Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÓKNARBÖRNUM Kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi hef- ur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 1990. Það ár voru þau 2.396 en voru tæplega átta þúsund á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í upp- lýsingum Hagstof- unnar um mann- fjölda eftir trúfélögum og sókn- um. Samkvæmt Hag- stofunni hefur skráðum trú- félögum fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóð- kirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990. Þessum trú- félögum tilheyra 5,4% íbúa, samanborið við 2,3% árið 1990. Undanfarinn áratug hefur sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkað hlut- fallslega. 1. desember sl. voru 80,7% landsmanna skráð í þjóðkirkjuna en árið 1990 var þetta hlutfall 92,6%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í frí- kirkjusöfnuðunum þremur – Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni í Hafnarfirði – úr 3,2% í 4,9%. Flest trúfélög utan þjóðkirkjunnar og fríkirkjusafnaðanna eru smá og einungis þrjú telja fleiri en 1.000 meðlimi. Kaþólska kirkjan er lang- fjölmennast þeirra en Hvítasunnusöfnuðurinn er næststærstur en þar eru meðlimir nú 1.963 en voru 898 árið 1990. Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 6,2% þjóð- arinnar samanborið við 0,6% árið 1990. Hátt hlutfall þessara einstaklinga er erlendir ríkisborgarar sem búið hafa hér á landi í stuttan tíma og eiga í sumum tilvikum eftir að skrá sig í trúfélag. Utan trúfélaga voru 2,8% en 1,3% árið 1990. Árvakur/ÞÖK Landakotskirkja Kaþólskum hefur fjölgað umtals- vert á Íslandi undanfarin misseri. Sóknarbörnum Kaþólsku kirkjunnar hefur fjölgað mikið ÍSLENSKA flugstjórnarmiðstöðin hefur tekið í notkun nýja kynslóð samskiptakerfis sem hefur verið í þróun á síðustu árum. Þetta nýja kerfi, sem samtímis verður innleitt í flugstöðvum í Kanada, Bretlandi og Portúgal, eykur möguleika flug- umferðarstjóra til að nota gagna- samskipti og léttir þannig álagi af fjarskiptamiðstöðvum sem annast talsamband við loftför. Kerfinu sem kallast CPDLC má líkja við SMS- skilaboðakerfi, en það nýtir gervi- hnetti og örbylgjusambönd til að spanna allt Atlantshafið. Starfsmenn flugstjórnarmið- stöðvarinnar hafa að undanförnu fengið þjálfun í notkun kerfisins en reikna má með að um helmingur flugvéla á leið um Atlantshafið hafi þetta kerfi innsett og sama á við um langflestar nýrri flugvélar. Að sögn starfsmanna Flugstoða er nýja kerfið áfangi í breytingum á gagnasamskiptum sem með tím- anum munu auka skilvirkni og sveigjanleika flugs á Atlantshafi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Flugumferðarstjórar að störfum. Betra sam- skiptakerfi MEISTARANÁM í stjórnun heilbrigðisþjónustu verður sett við Háskólann á Bifröst í dag, föstu- dag. Um er að ræða þverfaglegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á rekstri og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu er ný námsbraut og hafa viðtökurnar verið góðar. Námið er kennt bæði í stað- og fjarnámi og nemendur ljúka 12 námskeiðum auk rann- sóknatengds lokaverkefnis. Kennarar eru innlendir og erlendir sérfræð- ingar á sviði heilbrigðismála og viðskipta. Með góðu samstarfi við erlenda háskóla verður tryggt að námið standist fullkomlega alþjóðlegan sam- anburð, segir í frétt frá Háskólanum á Bifröst. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og dr. Ágúst Einarsson rektor flytja ávörp við setningarathöfnina. Ásta Dís Óladóttir dósent er forstöðumaður hinnar nýju námsbrautar. Ný námsbraut við Bifröst STUTT FYRSTA vélmennaapótekið hér- lendis hefur verið opnað, í nýju verslunarmiðstöðinni í Holtagörð- um. Vélmennið sér um að skipu- leggja og raða lyfjum inn á lager og kemur mannshöndin þar hvergi nærri. Vélmennið sækir þau lyf fyrir lyfjafræðinginn sem skráð eru á lyf- seðil og skilar þeim til afgreiðslu- manns. Eykur öryggi Að mati Guðna B. Guðnasonar framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu, mun þessi nýja tækni auka öryggi í afgreiðslu lyfja og spara mikla vinnu í apótekinu við skipulagningu lagers. Einnig minnkar hún þörf á lager- plássi í lyfjaverslun og flýtir vinnu við afgreiðslu lyfjanna. Vélmennið er keypt í Þýskalandi og markar tímamót í lyfjaafgreiðslu á Íslandi, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Á mynd- inni sést Sigrún Karlsdóttir leyfis- hafi Apótekarans, Holtagörðum, af- henda Kristjáni Aðalsteinssyni blómvönd af því tilefni að hann var fyrsti viðskiptavinur apóteksins. Vélmenni í apótekinu Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞORVALDUR Árnason, fulltrúi lyf- salahóps Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), kynnti m.a. niður- stöður vinnuhóps lyfjagreiðslu- nefndar og fulltrúa lyfsala um smá- söluverslun með lyf á morgunfundi SVÞ í gær. Einnig kynnti Þorvaldur tillögur lyfsalahópsins að aðgerðum til að lækka lyfjaverð. Telur hóp- urinn að búa þurfi til hvata í smá- söluálagningu til að auka sölu ódýrra lyfja, t.a.m. að apótek fái þjónustugjöld í stað prósentuálagn- ingar, svo ekki skipti máli hvort þau selji dýr lyf eða ódýr. Einnig vill hópurinn að lyfjaskömmtun verði efld, þekking lyfjafræðinga nýtt bet- ur og nám lyfjatækna eflt, að inn- flutningur samheitalyfja verði auk- inn og útboðum hjá ríkinu verði fjölgað, auk þess sem virðisauka- skatt á lyf þurfi að lækka. Kvað Þor- valdur það kerfi undarlegt sem hefði þrefalt hærri virðisaukaskatt á lyf en gosdrykki. Einnig tóku til máls Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra og Pétur H. Blöndal al- þingismaður. Mörg apótek fyrir fáa Vinnuhópur nefndarinnar var skipaður fimm mönnum, frá SVÞ, lyfjagreiðslunefnd og Ríkisendur- skoðun. Gerði hann samanburð á rekstarumhverfi smásölu á lyfja- markaði á Íslandi og í Finnlandi og Danmörku. Ekki var miðað við Nor- eg eða Svíþjóð vegna sérstakra markaðsaðstæðna þar, sem ekki eiga við hér. Niðurstöður hópsins voru að ef ís- lensk apótek væru borin saman við lyfjaverslanir af svipaðri stærð í Danmörku og Finnlandi væri óvíst að álagning þeirra væri meiri en þar tíðkaðist. Samanburður á rekstar- umhverfi apóteka sýnir að á Íslandi eru um 5.000 íbúar á hvert apótek, en sú tala er ferfalt hærri í Dan- mörku og nálægt tvisvar sinnum hærri í Finnlandi. Þá sinnir hver lyfjafræðingur á Íslandi um 2.600 manns á ári en sambærilegar tölur eru 6.400 í Danmörku og 3.800 í Finnlandi. Ísland er því fámennt með mörg apótek. Lægra verð hér en í Danmörku Mat hópurinn framlegð lyfseðils- skyldra lyfja hærri á Íslandi (25,8%) en í Danmörku (21,3%) og Finnlandi 23,9%, en Þorvaldur sagði þann mun ekki ýkja mikinn í ljósi þess mis- munandi rekstrarumhverfis sem áð- ur var lýst. Reiknilíkan sem vinnu- hópurinn lét útbúa fyrir sölu lyfseðilsskyldra lyfja, og byggt var á ársskýrslum apóteka með 80% hlut- deild í smásöluveltu, sýndi að sá hluti lyfsölu er rekinn í járnum, nán- ast án hagnaðar. Enn fremur kynnti Þorvaldur nið- urstöðu samanburðar á verði þeirra 20 lyfja sem valda mestum kostnaði hjá Tryggingastofnun ríkisins, mið- að við verð á markaði í fyrradag í Danmörku og á Íslandi. Að meðal- tali var verðið 1,5% lægra hér en í Danmörku. Allt of flókið kerfi Pétur H. Blöndal kynnti hug- myndir nefndar á vegum heilbrigð- isráðherra um endurskoðun á greiðsluþátttöku almennings í heil- brigðiskerfinu. Kvað hann núver- andi kerfi allt of flókið, en nefndin hefur í smíðum nýtt kerfi sem von- ast er til að komist í gagnið 1. maí nk. hvað lyfjakostnað varðar. Eru hugmyndir nefndarinnar í þá veru að sett verði þak á mögulega hlut- deild sjúklinga í kostnaði vegna veikinda sinna, þannig að kostnaður flytjist af langveikum yfir á þá sem sjaldan eru veikir. Hinir fyrrnefndu borgi ekkert eftir að hafa fyllt upp í sitt þak, en aðrir sem noti heilbrigð- isþjónustu um skamman tíma geti þurft að borga stóran eða allan hluta af sínum kostnaði. Sagði Pétur markmiðið vera að kerfið yrði ein- faldara en að kostnaður ríkisins hvorki ykist né minnkaði við breyt- inguna. Hvatar til að selja dýr lyf verði afnumdir Árvakur/Sverrir Lyfjaverð Niðurstöður vinnuhóps eru að hér sé enginn hagnaður í smásölu lyfseðilsskyldra lyfja og meðalverð algengra lyfja sé lægra en í Danmörku. Í HNOTSKURN »Heilbrigðisráðherra lýsti að-gerðum til að opna lyfja- markaðinn, m.a. áætlun Lyfja- stofnunar um fjölgun lyfja á markaði. »Svigrúm verði aukið í reglumum fylgiseðla með lyfjum og póstverslun með þau heimiluð. Sala á nikótín- og flúorlyfjum ut- an apóteka verði heimiluð. »Gegnsæi verðlagningar verðiaukið, stjórnsýsla einfölduð, rafrænir lyfseðlar teknir í notk- un og eftirlit styrkt með leng- ingu varðveislutíma gagna hjá landlækni. »Stofnanir samræmi lyfjalistasína og bjóði innkaupin út. TR og landlæknir geri lista yfir lyf sem mælt er með notkun á. Guðlaugur Þór Þórðarson Sigurður Jónsson Þorvaldur Árnason Pétur H. Blöndal HULDA Harðardóttir lyfjafræð- ingur nemur heilsuhagfræði við Há- skóla Íslands. Þar gerði hún könn- un á fyrningu og sóun lyfja. Hluti af könnun hennar beindist að því hversu mikið magn lyfja nýttist ekki í raun. Að sögn Huldu geta ástæður þess verið ýmsar, svo sem að fólk klári ekki lyfjaskammta sem það fær, eða að lyf henti ekki við- komandi sjúklingi vegna auka- eða milliverkana. Á meðal þess sem fyrirgrennslan henn- ar leiddi í ljós var að á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs bárust um fimm tonn af lyfjum til eyðingar hjá Hringrás hf. og Efnamóttökunni hf. frá apótekum einum saman. Líklega mun meira magn Að sögn Huldu er mælst til þess að lyfjum sem ekki eru nýtt að fullu sé skilað í apótek svo þau megi færa til eyðingar. Líkur má leiða að því að þetta sé ekki á allra vitorði og að stórum hluta vannýttra lyfja sé ekki skilað í apótek heldur einfaldlega fleygt í ruslið. Hið raunverulega magn sem fer í súginn á hverju ári er því líklega mun meira en fimm tonn. „Mér þykir umræðan á tíðum nokkuð einhæf, hún snýst um hátt lyfjaverð og þar af leiðandi mikinn lyfjakostnað. Hún snýst um ný og dýr lyf, lyfjainn- kaup, opnun lyfjamarkaða, fákeppni og einokun. Hins vegar snýst umræðan sjaldnast um gagnsemi lyfja, meðferðarheldni eða öryggi lyfjameðferða,“ segir Hulda. Hún kveður nauðsynlegt að spyrja nýrra spurninga í þessum málum, til að mynda hver með- ferðarheldni þeirra sem taka inn lyf sé, hvort þeir noti raunverulega það magn lyfja sem ávísað er og síðast en ekki síst hversu mikið af lyfjum fari til spill- is inni á stofnunum og í heimahúsum. Hulda tekur undir þá tillögu Þorvalds Árnasonar hjá lyfsalahópi SVÞ að þekkingu lyfjafræðinga þurfi að nýta betur. Hún segir að með nákvæmari skömmt- un og meiri lyfjafræðilegri ráðgjöf megi koma í veg fyrir mikla sóun á lyfjum. „Það mætti koma á lyfja- fræðilegri ráðgjöf í apótekum og auka klíníska vinnu lyfjafræðinga inni á stofnunum,“ segir Hulda, en lyfjafræðingar geta farið yfir lyfjagjafir, greint auka- og milliverkanir og tryggt góða nýtingu lyfja. „Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir sjúklinga sem eru á mörgum lyfjum samtímis,“ segir hún að lokum. Fimm tonn af vannýttum lyfj- um í eyðingu á tíu mánuðum Hulda Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.