Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RANNSÓKNARSTOFNUN Háskól-
ans á Akureyri, Ferðamálasetur Ís-
lands og Umhverfisstofnun hafa
fengið styrk frá Evrópusamband-
inu vegna þátttöku í verkefni sem
er hluti af nýrri Norðurslóðaáætlun
Evrópusambandsins. Verkefnið er
samstarfsverkefni Íslands, Finn-
lands, Skotlands og Kanada (Labra-
dor og Nýfundnaland). Markmið
þess er að styðja við þróun sjálf-
bærra veiða til eflingar atvinnulífs
og búsetu með áherslu á veiðimenn-
ingu.
Heildarfjárhæð íslenska hluta
verkefnisins er 25,3 milljónir sem
skiptist niður á þrjú ár og fékkst
styrkur frá Evrópusambandinu fyr-
ir 50% af þeirri fjárhæð eða rúmar
12 milljónir. Rannsókna- og þróun-
armiðstöð Háskólans Akureyri er
yfirumsjónaraðili yfir verkefninu.
Styrkur vegna
sjálfbærra veiða
TOYOTA-skákmót eldri borgara
fer fram í Ásgarði, Stangarhyl 4, á
morgun, föstudag. Mótið hefst kl.
13 og er öllum opið eldri en 60 ára.
Skráning hefst kl. 11.30 en hægt er
að skrá þátttöku í síma 553-2346
eða 659-2346. Magnús Kristinsson
athafnamaður mun leika fyrsta
leikinn. Tefldar verða níu umferðir
og er umhugsunartíminn 10 mín-
útur á mann á hverja skák. Mótið
verður haldið á ári hverju og er bú-
ist við þátttöku fjölmargra kunnra
kappa.
Toyota-skákmót
HÆSTU almennu
styrkir menntaráðs
Reykjavíkur á árinu
2008 renna til list-
náms og fræðslu-
starfs um samkyn-
hneigð.
Myndlistaskólinn í
Reykjavík fær tveggja milljóna
króna styrk til verkefnisins List-
búða í myndlistaskóla og Samtökin
’78 fá 1,7 milljónir kr. til að byggja
upp fræðslustarf um samkynhneigð
í grunnskólum Reykjavíkur.
Bandalag íslenska listamanna (BÍL)
fær einnar milljónar króna styrk til
verkefnisins Litróf listanna sem
miðar að því að efla listuppeldi og
samstarf listamanna og skóla. Þá
fær Kennaraháskóli Íslands eina
milljón kr. í styrk til að rannsaka
lífsstíl 7-9 ára barna með það að
markmiði að bæta heilsufar þeirra.
Menntaráð Reykjavíkur afgreiddi
styrki til 24 verkefna á fundi sínum
14. janúar og nema þeir alls 11,4
milljónum króna. Nánar á heima-
síðu menntasviðs.
Fjöldi styrkja
frá menntasviði
STUTT
RÍKISKAUP hafa óskað eftir til-
boðum í stóðhestastöð og sæðis-
tökuhús í Gunnarsholti, Rangár-
þingi ytra, ásamt 87 hekturum
lands. Stóðhestastöðin var byggð
árið 1989 og sæðistökuhúsið árið
1997. Brunabótamat húsanna er kr.
96.350.000 og fasteignamat
28.215.000 krónur.
Fyrirvari við söluna er um að
væntanlegur kaupandi skuldbindi
sig til að girða gripahelda girðingu
fyrir 1. ágúst í sumar í samráði og
samvinnu við Landgræðslu ríkisins
og aðra landeigendur.
Stóðhestastöð
í Gunnarsholti
Árvakur/Kristinn
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG get lofað því að þetta verður
mjög spennandi, við munum fara nýj-
ar leiðir í matargerðinni,“ segir Þór-
arinn Eggertsson matreiðslumaður.
Þórarinn festi nýverið kaup á veit-
ingastaðnum Tveimur fiskum við
Geirsgötu og opnar þar nýjan stað í
lok febrúar. „Við verðum léttir og
poppaðir í hádeginu, en í fínni mat-
argerð á kvöldin,“ segir Þórarinn.
Talsverðar hræringar hafa verið á
veitingahúsamarkaðnum undanfarna
mánuði og hafa eigendaskipti verið
nokkuð ör. Fyrirtækið FoodCo hf.
hefur verið áberandi á markaðnum
og keypti m.a. nýverið Lækjarbrekku
og Sjávarkjallarann.
Framandi kokteilar
„Áherslan verður á íslenskt-
franskt eldhús og við munum leika
okkur mikið með allskyns nýjungar,“
segir Þórarinn Eggertsson um nýja
staðinn við Geirsgötu. Megináherslan
verði á fisk enda staðurinn staðsettur
við höfnina, „kjötið verður þó ekki út-
undan og það ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi,“ segir Þórarinn.
Nú er unnið að umfangsmiklum út-
litsbreytingum á staðnum innanverð-
um, „við verðum með stóran bar með
framandi kokteilagerð. Unnið verður
með köfnunarefni, drykkir hverfa og
birtast aftur og mikil ævintýri sköp-
uð,“ segir Þórarinn.
Í kjölfar opnunarinnar í lok febr-
úar verða opnaðir salir í kjallara
hússins, útbúnir fullkominni fundar-
og veisluaðstöðu.
Guðvarður Gíslason veitingamaður
seldi nýverið veitingastaðinn Apótek
í Austurstræti og hefur nú tekið að
sér rekstur veitingastaðar Hótels
Radisson SAS 1919, sem áður hét
Salt, en hefur nú fengið nafnið Gull-
foss. „Það er opnunarhátíð á morgun
[í dag] með nýjum matseðlum,“ segir
Guðvarður.
Franskur yfirkokkur
Við erum með nýjar áherslur, höf-
um breytt staðnum töluvert og fengið
til okkar franskan yfirkokk, Nicolas
Vergnaut, sem hefur starfað á 5
stjörnu veitingastöðum í Mónakó,
Mallorka og Barselóna,“ segir Guð-
varður.
Hann segir áhersluna verða á mat
frá Miðjarðarhafinu, spænskt og
franskt, „við verðum mikið með tapas
uppsetningu á mat og m.a. með ta-
pashlaðborð í hádeginu,“ segir Guð-
varður. Auk Apóteks rak Guðvarður
áður veitingastaðinn Maru í Aðal-
stræti 12, sem ber nú heitið Fisk-
markaðurinn og er rekinn af þeim
Hrefnu Rósu Sætran matreiðslu-
manni og Ágústi Reynissyni fram-
reiðslumanni.
Eins og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu er Siggi Hall meðal þeirra
sem eru að breyta til. Hann hefur
hætt rekstri veitingastaðar síns á Óð-
insvéum, en hyggst opna aftur í öðru
húsnæði í haust.
Töluverðar hræringar á
veitingahúsamarkaðnum
Árvakur/Golli
Notalegt Margir sækja á veitingahús í skammdeginu og er um auðugan
garð að gresja í Reykjavík. Tíð eigendaskipti hafa verið að undanförnu.
Nýr staður opn-
aður í stað Tveggja
fiska við Geirsgötu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„EF EITTHVAÐ hljómar of vel til
að vera satt er það áreiðanlega lygi,“
hefur verið nefnd gullna reglan þeg-
ar kemur að því að meta gylliboð
sem berast tölvunotendum dag
hvern í gegnum tölvubréf. En þrátt
fyrir ítrekaðar viðvaranir í gegnum
árin eru ávallt einhverjir sem hugsa
sér gott til glóðarinnar og stökkva á
fljótfenginn gróða. Þeim er nær und-
antekningalaust refsað.
Enn á ný varar embætti ríkislög-
reglustjóra við fjársvikabréfum sem
berast í gegnum netið. Þrátt fyrir að
enginn Íslendingur hafi enn látið
glepjast af tilboðinu er samkvæmt
upplýsingum frá ríkislögreglustjóra
um að ræða mjög vandað tölvubréf.
Sendandinn kveðst vera endur-
skoðandi við Prime Bank í Lundún-
um og leitar að samstarfi við heið-
arlegan aðila í því skyni að flytja úr
landi rúmar 8,5 milljónir punda. Því
er heitið að upphæðinni verði skipt
til helminga.
Þar sem á milli 90-95% tölvubréfa
sem send voru á síðasta ári voru svo-
nefndur ruslpóstur, að því er Barra-
cuda Networks Inc. fullyrti í síðasta
mánuði, má gera ráð fyrir að sérhver
einstaklingur fái þónokkurt magn af
bréfum þar sem um gylliboð er að
ræða. Önnur leið er að senda hót-
unarbréf þar sem viðkomandi er
hótað lífláti ef hann ekki greiðir háa
upphæð á bankareikning erlendis.
Fjölmargar leiðir eru til að sann-
reyna slík bréf. Til að mynda er
hægt að fletta upp nafni viðkomandi
sendanda, eða hluta af innihaldi
bréfsins, á leitarvef Google. Líkurn-
ar á að einhver hafi fengið sama bréf
í hendurnar eru yfirgnæfandi. Einn-
ig er hægt að hafa samband við lög-
reglu.
Lögregla varar við gylliboðum
Í HNOTSKURN
»Fjölmargar tegundir af fjár-svikapósti eru sendar út á
degi hverjum, með tölvupósti og
bréfleiðis.
»Þrátt fyrir að landsmenn séufarnir að þekkja svikin eru
ætíð einhverjir sem láta glepjast.
Talið er að 1% viðtakenda láti
blekkjast.
»Dæmi eru um að Íslendingurhafi tapað um 1,5 milljónum
króna í slíku svindli.