Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2008 41 ÉG er vínylmaður. Þar hafiðþið það. Í mínum huga tek-ur ekkert fram þeirri upp- lifun að nema tónlist af svörtum rákunum. Þeir allra hörðustu sverja og sárt við leggja að með vínylnum hafi komið fram hið full- komna form til að hýsa tónlist. Og toppurinn þar væri hin ómót- stæðilega sjötomma, hlutur sem David Gedge, forsprakki bresku rokksveitarinnar The Wedding Present, hefur lýst sem kynæsandi. Sumir kalla þetta snobb, aðrir fortíðarþrá. Enn aðrir tómt rugl, enda taki geisladiskurinn og „bætt stafræn hljómgæði“ sarginu úr slitnum vínylplötum fram. Þvaður segi ég og vísa í orð Johns heitins Peel, þess mikla meistara. Hann var gagnrýndur fyrir að halda tryggð við vínylinn, með sitt brak- andi og suðkennda hljóð. Af hverju hann skipti ekki yfir í hina „hreinu“ geisladiska og forðaðist þar með þetta mikla yfirborðshljóð, eða „surface noise“ eins og geisla- diskahamparinn kallaði það. „Listen mate,“ svaraði Peel þá skorinorður. „Life has surface noise.“    Í frétt af því að Sprengjuhöllinværi að fara að gefa út plötu sína, Tímarnir okkar, á vínyl, lýsti Snorri Helgason félaga sínum í sveitinni, Atla Bollasyni, sem vín- ylperra, en Atli var sá sem þrýsti á þannig útgáfu. Mér verður hugsað til þessara orða Snorra í tengslum við dálæti okkar vínylmanna á þessu elskaða formi, því að ástin virðist oft taka á sig líkamlegar myndir. Þetta er kjörið rannsókn- arefni fyrir bókmennta- og tákn- fræðinga, jafnvel félags- og mann- fræðinga. Umslaginu er strokið varfærnislega, og það borið upp að kinn. Plötunni er velt ástúðlega á milli fingurgómana og umgengnin er nánast eins og við ástkært gælu- dýr fremur en efnislegan hlut. Það þarf heldur ekki sérstaklega næmt eyra til að greina hlýjan hljóm vín- ylsins samanborið við kalt og hvasst (eiginlega dautt) hljóð hins staf- ræna. Vínyllinn er lífrænni á allan hátt, þetta er svei mér þá eins og að taka lífið fram yfir dauðann. Dramatískur, ég?    Ákvörðun Sprengjuhallarinnar,einnar allra vinsælustu sveitar landsins, að umfaðma vínylformið markar viss tímamót og er fagn- aðarefni. Þá bárust fyrir stuttu fréttir þess efnis að Hjaltalín muni feta sömu braut. Vínylútgáfa hefur lifað sæmilegu lífi neðanjarðar hingað til, en merki hafa verið um það undanfarin misseri að útgáfan sé að treystast og jafnvel að aukast. Þessar tvær útgáfur eru skýr merki þar um. Mmmm…vínyll… » Plötunni er velt ást-úðlega á milli fing- urgómana og umgengn- in er nánast eins og við ástkært gæludýr frem- ur en efnislegan hlut. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Vínylperrar? Sprengjuhöllin hefur gefið út nýju plötuna á vínyl. arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen EINSTAKT TILBOÐ FYRIR HANDHAFA MASTERCARD-KREDITKORTA: MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.990 KR.! (ALMENNT VERÐ 3.500 KR.) Fim 7/2 kl. 20 UPPSELT Fös 8/2 kl. 20 UPPSELT Lau 9/2 kl. 19 UPPSELT Lau 9/2 kl. 22.30 Ný aukasýn. Sun 10/2 kl. 20 UPPSELT Fim 14/2 kl. 20 UPPSELT Fös 15/2 kl. 19 UPPSELT Lau 16/2 kl. 19 UPPSELT Lau 16/2 kl. 22.30 Ný aukasýn. Sun 17/2 kl. 20 UPPSELT Fim 21/2 kl. 20 UPPSELT Fös 22/2 kl. 19 UPPSELT Lau 23/2 kl. 19 UPPSELT Lau 23/2 kl. 22.30 Ný aukasýn. Sun 24/2 kl. 20 UPPSELT Fim 28/2 kl. 20 UPPSELT Fös 29/2 kl. 19 UPPSELT Lau 1/3 kl. 19 UPPSELT Sun 2/3 kl. 20 örfá sæti laus SALA Í FULLUM GANGI Næstu sýn: 6., 7., 8., 9., 13., 14., 15., 16., 19. mars Miðasölusími 4 600 200 eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ / SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA STÆRSTA ÆVINTÝRI VETRARINS ER UM ÞAÐ BIL AÐ HEFJAST. VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG. TILNEFND TIL TVEGGJA GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA M.A FYRIR BESTA LEIK, AMY ADAMS. PATRICK DEMPSEY ÚR GRAY'S ANATOMY ÞÁTTUNUM OG AMY ANDAMS ERU FRÁBÆR Í SKEMMTILEGUSTU ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS FRÁ WALT DISNEY. NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára RUN FATBOY RUN kl. 8 LEYFÐ BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 10 B.i.16 ára FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE GOLDEN COMPASS kl. 8 B.i. 10 ára SAW IV kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, K INGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina SÝND Á SELFOSSI ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! Leiðinlegu skólastelpurnar -sæta stelpan og 7 lúðar! SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára ENCHANTED m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ I AM LEGEND kl. 10:20 B.i.14 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK BRAD Renfro, sem varð frægur að- eins tólf ára að aldri fyrir leik sinn í The Client, lést á heimili sínu á þriðjudag aðeins 25 ára að aldri. The Client þótti einna best heppnaða kvikmyndaaðlögun skáldsagna Johns Grishams, en þar lék Renfro á móti Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. Ekki leið á löngu áður en hann var búinn að leika sjálfan Stikilsberja-Finn og hann var eft- irminnilegur í hlutverki lærlings gamals nasista, sem leikinn var af sir Ian McKellan, í vanmetinni mynd Bryan Singer, Apt Pupil. Dánarorsök er enn ókunn en vitað var að Renfro átti við alvarlegt fíkniefnavandamál að stríða. Síðasta myndin sem Renfro lék í var eftir skáldsögu Bret Easton Ellis, The Informers, og auglýsingatexti mynd- arinnar er forspár: „Greed is good. Sex is easy. Youth is forever.“ Barnastjarna deyr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.