sagði ekki hægt að tala um nið- urstöðu heldur skref – þetta væri við- varandi verkefni sem lyki aldrei. Til stendur að halda eigendafund og taka upp þráðurinn frá því eig- endafundi var frestað 23. nóvember sl., en því er fleygt að þetta sé að OR, þá sé það með fyrirvara um sam- þykki eigenda. Starf stýrihópsins verði því einskorðað við að pakka saman lærdómum af uppákomunni í haust. Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnar- formaður OR, hefur átt í viðræðum við meðeigendur OR í Hitaveitu Suð- urnesja, þar með talið Geysir Green Energy, en hún fékk heimild til þess á eigendafundi OR 16. nóvember sl. Þá leitaði borgarstjóri eftir fundi með Geir H. Haarde forsætisráð- herra, en hann hefur ekki svarað er- indinu. Innan úr meirihlutanum má heyra að slíkur „dónaskapur“ sé „með ólíkindum“, enda hafi verið samþykkt einróma í borgarráði að leita eftir slíkum viðræðum. verða einn lengsti eigendafundur sem sögur fara af. Þá er stefnt að því, samkvæmt heimildarmanni, að stýri- hópur um málefni OR skili af sér í næstu viku. Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á að hluti af niðurstöðu stýrihópsins verði úttekt á því hvort stjórnsýslureglum hafi verið fylgt og hverjir eigi að sæta ábyrgð hafi verið brotið gegn þeim. Þeir segja þá vinnu enn á byrjunarreit. Samkvæmt heimildum er stefnt að því að flytja stefnumótun OR frá stýrihópnum inn í stjórn OR og er það rökstutt með því að þar liggi öll gögn fyrir. Þá hljóti ákvarðanir um framtíð REI fyrst og fremst að vera eigendamál. Þótt teknar verði ákvarðanir um skref á stjórnarfundi Niðurstaða í REI- málinu að fæðast Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „AÐ vissu leyti eru þetta straum- hvörf í lækning- um MS-sjúkra, þetta er öflugasta lyfið sem fram hefur komið hingað til og get- ur breytt veru- lega gangi sjúk- dómsins,“ segir Elías Ólafsson, yfirlæknir á tauga- deild Landspítala, en í gær fengu fyrstu sjúklingarnir meðferð með lyfinu Tysabri. Rannsóknir hafa sýnt að köstum, sem einkenni MS- sjúkdóminn, geti fækkað um allt að 70% við meðferð lyfsins, en sam- bærilegur árangur hefur ekki náðst með eldri lyfjum. Mikil umræða var um lyfið í þjóð- félaginu síðari hluta síðasta árs, en samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyf- irvalda frá því í desember sl. fá 50 sjúklingar lyfið á þessu ári. Kostn- aðurinn er yfir 100 milljónir króna á ári. Fyrirbyggjandi lyf MS er langvinnur sjúkdómur sem leggst á miðtaugakerfi fólks. Sjúk- dómurinn einkennist af bólgum í miðtaugakerfinu sem kemur fram sem köst í formi ákveðinna ein- kenna á borð við lamanir í útlimum, sjóntap eða svimaköst. Endurtekin köst geta valdið varanlegum skemmdum á miðtaugakerfinu. Þró- un sjúkdómsins er misjöfn hjá hverjum og einum og köstin koma misoft. Lyfið Tysabri dregur veru- lega úr bólguköstunum og er því fyrirbyggjandi. „Það er vandinn með þennan sjúkdóm að það er mjög erfitt að spá fyrir um það hvernig hann þróast,“ segir Elías. Með tilliti til fjölmargra þátta er tekin ákvörðun um hvort lyfið Ty- sabri henti viðkomandi sjúklingi eða hvort meðferð með öðrum lyfjum sé betri. „Meðferð með Tysabri hentar þegar virkni sjúkdómsins er mikil og viðkomandi hefur ekki svarað annarri lyfjameðferð,“ segir Hauk- ur Hjaltason, sérfræðingur á tauga- deild LSH. „Þetta eru fyrst og fremst þeir sem fá endurtekin köst þrátt fyrir aðra meðferð.“ Haukur bendir á að það muni taka næstu mánuði að hefja meðferð hjá öllum sem eiga að fá lyfið, þar sem ekki sé hægt að sinna öllum samtímis. „Þessi nýja meðferð þarfnast ákveðinnar aðlögunar á starfsemi taugalækningadeildar,“ bendir Elías á. Önnur lyf verða einnig áfram gefin við MS-sjúk- dómnum, þar sem viss hluti sjúk- linga bregst vel við þeim og því er ástæðulaust að breyta þeirri með- ferð. Meðferð með Tysabri fer þannig fram að sjúklingur kemur á fjög- urra vikna fresti inn á sjúkrahúsið og fær lyfið í æð. Það tekur um klukkustund. Viðkomandi dvelur þó á sjúkrahúsinu í nokkra tíma í senn undir eftirliti hjúkrunarfræðinga og lækna vegna hugsanlegra aukaverk- ana. Lyfið verður aðeins gefið á Landspítalanum. Elías segir að stundum geti tekið langan tíma þar til meðferðin með Tysabri sýni árangur þar sem gang- ur MS-sjúkdómsins sé mjög breyti- legur. MS-sjúkdómurinn er afar breyti- legur og þótt hann valdi stundum mikilli fötlun er það alls ekki algilt og sumir fá aðeins væg einkenni. Til skamms tíma var tilhneiging hjá sjúklingum til að líta á greiningu MS-sjúkdómsins sem reiðarslag, þar sem ekkert var hægt að gera til að halda honum í skefjum. Þetta breyttist með tilkomu lyfja við MS- sjúkdómnum fyrir rúmum áratug. „Nú er komið nýtt og enn öflugra lyf, sem gefur fólki með MS-sjúk- dóminn nýja von um minni fötlun og betra líf,“ segir Elías. „En reynslan mun endanlega skera úr um hver árangur notkunar þess verður.“ Árvakur/Árni Sæberg Fyrstur Ólafur Örn Karlsson fékk nýja MS-lyfið í gær með aðstoð Jónínu Hallsdóttur hjúkrunarfræðings. „Ég bind miklar vonir við þetta lyf en ekki of mikl- ar, ég geri mér grein fyrir að það er ekkert sem getur læknað sjúkdóminn að fullu,“ segir Ólafur Örn Karlsson, rúmlega tvítugur menntaskólanemi, sem var fyrstur til að fá Tysabri í gær. Ólafur fékk MS fyrir tveimur árum og ágerðist sjúkdómurinn mjög hratt. Var það m.a. ástæðan fyrir því að hann var tekinn snemma inn í meðferðina. Ólafur segist oft hafa orðið fyrir fordómum vegna sjúkdómsins. Einkennum hans geti svipað til ölvunarástands, t.d. reikult göngulag og þvoglumæli. „Ég hef verið stimplaður alkóhólisti og fíkniefnaneytandi,“ segir Ólafur. „Fólk ætti að passa sig á því að vera ekki með svoleiðis fordóma.“ Vongóður en raunsær MS-lyfið Tysabri er nú komið í notkun hér á landi og hófu fyrstu sjúk- lingarnir meðferð á taugadeild Landspítala í gær. „Straumhvörf,“ seg- ir yfirlæknir deildarinnar um meðferðina. Elías Ólafsson Straumhvörf í lækn- ingu MS-sjúkra ♦♦♦ ÁL- og námufyrirtækið Rio Tinto, sem keypti Alcan, móðurfélag ál- versins í Straumsvík, hefur tilkynnt að hugsanlegt sé að það selji eina af deildum Alcan, Engineering Pro- ducts, að því er fram kom í frétt á vef breska dagblaðsins The Daily Tele- graph í gær. Blaðið segir að búist sé við að fjár- losun Rio Tonto, eða salan á hluta fyrirtækisins, nemi tíu milljörðum dollara, sem svarar rúmum 650 millj- örðum króna. The Daily Telegraph hafði eftir heimildarmanni í London að fjár- festar hefðu sýnt verulegan áhuga á deildum Alcan. Hann bætti þó við að Rio Tinto væri ekki að flýta sér að selja og erfitt væri fyrir fjárfesta að tryggja sér nægilegt fjármagn til kaupanna vegna minna framboðs á ódýru lánsfé. Rio Tinto hefur einnig rætt við fjárfestingarfélög um hugs- anlega sölu á hluta Alcan. Rio Tinto hefur snúist til varnar gegn yfirtökutilboði keppinautarins BHP Billiton. Financial Times skýrði frá því í lok nóvember að stjórn Rio Tinto hefði lofað fjárfest- um að eignir yrðu seldar og arð- greiðslur auknar. Blaðið sagði Tom Albanese, forstjóra Rio Tinto, hafa sagt fjárfestum að eftir kaup félags- ins á Alcan væri möguleiki á að selja eignir fyrir á bilinu 15-30 milljarða dollara. The Daily Telegraph sagði að Rio Tinto hefði styrkt stöðu sína frekar í baráttunni við BHP Billiton með metframleiðslu á síðasta fjórðungi liðins árs. Blaðið hafði einnig eftir Albanese að minnkandi hagvöxtur í heiminum myndi ekki hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu Rio Tinto. Rio Tinto íhugar að selja hluta Alcan FIMM sóttu um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Umsækjendur eru: Arnþór Helgason blaðamaður, Guðmundur Kjartansson viðskiptafræðingur, MBA, Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifstofustjóri, Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, settur forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, Þórey S. Þórðardóttir forstöðumaður. Félags- og tryggingamálaráð- herra skipar í stöðuna að fenginni tillögu stjórnar TR. Sóttu um starf forstjóra TR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.