Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 19 AKUREYRI AKRALAND M/BÍLSKÚR Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 jöreign ehf Falleg, rúmgóð og vel innréttuð 3ja herb. endaíbúð á 1.hæð í litlu fjölbýlishúsi með sér inngangi og góðum bílskúr. Stærð alls 119,8 fm. þ.e. íbúð 89,8 fm og bílskúr 30,0 fm. Fyrir 50 ára og eldri. Laus fljótlega. Verð: 34,9 millj. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NÚ er ljóst í aðalatriðum hvernig uppbygging aðstöðu verður á fé- lagssvæði íþróttafélagsins Þórs í Glerárhverfi, í samstarfi Akureyr- arbæjar, Þórs og Ungmennafélags Akureyrar áður en Landsmót Ung- mennafélags Íslands fer þar fram sumarið 2009. Lögð verður fram tillaga á fundi bæjarstjórnar eftir helgi um að aug- lýsa deiliskipulag svæðisins og í bæj- arráði var í gær samþykktur samn- ingur um kaup bæjarins á íbúðarhúsinu Steinnesi, en eftir um- ræddar breytingar verður það inni á miðju umráðasvæði Þórsara. Á myndinni vinstra megin hér að ofan sést Steinnes hægra megin og ofan við hlaupabrautina. Húsið með rauða þakinu þar við hliðina er Ham- ar, félagsheimili Þórs og stóra húsið næst Hamri fjölnota húsið Boginn. Akureyrarbær fær Steinnes ekki afhent strax og reyndar er ekki end- anlega ljóst hvenær það verður. Heldur er ekki ákveðið hvernig hús- ið verður nýtt í framtíðinni en ekki er ólíklegt að þar verði starfsemi tengd vallarsvæðinu. Efst á myndinni er svokallað Sunnuhlíðarsvæði, þar sem Þórs- arar fá æfingaaðstöðu en keppn- isvöllur fyrir frjálsíþróttir og knatt- spyrnu verður á vellinum sem rauði hringurinn (hlaupabrautin) markar. Vestan keppnisvallarins (ofan hans á myndinni) verður áhorf- endastúka – sem nær um það bil frá miðri klöppinni sem þarna er nú og langleiðina norður að Steinnesi, eins og sjá má á myndinni vinstra megin. Stúkuna á að byggja í áföngum þar sem frágangi innanhúss og utan á að vera að mestu lokið fyrir lands- mótið en reiknað er með að þak verði sett á stúkuna síðar. Áhorf- endastúka keppnisvallar verður þá undir þaki og rúmar um 1.000 manns í sæti. Aðgengi áhorfenda verður um göngustíg frá bifreiðastæði við Hamar og frá Glerárskóla og inn- gangur í stúkuna úr vestri – ofan frá séð á vinstri myndinni. Á tölvu- myndinni hægra megin sér úr lofti ofan á völlinn úr vesturátt, frá Borg- arhlíðinni. Áðurnefndur göngustígur er neðst á myndinni. Akureyrarbær kaupir íbúðarhús sem stendur að lokinni uppbyggingunni á miðju æfingasvæðinu Í HNOTSKURN »Landsmót UMFÍ fer fram ásvæðinu 2009. »Umhverfis keppnisvöllinnliggja 8 hlaupabrautir. Hluti þeirra verður með snjóbræðslu og yllagnir undir grasvellinum. » Í stúkunni verða búnings-klefar og geymslur fyrir völl- inn. Á efstu hæðinni verður þjón- usta við áhorfendur og mótstjórn. Endanlegt samkomulag um Þórssvæðið Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Þegar gengið er með fjörum má stundum sjá ýmislegt sem ekki er liggur dags daglega fyrir fótum manna. Í ágúst á síðasta ári rak hvalateg- und er nefnist andanefja að landi við eyju eina á Búlandsnesi í Djúpa- vogshreppi. Eyjan ber nafn með rentu, þ.e. Hvaley. Ástæða þess að hvalhræið var ekki grafið þar sem það rak á land á sínum tíma, er sú að vegna þess að það var töluvert frá alfaraleið taldist víst að það yrði engum til ama. Því var ákveðið að láta hval- inn bera beinin í sendinni fjörunni. Nú fimm mánuðum síðar er hins vegar lítið eftir af hinni sjö metra löngu skepnu, þar sem grindin ein liggur eftir. Hrafnar og aðrar hræætur hafa því verið duglegar við þetta matborð á undanförnum vikum og mánuðum. Gnægta- borðið tæmt Morgunblaðið/Andrés Skúlason Uppetinn Andanefjan, sem rak á fjörur í Hvaley, er nú aðeins skininbeinin. Hvalurinn étinn upp til agna á fimm mánuðum Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Frá því elstu menn muna hefur skautaíþróttin verið vinsæl meðal barna og unglinga á Djúpavogi. Skyldi engan undra þar sem vötnin leggur sléttu svelli í næsta nágrenni við bæinn á hverj- um vetri. Ekki þarf að hræðast dýpt vatnsins þar sem bestu aðstæð- urnar eru til að renna sér og því geta börnin rennt sér áhyggjulaus hring eftir hring. Á góðum dögum þegar vel viðrar má sjá krakkana renna sér í sólinni sem slær oft litríkum slæðum niður á svellið og þá er oft tilkomumikið að líta þetta skemmtilega skauta- svæði. Að þessu sinni voru systkinin Gabríel Örn Björgvinsson og Kam- illa Marín Björgvinsdóttir á fullu við æfingar og var Elín Eik Stef- ánsdóttir þeim til halds og trausts á svellinu. Gabríel Örn tók léttan snúning að hætti listdansara fyrir ljósmynd- ara. Aðspurður hvort hann stefndi á Ólympíuleikana sagðist Gabríel þurfa að æfa sig aðeins betur. Kam- illa systir hans sýndi einnig frá- bæra takta, hafði fullt vald á skaut- unum og var með jafnvægið í góðu lagi þótt ung sé að árum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Svellköld Þau Kamilla Marín, Gabríel Örn og Elín Eik nota hvert tækifæri til að bregða sér á skauta á rennisléttum svellunum við Djúpavog. Skauta sér til yndis AUSTURLAND Reyðarfjörður | Haldið verður upp á 100 ára afmæli Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar kl. 15 á morgun á Fjarðahóteli á Reyðarfirði. AFL stendur fyrir fagnaðinum. Verkalýðsfélag 100 ára gamalt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.