Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » Tryggingaálag á fimm áraskuldabréf Kaupþings og Glitnis hækkaði í gær en álagið á bréf Landsbankans lækkaði. » Álag Kaupþings er nú447,5 punktar, Glitnis 345 punktar og Landsbankans 250 punktar. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is GLITNIR tilkynnti í gær að lausafé bankans væri meira en sex milljarðar evra en endurfjármögnun- arþörf á yfirstandandi ári næmi alls 3,5 milljörðum evra fyrir alla sam- stæðuna. Þar með er ljóst að bankinn þarf ekki að gefa út skuldabréf til þess að fjármagna sig í bráðina en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var fallið frá hugmyndum um að ráðast í skuldabréfaútgáfu að svo stöddu vegna erfiðra markaðsað- stæðna. Almennt er lausafjárstaða íslensku bankanna góð en eins og fram kom í tilkynningu frá Landsbankanum fyrr í vikunni var lausafjárstaða hans hinn 10. janúar 8,9 milljarðar evra en end- urfjármögnunarþörf á árinu 800 millj- ónir evra. Að sögn Guðna N. Aðal- steinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, er bankinn fjármagnaður til 360 daga og er inni í þeirri tölu gert ráð fyrir að þeirri greiðslu sem bankinn þarf að inna af hendi vegna kaupanna á hollenska bankanum NIBC á næstu vikum. Straumur-Burðarás tilkynnti í byrjun árs að bankinn væri fjármagnaður í 270 daga en hvorki Straumur né Kaupþing gefa upp hversu miklu lausafé þeir hafa yfir að ráða. Miðað við það sem fram kemur hér að framan er ættu bankarnir að geta þreyð þorrann eitthvað áfram og beð- ið þess að óveðrinu sloti á fjármagns- mörkuðum en engu að síður er eðli- legt að spyrja sig hvaða úrræði þeir hafa fari svo að ástandið verði lang- varandi. Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands rýmkað veðheim- ildir vegna endurhverfra veðlána sinna. Fyrir vikið er ljóst að þar geta bankarnir náð í fjármagn en þá ber að hafa í huga að endurhverf lán eru að- eins til viku í senn en þau bera stýri- vexti Seðlabankans, sem nú eru 13,75% á ári. Vegna hins stutta tíma væru slík lán því aðeins skammtíma- fjármögnun. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Glitnis, á fundi fyrr í vikunni kom fram að hjá Seðlabankanum gætu bankarnir ef til vill sótt 3-5 milljarða evra. Einhverjir bandarísku bankanna hafa á undanförnum vikum gripið til þess ráðs að gefa út nýtt hlutafé eða breytanleg skuldabréf til þess að bæta stöðu sína en að sögn Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er ósennilegt að íslensku bankarnir grípi til þeirra ráða. Staða þeirra sé yfir heildina litið sterk auk þess sem markaðsaðstæður séu lítið fýsilegri á hlutabréfamarkaði en skuldabréfamarkaði og kjör á breytanlegum skuldabréfum ekki freistandi. Líklegast sé að bankarnir muni bíða og sjá hvernig markaðir þróast en í millitíðinni geti þeir gripið til aðgerða til þess að láta féð endast lengur. Til dæmis með því að leita leiða til hagræðingar og draga úr arð- greiðslum. Lausafjárstaða bank- anna almennt góð Gætu reynt að láta féð endast betur, t.d. með hagræðingum ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar hækkaði um 1,14% í frekar dræmum viðskiptum með hlutbréf í gær. Velta í viðskiptum með hlutabréf nam 4,3 milljörðum króna í gær en heild- arvelta dagsins var 26,8 milljarðar. Mest hækkun í gær varð á hlutabréf- um FL Group en þau hækkuðu um 3,3% og jafnframt var mest velta með bréf félagsins, 907 milljónir króna. Mest lækkun varð á bréfum færeyska flugfélagsins Atlantic Air- ways en þau lækkuðu um 4,22%. Lokagildi úrvalsvísitölunnar var 5.514,7 stig. FL Group hækkaði mest í gær ● HELSTU vísitölur vestanhafs lækkuðu verulega í gær, Dow Jon- es um 2,5%, Nasdag um 2,0% og S&P um 2,9%. Meðal þess sem dró kjarkinn úr markaðnum var 9,8 milljarða dala tap fjárfestingabankans Merrill Lynch á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs, jafnvirði um 640 milljarða króna, ollu titringi á Wall Street í gær. Sem og tölur um fjölda nýrra húsbyggjenda í Bandaríkjunum, en þær sýndu mestu niðursveiflu í ný- byggingum í 27 ár. Á sama tímabili árið 2006 skilaði Merrill Lynch 2,35 milljarða dollara hagnaði. Á fjórða ársfjórðungi þurfti bankinn að afskrifa 11,5 milljarða dollara vegna tapaðra undirmálslána til bandarískra húseigenda en alls nema afskriftir síðasta árs um 16,7 milljörðum dollara, jafnvirði um 1.085 milljarða króna. Allt síð- asta ár nam tap ML 7,8 milljörðum dollara. Samkvæmt Financial Times hef- ur sá ótti gripið um sig meðal markaðsaðila að fyrirtæki sem tryggja skuldabréf búi ekki yfir nægilegum styrk til þess að stand- ast ölduganginn. Átti það sinn þátt í lækkunum gærdagsins. Verulegar lækkanir vestanhafs ● NORSKA fjármálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kaupþings um heimild til þess að fara með allt að 25% eign- arhlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu er þetta gert í samráði við Kredittilsynet, norska fjármálaeft- irlitið. Þar segir jafnframt að ráðu- neytið hafi ekki séð ástæðu til þess að breyta ákvörðun sinni frá 19. mars sl. þess efnis að Kaupþing mætti fara með allt að 20% hlut. Gengi hlutabréfa Storebrand hækk- aði um 7,8% í gær í kjölfar þess að fjármálaráðuneytið samþykkti ósk tryggingafélagsins Gjensidige um að fara með allt að 20% eignarhlut. Ósk Kaupþings hafnað í Noregi ● MERRION, dótturfélag Landsbank- ans á Írlandi, varð nýverið hlutskarp- ast írskra verðbréfafyrirtækja í ár- legu vali viðskiptatímaritsins Finance Magazine í Dublin. Þátttak- endur í valinu eru írskir og alþjóðlegir sjóðsstjórar. Samkvæmt tilkynningu Landsbankans var þetta í 21. sinn sem val tímaritsins fór fram. Að mati tímaritsins sýni niðurstaðan að Mer- rion Landsbanki, sem varð efst í 13 flokkum, sé farið að bjóða stærstu verðbréfafyrirtækjum Írlands birginn. Merrion fremst írskra verðbréfafyrirtækja Bankastjórar Landsbankans ásamt forstjóra Merrion á Írlandi . DANSKI kaupsýslumaðurinn Mort- en Lund segist hafa keypt ráðandi hlut í fríblaðinu Nyhedsavisen af Baugur Group með hagnað í huga. Í samtali við business.dk, viðskiptavef Berlingske Tidene segir hann að mik- il verðmæti séu í rekstrinum og spennandi verkefni framundan. Vonir standa til þess að rekstur Nyhedsavisen nái núllpunkti í nóvem- ber nk. og fari í kjölfarið að skila hagnaði. En til þess þarf að hagræða mikið í rekstri auk þess sem lesend- um þarf að fjölga, án þess að upplagið stækki. Samkvæmt business.dk var 420 milljón danskra króna tap á síð- asta ári og reiknað er með að tapið á þessu ári verði 700 milljónir danskra króna til viðbótar áður en núllpunktur næst. „Við teljum þetta vera mjög já- kvæðar fréttir fyrir okkur og blaðið í heild sinni,“ segir Þórdís Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðla- og tæknisviðs Baugur Group. „Við vildum fá fjárfesta með okkur í rekst- urinn en það þurfti að vera einhver sem hafði trú á hugmyndinni. Nú hef- ur það gerst,“ bætir hún við. „Nyhed- savisen er stórt verkefni og við höfum sett í það mikið fé en ekki tapað pen- ingum á blaðinu. Með því að selja Morten Lund 51% hlut teljum við fjárfestingu okkar verða enn betri því nú er kominn aðili að félaginu sem getur tekið það upp á næsta stig.“ „Höfum ekki tapað peningum á blaðinu“ STEINUNN Sigurðardóttir fata- hönnuður fékk FKA-viðurkenn- inguna 2008 frá Félagi kvenna í at- vinnurekstri, en verðlaunin voru afhent við athöfn í Perlunni í gær af Björgvini G. Sigurðssyni við- skiptaráðherra og Birnu Ein- arsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Glitni. Steinunn hefur starfað með mörgum heimsþekktum hönnuðum en frá árinu 2000 hefur hún starf- rækt eigið fyrirtæki og framleitt tískufatnað undir eigin merki, sjá nánar vefinn steinunn.com. Þakkarviðurkenningu FKA fékk Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, fyrir störf sín í þágu félagsins, sem þing- maður og fyrir að hafa í sínum læknisstörfum komið á fót og skipulagt neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Hvatningarviðurkenningu FKA hlaut Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Land- námssetursins í Borgarnesi, en hún hlaut einnig í nóvember sl. nýsköp- unarverðlaun Alþjóðasamtaka kvenna í atvinnurekstri. Loks féllu verðlaunin Gæfusporið 2008 í skaut fyrirtækisins Veritas Capital, sem er móðurfélag Vistor, Distica og Artasan. Hefur Veritas þótt skara fram úr við að virkja kraft þeirra kvenna sem þar starfa, en 18 konur eru í stjórnunarstöðum af 170 starfsmönnum Veritas. Steinunn hlaut viðurkenningu FKA Árvakur/Ómar FKA Frá vinstri Birna Einarsdóttir, Glitni; Hreggviður Jónsson, Veritas; Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Margrét Kristmannsdóttir, formaður FKA.                                                      !"#  $ % & '( (      !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  *"#$ 56  - 7 89 :9#$+$"#$ ;-("#$ < "#$ !!" #$%&  =>"#$ *# 2"#$ * (2( ; * (25  * -5? ( ( */ !"#$ @ ;  12 * (2 !"#$ A" :("#$ ;//( /-(8&8( "#$ B( * &8( "#$  '($) !* C  ;* -( - , ("#$ ,-!(8: "#$ +&,- .&                                                                       B(8(!( /(  (*+ 8D*  /E 3 !* =$F>$F GG$H>$ H>$HG$GH I>$H>F$GGF H$IF$=>G $H$= G$G$=>> >$G>$=F H$I$>H G$I>$=> H$FI$IG G=$=$> =G$HF$> =$IG$I> =$==$GGF >>$H $G$=G G$I>$F H$GG$H I$HG $G$=I $F$> 7 7 7 F$F$ 7 7 IJ GJ JH JF IJI =J GHJ= HJ =JI J HJ=F =J=> JF> IJ> GJ >JH= HIJ =IJ HJ J J =J> G=JG 7 7 =J 7 7 IJ =J JF= JF GJ =J= GHJ HFJ =GJ J HJ =J= JI I>J> GJG >JHF FGJ >J FJ J FJ =J> 7 7 7 =FJ 7 >J :&* ( %(8(! > => G = > > F G =H  F =  H  G = H F  F G 7 7 7 I 7 7 /  ( / %(8$% 8 H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF H$$GF I$$GF >$G$GH GG$F$GH H$$GF $$GF $$GF FRESTUR til að samþykkja tilboð eignarhaldsfélagsins London Acquis- tion - sem er í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Candover - í allt hlutafé hollenska iðnfyrirtækisins Stork er runninn út og samþykktu hluthafar 98% hluta í Stork tilboðið. Önnur skilyrði yfirtökunnar hafa ver- ið uppfyllt, samkvæmt tilkynningu til kauphallar, og yfirtökutilboðið því orðið skuldbindandi en uppgjör við- skipta fer fram 22. janúar nk. Þar með hefur eitt af skilyrðunum fyrir kaupum Marel Food Systems á dótturfélagi Stork, Stork Food Sys- tems, verið uppfyllt. Önnur skilyrði tilboðs Marel eru umsögn Stork Works Council og heimild samkeppn- isyfirvalda fyrir kaupunum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðjan mars næstkomandi. Árvakur/Brynjar Gauti Yfirtaka Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arn- arson, forstjóri Marel. Tilboðið orðið skuld- bindandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.