Morgunblaðið - 17.01.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 17
AUSTURLAND
Eftir Atla Vigfússon
Aðaldalur | Myndlistarsýning var
haldin í tengslum við fjölskyldu-
messu í kirkjunni í Nesi í Aðaldal um
helgina. Þar mættu margir nemend-
ur Hafralækjarskóla ásamt foreldr-
um og ættingjum til þess að sjá af-
raksturinn af því starfi sem börnin
inntu af hendi í desember sl. þar sem
fjallað var um aðventu og jól.
Sóknarpresturinn, Þorgrímur G.
Daníelsson, sýndi fólki myndirnar
og fór yfir þær hugmyndir sem sett-
ar voru á blað og kom þar margt
fróðlegt og nýstárlegt fram sem
tengist hugmyndum krakkanna um
hátíðirnar.
Margar góðar hugmyndir
Hann sagði að mjög gaman væri
að sjá hve jólaskynjun fólks væri
mismunandi og upplifunin með
ýmsu móti enda mjög margt sem
gerist í mannlífinu í mánuðinum og
mikil sköpunargleði fengi að njóta
sín.
Dómnefnd með sóknarpresti skip-
uðu þau Arnþrúður Dagsdóttir
myndlistarkona og Árni Pétur Hilm-
arsson sem er grafískur hönnuður.
Þau afhentu nemendum verðlaun í
tveimur flokkum, það er að segja
fyrir bestu myndina og bestu hug-
myndina. Þá voru veitt viðurkenn-
ingarskjöl fyrir 2. til 3. sæti í báðum
flokkum. Verðlaunin voru pizzu-
veisla fyrir fjóra í báðum flokkum og
var unga fólkið mjög ánægt með
þessa skemmtilegu tilbreytingu í
kirkjustarfinu.
Bestu myndina samkvæmt niður-
stöðum dómnefndar átti Kaj Anton
Larsen sem teiknaði jólasvein, en
bestu hugmyndina átti Sigríður
Atladóttir, en hún var tré sem hafði
vaxið og dafnað af litlu fræi og borið
mikinn ávöxt.
Séra Þorgrímur hafði á orði í
messunni að margar myndir hefðu
átt skilið að vera verðlaunaðar því
hugmyndaflugið væri mikið.
Börnin upplifa jólin
hvert með sínum hætti
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Vinningshafar og dómnefnd Arnþrúður Dagsdóttir, Árni Pétur Hilm-
arsson, sr. Þorgrímur G. Daníelsson og Kaj Anton Larsen eru í aftari röð
og fyrir framan eru Tístran Blær Karlsson, Hulda Ósk Jónsdóttir, Sigríður
Atladóttir, Jana Valborg Bjarnadóttir og Hermann Hólmgeirsson.
Í HNOTSKURN
»Myndlistarkennsla hefur ver-ið í miklum blóma í Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal um árabil
undir stjórn Hólmfríðar Bjart-
marsdóttur myndlistarkennara.
»Þetta er annað árið í röð semefnt er til myndlistarsýn-
ingar í Neskirkju í Aðaldal þar
sem nemendur tjá hugmyndir
sínar um aðventu og jól.
ÍSLAND tekur þátt nýrri Norður-
slóðaáætlun Evrópusambandsins
fyrir tímabilið 2007-2013. Þátt-
tökulöndin auk Íslands eru Finn-
land, Svíþjóð, Skotland, Norður-
Írland, Írland, Noregur, Grænland
og Færeyjar.
Ísland er með í fjórum verkefnum
að þessu sinni. Eitt þeirra miðar að
aukinni hagnýtingu á timbri og öðr-
um lífrænum efnum af litlum gæð-
um, sem endurnýjanlegum orkugjöf-
um. Héraðs- og Austurlandsskógar
og Skógrækt ríkisins taka þátt
ásamt Finnlandi, Skotlandi og Sví-
þjóð. Verkefnið nýtist beint í skóg-
ræktarverkefnum og gefur frum-
kvöðlum tækifæri til að hasla sér völl
á sviði timburnýtingar.
Nýta á aldagamlar aðferðir
Annað þátttökuverkefni Íslend-
inga sameinar menningu, handverk
og ferðamennsku til að mynda
grundvöll fyrir handverksfólk sem
notar að stærstum hluta aldagamlar
aðferðir til að skapa ný störf. Er það
samstarfsverkefni Íslands, Noregs,
Færeyja, Norður-Írlands, Írlands
og Kanada. Íslenskir þátttakendur
eru Nýheimar á Höfn og Fræðslu-
net Austurlands.
Þá fer nú í gang verkefni um um-
hverfiskennslu og nýsköpun á sviði
fræðandi ferðaþjónustu. Þátttak-
endur eru, auk Noregs og Írlands,
Rannsóknasetur HÍ á Höfn, Há-
skólasetrið Húsavík, Þjóðgarðurinn
Jökulsárgljúfrum, Þróunarstofa
Austurlands, Kirkjubæjarstofa,
Þjóðgarðurinn Skaftafelli og sveit-
arfélögin Hornafjörður, Skaftár-
hreppur, Fljótsdalshérað og Norð-
urþing.
Fjórða verkefnið fjallar um þróun
sjálfbærra veiða til eflingar atvinnu-
lífs og búsetu og eru veiðistjórn-
unarsvið Umhverfisstofnunar,
Rannsóknasetur ferðaþjónustunnar
og Rannsóknamiðstöð Háskólans á
Akureyri m.a. þátttakendur ásamt
Finnum, Skotum og aðilum á Labra-
dor og Nýfundnalandi.
Framlag íslenskra stjórnvalda til
áætlunarinnar verður samtals
1.200.000 kr. árin 2007 til 2009.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vöxtur Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskógar taka þátt í
verkefni um hagnýtingu timburs og annarra lífrænna efna sem orkugjafa.
Austurland í nýrri
Norðurslóðaáætlun
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
IMPREGILO vinnur að heilborun
hluta Jökulsárganga austan Snæ-
fells. Borinn lenti í lausu millilagi í
berglagastaflanum undir Laugafelli
og hefur talsvert þurft af bergstyrk-
ingum, auk þess sem viðhald á færi-
bandakerfi fyrir bergmulning hefur
tafið. Búið er að heilbora um 6,5 km
og 2 km eftir.
Arnarfell hefur enn ekki hafið
framkvæmdir á svæðinu eftir ára-
mót og erlendir starfsmenn fyrir-
tækisins eru ekki komnir til lands-
ins. Sigurður Arnalds hjá
Landsvirkjun segir málefni Arnar-
fells í biðstöðu.
„Það tekur einhvern tíma enn að
fá niðurstöðu í þau mál og koma
verkinu af stað aftur eftir fríið um
hátíðarnar. Verkstaðan var góð við
áramót þannig að við erum ekki
mjög trekkt yfir því að þessi mán-
uður nýtist illa. Þetta er reyndar líka
erfiðasti tími ársins hvað varðar veð-
urfar og hægt að vinna þetta upp
með hækkandi sól,“ segir Sigurður.
Pípir út á vitlausum stöðum
Athygli vekur að vatn virðist
þrengja sér í nokkru magni úr hinum
stóru aðrennslisgöngum Kára-
hnjúkavirkjunar á tveimur óvæntum
stöðum. Annars vegar rennur upp
um rannsóknarholu sem boruð var
sl. sumar skammt frá aðgöngum 1 á
Teigsbjargi. Rennur töluvert vatn úr
holunni áleiðis niður Valþjófsstaða-
fjall. Sigurður segir umrædda holu
liggja niður í sveiflugöng í Miðfelli
og neðan á henni sé tækjabúnaður til
að fylgjast með þrýstingi þegar
sveiflur verði. Það gerist ef eitthvað
slær út og vél eða vélar stöðva
skyndilega í stöðinni. Upp um hol-
una liggi mælikaplar.
„Holunni er lokað að neðan með
miklum hlemmi en samt hefur vatn
fundið sér einhverja leið inn í hana,
þannig að úr henni kemur vatn. Við
bíðum vorsins með að laga þetta, þá
verður þrýstingurinn í lágmarki og
auðveldara viðfangs er að steypa upp
í holuna ofan frá. Það mun vera í
góðu lagi að fylla hana með steypu
umhverfis kaplana. Mér skilst að
vatnið renni í nálægt dý eða mýri og
sé ekki til ama, en þetta rennsli verð-
ur ekki til langframa.“
Í Glúmsstaðadal, þar sem tals-
verðs leka hefur einnig orðið vart, er
einnig beðið vorsins. Þar dregur úr
rennslinu með lægri lónhæð og
þrýstingurinn er minni nú þegar
vatnið rennur eftir göngunum. „Þar
verður farið í aðgerðir á yfirborðinu,
t.d. við borholur og með því að leggja
síumöl yfir lindir. Annars er reiknað
með að sjálfþétting verði nokkuð
hröð með aurnum í jökulvatninu eins
og reynslan sýnir við Tungnaá,
Þjórsá og Blöndu,“ segir Sigurður.
Ekki áhyggjur af
töfum ennþá
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Gangafóðring Búið er að heilbora
um 6,5 km Jökulsárveituganga.
Heilborað austan
Snæfells en Arn-
arfells enn beðið
Nýr skólameistari | Komið er að
skólameistaraskiptum hjá Verk-
menntaskóla Austurlands. Helga
Steinsson hefur gegnt stöðunni
undangengin tólf ár en flytur sig
nú um set og verður verkefnastjóri
hjá Fjölmenningarsetri.
Staðan hefur verið auglýst og
gert ráð fyrir að skipað verði í
hana í byrjun mars nk.
Ókeypis námskeið | Fljótsdals-
hérað styrkir Þekkingarnet Aust-
urlands til að halda tölvunámskeið
fyrir erlenda íbúa sveitarfélagsins
þeim að kostnaðarlausu.
Á námskeiðinu er leitast við að
aðstoða þátttakendur við að afla
sér upplýsinga um ýmis atriði sem
geta verið hjálpleg til að aðlagast
íslensku samfélagi, sem og að geta
fylgst með því sem gerist í þeirra
heimalandi. Alls verður boðið upp
á námskeið með 12 þátttakendum í
hverju.
Sveitarfélagið hefur einnig kom-
ið upp tölvu á Bókasafni Hér-
aðsbúa sem sérstaklega er ætlað
erlendum íbúum til upplýs-
ingaleitar.
Þjóðgarðsmiðstöð | Stefnt er
að fyrstu skóflustungu að nýrri
þjóðgarðsmiðstöð fyrir Vatnajök-
ulsþjóðgarð á Skriðuklaustri nk.
haust.
Hafa umhverfisráðuneyti og
þjóðgarðsnefnd auglýst samkeppni
um hönnun á húsnæði hinnar nýju
miðstöðvar. Reiknað er með að hún
verði fullbúin og hefji starfsemi um
mitt ár 2009.
Undirbúningur að þjóðgarðinum
gengur vel og er vinna við form-
lega stofnun hans langt komin.
Samningagerð við ábúendur og
landeigendur innan þjóðgarðs-
marka stendur yfir og jafnframt er
unnið að reglugerð fyrir þjóðgarð-
inn.
Sveitarstjóri hættir | Ráðning-
arsamningur sveitarstjóra Borgar-
fjarðarhrepps rann út um áramót.
Steinn Eiríksson, sem gegnt hef-
ur starfinu undanfarin misseri,
sagði stöðu sinni lausri í öndverð-
um þessum mánuði og mun hætta
störfum sem sveitarstjóri að áliðn-
um vetri. Steinn er jafnframt fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Álfa-
steins á Borgarfirði eystri.
LANDIÐ
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn