Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍF MITT ER SVO TÓMLEGT HELDUR ÞÚ VIRKILEGA AÐ ÞETTA SÉ SVARIÐ VIÐ ÖLLUM MÍNUM VANDAMÁLUM? ALLT Í LAGI... ÉG TALA VIÐ LAUFBLÖÐ SJÁÐU! ÞAU VILJA AÐ ÉG HJÁLPI ÞEIM! EN EF ÉG GERI ÞAÐ EKKI, HVER GERIR ÞAÐ ÞÁ? HVER Á AÐ LEIÐBEINA ÞEIM? MEIRI FÝLU- POKINN KONUNGURINN VILL AÐ VIÐ SÉUM KURTEISARI ÞEGAR VIÐ INNHEIMTUM SKATTANA ÁÐUR FYRR HEFÐUM VIÐ HENNT FÓLKI Í DÝFLISSUNA EF ÞAÐ BORGAÐI EKKI SKATTANA HVAÐ GERIÐ ÞIÐ ÞÁ NÚNA? HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? EF FÓLK BORGAR EKKI SKATTANA ÞÁ BIÐJUM VIÐ ÞAU FALLEGA UM AÐ FARA Í DÝFLISSUNA ATLI, SLÖKKTU Á ÞESSUM ASNALEGA ÞÆTTI ÞÚ VEIST EKKI EINU SINNI HVAÐ ÉG ER AÐ HORFA Á SKIPTIR EKKI MÁLI! ALLT SEM ÞÚ HORFIR Á ER ASNALEGT! TIL HAMINGJU MEÐ HLUTINN YKKAR! ÉG VEIT AÐ ÞIÐ EIGIÐ EFTIR AÐ EIGA GÓÐAR STUNDIR HÉR TAKK KÆRLEGA FYRIR VIÐSKIPTIN OG NJÓTIÐ ÞESS SEM EFTIR ER AF FRÍINU YKKAR HVAÐ VORUM VIÐ AÐ GERA? EF ÞÚ REYNDIR EKKI AÐ DREPA M.J., AF HVERJU FLÚÐIR ÞÚ ÞÁ AF TÖKUSTAÐNUM? ÉG DÓ NÆSTUM ÞVÍ! ÉG VAR Í MIKLU UPPNÁMI! KOMDU ÞÉR ÚT ÁÐUR EN ÉG HRINGI Í HÚGÓ! MÉR ER SAMA Í HVERN ÞÚ HRINGIR! ÉG FER EKKI ÚT ÚR ÞESSU HÚSI FYRR EN ÞÚ SEGIR MÉR HVAÐ ÞÚ GERÐIR! dagbók|velvakandi Týndir þú bláu seðlaveski á Hverfisgötunni? VELVAKANDA hefur borist seðla- veski sem fannst á Hverfisgötunni fyrir um 1-2 mánuðum. Í veskinu eru nokkrar passamyndir, nokkrar myndirnar eru tilklipptar. Mynd- irnar gætu verið kærkomnar ein- hverjum og ef viðkomandi telur sig eiga veskið getur hann/hún vitjað þess til Velvakanda. Meirihluti brotamanna Íslendingar ÉG er nú svo barnaleg að hafa stað- ið í þeirri meiningu fram að þessu að stórglæpir ættu sér stað einungis erlendis, í bíómyndum eða á ein- hverjum þeim vettvangi sem væri fjarri íslensku þjóðinni. Nauðgarar, misindismenn, kynferðisafbrotafólk og stórþjófar eru bara alls ekki endilega einhverjir útlendingar eins og við viljum telja okkur trú um . Bara hér á Íslandi hafa verið kærð- ar 25 nauðganir á síðasta ári og þar koma einungis 9 útlendingar við sögu. Hvað þýðir þetta? Að meiri- hluti þessara brotamanna er Íslend- ingar, hvort sem okkur hentar eða ekki að viðurkenna það. Það er eðli- legt að við álítum að allt vont komi erlendis frá, því allt sem flutt er í fréttum, héðan eða að utan, er meira og minna í öfugstreymi við það sem er gott og grandvart. En maður líttu þér nær. Bara á Íslandi er stöðugt verið að áreita t.d. börn, og ekki einungis þá af hendi ókunnugra heldur líka af þeim sem búa innan veggja heimilanna og þá er erfitt að sækja til saka. Slík sifja- spell eru falinn glæpur sem uppræt- ist sjaldan en eyðileggur líf þoland- ans jafnvel varanlega og er ófyrirgefanlegur og óréttlætanlegur risaglæpur. Er svo ekki eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það að full- orðnir menn skuli leyfa sér að sitja fyrir börnum fyrir utan skólalóðir, verslanir, heimili, leikskóla og út um allt í ytra umhverfi okkar, bíðandi eftir tækifærum til að tæla eða for- færa börnin? Ég segi: útlendingar kunna sumir að vera slæmir en Ís- lendingar eru það ekki síður. Það þarf að uppræta alla glæpi hvar sem þeir eru. Við höfum ekkert að gera við þann óþrifnað sem í glæpamann- inum finnst. Jóna Rúna Kvaran Blaðamaður og rithöfundur. Ósanngjörn umfjöllun um skipanir í embætti ENGINN getur borið sök vegna ættar sinnar og uppruna en hins vegar bítur sök sekan ef hann sjálf- viljugur gengur á hönd öfgastjórn- málaskoðana. Fjölmiðlar gæta nú ekki meðalhófs eða sanngirni í um- fjöllun um nýlegar skipanir í emb- ætti og hafa nú höfuðsetið vel lesinn ungan lögfræðing vegna ættar hans og uppruna en láta í veðri vaka að myrk stjórnmálsaga tuttugustu ald- ar skipti engu máli. Því spyr ég: Er það ívilnandi hæfnisskilyrði til að gegna opinberu embætti í þágu lýð- veldisins Íslands að hafa gengið á hönd kommúnisma? Halldór Eiríkur S. Jónhildarson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SLÆMT skyggni hefur verið á Hellisheiðinni undanfarna daga og einnig í Reykjavík og nágrenni. Kyngt hefur niður snjó í höfuðborginni og færð spillst. Um að gera að fara varlega. – Betra er að koma of seint en aldrei. Árvakur/Ómar Veður válynd víða um land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.