Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 23 nir geti ekki sogast inn í arar hafa kannað botninn á ég valdi og sums staðar æddur með einskonar fari ekki stað undir foss- mið að allskyns örygg- il ekki hafa rauða girðingu um fossana en ég vil held- geti skaðað sig á því að Um 150.000 lítrar af vatni mínútu gegnum hvern foss. ga fossa á Íslandi er það ikið, en þetta er samt atni! Maður veit auðvitað k reynir að gera, en við höf- fyrirtæki sem sérhæfir sig u úr vatni og þeir byggja ngu sem verður ofan í með silfruðum blettum á, ð upp úr yfirborðinu svo átum. Það eru þúsundir, máatriða sem þarf að huga “ um að form fossanna og ormum háhýsa borg- rði ákveðinn endurómur. itja á stillönsum. Þetta eru klassískir New York-stillansar, sem mað- ur rekst á á öðru hverju götuhorni hér í New York. Borgin var byggð með svona stillönsum; þeir eru hluti af borginni. Fossinn er síðan náttúran og náttúran og menning samtvinnast í verkinu. Eitthvað miklu dýnamískara Við tökum þetta mikilfenglega epíska fyr- irbæri, fossinn, sem er einskonar íkon í listasögunni, og flytjum hann inn í miðja borg. Setjum fossaröð inn í manngert umhverfið. Vatnið í Austurá rennur venjulega í sínum farvegi og speglar him- ininn og birtuna; það lætur ekki mikið uppi um eðli sitt, strauminn, dýptina og kraftinn. En um leið og það rís upp í foss, þá verður vatnið svo máttugt. Venjulega eru áin og borgarmyndin eins og póstkort eða sena úr kvikmynd sem allir þekkja, en um leið og vatnið breytist í foss tekur vindurinn í vatnið, það heyrist dynur frá fossinum, vatnið frussast á þá sem eiga leið hjá, og það er allt önnur upplifun. Þetta rými breytist úr kyrrlátri mynd yf- ir í eitthvað miklu dýnamískara.“ Ólafur hefur trú á því að upplifun fólks af þessum kröftum vatnsins geti styrkt tilfinningu þess fyrir náttúrunni. Hann hefur í því sambandi unnið með mennta- ráði New York-borgar að undirbúningi kennsluefnis, sem verður kennt í öllum grunnskólum borgarinnar á haust- önninni, efni sem byggist á meðvitund um náttúruna og hugmyndum um vatn í um- hverfinu. „Ég hef lagt fram ýmsar hug- myndir um upplifun af vatni, hvaða áhrif það hefur á fólk; þetta eru abstrakt hug- myndir sem þau vinna efnið síðan úr. Það hefur verið mjög spennandi. Ég er jafn- framt að koma því áleiðis hvað listin er. Nemendurnir þurfa að skilja að þetta er ekki bara vísindaverkefni um vatnið; þetta snýst um umhverfisspurningar, um upplifun, samfélagið og ábyrgð þess, og um listina. Og listin getur auðveldlega innihaldið alla þessa þætti.“ Hann segir að í þessu ferli hafi mikið verið rætt um hvað svona listrænt rými getur gert fyrir borgina og fyrir fólkið. „Mér finnst mikilvægt að við veltum fyrir okkur hugmyndum um uppbyggingu sjálfsmyndar íbúanna og samfélagsins. Og að við veltum fyrir okkur spurningum eins og hvaðan loftið kemur sem við önd- um að okkur, hvaðan vatnið sem við drekkum kemur, hvað er náttúrulegt inni í borginni. The Weather Project í Tate í London var samskonar hugmynd, þar var fólk að upplifa listaverk með öðrum. Við sjáum mikla samfélagslega möguleika í þessu verki.“ Fossarnir eru samfélagslegir og þeir eru einnig grænir. Ólafur segir ótrúlegt magn af orku fara í verkið, dælur og ljós, en stærsta raforkufyrirtæki borgarinnar styrkir það og notar græna orku, sem er dýrari, og kemur frá vindmyllum og vatnsorku. „Annað væri mótsögn; að varpa fram spurningum um náttúruna og menga við að gera það,“ segir Ólafur. Tekjurnar 50 til 100 milljónir dala Yfirlitssýning á verkum Ólafs, sem stend- ur nú yfir í San Francisco, verður opnuð í samtímalistasafni New York-borgar, MoMA, 20. apríl. Hún verður þar út júní- mánuð; tveimur vikum síðan taka foss- arnir að flæða. Verk Ólafs verða því áber- andi í New York í sumar. „Ég geri mitt besta við að taka borgina yfir,“ segir hann og hlær. „Þetta er vita- skuld mjög spennandi og ég geri mér líka vel grein fyrir því hvað þetta er einstakt tækifæri. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Ég hef lagt mikið á mig við að hrinda þessu í framkvæmd en ég hef líka orðið að treysta á fjölda mjög hæfra manna og kvenna sem hafa lagt á sig mikla vinnu í þessu ferli. Stór hluti af minni velgengni er þeim að þakka. Hefði borgarstjórinn í New York ekki stutt Fossana með ráðum og dáð hefði þetta aldrei gerst. Hann vildi í þrígang ræða ítarlega við mig um verkið og spurði mig í þaula eða þar til hann skildi til fulln- ustu hverjar hugmyndir mínar voru. Bloomberg segist viss um að tekjur borgarinnar af þessu verki verði 50 til 100 milljónir dala. Í aukinni ferðamennsku og umfjöllun erlendra fjölmiðla. Hann hefur líklega rétt fyrir sér. Ég sagði við hann að með því að reikna áhrif verksins í peningum væri hann að gera lítið úr andlegum mætti verksins. Hann svaraði: Ólafur, burtséð frá hug- myndunum að baki verkinu, þá verð ég að skýra það út fyrir þeim sem kunna ekki að meta listir, og það eina sem það fólk skilur eru tölur!“ Að Fossaverkinu frátöldu segist Ólafur hafa eitt stórt verk á borðinu þessa dag- ana en það er glerhjúpurinn utan um tón- listarhúsið í Reykjavík. „Það er stóra af- kvæmið mitt, ef svo má segja, og það gengur mjög vel. Nú hefur verið gengið frá ákvörðunum um öll smáatriði varð- andi útlit glersins og litina í því. Héðan fer yfirlitssýningin til Dallas, Ástralíu, Ítalíu og Kóreu, en athygli mín hefur samt mest farið í þessi stóru verk. Nú verð ég að setja í forgang að hafa meiri tíma fyrir einkalífið og börnin mín. Ég hef dregið úr flakki og er farinn að hafna alls- kyns boðum og smám saman finnst mér álagið vera að minnka.“ Engu að síður verður Ólafur með ann- an fótinn í New York til hausts. takt tækifæri © Ólafur Elíasson, 2008 Courtesy Public Art Fund. sa í sumar við New York. Þessi verður við Governors-eyju, við suður- 150.000 lítrar af vatni flæða um hvern þeirra á mínútu. a í ánni við Manhattan í sumar skili borginni allt að 100 milljónum dala Á undanförnum dögum og vikumhefur ýmsum orðið tíðrætt umviðskipti með hlutabréf í evrumog færslu ársreikninga í evrum og afstöðu og afskipti Seðlabanka Íslands af þeim þáttum. Í þeirri umræðu hefur sjaldnast verið farið rétt með staðreyndir. Af því tilefni er rétt að taka fram eftirfar- andi. Í september sl. var tilkynnt að ráðgert væri að hefja viðskipti með hlutabréf Straums Burðar- áss í evrum síðar í þeim mánuði. Seðlabanki Íslands taldi ekki að fullnægjandi lagastoð væri til þess að þessi viðskipti gætu hafist á þeim tíma með hlutabréf skráð í Verðbréfamiðstöð Íslands auk þess sem í ljós kom að bæta þurfti úr tæknilegum vanköntum. Í gildandi lögum er Seðla- banka Íslands falið að ann- ast peningalegt uppgjör viðskipta með verðbréf. Ekki frekar en nánast allir aðrir seðlabankar getur Seðlabanki Íslands gert upp viðskipti í öðrum gjald- miðli en sínum eigin gjald- miðli. Seðlabankinn hefur ekki aðgang að lausafé í öðrum gjaldmiðlum en krónum og hann krefst trygginga í krónum af hálfu þátttakenda í uppgjörskerf- inu til þess að greiðslufalls- áhætta sé eins lítil og kost- ur er. Það þekkist nánast ekki að seðlabankar geri upp viðskipti í öðrum gjald- miðli en heimagjaldmiðli. Til þess að af þessum viðskiptum gæti orðið þyrfti að breyta lögum auk þess sem gera þyrfti samninga við uppgjörsbanka utan Íslands til þess að fjárhagslegt upp- gjör viðskiptanna gæti farið fram. Þá þeg- ar hafði Verðbréfaskráning Íslands hafið viðræður við Seðlabanka Finnlands með það í huga að uppgjör viðskipta færi fram fyrir tilstuðlan hans að fenginni lagabreyt- ingu sem heimilar öðrum bönkum en Seðlabanka Íslands aðkomu að uppgjör- inu, enda sé um uppgjör að ræða í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu. Seðlabank- anum var kunnugt um þær viðræður, hann fylgist með þeim og hefur síður en svo nokkuð við þær að athuga. Eðlilegt er að slíkt uppgjör fari fram í Finnlands- banka þegar um er að ræða viðskipti með hlutabréf í gjaldmiðli sem er heimagjald- miðill hans, svo fremi sem lög heimili slíkt. Finnlandsbanki hefur tryggan aðgang að evrum sem lágmarkar greiðslufalls- og uppgjörsáhættu. Nefna má að Seðlabanki Finnlands ger- ir upp viðskipti með verðbréf í evrum sem fram fara í Svíþjóð. Það sem skiptir máli er að Seðlabanki Finnlands er á evru- svæðinu og getur þ.a.l. gert upp viðskipti í evrum sem Seðlabanki Íslands getur ekki. Þegar framangreint lá fyrir bauðst Seðlabankinn til þess að hafa forystu um að leita bráðabirgðalausnar þar til lögum hefði verið breytt. Unnið var ötullega að því að finna hana í samvinnu við þá sem að þessum viðskiptum koma. Þegar á reyndi gekk hún hins vegar ekki upp og er ekki við Seðlabankann að sakast í þeim efnum. Ákvæði gildandi laga koma sem sagt í veg fyrir að uppgjör viðskipta með hluta- bréf í erlendri mynt sem skráð eru í Verð- bréfaskráningu Íslands geti farið fram hér á landi. Væru bréfin skráð í verðbréfa- miðstöð utan Íslands gæti uppgjör þeirra farið fram þótt viðskipti með þau færu fram í kauphöllinni í Reykjavík. Þannig er t.d. með hlutabréf í Föroya banka og Atl- antic Petroleum sem munu vera skráð í dönsku verðbréfaskráningunni. Viðskiptaráðherra hefur falið nefnd að skoða umrædd lagaákvæði. Því má búast við að fullnægjandi lagastoð verði til stað- ar innan tíðar. Fyrir skömmu vitnaðist að Ársreikn- ingaskrá hefði afgreitt umsókn Kaupþings banka um að færa ársreikning sinn í evr- um frá og með árinu 2008. Ársreikninga- skrá hefur ekki birt ákvörðun sína og rök- stuðningur hennar hefur því ekki komið fyrir sjónir almennings. Sem kunnugt er ber Ársreikningaskrá að leita umsagnar Seðlabankans þegar afgreidd er umsókn fjármálafyrirtækis um að færa ársreikn- ing sinn í erlendri mynt. Seðlabankinn veitti umsögn og vegna þess að umræða um hana var ruglingsleg ákvað bankinn að höfðu samráði við forsvarsmenn Kaup- þings banka og Ársreikningaskrár að birta hana og er hún aðgengileg á heima- síðu bankans. Ekkert hefur hins vegar komið fram um hvort um- sögn Seðlabankans hafði áhrif á ákvörðun Ársreikn- ingaskrár. Seðlabankinn fjallaði faglega um umsókn Kaupþings banka auk þess að reifa í umsögn sinni atriði sem varða grundvallaratriði sem lúta að uppgjörsgjald- miðli innlendra fjár- málastofnana og tengdum þáttum. Það er rangt sem látið hefur verið að liggja að umsögn Seðlabankans hafi mótast af annarlegum sjón- armiðum. Umræðunnar vegna væri heppilegt að ákvörðun Ársreikn- ingaskrár yrði birt þannig að hver og einn geti séð fyrir sig hvernig umsókn Kaup- þings banka var afgreidd. Þá mætti a.m.k. gera sér vonir um að umræðan um þessi efni yrði málefnalegri. Árs- reikningaskrá hlýtur að hafa byggt ákvörðun sína á ákvæðum viðeigandi laga og gögnum umsækjanda og engu öðru. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að Ársreikn- ingaskrá leitar ekki umsagnar Seðla- banka Ísland um umsóknir annarra fyr- irtækja en fjármálafyrirtækja til þess að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðlum. Því hefur verið haldið fram að afstaða Seðlabankans í þeim málum sem hér hafa verið rakin og jafnvel öðrum fæli í sér að hann þvældist fyrir framþróun á íslensk- um fjármálamarkaði. Þetta er fjarri öllum sanni. Seðlabankinn hefur kappkostað að vera í fararbroddi í starfsháttum sínum, bæði þeim sem lúta að mótun og fram- kvæmd peningastefnu og þáttum sem varða fjármálastöðugleika og starfsemi innlendra fjármálamarkaða. Um það vitna t.d. alþjóðlegar umsagnir. Seðla- bankanum er hins vegar skylt að vekja at- hygli á þegar ófullnægjandi lagastoð er fyrir boðuðum breytingum og það gerir hann. Þá hefur bankinn á undanförnum ára- tug haft forystu í því að efla og styrkja innlend greiðslu- og uppgjörskerfi á þann hátt að þau uppfylli í einu og öllu alþjóðleg skilyrði sem sett eru um öryggi og virkni slíkra kerfa. Alþjóðlegu kröfurnar eru við- urkenndar og öll lönd sækjast eftir því að uppfylla þær. Afskipti Seðlabankans af væntanlegu uppgjöri viðskipta með hluta- bréf í evrum eða erlendum gjaldmiðli al- mennt réðust af ófullnægjandi lagastoð og þeirri umgjörð sem mótuð hefur verið um öryggi greiðslu- og uppgjörskerfa og engu öðru. Seðlabankinn er ekki á móti því að hlutabréfaviðskipti fari fram í evrum. Að- eins þarf að tryggja að fyrir þeim sé full- nægjandi lagalegur grundvöllur og að öll- um skilyrðum um öryggi sé fullnægt. Alþjóðlegar reglur BIS kveða á um að ávallt skuli leitast við að láta endanlegt greiðsluuppgjör fara fram með fjár- munum seðlabanka, sé þess kostur, enda hafi viðkomandi seðlabanki aðgang að þeim gjaldmiðli sem uppgjörið grundvall- ast á, þ.e.a.s. að um sé að ræða heima- gjaldmiðil hans. Afstaða Seðlabankans er í einu og öllu byggð á faglegum sjónarmiðum. Gildandi lagaumhverfi hlýtur að ráða afgreiðslu mála af því tagi sem hér hafa verið reifuð. Hafi það ekki verið gert geta þeir sem hagsmuna hafa að gæta leitað réttar síns fyrir dómstólum. Seðlabanki Íslands og viðskipti og uppgjör í evrum Eftir Ingimund Friðriksson »Ekki frekaren nánast allir aðrir seðla- bankar getur Seðlabanki Ís- lands gert upp viðskipti í öðrum gjaldmiðli en sínum eigin gjaldmiðli. Ingimundur Friðriksson Höfundur er bankastjóri Seðlabanka Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.