Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 20
ferðalög
20 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ég hef alltaf verið svolítiðspenntur fyrir Síberíu-raðlestinni og ákvað þvíað láta gamlan draum
rætast með því að taka mér far með
henni. Því fer þó fjarri að Síberíu-
hraðlestin sé einhver hraðlest því
meðalgangurinn er sjötíu til áttatíu
kílómetrar á klukkustund. Fyrstu
hugmyndir gengu út á eins mánaðar
langt ferðalag, en svo hugsaði ég með
mér að úr því ég væri kominn alla leið
til Peking, væri ekki úr vegi að nota
tækifærið og skoða meira af þessum
hluta heimsins. Því bættist við einn
og hálfur mánuður til viðbótar í Suð-
austur-Asíu,“ segir Björn Helgason,
tæplega þrítugur tölvunarfræðingur,
sem ákvað að fylgja ævintýraþránni
eftir með því að leggja lönd undir fót
á haustmánuðum.
Ferðalagið hófst þann 14. sept-
ember síðastliðinn með því að Björn
flaug frá Íslandi til Helsinki í Finn-
landi og hoppaði síðan upp í Síberíu-
hraðlestina í St. Pétursborg í Rúss-
landi, þaðan sem hún skreið af stað
áleiðis til Peking með viðkomu í
Moskvu í Rússlandi, Tashkent, Sam-
arkand og Bukhara í Úsbekistan, Al-
maty í Kasakhstan, Novosibirsk, Ir-
kutsk og Listvyanka við Baikal-
vatnið í Rússlandi og Ulan-Bator í
Mongólíu. Björn bendir á að Síberíu-
hraðlestin samanstandi í raun af
mörgum lestum, sem falli undir hatt
rússneska lestarkerfisins.
Ósnortnar perlur í austrinu
Þennan fyrri legg ferðarinnar með
Síberíuhraðlestinni frá St. Péturs-
borg til Peking bókaði Björn í gegn-
um ferðaskrifstofuna Sundowners
Travel sem hefur heimasíðuna
www.sundownersoverland.com. Hún
sá að öllu leyti um bókanir á lestar-
ferðum og gistingu þennan fyrsta
mánuð ferðarinnar. „Það er margt
sem stendur upp úr í þessum fyrri
áfanga. Það var t.d. spennandi að
koma til St. Pétursborgar, Moskvu,
Mongolíu og Peking auk þess sem
Úsbekistan og Kasakhstan, sem áður
tilheyrðu Sovétríkjunum en eru nú
sjálfstæð ríki, eru afskaplega eftir-
minnilegar ósnortnar perlur, sem er-
lendir ferðamenn hafa enn ekki upp-
götvað í stórum stíl.“
Þegar Björn var búin að skoða
Peking tók við seinni helmingur far-
arinnar og þá þurfti að halda vel á
spöðunum til að komast yfir sem
mest. Þarna sagði hann skilið við Síb-
eríuhraðlestina og þurfti nú að fara
að skipuleggja ferðir og gistingu
sjálfur. Hann notaði yfirleitt Netið til
að bóka gistingu, oftast á farfugla-
heimilum með nokkrum ókunnum
ferðalöngum í herbergi sem miðluðu
svo hver öðrum úr eigin reynslu-
heimi. Lestir og rútur voru notaðar til
að koma sér frá einum stað til annars
og á lengri leiðum var gripið til flugs-
ins til að spara tíma, sem orðinn var
ansi knappur í restina. Kínamúrinn
var sóttur heim frá Peking og síðan
haldið til kínversku borganna Xian,
Chengdu, Shanghai, Yangshuo, Kun-
ming, Lijiang og Jinghong auk Hong
Kong. „Og í Tiger Leaping Gorge,
sem er stórt gil í Kína þar sem ég fór í
tveggja daga gönguferð, hitti ég fyrir
fjóra Íslendinga, þá einu landa mína
sem ég sá í allri ferðinni,“ segir
Björn. Því næst lá leiðin til Luang
Namtha og Luang Prabang í Laos,
svo til Hanoi, Sapa og Hoh Chi Minh
borgar í Víetnam og síðan til Phnom
Penh, Siem Reap og Angor Wat í
Kambódíu. Loks kom Björn sér til
Bangkok í Taílandi þaðan sem hann
hafði ákveðið að fljúga til Kaup-
mannahafnar og síðan heim á full-
veldisdaginn 1. desember.
Bakpokar, áritanir og sprautur
Björn gerir lítið úr undirbúningi
ferðalagsins enda hafi hann bara
kastað því nauðsynlegasta í bakpok-
ann fyrir brottför og í annan minni
bakpoka hafi verðmæti á borð við
myndavél, upptökuvél, peninga og
vegabréf farið. Og þann bakpoka hafi
hann aldrei skilið við sig. „Ég þurfti
þó að hugsa fyrir sprautum og vega-
bréfsáritunum fyrir brottför. Ég fékk
bæði kínverska og rússneska áritun í
viðkomandi sendiráðum hér heima,
en þurfti að senda vegabréfið mitt til
Lundúna til að fá áritanir fyrir Ús-
bekistan, Kasakhstan og Mongolíu.
Óhætt er þó að segja að Kambódíu-
menn hafi tekið tæknina í sína þjón-
ustu því þeir bjóða upp á rafrænar
áritanir í formi e-visa rétt eins og
flugfélög bjóða upp á e-miða í formi
flugfarseðla. Rétt áður en förinni var
heitið til Kambódíu fyllti ég einfald-
lega út form á Netinu og sendi mynd
af mér með og innan klukkutíma
barst mér áritunin, sem ég prentaði
út og sýndi á landamærunum.“
Pakkaferðir ekki í myndinni
Björn segist hingað til hafa slegið á
ferðaþrána með Evrópureisum nær
einvörðungu og því hafi þetta nýaf-
staðna ferðalag á ókunnar slóðir í
nýja menningarheima verið mikil
prófraun á sig. „Þetta áhugamál mitt
snýst mikið til um að ferðast og
bjarga sér í ókunnum aðstæðum, þefa
af mannlífinu og reyna sig í framandi
aðstæðum. Á vegi manns verður svo
fólk, sem er líka að ferðast, sem mað-
ur fær svo innblástur frá. Ég hef
hinsvegar ekkert brennandi áhuga á
sögunni eða söfnunum þó ég reyni
auðvitað að innibyrða ýmsan fróðleik
í leiðinni. Þrátt fyrir fortölur og
hræðsluáróður ýmsa vina og kunn-
ingja fyrir brottför, kom ekkert
hættulegt upp á í ferðinni og ég
hvorki týndist eða var rændur, sem
betur fer. Ég náði að bjarga mér
nokkuð vel í aðstæðum, sem ég kann-
aðist ekki við og það þrátt fyrir að
bæði rússneska og kínverska séu á
öðru ritmáli en við eigum að venjast.
Stundum þurfti ég að taka sólarstöð-
una til að fatta að ég væri á réttri leið,
en óhætt er að segja að sjálfsöryggið
hafi dafnað samfara vaxandi reynslu-
banka,“ segir Björn og bætir að lok-
um við að sér myndi aldrei detta til
hugar að kaupa pakkaferð til útlanda
til þess eins að fá að elta fararstjóra
með prik yfir hausnum sem rausar út
úr sér endalausum ártölum. „Ég og
tveir félagar mínir keyptum okkur
einu sinni vikulanga pakkaferð til
Rómar og ég uppgötvaði þá fljótt að
„Gaman að reyna sig
við framandi aðstæður“
Björn Helgason pakk-
aði nauðsynjum niður í
bakpoka og hélt nýver-
ið einn síns liðs í
tveggja og hálfs mán-
aðar langt ferðalag um
Asíu. Hann sagði Jó-
hönnu Ingvarsdóttur
að hann væri nú reynsl-
unni ríkari eftir viðdvöl
á 32 stöðum í tíu ólíkum
löndum.
Sölukona Babúskur í miklu úrvali á sölubás á markaði nokkrum í Rússlandi.
Ferðalangurinn Björn Helgason á Torgi hins himneska
friðar í Peking, höfuðborg Kína.
Göngutúrinn Kínamúrinn er minnismerki sem fæstir ferðamenn til Kína láta framhjá sér fara.
Víetnam Sólsetrið var fallegt á Halong Bay í Víetnam,
einum af fjölmörgum áfangastöðum Björns.
Kyrrðin Angkor Wat hofið í Kambódíu dregur að sér fjölda ferðamanna.