Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HJÁ Brunamálastofnun gera menn ráð fyrir að rannsókn á hvernig brunavörnum húsanna Austurstræt- is 22 og Lækjargötu 2 var háttað ljúki brátt. Það sem helst hefur tafið skýrslugerðina er óvissa sem ríkir um hvort eldvarnaveggur á lóðar- mörkum hafi verið á sínum stað, hvort hluti hans hafi aldrei verið reistur, jafnvel þótt slíkur veggur sjáist á teikningum. Einnig hvort breytingar, sem gerðar voru á hús- unum í gegnum tíðina, hafi gert það að verkum að eldvarnaveggurinn gegndi ekki hlutverki sínu. Við rannsóknina hefur þurft að fara í gegnum þykkan bunka af skjölum í skjalasafni Reykjavíkur- borgar en elstu skjölin sem koma við sögu í málinu eru um aldargömul. Um níu mánuðir eru síðan elds- voði gjöreyðilagði Austurstræti 22 og stórskemmdi Lækjargötu 2. Þegar eignatjón verður mikið, líkt og varð í þessu tilfelli, rannsakar Brunamálastofnun hvernig eldvarn- areftirliti er háttað, hvort kröfur eld- varnareftirlits hafi verið uppfylltar og hvernig staðið var að slökkvi- starfi. Tilgangurinn er sá að komast að því hvort eitthvað hefði betur mátt fara og draga lærdóm af því. Niðurstöðurnar eru síðan kynntar slökkviliðsstjórum og bygginga- fulltrúum um allt land. Veggur á teikningum Björn Karlsson brunamálastjóri segir að á teikningum af húsunum frá árinu 1925 sé sýndur eldvarnar- veggur á lóðarmörkum húsanna. Síð- an þá hafi margir tugir erinda borist byggingafulltrúa Reykjavíkur vegna þessara húsa og fjölmargar breyt- ingar gerðar á þeim. „Málið er bara nokkuð flókið og erfitt að skýra ná- kvæmlega hvernig þetta þróaðist. Og það eru gríðarlega margir aðilar sem hafa komið að þessu máli um næstum 100 ára skeið,“ segir Björn. Þótt brunaveggurinn sé á teikning- um, líka þeim nýjustu sem til eru af húsunum, eru áhöld um hvort hann hafi í raun verið á sínum stað. Þá liggur ekki fyrir með vissu hvort hann hafi verið fjarlægður að hluta eða gerð í hann göt sem, eðli málsins samkvæmt, gera hann nánast gagns- lausan sem eldvarnavegg. „Eld- varnaveggur á að vera stór, traustur og þykkur veggur og það mega ekki vera á honum göt eða neitt slíkt. En það virðist vera ljóst að hann hafi verið nokkuð mikið gallaður, hafi hann á annað borð verið þarna líkt og teikningar segja til um,“ segir Björn. Deiliskipulag á næsta leiti Hjá skipulagssviði Reykjavíkur hefur í haust og vetur verið unnið að tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 og einnig fyrir Lækjartorg og nánasta umhverfi. Tillagan er byggð á verð- launatillögu fyrir svæðið. Að sögn Birgis Hlyns Sigurðssonar, sviðs- stjóra skipulagsstjóra, átti að leggja þessar hugmyndir fyrir stýrihóp sem settur var á laggirnar í kjölfar stórbrunans. Ef tillagan fær braut- argengi í skipulagsráði og borgar- ráði verður hún auglýst. Frestur til athugasemda er sex vikur. „Málið er bara nokkuð flókið“  Elstu skjölin sem hefur þurft að kanna við rannsókn á brunavörnum Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22 eru um aldargömul  Óljóst hvort eldvarnaveggur sem sést á teikningum var á sínum stað VIÐ rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tókst ekki að leiða í ljós eldsupptök í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22, né hvar eldurinn kviknaði. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns réð þar mestu að brunavettvangurinn var afar illa farinn, bæði sökum þess hve mikið brann en einnig vegna þess að beita varð stórvirkum vinnuvélum við slökkvistarfið. Rannsókn leiddi upptök ekki í ljós Árvakur/Sverrir LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu hefur tekið til rannsóknar kæru vegna nauðgunar í byrjun þessa árs, en þar er tvítugur karl- maður grunaður um að hafa nauðg- að 14 ára stúlku. Að sögn lögreglunar var mað- urinn handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald en hefur verið sleppt. Kæra vegna málsins barst lög- reglu hinn 5. janúar. Að sögn lög- reglu hefur ekki verið ákært í mál- inu. Stúlkan, sem dvelur á meðferð- arheimili, kynntist manninum í gegnum spjallsíðu á netinu. Þau mæltu sér mót og fór maðurinn með stúlkuna heim til sín þar sem hann er grunaður um að hafa nauðgað stúlkunni. Þar sem um netsamskipti er að ræða lagði lögreglan hald á allan tölvubúnað og er unnið að því að rannsaka hann. Lögreglan bendir á að netsam- skipti geti verið afar varasöm og því sé mikilvægt að foreldrar og aðrir forráðamenn barna hafi gæt- ur á netnotkun þeirra. Grunur um nauðgun EKKI er ólíklegt að margir lands- menn hafi látið sig dreyma um sól og yl í suðrænum löndum í gær þeg- ar þeir mokuðu snjónum sem kyngt hefur niður víða á landinu síðustu daga. Þessi dugnaðarforkur lét ekki snjókomuna og vetrarkuldann á sig fá þegar hann kepptist við að skafa snjóinn af tröppum Þjóðleikhússins fyrir framan skilti þar sem sýn- ingar á leikritinu Sólarferð eru auglýstar. Æfingar á leikritinu eru nú í full- um gangi í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Benedikts Erlingssonar og verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu 15. febrúar. Sólarferð er eftir Guðmund Steinsson (1925-1996), sem var meðal fremstu leikskálda Íslend- inga. Þetta leikrit er eitt af vinsæl- ustu verkum hans og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1976. Er þar dregin upp skemmtileg mynd af sólarlandaferðum Íslendinga. Ekki er útlit fyrir miklar breyt- ingar á veðrinu á næstu dögum. Spáð er éljum og snjókomu víða á landinu í dag og á morgun. Útlit er fyrir vestanátt á laugardag og spáð er bjartviðri að mestu á sunnudag og fram á mánudag. Sólarlöndin freista í fannferginu og frostinu Árvakur/Ómar FJÓRIR starfsmenn Landspítala í Fossvogi greindust jákvæðir á berklaprófi sem haldið var á nokkr- um svæðum sjúkrahússins í kjölfar þess að sjúklingur sem þar lá greind- ist með smitandi berkla í byrjun vetrar. Engin starfsmannanna hefur veikst af berklum, en í það minnsta einn af þeim hefur hafið fyrirbyggj- andi meðferð til öryggis. Starfsmennirnir sem um ræðir eru íslenskir og að sögn Ólafs Guð- laugssonar, yfirlæknis á sýkinga- varnardeild Landspítala, er nær ómögulegt að vita með vissu um ná- kvæman uppruna smits þeirra, þ.e. hvort það er komið frá sjúklingnum eða hefur einungis uppgötvast vegna berklaprófanna á spítalanum. Margir Íslendingar bera berkla frá gamalli tíð, sem geta vaknað upp aftur. Um 10% þeirra sem smitast geta fengið berklasýkingu, sem í dag er í flestum tilvikum auðlæknanleg. Í tilvikum starfsmannanna er ekki um að ræða svonefndan ónæman stofn, sem er sjaldgæfur. Í völdum tilvik- um eru einstaklingar sem smitast settir í varnandi meðferð til að hindra að þeir fái sýkingu eftir smit. Ólafur segir að berklar séu alls ekki horfnir á Íslandi og árlega greinast tíu til tólf einstaklingar með smitandi lungnaberkla – um helm- ingur þeirra Íslendingar. Talið er að þriðjungur til helmingur jarðarbúa beri í sér berkla, en aðeins um 10% smitaðra veikjast af völdum sýking- ar í kjölfar smits. Fjórir greindust já- kvæðir á berklaprófi TILLAGA um að auglýsa ekki til- lögu Þyrpingar hf. um deiliskipu- lag Bygggarða var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Seltjarn- arness í gær. Jónmundur Guð- marsson bæjar- stjóri mælti fyrir tillögunni fyrir hönd sjálfstæðis- manna. Kristín Halla Jónsdóttir, tals- maður Íbúahóps um lágreista byggð í Byggörð- um austan Gróttu var ásamt fleiri bæjarbúum á áheyrendabekkj- um á fundinum í gær. Kristín kvaðst fagna samþykkt bæjarstjórnar og sagði að sér þætti það áfangasigur að málið skyldi ekki hafa verið keyrt í gegn. Í samþykktinni felist einnig að lagðir verði fram fleiri og mögu- lega betri skipulagskostir og að haft verði samráð við íbúana á mótunar- stigi nýrra tillagna. Íbúahópurinn mun funda í dag og ræða hina nýju stöðu. Samkvæmt tillögunni og breyt- ingatillögu minnihluta sem sam- þykkt var verður unnið áfram að mótun hugmynda að deiliskipulagi svæðisins. „Mikilvægt er að vel tak- ist til um deiliskipulag hinnar nýju byggðar og að fram fari fagleg um- ræða um helstu þætti sem m.a. lúta að nánasta umhverfi, húsagerð, nýt- ingu, útliti og gæðum fyrirhugaðrar byggðar. Stefnt skal að því að fjölga íbúðum í þeim tilgangi að nýta það þjónustustig sem til staðar er á Sel- tjarnarnesi en íbúabyggð á þétting- arsvæðum taki mið af þeirri byggð sem fyrir er og að byggð verði aðlað- andi íbúðasvæði og fjölbreytni í íbúðagerðum,“ segir m.a. í tillögunni sem var samþykkt. Þá var skipu- lags- og mannvirkjanefnd falið að vinna málið áfram af hálfu bæjarins. Skipulag endur- skoðað Jónmundur Guðmarsson Talsmaður íbúa fagnar samþykkt Kristín Halla Jónsdóttir DAGSBRUN Media hefur selt fjár- festinum Morten Lund 51% hlut í danska fríblaðinu Nyhedsavisen. Baugur Group verður næststærsti hluthafinn, samkvæmt frétt Bus- iness.dk, viðskiptafréttavefjar Berlingske Tidende, í gærkvöldi. Gert var út um kaupin síðdegis í gær. Morten Lund átti fyrir hlut í Nyhedsavisen. Samkvæmt fréttinni vildu hvorki Baugur né Morten Lund upplýsa kaupverðið. Kaupin voru gerð eftir að Baugur hafði reynt án árangurs að laða nýja fjár- festa að útgáfu blaðsins. Business.dk segir að útgáfa Ny- hedsavisen hafi kostað íslenska eig- endur sína meira en hálfan milljarð DKR (6,5 milljarða ÍKR) frá því út- gáfan hófst í október 2006 og tapið sé meira en ein milljón DKR (12,9 milljónir ÍKR) á dag. Þetta sýni gögn sem Berlingske Business hafi undir höndum. Morten Lund er 35 ára millj- arðamæringur og fjárfestir. Hann efnaðist fyrst á kaupum í Skype- netsímafélaginu. Síðan hefur hann eignast hluti í meira en 85 félögum. Seldi hlut í Nyhedsavisen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.