Morgunblaðið - 17.01.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 15
MENNING
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Áfyrirlestri sínum í Listaháskólanum ámánudag lét bandaríska tónskáldið Phil-ip Corner áheyrendur juða stólum sín-um við gólfið og skapa þannig tónlist.
Einum nemandanum þótti sem áheyrendur vant-
aði, en Corner spurði glettnislega hvað við sem
heyrðum hljóðin værum annað en áheyrendur. Áð-
ur hafði hann þagað um hríð, rétt eins og aðrir í
salnum, svo umhverfishljóðin mögnuðust smám
saman upp.
Philip Corner er tónskáld sem hefur frá 1961
verið kenndur við Fluxus-listahreyfinguna, en leið-
ir hans og annarra úr þeim hópi hafa oft legið sam-
an. Corner nam tónlist við Columbia-háskólann og
síðar hjá Olivier Messiaen í París. Sjálfur kenndi
hann við virta skóla vestanhafs og hefur unnið með
ýmsum hljómsveitum og danshópum.
Phoebe Neville, eiginkona tónskáldsins, dreifði
til viðstaddra á fyrirlestrinum bréfasnifsum og
smárusli, sem hún hafði áður stimplað á taktfastan
hátt. Corner kallaði þetta „eyrnapappír“ og sagði
vera ígildi hljóðfæris; maður átti að nudda honum
milli fingranna upp við eyrað og spila fyrir sjálfan
sig. Eyrnapappír blaðamanns var rifrildi af munn-
þurrku, með brauðmylsnu og sósuklíningi, sem á
var stimplað: ÖGN AF ÞVÍ SEM ER.
Sum byggjast á gjörningi
Magnús Pálsson myndlistarmaður er í för með
Corner og hefur verið að skipuleggja uppákomu
Nýlókórsins, sem verður í Nýlistasafninu á laug-
ardagskvöldið kemur klukkan 20. Hann segir Cor-
ner hafa komið hingað til lands sumarið 1981 og
tekið þátt í „Mob-Shop,“ sumarvinnustofu fyrir
listamenn.
Nýlókórinn var stofnaður árið 2003, að undirlagi
Magnúsar, starfar innan Nýlistasafnsins og hefur
verið lýst sem „skúlptúrískum“ kór, enda ekki
raddkór í hefðbundnum skilningi. Hvað skyldi Cor-
ner vera með í pípunum fyrir tónleika Nýlókórsins?
„Það sem er í hálsinum og raddböndunum á
meðlimunum,“ segir hann. „Flestir eru áhuga-
menn, svo flest verkin eru einföld, allir geta sungið
þau og ég get auðveldlega kennt þau á einni viku.
Svo eru önnur verk sem byggjast á eins konar
gjörningi, þar sem kórfélagar þrengja að önd-
unarveginum meðan þeir syngja og skapa furðuleg
hljóð. Þá eru enn önnur verk, ólík nokkru sem ég
hef gert áður, og ég vona að ég geti kennt félögun-
um að syngja þau. Þau byggjast á flutningi tveggja
erinda úr Snorra-Eddu þar sem merking orðanna
vísar á hvernig þau eru sögð. Orðið ör fer hratt,
ping!“ segir hann og hálf þeytir því út úr sér. „Þessi
erindi eru flutt en ekki sungin. Ég hlakka til að
heyra hvernig það kemur út.
Eftir að ég undirbjó grunnhugmyndina frétti ég
að í hópnum væri þjálfað söngfólk og hljóðfæraleik-
arar. Ég get því látið syngja ákveðna hluta sem
væru of flóknir fyrir þá sem lesa ekki nótur, og þá
hlakka ég til að blanda hljóðfærunum inn í rödd-
unina, sem er nokkuð sem ég hef ekki gert áður.“
Allt hluti af því sama
– Sem tónskáld hefurðu fengist við fjölbreytilega
sköpun.
„Sumir segja mig hafa gert mjög fjölbreytilega
hluti, samið fyrir allrahanda hljóðfæri og raddir, en
sjálfum finnst mér ég alltaf hafa verið að gera það
sama. Það eru bara víddir í því. Maður hefur sinn
stíl. Stíll sumra er þröngur en afar víður hjá öðrum,
hjá Monteverdi til dæmis. Innan þessa stíls er sam-
ræmi. Jú, ég hef skrifað píanóstykki, kóraverk,
tólftónaverk, mínímalísk rödduð verk, þvermenn-
ingarleg verk, önnur undir austurlenskum áhrifum,
konseptverk, og unnið að verkum með Phoebe kon-
unni minni, sem er dansari. Mér finnst þetta allt
vera hluti af því sama.“
– Í áratugi kenndir þú tónlistarteóríu og þekkir
vel til allra stílbragða.
„Já, ég þurfti að læra þetta allt mjög vel áður en
ég fór að kenna það sjálfur. En það var áhugavert
að kenna. Ég tók flúxustónlist og tólftónana og til-
viljunartónlist inní háskólann og tengdi það við
hefðbundna klassíska tónlist. Ég réði við það þar
sem ég var vel kunnugur hvoru tveggja.
Ég reyndi alltaf að kenna þannig að ég gæti opn-
að upp gáttir. Þegar ég kenndi kontrapunkt lét ég
nemendur gera hefðbundnar æfingar út frá göml-
um hugmyndum, en lét þá svo taka það lengra og
gera mínímalískar útgáfur af sömu stefjum eða
hugmyndum; útleggingar sem krefðust meiri at-
hygli af áheyrendum og væru nær okkur í tíma.“
Nýlókórinn flytur verk eftir flúxuslistamanninn Philip Corner
Eyrnapappír og
þröngur öndunarvegur
Árvakur/Einar Falur
Kórstjórar Magnús Pálsson myndlistarmaður, stofnandi Nýlókórsins, með tónskáldinu Philip Corner
og eiginkonu hans, Phoebe Neville. Corner mun vinna með Nýlókórnum á meðan hann er á landinu.
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Kammertónleikar bbbbn
Píanókvintettar eftir Schumann og
Brahms í Es Op. 44 og f Op. 34. Elfa Rún
Kristinsdóttir / Helga Þóra Björgvins-
dóttir fiðla, Þórarinn Már Baldursson
víóla, Margrét Árnadóttir selló og Vík-
ingur Heiðar Ólafsson píanó. Sunnudag-
inn 13. janúar kl. 20.
SJALDAN þessu
vant í fimmtugri
sögu Kamm-
ermúsíkklúbbs-
ins varð forsala
að tónleikunum í
Bústaðakirkju
slík að ákveðið
var að endurtaka
þá næsta kvöld í
Salnum. Urðu
hlustendur því
óhjákvæmilega
fyrir von-
brigðum, ekki
síður en hinir
ungu rísandi
hljómlistarmenn,
þegar fella varð
niður 2. atriði
kvöldsins, Cont-
rasts fyrir klar-
ínett, fiðlu og pí-
anó eftir Bartók,
þar eð klarínettleikarinn fékk botn-
langakast þá verst gegndi, eins og
tilkynnt var við leiksupphaf.
Hvort sá hrekkur örlaga á 11.
stundu hafi haft sálræn áhrif á flytj-
endur skal ósagt látið, þó hvarflað
hafi að manni í I. þætti hins verðugt
vinsæla Kvintetts Schumanns frá
1842. Alltjent einkenndist túlkunin
af nokkrum óróleika, jafnvel asa,
líkt og fyrir aðkenningu af örvænt-
ingu. En hópurinn náði sér þó fljótt
á strik, og eftir stemmningsríkan
sorgarmars II. geisluðu Scherzóið
og Bach-skotinn fínallinn af því ag-
aða æskufjöri sem hlustendur
bundu einkum vonir við.
Enn betur tókst Brahms–
kvintettinn frá 1864, m.a. hvað
styrksamvægi viðvíkur, því á veik-
ari stöðum í Schumann bar stund-
um á fullsterku píanói. Ritháttur
Brahms var alla jafna þykkari en
hjá Schumann og naut fyrrtaldur
því ekki sízt góðs af snarpskýrum
píanóleik Víkings Heiðars. Eftir
heldur njörvaðan I. þátt losaði Jo-
hannes um viðjar opinskárri tján-
ingar, og fannst mér túlkunin bera
af í þjóðlagaleitum draumsöng And-
ante-þáttar (II).
Slíkt rífur þó sjaldan alla upp úr
skónum. Það gerði hins vegar
fruntavel spilað Scherzóið er sindr-
aði af samtaka innlifun. Í lokaþætti
sameinuðust tæknileg færni, mús-
íkalskt upplag og áræði í fjöl-
breyttri og oft furðudjúpri útlegg-
ingu; vafalítið árangur markvissari
samæfinga en gengur og gerist í
hérlendri tímaþröng, enda varð út-
koman myndarleg fjöður í ferilshatt
allra. Og vonandi er á engan hallað
þó minnzt sé í lokin á hljómfagran
en ávallt samvægan sellótón Mar-
grétar Árnadóttur. Annað hvort
meistarahljóðfæri eða meistaralega
vel á leikið – nema hvort tveggja sé.
Ríkarður Ö. Pálsson
Færni,
upplag
og áræði
Elfa Rún
Kristinsdóttir
Margrét
Árnadóttir
MYNDLIST
Fótógrafí
Trílógía/Friðþjófur Helgason
Til 1. febrúar. Opið 12–18 virka daga og
10–16 um helgar. Aðgangur ókeypis.
HINN margreyndi ljósmyndari
Friðþjófur Helgason sýnir nú ljós-
myndaverk undir yfirskriftinni
„Trílógía“ í sýningarsal Fótógrafís
á Skólavörðustíg 4a. Verkin eru
ýmist svarthvít eða í lit og er hvert
þeirra samsett úr þremur ljós-
myndum. Slík samsetning þriggja
mynda kveikir formrænt samspil,
ekki síst í verkum sem draga fram
óhlutbundna þætti í annars hlut-
lægum veruleika. Gott dæmi um
það eru myndir af viðarpöllum á
grasflöt og nærmyndir af regn-
dropum og af stályfirborði borho-
luskúrs. Kontrastar í síðastnefnda
verkinu eru svo sterkir að verkið
virðist í fyrstu vera afstrakt teikn-
ing eða grafíkmynd. Þetta skapar
áhugaverða spennu í verkinu. Í
tveimur verkanna beitir ljósmynd-
arinn myndvinnsluaðferðum til að
bjaga myndina af veruleikanum og
kalla fram samhverf form í mynst-
urkenndum leik.
Verk sem sýnir þokukennt
Klambratún hefur öllu mýkra og
„fígúratífara“ yfirbragð og skír-
skotar til evrópskrar landslags-
hefðar í ljósmyndun og málverki.
Sum verkin hafa áberandi frásagn-
arkennda eiginleika, svo sem verk
af „millilendingu“ spóa nokkurs og í
verki af gaddavírsrúllum ræðst frá-
sögnin af samsetningu myndanna. Í
dálítið dularfullum myndum í anda
film noir, af skuggum á gangstétt,
birtist vel spennan – sem undir-
strikuð er með skálínum í mynd-
byggingu – milli þess eiginleika
ljósmyndarinnar að frysta augna-
blikið og svo hreyfingar í tíma, og
er sú spenna raunar helsta við-
fangsefni Friðþjófs á sýningunni.
Það tengist hugsanlega reynslu
hans sem kvikmyndatökumanns. Í
landslagsmynd frá Veiðivötnum er
líkt og hann hafi klippt panóram-
íska ljósmynd í þrennt – og um leið
brotið eitt augnablik upp í þríþætta
myndræna frásögn.
Þessi sýning endurspeglar leit-
andi og frjóan huga myndasmiðsins.
Sýningin í heild er ögn sundurleit
en hún hefur skemmtilega til-
raunakennt yfirbragð.
Anna Jóa
Kyrrstaða og hreyfing
Trílógía „Slík samsetning þriggja mynda kveikir formrænt samspil, ekki síst í verkum sem draga fram óhlutbundna þætti í annars hlutlægum veruleika.“
Þjófur
Sæll! Björn heiti ég og bý í Reynihlíð. Þú áttir leið hjá mér á
föstudaginn og hafðir á brott með þér ýmsan smávarning sem ég
sakna. Nú veit ég að fæst af þessum hlutum hafa mikið verðgildi
utan fjölskyldu minnar og því velti ég fyrir mér hvort ekki sé hægt
að komast að samkomulagi sem allir hafa hag af.
Til að ræða málin bið ég þig vinsamlega að hafa samband
við mig í síma 669 1174.