Morgunblaðið - 17.01.2008, Qupperneq 36
Umgengnin er nánast
eins og við ástkært
gæludýr … 41
»
reykjavíkreykjavík
Litrík ullarkápa (t.v), hönnuð af
Védísi Jónsdóttur, prýðir forsíðu
janúareintaks tískuprjónablaðsins
Vogue Knitting. Kápan er ein af fjöl-
mörgum flíkum sem Védís hefur
hannað úr íslenskum lopa. Hönnun
Védísar er Íslendingum að góðu
kunn, en hún er hönnuður margra
vinsælla prjónauppskrifta sem ÍS-
TEX gefur út. Hún hefur áður hann-
að fyrir Vogue Knitting og hafa
verk hennar m.a. birst á forsíðum í
bókaseríunni Knitting on the Go sem
gefin er út af sama fyrirtæki.
Íslensk hönnun á for-
síðu Vogue Knitting
Heyrst hefur
að grínistinn
Þorsteinn Guð-
mundsson fari
bráðlega af stað
með nýjan sjón-
varpsþátt á Skjá-
Einum.
Ef af líkum
lætur verður um
sprenghlægilegan þátt að ræða í
anda Þorsteins, sem er í uppáhaldi
hjá mörgum hláturmildum Íslend-
ingnum. Þetta verður ekki í fyrsta
sinn sem Þorsteinn birtist á Skjá-
Einum, því árið 2003 var hann þar
með þættina Atvinnumaðurinn.
Þorsteinn á SkjáEinum
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
JÚLÍA er tvítug stúlka sem leitar
á netinu að einhverjum sem vill
svipta sig lífi með henni. Hún
kemst í kynni við 19 ára strák á
spjallrás, Ágúst, og saman halda
þau í langferð upp á himinháa
bjargbrún í Noregi, með samlokur,
bjór og myndbandsupptökuvél.
Hvorugt virðist hafa nokkra
ástæðu til að svipta sig lífi.
Þannig er söguþráður leikritsins
norway.today í stuttu máli, en
verkið verður frumsýnt fram-
haldsskólanemum í dag kl. 10.45 í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Verkið byggði höfundurinn,
Igor Bauerisma, á sannsögulegum
atburði, tveimur norskum tán-
ingum sem hittust á spjallrás árið
2000 og ákváðu að svipta sig lífi,
stukku á endanum fram af kletti
og létu lífið. María Kristjánsdóttir
þýddi verkið fyrir uppsetningu
farandleikhúss Þjóðleikhússins,
sem mun heimsækja sex fram-
haldsskóla á Suður- og Vest-
urlandi á næstu vikum og bjóða
þeim á sýninguna. Á næsta ári
verða skólar á Norður- og Austur-
landi heimsóttir.
No way to die
Leikstjóri verksins er Vigdís
Jakobsdóttir en með hlutverk Júl-
íu og Ágústs fara Sara Marti Guð-
mundsdóttir og Þórir Sæmunds-
son. Norway.today er
margverðlaunað verk, hefur verið
þýtt á 25 tungumál og notið al-
þjóðlegrar hylli. Vigdís er sam-
mála því að yrkisefnið sé við-
kvæmt en segir verkið snúast fyrst
og fremst um gildi lífsins, þegar
fólk sé svo djúpt sokkið í óraun-
verulegan tölvuheim að það sjái
sér ekki framtíð í þeim raunveru-
lega. Titillinn er orðaleikur með
setninguna „no way to die,“ eða
„svona á ekki að deyja.“
„Þetta er í raun og veru verk
um hvað það er sem gerir lífið
þess virði að lifa því,“ segir Vigdís.
Þó sé höfundurinn ekki að mata
fólk eða troða skoðunum sínum
upp á það. Umræðurnar í verkinu
einkennist af svörtum húmor og
tilvistarspurningum. „Það er svo-
lítið mikið um pælingar í þá veru
hvað sé veruleiki og hvað sé plat,
hvað sé ekta og hvað ekki. Tilvist-
arspurningar fyrir nútímafólk.“
Fjallað sé um andstæður tölvu-
heims og hins raunverulega, en
hluti af leikritinu gerist á netinu.
Júlía og Ágúst eru með mynd-
bandsupptökuvél í farteskinu og á
hana taka þau upp skilaboð til
ættingjanna, en það gerðu einmitt
norsku táningarnir sem verkið
byggist á. Í sýningunni er þessum
upptökum varpað á skjá og það er
stór hluti af uppfærslunni.
Léku í Bugsy Malone
Sara Marti útskrifaðist í fyrra
frá leiklistardeild Listaháskóla Ís-
lands. Hún lék m.a. einstæða móð-
ur í kvikmyndinni Astrópíu, en
hefur einnig getið sér gott orð
sem söngkona, gaf meðal annars
út disk með hljómsveitinni Lhooq
og var tilnefnd sem besta söng-
konan á Íslensku tónlistarverð-
laununum árið 1999. Þórir er öllu
reyndari leikari, útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Noregs árið 2002
og hefur leikið í fjölmörgum
norskum leikhúsum og ýmis hlut-
verk bæði í norskum kvikmyndum
og sjónvarpi. Þórir leikur nú í
fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu.
Þau Sara og Þórir hafa leikið
saman á sviði áður sem börn, í
uppfærslu á Bugsy Malone í
áhugaleikhúsi í Hafnarfirði árið
1993.
Frekari upplýsingar um sýning-
una norway.today má finna á vef
Þjóðleikhússins, leikhusid.is.
Svona á ekki að deyja
Farandleikhús Þjóðleikhússins frumsýnir í dag verðlaunaverkið norway.today
Norway.today Þórir Sæmundsson og Sara Marti Guðmundsdóttir sem Ágúst og Júlía, á bjargbrún í sjálfsvígshug í leikritinu norway.today.
Það virðast
flestir hafa
skoðun á örlög-
um húsanna við
Laugarveg 4 og
6.
Umboðsmað-
urinn Kári
Sturluson hef-
ur bloggað um
þetta hitamál sem og aðrir. Er
hann sammála mörgum um að
hótel eigi ekkert erindi á þennan
stað og kveðst vera með góðar
hugmyndir að menningartengd-
um rekstri í húsunum.
„Get reyndar ekki hent í þetta
mörg hundruð miljónum einsog
ungfrú Toyota en get hinsvegar
komið fram með ansi skemmti-
lega hugmynd að menning-
artengdum rekstri í húsunum.
Það vantar ekkert hótel á þessum
stað og hvur heldurðu að nenni
að gista þarna hvort sem er. Við
vitum alveg að þetta er eitt mesta
átakasvæði Laugavegarins um
helgar . . .“ Nokkuð til í því hjá
Kára.
Hugmyndaríkur Kári
■ Í kvöld kl. 19.30
Söngvar ástar og trega
Rannveig Fríða Bragadóttir syngur hina óviðjafnanlegu Rückert-
söngva Mahlers. Frábær sinfónía eftir Vaughan-Williams verður
einnig flutt, svo og fiðluverk Þorkels Sigurbjörnssonar,
Ljósbogar.
Stjórnandi: Rumon Gamba
Einsöngvari: Rannveig Fríða Bragadóttir
■ Fim. 24. janúar kl. 20.00
Tónleikar á Ísafirði í tilefni af 60 ára afmæli tónlistarskólans.
■ Fim. 31. janúar kl. 19.30
Ættgeng snilligáfa
Natasha Korsakova, ungur rússneskur fiðlusnillingur, flytur
hinn rómaða fiðlukonsert Brahms.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is