Morgunblaðið - 17.01.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 29
verðlaun fyrir bestu leikmennina í
okkar stöðum. Það var síðan ekki
fyrr en í 8. bekk sem hið magnaða
þríeyki varð til. Ég gleymi aldrei
fimmtudagshefðinni okkar í 8. bekk.
Þegar skólinn var búinn var alltaf
farið í billjard í Árseli áður en ferm-
ingarfræðslan hófst. Síðan þegar
henni var lokið var farið beint upp í
strætó og brunað niður í Kringlu til
þess eins að fara niður í Kringlu.
Fengum okkur að borða, prófuðum
tölvuleiki og sitthvað fleira. Þetta
gerðum við í heila önn á hverjum
fimmtudegi og þótt það standi ekki
einhver sérstakur dagur upp úr þá
eru þetta minningar sem við höldum
alltaf í og metum mikils.
Já, þessi þrjú eða fjögur ár sem
við vorum allir þrír hvað mest sam-
an met ég (Kristján) meir en nokk-
urn fjarsjóð og geymi á stað þar
sem ekkert fær hreyft við þeim. Það
virðist alveg sama hvað var uppi á
teningnum, aldrei hvarf okkur bros
af vör. Hvort sem við höfðum verið
áminntir í skólanum fyrir endalaus-
an kjaftagang, þrætt bæinn á enda á
línuskautum eða öll þau skipti sem
við fórum saman á snjóbretti. Aldrei
gleymist atvikið þegar skrifborðið
hans Kobba stóð í ljósum logum. Þá
hvarf brosið reyndar eitt augnablik
þegar Alley, mamma Kobba, greip
okkur glóðvolga og talaði rækilega
yfir hausamótunum á okkur.
Kærleikur og hlýja, ímyndunarafl
og hugmyndaflug, bros og fjöl-
skylda sem varð sem okkar eigin.
Hvað meira getur maður beðið um
hjá vinum sínum? Vinir eins og Jak-
ob, sannir vinir, eru það besta og
verðmætasta sem nokkur getur
óskað sér að eignast í lífinu. Við er-
um svo heppnir að eiga Jakob og
marga fleiri. Þótt leiðir okkar kunni
að hafa skilið um stund, vitum við
vel að stundir okkar saman eru
langt í frá taldar. Á sama tíma og
við söknum þín sárt, raunar svo sárt
að orð fá ekki lýst, byggist sá sökn-
uður einatt á því að við vitum að við
munum sjást og sameinast aftur. Þá
tekur þú á móti okkur og kynnir
okkur fyrir þeirri veröld sem þú nú
tilheyrir. Þangað til huggum við
okkur við að vita af þér á góðum
stað og að þú yfirgefur okkur aldrei
í anda. Þótt þú gangir ei lengur á
meðal okkar áttu alltaf stað í hjarta
okkar.
Þínir vinir
Guðjón Örn og Kristján Pétur.
Fyrstu kynni mín af Kobba, eins
og við strákarnir kölluðum hann
alltaf, voru í gegnum sameiginlega
vini fyrir um þremur árum. Þá voru
samskipti okkar frekar lítil og að-
allega í gegnum tölvuna. Seinna
meir lágu leiðir okkar oftar saman
og ég kynntist honum sem vini, en
það var eftir að hann var búinn að
samþykkja mann, enda frekar feim-
inn svona í fyrstu. Þegar maður var
tekinn í sátt hjá honum var ekki aft-
ur snúið og alltaf gátum við fundið
eitthvað að bralla, annaðhvort bara
við tveir eða með strákunum. Á
þessum tímapunkti var hann kom-
inn með bílpróf og oftar en ekki var
tekinn rúntur, hvort sem við vorum
að fara eitthvað eða bara njóta sam-
vista og spjalla um daginn og veg-
inn. Þegar við tókum okkur til og
gerðum eitthvað, var yfirleitt kíkt í
keilu, bíó, pool eða spilað spil með
félögunum. Í fyrstu gat hann nú
ekki mikið í keilu né pool og var sig-
ur minn nánast öruggur, en það sem
hann tók sér fyrir hendur gerði
hann af heilum hug og fljótlega var
hann byrjaður að vinna mig. Á
sumrin vorum við annaðhvort uppi á
golfvelli og spiluðum nokkra hringi,
eða á Básum að æfa sveifluna auk
þess sem við fórum í nokkrar
ógleymanlegar ferðir.
Erfitt er að þurfa að kveðja besta
vin sinn en margar góðar minningar
geymi ég í hjarta mínu, eins og á
síðasta afmæli hans, þar sem við
tveir félagarnir eyddum kvöldinu
saman og hann talaði um hversu
mikið hann hlakkaði til að verða tví-
tugur. Það er svo sárt að horfa á eft-
ir því sem búið var að plana, eins og
komandi sumar ætluðum við vina-
hópurinn að skella okkur til útlanda,
strákarnir allir í annað skiptið en ég
í fyrsta. Kobbi talaði um að ég þyrfti
að koma með núna, það var svo
gaman seinasta sumar, en hann
hringdi í mig reglulega að utan til að
athuga hvað ég hefði fyrir stafni.
Við strákarnir gerðum allt saman
og ef einhver ákvað að byrja að hitta
stelpu, þurfti Jakob að samþykkja
hana í einu og öllu, annars gæti
aldrei orðið neitt úr því sambandi.
Hann var límið sem hélt hópnum
saman og viðhorf hans og framkoma
mótaði svo marga í kringum hann,
þ.á.m. mig. Stórt skarð er höggvið í
líf okkar sem þekktum Kobba, sem
kvaddi okkur langt fyrir aldur fram.
Elsku Höskuldur, Aðalheiður,
Rakel og Lea, ég sendi ykkur mínar
einlægu samúðarkveðjur, þið eruð í
bænum mínum. Minning um góðan
dreng mun lifa.
Þinn vinur,
Gunnar Óli Gústafsson.
Góður vinur okkar Jakob, eða
Kobbi eins og við kölluðum hann, er
látinn, langt fyrir aldur fram. Það
eru ekki nema fimm ár síðan við
kynntumst honum. Saman gerðum
við ófáar vitleysurnar og var sjaldan
dauð stund þegar við vorum saman,
við sáum ekki fram á að neitt myndi
koma í veg fyrir ævilanga vináttu.
Það er því vart hægt að lýsa líðan
okkar á nýársdag þegar við fréttum
að Kobbi hefði ekki skilað sér heim
eftir skemmtun sem við allir vorum
saman á. Kobbi sem var svo áreið-
anlegur og vanur að skila sér á rétt-
um tíma. Leit var hafin og við tók-
um allir þátt í henni. Öllu var
umturnað, allir möguleikar kannað-
ir og leitað og leitað. Daginn eftir
fundu björgunarsveitarmenn
Kobba. Okkur var öllum lokið.
Það er ótrúlega erfitt að missa
jafn góðan vin og Kobbi var. Við
skiljum ekki af hverju þetta þurfti
að fara svona. Strákur sem var svo
rólegur og virkilega góður vinur.
Það eru sjálfsagt ýmsar leiðir til að
kljást við sorgina og reiðina sem
kemur upp þegar svona gerist. Við
vinirnir höfum verið mikið saman og
haft stuðning hver af öðrum. Stund-
um rætt mikið um alla góðu tímana
sem við áttum saman, stundum bara
þagað, grátið.
Það eru ófáar minningar um
Kobba sem við eigum aldrei eftir að
gleyma. Þegar við minnumst Kobba
þá munum við eftir öllum góðu
stundunum saman í bílnum hans en
Kobbi elskaði bíla og eyddi ófáum
stundunum bakvið stýrið. Oftar en
ekki var Kobbi ökumaður hvort sem
við vorum á leiðinni á bretti í Blá-
fjöllum eða í útilegu. Allar bíóferð-
irnar eða bara rúnta. Okkur er það
minnisstætt þegar Indriði keypti
sér sína fyrstu druslu, Hyundai Ac-
cent og við fórum saman og ætluð-
um að sýna Kobba bílinn. Hann tók
á móti okkur með þeim fréttum að
hann hefði líka keypt bíl, splunku-
nýjan Legacy Spec B. „Eigum við
ekki frekar að fara á mínum,“ sagði
Kobbi sem við auðvitað gerðum.
Þetta sýndi hversu mikið hann elsk-
aði bíla og að hann myndi nú ekki
setjast upp í alla bíla, sérstaklega
ekki Volvo sem hann hafði sérstaka
óbeit á.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa miningargrein um góðan vin.
Sorgin er sár en þegar við höfum
setið saman um stund og rætt um
Kobba og allt það skemmtilega sem
við höfðum brallað saman er stutt í
hláturinn. Við eigum svo margar
góðar minningar sem munu lifa með
okkur alla tíð. Foreldrum, systrum
og öðrum skyldmennum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku vinur, hvíldu í friði.
Jón Viðar og Indriði Már.
Háttvísi, hógværð, hlédrægni og
heiðarleiki voru einkunnarorð Jak-
obs Hrafns, þessa ljúfa drengs, sem
lagði í ferðina löngu, miklu fyrr en
nokkur átti von á.
Við stærstu spurningunum fást
sjaldnast skýr svör. En það er
mannlegt og eðlilegt að spyrja:
Hvers vegna er ungur maður í sól-
arupprás lífs síns hrifinn burtu úr
heimi? Hvers vegna?
Svörin eru óræð og við stöndum
frammi fyrir lífsgátunni stóru sem
enginn kann skil á. Í smæð okkar og
rökþrotum leitum við trúarinnar og
væntum þess að hún veiti líkn þeim
sem sárt syrgja, gefi þeim þrek til
að sættast við torráðna tilveru og
hjálpi þeim að finna á ný leið til að
lifa lífinu.
Á samleið okkar Jakobs árin hans
í Ártúnsskóla var öllum ljóst að þar
var góður drengur á ferð sem auðg-
aði skólasamfélagið með ljúfri fram-
komu sinni. Í hópi skólafélaga var
hann hvers manns hugljúfi og sam-
skipti hans við starfsfólk voru öll á
jákvæðum og góðum nótum.
Já, Jakob Hrafn auðgaði okkur
öll með því að vera sá sem hann var.
Einlægur lagði hann gott eitt til í
öllu sem hann kom að.
Kæru vinir Lea Ösp, Rakel Sara,
Aðalheiður og Höskuldur. Við vott-
um ykkur dýpstu samúð. Við ótíma-
bært fráfall Jakobs Hrafns, kærs
bróður og sonar, er söknuðurinn
ykkur þungbærastur. Megi algóður
Guð halda sinni kærleiksríku vernd-
arhendi yfir ykkur og gefa ykkur
þrek til að takast á við sorgina.
Við öll sem sjáum á eftir Jakobi
Hrafni syrgjum sárt en minningin
um hann er vörðuð hugsunum um
góðan dreng, einlægni hans og hóg-
værð. Við trúum því að hann njóti
skjóls í náðarfaðmi Guðs.
Erna og Ellert Borgar.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST BJARNASON
bifreiðarstjóri,
sem lést þriðjudaginn 1. janúar á hjúkrunarheimilinu
Víðinesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Guðjón Ágústsson, Hrönn Valentínusdóttir,
Bjarni Ágústsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir,
Hrönn Ágústsdóttir, Ágúst Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
JÓNÍNA Á. BJARNADÓTTIR
(Nína),
Strandvegi 9,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
18. janúar kl. 15.00.
Áki Jónsson,
Bjarni Ákason, Eva Sigurgeirsdóttir,
Jón G. Ákason, Fariba Salemi Seifeddin,
Andri Ákason,
Áróra Bjarnadóttir,
Sædís Bjarnadóttir,
Hekla Bjarnadóttir,
Bergljót Busk Jónsdóttir,
Baldur Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR,
Akureyri,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð þriðju-
daginn 15. janúar.
Benedikt Ólafsson, Bergþóra Ingólfsdóttir,
Hallgrímur Ólafsson, Brynja Sigurmundsdóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingvi Jón Einarsson,
Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Flatey á Skjálfanda,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð
þriðjudaginn 15. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
25. janúar kl. 13:00.
Hjördís Ásberg, Hjörleifur Jakobsson,
Guðmundur Gauti Sveinsson, Elísa Björg Sveinsdóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og
langamma,
ELÍN ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR,
Einilundi 10a,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 15. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort
Öldrunarheimila Akureyrar eða önnur líknarfélög.
Svanhvít Jónsdóttir, Herbert Herbertsson,
Elín Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Brynja Guðmundsdóttir,
Jóhann Pétur Herbertsson,
Guðrún Elín Herbertsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
AGNAR SIGURBJÖRNSSON
frá Hænuvík,
Gullsmára 10,
Kópavogi,
lést á Gran Canaria föstudaginn 4. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 18. janúar klukkan 13.00.
Herdís Agnarsdóttir, Guðfinnur Pálsson,
Sigursveinn Agnarsson,
Baldvin Agnarsson, Björk Leifsdóttir,
Björgvin Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA HALLDÓRSDÓTTIR,
Höfðagrund 25,
Akranesi,
er lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
13. janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju
föstudaginn 18. janúar kl. 14.00.
Ólafur Ólafsson,
Halldór Ólafsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir,
Jóhannes S. Ólafsson, Herdís H. Þórðardóttir,
Ólafur Ólafsson, Ingiríður B. Kristjánsdóttir,
Þráinn Ólafsson, Helga Jóna Ársælsdóttir,
Lárus Þór Ólafsson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir,
Steinunn H. Ólafsdóttir, Halldór Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.