Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HRAFNHILDUR Schram listfræðingur verður með leiðsögn um sýningu Lista- safns Íslands á verkum úr safni Markúsar Ívarssonar, járnsmiðs sem kenndur er við Vélsmiðjuna Héðin, á sunnudaginn kl. 14. Hrafnhildur er þekkt fyr- ir störf sín í þágu mynd- listar sem höfundur fræði- rita og heimildamynda um íslenska myndlistarmenn. Í spjalli sínu um sýninguna mun hún fjalla um stöðu íslenskrar myndlistar á þriðja og fjórða áratug tutt- ugustu aldarinnar. Myndlist Hrafnhildur leiðir um Markúsarsafn Hrafnhildur Schram ÁSDÍS Arnardóttir selló- leikari og Aladár Rácz pí- anóleikari flytja tónlist um konur og eftir konur í há- degistónleikaröð Tónlistar- félags Akureyrar og Karól- ínu kl. 12.15 í dag. Þarna gefst færi á að njóta léttrar, sígildrar tónlistar og fá um leið léttan hádegisverð í amstri dagsins. Ásdís lauk meistaragráðu í sellóleik frá Boston University 1995 og starfar nú sem sellókennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Aladár Rácz er frá Rúmeníu en hefur búið hér í um áratug og kennir píanóleik á Húsavík. Tónlist Tónlist um konur og eftir konur Ásdís Arnardóttir MAGNÚS Helgason opnar málverkasýn- inguna Yfirdráp í Salt- félaginu á morgun, laug- ardaginn 19. janúar, kl. 14. Magnús vinnur með djarfa liti og óræðan texta í málverkum sínum. Verkin eru kraftmikil og oft húmorísk. Nokkur þeirra eru máluð á lit- aðan striga, sem gefur þeim aukna dýpt og sérkenni. Magnús segir að sá yfirgengileiki sem einkenndi samfélagið síð- astliðið ár hafi veitt honum innblástur og er titill sýningarinnar, Yfirdráp, þaðan kominn. Myndlist Djarfir litir og yfirdrepsskapur Eitt verka Magnúsar. „Í MÍNUM huga er ljós- myndun meira en einungis aðferð til að festa augna- blik. Ég nýti mér miðilinn á tvenns konar hátt: Til að fanga þætti í umhverfinu sem vekja hjá mér ein- hverjar kenndir, eða sem mér einfaldlega finnst fal- legir eða áhugaverðir, og einnig sem einskonar fram- lengingu á hugarfluginu, tæki sem gerir mér kleift að búa til og miðla áfram hugmyndum sem birtast mér,“ segir Rebekka Guðleifsdóttir, sem opnar ljósmynda- sýningu í Norræna húsinu á morgun kl. 16 Hugarflugið framlengt Ein mynda á sýningunni. Myndlist Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík nálg- ast óðum, hún verður nú haldin í sjö- unda sinn dagana 7.-9. febrúar. Þema hátíðarinnar nú verður ljós og hreyfing, og miðað við dagskrána sem kynnt var í Ásmundarsafni í gær, verður hátíðin samfellt sjón- arspil gleði og gamans. Sif Gunn- arsdóttir forstöðumaður Höfuðborg- arstofu segir að draumurinn sé að Vetrarhátíð verði æ sýnilegri í hversdagslífi fólks; það sé lang- tímamarkmið. „Með það í huga finnst okkur rosalega gaman hvað þátttaka ýmissa stofnana hefur auk- ist í ár. Þjónustumiðstöðvar með frí- stundafulltrúum og öllu því góða fólki sem þar er, félagsmiðstöðvar, sundlaugarnar og margir fleiri, taka miklu meiri þátt í hátíðinni en áður. Vetrarhátíð er til vegna þess að borgarbúar taka þátt í henni, við viljum að hún verði stærri að þessu leyti. Mér finnst við hafa náð skrefi í þá átt í ár. Auðvitað viljum við svo líka alltaf bjóða upp á stærri og flott- ari viðburði“. Opnunarhátíðin á fimmtudags- kvöldinu verður sérlega litrík ef að líkum lætur; þegar uppljómaðir dansarar og lýsandi verur leiða mannskapinn niður Skólavörðuholt- ið gegnum óvænta undraheima og niður að Tjörn. Eftir setningu taka dagskrárlið- irnir við hver af öðrum skemmtun og alþýðlegir listviðburðir sem allir ættu að geta notið. Á fimmtudagskvöldinu verður til dæmis hægt að skella sér á gamal- dags fiðluball í Iðnó, undir yfir- skriftinni Vín, grín og fíólín, eða í Ljóðaslamm á Borgarbókasafninu með lífrænum flutningi ljóða. Fyr- irtæki í borginni hafa mörg hver op- ið frameftir. Vísindasmiðja barna Vetrarhátíð er hátíð fyrir krakka og krakkar taka þátt í henni. Í Ráð- húsi Reykjavíkur verður sett upp sérstök vísindasmiðja fyrir börn á öllum aldri þar sem unnið er með fjölbreytilegan efnivið til byggingar og ljós. Skoðað er hvernig hægt er að nota ljós til að gefa byggingum annað líf. Hvernig sumt efni hleypir ljósi í gegnum sig og annað ekki. Í vísindasmiðjunni fá sköpunargáfan og fróðleiksfýsnin að njóta sín. Safnanótt Á föstudeginum er Safnanótt. Þá munu upp ljúkast söfnin stór og smá og mörg þeirra verða með sérstaka dagskrá og viðburði í tilefni Vetrar- hátíðar. Þjóðminjasafnið verður til dæmis með kynngimagnað kvöld fyrir þá sem þora að leggja þangað leið sína – með magnþrungnum leik- lestri á sögum af mórum og skottum, draugum, vættum og öðru handan- hyski. Náttúrugripasafnið verður hins vegar í birtunni þessa heims með dagskrána Þú ert ljós lífs míns, en hún er helguð ljóstillífun, grund- velli tilvistar okkar á jörðinni. Laugardagurinn er Heimsdagur á Vetrarhátíð, en þá fá börn og ung- lingar tækifæri til að kynna sér menningu fjarlægra og stundum framandi þjóða í listsmiðjum. Tangómaraþon hefst á hádegi laug- ardags í Iðnó og verður dansað svo lengi sem dansarar standa, eða fram á sunnudagsmorgun. Þetta er í fyrsta sinn sem tangómaraþon er haldið hér, en fyrirbærið er vel þekkt víða erlendis. „Það er einmitt einkenni á Vetrarhátíð að þar er fræjum sáð sem sum vaxa og verða gríðarstór og falleg blóm. Vetrar- hátíð á að vera þannig vettvangur. Þar eigum við að prófa nýja hluti og þora að framkvæma skemmtilegar hugmyndir.“ Esjuganga verður við sólsetur á laugardag þar sem göngufólk verður með höfuðljós til að lýsa veginn. Það má búast við því að það verði kostu- leg sjón fyrir þá sem heima sitja að sjá ljósaorminn sniglast upp Esjuna. Hér er einungis upp talið brot af þeirri dagskrá sem í vændum er á Vetrarhátíð. Áhersla er á að stórir og smáir, ungir sem gamlir geti not- ið sín og fundið glaðning við sitt hæfi. Dagskránni lýkur á laugar- dagkvöld með tónleikum á Nasa þar sem afar sérstök stelpnahljómsveit, Iva Nova frá Rússlandi, leikur kraft- mikla tónlist – blöndu þjóðlagatón- listar og rokks. Við kynningu á dagskrá hátíðar- innar í gær undirrituðu og innsigl- uðu borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, forstjóri SPRON, Guðmundur Hauksson og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, samstarfssamn- inga um Vetrarhátíð með táknræn- um gjörningi. „Með samningnum leggja Orkuveitan og SPRON fé í miðlægan sjóð hátíðarinnar, en munu líka taka þátt í hátíðinni. SPRON mun til dæmis taka virkan þátt í Safnanóttinni, eins og þeir gerðu í fyrra þegar þeir opnuðu sýn- ingu á Skólavörðustígnum. Við vilj- um ekki bara segja: „Takk kærlega fyrir styrkinn,“ við óskum eftir skapandi samstarfi við þau fyrirtæki sem vilja vinna með okkur,“ segir Sif. „Það er gaman að handsala svo- leiðis samninga. Næstu þrjú ár verð- um við ekki á byrjunarreit, heldur getum við þróað þettta skapandi samstarf áfram á metnaðarfullan hátt.“ Lifandi ljósormur liðast upp Esjuna Morgunblaðið/Ómar Vetrarhátíð Ljósenglar leiða ljósálfana Guðmund Hauksson sparisjóðs- stjóra, Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Hjörleif Kvaran Orkuveitu- stjóra til undirrutnar samtarfssamnings. Vetrarhátíð haldin í sjöunda sinn 7.-9. febrúar, með ljósi, hreyfingu, gleði og fróðleik TENGLAR .............................................. www.reykjavik.is www.visitreykjavik.is LISTASJÓÐUR Dungals, sem nefndist áður Listasjóður Pennans, var stofnaður til minningar um for- eldra Gunnars B. Dungal, þau Mar- gréti og Baldvin P. Dungal. Sjóðn- um er einkum ætlað að styrkja unga myndlistarmenn. Við afhendingu styrkjanna í gær tilkynnti Gunnar, sem fjármagnar sjóðinn ásamt Þórdísi A. Sigurð- ardóttur eiginkonu sinni, að í tilefni af fimmtán ára afmæli listasjóðsins hefðu þau ákveðið að ganga lengra í þá átt að varpa ljósi á íslenska myndlist. „Á næstu árum munum við standa að útgáfu nokkurra bóka um íslenska myndlistarmenn sem náð hafa langt á sínum ferli og við trúum á að geti náð lengra, en eru að okkar mati ekki nægilega vel kynntir hjá þjóðinni,“ sagði Gunn- ar. Bækurnar munu fjalla um feril listamannanna og verða á íslensku og ensku og ef allt gengur eftir mun fyrsta bindið koma út á þessu ári. „Það er von okkar að þessi út- gáfa skipti máli í þeirri samræðu milli listamanna og samfélags sem þarf að fara fram. Þá vonum við að svona útgáfa ýti undir vandaða kynningu og útflutning á íslenskri myndlist og menningu.“ Varðandi þá ákvörðun þeirra Þórdísar að styrkja ungt listafólk, sagði Gunnar: „ Allt er hverfult og það er ekki síst með nýjum hug- myndum sem okkur tekst að skilja heiminn sem við lifum í.“ Bækur um myndlistarmennGEFÐU PENINGUNUM ÞÍNUM STÖÐUHÆKKUN ALLT AÐ 14,5%* VEXTIR * Ársvextir skv. vaxtatöflu 11.01.08: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu.Grunnþrep 0–250 þús. = 9,75% 1. þrep 250–1.000 þús. = 12,35% 2. þrep 1–5 millj. = 13,00% 3. þrep 5–20 millj. = 13,50% 4. þrep 20–75 millj. = 14,00% 5. þrep 75 millj.+ = 14,50%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.