Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 27 Fúsleiki Íslendinga til að taka þáttí rannsóknum og traust almenn-ings á vísindamönnum er dýr-mæt auðlind fyrir íslenskt vís- indasamfélag sem mikilvægt er að misnota ekki. Mikill meirihluti Íslendinga hefur verið fús til að leggja rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar lið. Nærri má geta að ein helsta ástæða þess sé sú að með því móti telja menn sig leggja sitt af mörkum í baráttu gegn alvarlegum og al- gengum sjúkdómum. Hins vegar liggur engan veginn ljóst fyrir að neytenda- erfðafræðiþjónusta ÍE sem nefnist deCODEme stuðli að því markmiði. Á vefsíðum deCODEme er að finna ít- arlega fyrirvara og varnagla sem benda til þess að svo sé ekki. Í nýjasta hefti New Eng- land Journal of Medicine færir Jeffrey M. Drazen rit- stjóri tímaritsins ásamt tveimur meðhöfundum rök fyrir því að þjónusta á borð við þá sem ÍE býður nú van- ræki lykilatriði þess fjöl- þætta mats sem viðurkennt er að fara þurfi fram á gagn- semi erfðaprófa. (Greinin birtist 10. janúar 2008 undir fyrirsögninni „Letting the Genome out of the Bottle — Will We Get Our Wish?“) Og í skýrslu Human Genetics Commission, sem gefin var út í desember síðastliðnum á Bretlandi, er eindregið mælt með því að óháðir aðilar rannsaki gagnsemi þjónustu á borð við deCODEme áður hún er sett á markað. Líkt og í grein Drazens og með- höfunda segir í skýrslunni að jafnvel þótt forspárpróf um áhættu á algengum sjúkdóm- um sem nú eru að koma fram á sjónarsviðið kunni að greina þá erfðabreytileika sem til er ætlast með áreið- anlegum hætti, bendi margt til þess að ávinningur af slík- um forspárprófum verði enn um sinn lítill sem enginn. Hvorki í greinum Kára Stef- ánssonar, forstjóra ÍE, í Morgunblaðinu 4. og 29. des- ember síðastliðinn né í viðtali við Kára í Fréttablaðinu 14. janúar er að finna fag- leg rök sem benda til þess að þetta sjón- armið sé rangt. Þetta vekur óneitanlega þá spurningu hvort deCODEme muni draga úr trausti almennings á ÍE og þá jafnframt draga úr vilja manna til að veita rannsóknum fyrirtækisins lið. Það kann ekki síst að gerast ef menn hallast á sömu skoðun og Jóhann Ágúst Sigurðs- son, prófessor í heimilislækningum, en hann segir um deCODEme í nýbirtu við- tali í Læknablaðinu: „þetta er fyrst og fremst söluvara, líffræðilegar upplýsingar eru settar á markaðstorgið í þeirri von að almenningur láti glepjast.“ Efasemdir um ágæti þess að nota erfðapróf til að bæta heilbrigði fólks er vitanlega ekki bara að finna utan veggja ÍE eða meðal gagnrýnenda þess fyr- irtækis. Árið 2003 veitti Kári Stefánsson öðrum okkar góðfúslegt leyfi til að taka ítarleg viðtöl við þrettán vísindamenn sem störfuðu hjá ÍE um siðferðileg álita- mál varðandi rannsóknir vísindamann- anna sjálfra. Niðurstöður þessara viðtala hafa verið kynntar í tímaritunum Euro- pean Journal of Human Genetics og Genomics, Society and Policy. Að okkar mati varpa viðtölin ljósi á sum þeirra málefna sem Kári Stefánsson gerir að umræðuefni í grein sinni í Morgunblaðinu 29. desember síðastliðinn. Viðhorf vísindamannanna einkenndust af víðsýni og samfélagslegri ábyrgð. Í viðtölunum kemur skýrt fram sú skoðun að í nútíma þjóðfélagi þurfi pólitíska og siðferðilega umræðu til að tryggja að af- urðum erfðarannsókna verði beitt al- menningi til góðs. Vísindamennirnir telja brýnt að rannsóknir á borð við þær sem ÍE stundar haldist í hendur við mark- vissa viðleitni samfélagsins til að brjóta til mergjar kosti og galla þekkingarinnar sem fæst fyrir atbeina erfðarannsókna. Stuðla þurfi markvisst að því að afurðir erfðarannsókna valdi heilsufarslegum ávinningi en ekki hræðslu, fjársóun eða misrétti. Vísindamönnum ÍE varð tíðrætt um að þótt möguleikum á forvörnum og forspám um sjúkdómsáhættu ætti eftir að fjölga fyrir tilstilli erfðafræðinnar, væri engan veginn sjálfsagt að slíkt myndi verða til góðs. Markaðssetning slíkrar þjónustu kynni að vekja mikla athygli, en af því gæti í versta falli að hlotist hræðslufar- aldur þannig að fjöldi fólks yrði „veikur af áhyggjum“. Markaðs- setningu ÍE á afurðum eigin rannsókna bar ekki beinlínis á góma í viðtölunum en skýrt kom fram að vís- indamennirnir töldu fjár- hagslega hagsmuni líftækni- og lyfjafyrirtækja geta stuðlað að harkalegri mark- aðssetningu sem stangaðist á við almannaheill. Þeir bentu jafnframt á hættuna á að slíkt kæmi söluaðilum í koll ef síðar kæmi á daginn að varan stæði ekki undir þeim væntingum sem skap- aðar hefðu verið. Ennfremur fjölluðu vísindamennirnir um hættuna á að erfða- og líf- tækni stuðlaði að aukinni stéttaskiptingu og misrétti. Slíkt töldu þeir að kynni að gerast ef aðgangur manna að tækninni færi eftir fjár- hag þeirra, en möguleikar manna á að hagnýta sér ný úrræði til forvarna gegn sjúkdómum yrðu jafnframt undir því komnir að þeir væru „læsir“ á tæknina og færir um að velja þær leiðir til forvarna sem vænlegastar væru. Vísindamenn ÍE lýstu ánægju sinni yfir því að taka þátt í vangaveltum um hvernig mætti tryggja skyn- samlegri beitingu erfðafræð- innar. Og þeir bentu sjálfir á ýmsar flóknar ráðgátur og hættur sem framfarir á sviði erfðafræði hafa í för með sér. Sem dæmi má nefna að velferðarsamfélög þar sem slíkar rannsóknir eru stund- aðar af þrótti hafa í litlum mæli leitað úrræða til að forða því að markaðssetning einstaklingsmiðaðra, tæknilegra úrlausna til að fyrirbyggja eða meðhöndla offitu, sykursýki og aðra sjúkdóma sem eru landlægir í sömu samfélögum, dragi úr sameiginlegri viðleitni manna til að breyta þjóðfélaginu þannig að það stuðli að heilbrigðari lifnaðarháttum. Í niðurlagsorðum greinar sinnar í Morgunblaðinu 29. desember segir Kári Stefánsson farsælast að menn velti fyrir sér kostum og göllum erfðafræðilegrar þekkingar án þess að láta markaðs- setningu þeirrar þekkingar eða „óbæri- lega umhyggju siðfræðinganna“ trufla sig. Í upphafi sömu greinar lýsir Kári því hins vegar yfir að upplýst umræða um þjónustuna sem markaðssett er undir heitinu deCODEme sé af hinu góða. Hér virðist vera um ósamræmi að ræða, nema gengið sé út frá því að hvorki ÍE né sið- fræðingar séu færir um að leggja upp- lýstri umræðu um neytendaerfðafræði lið. Það væri þó fremur dapurleg forsenda sem við erum ekki reiðubúnir að fallast á að svo komnu máli. Hlutverk siðfræðinnar er ekki að pre- dika fyrir mönnum hvernig þeir eiga að haga sér í einstökum málum. En það er eitt mikilvægasta hlutverk siðfræðinnar að hvetja til gagnrýninnar hugsunar um siðferðileg úrlausnarefni. Í því skyni þarf stundum að draga athyglina að atriðum sem hafa verið vanmetin eða spyrja spurninga sem mönnum þykja óþægileg- ar. Þetta er ekki forræðishyggja og jafn- vel þótt slíkar spurningar kunni stundum að virðast allt að því „óbærilegar“ er það álit okkar að enn varasamara geti verið að leiða þær hjá sér. Hvaða gagn er að neytendaerfðafræði? Vilhjálmur Árnason og Stefán Hjör- leifsson svara Kára Stefánssyni Vilhjálmur Árnason » „Vísinda-mönnum ÍE varð tíðrætt um að þótt forspám um sjúkdómsá- hættu ætti eftir að fjölga, væri engan veginn sjálfsagt að slíkt myndi verða til góðs.“ Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Stefán Hjörleifsson er heimilislæknir og aðjúnkt við læknadeild Há- skóla Íslands. Stefán Hjörleifsson að klúðra þessu“ gi að fara eða vera. Eitt eru þau þó sammála um: Uppbygging verður að Ásmundsdóttir hitti fólk sem hefur hagsmuna að gæta á Laugaveginum. lsen, eigandi Franch Michelsen, á er spurður hver draumastaðan í hans ús við Laugaveg 4-6. „Og ég hef ekkert við. Reynsla Franks af tveimur hót- un hans við Laugaveginn er mjög góð. nir verði vegna rútu- og leigubílaum- eru litlar, stoppa seint að degi eða mínútur í senn til að hleypa örfáum ns og í sólarlöndum þar sem koma oðfullar af Íslendingum,“ segir Frank f hverju menn óttast þetta. Hann seg- kigóð fyrir viðskiptin í miðborginni. pur og ég fæ mjög marga viðskiptavini hring.“ Hann segir jafnframt að ferða- áli finnist afskaplega gott að vera við m væri gamalt í útliti en nýtt hús samt; segir að þó ætti að vera skylda, þegar ð verslun sé á jarðhæðinni. „Og ekki orgunverðarsalur, pöbb eða eitthvað i.“ veg 4-6 ekki þess virði að vernda þau, annars staðar við Laugaveg og við leggur mikla áherslu á að hann sé yf- úsa og því að leyfa sögulegum minjum Þessi tvö hús eru bara kofaræksni og lum við að enda, hvar eru mörkin?“ Mogganum á sunnudaginn, þar sem ingur og fullt af gömlum húsum. Eig- ?“ spyr hann enn. „Þetta er ekki fagurt tönn úr fallegu brosi. Þetta eru af- nur,“ segir Frank Michelsen. „Við að þróast og miðborginni að dafna.“ ð Laugaveg í 65 ár. Hann segist vilja t. En jafnvel ég gefst upp á endanum Árvakur/Ómar ichelsen vill húsin burt og hótel er Gamalt í útliti en nýtt hús samt. dar, ljótar dar tennur l á Svava Eyjólfsdóttir er einn eigenda og versl-unarstjóri í Verslun Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi 34. Hún upplýsir að hún sé hlutlaus gagnvart því hvort friða eigi húsin við Laugaveg 4-6 eða rífa. Hún segir þó ákveðin að hún sé fylgj- andi uppbyggingu, í hvaða mynd sem hún birtist. „Ég vil helst sjá þarna aðstöðu sem byði upp á rekstur á jarðhæðinni. Þannig gætum við fengið skemmtilegan rekstur hér í miðbæinn. Slíkt kallar nefnilega á fólk í bæinn. Síðan mættu vera íbúðir eða í raun hvað sem er á efri hæðum,“ segir Svava. Henni líst ágætlega á þær tillögur sem komnar eru fram. „Varðandi friðun; það er bara af hinu góða,“ segir hún. „Hins vegar ef byggja á hótel þá segi ég að við eigum fullt af hæfileikaríku fólki hér á land- inu, arkitektum og svo framvegis, sem ætti að vera hægt að treysta til að setja þetta í góða mynd sem fellur vel að landslaginu.“ Svava segir að sér finnist dálítið erfitt að taka af- stöðu til málsins og hefur ekki gert það upp við sig hvort hún vilji að húsin verði rifin eða friðuð. „Númer eitt, tvö og þrjú hjá mér er uppbygging, sem við bara verðum að fara í. Friðun er að mörgu leyti jákvæð, en það er uppbyggingin líka. Við þurfum bara að standa vel að henni.“ Svava er harðákveðin í því hvað hún vill ekki sjá í títtnefndum húsum við Laugaveg 4-6. „Ekki fleiri pöbba. Við höfum nóg af þeim. Við eigum frekar að hverfa frá þeim. Mér finnst ástandið að mörgu leyti orðið alveg skelfilegt hér við Laugaveg og pöbbar komnir í alltof mörg hús.“ Fyrst og fremst nauðsynlegt að byggja upp Árvakur/Ómar Hjá Guðsteini Svava Eyjólfsdóttir versl- unarstjóri veit hvað hún vill ekki: fleiri pöbba. Eins og nú er komið held ég að þau eigi bara að fara,“ segirBrynjólfur Björnsson, eigandi Brynju á Laugavegi 29. „Þau er ekki í neinu samræmi við næstu hús fyrir ofan. Borgin hefur haldið svo asnalega á þessu, það er náttúrlega með ólíkindum. Það eru fleiri hús hérna við Laugaveginn sem hafa staðið hálftóm og ónýt árum saman. Þau draga bara niður götumyndina.“ Brynjólfur segir að hans skoðun sé því sú að húsin eigi að fara svo hægt verði að hefjast handa við uppbygginguna. „Ég vil auðvitað ekki sjá nein háhýsi, enda má ekki byggja há hús hérna að sunnanverðu á Laugavegi. Ég vildi gjarnan sjá hérna íbúðir og verslun. Hér er komið fullt af hótelum við götuna en þó væri allt í lagi að fá eitt í viðbót. Maður verður mikið var við útlendingana, nú orðið allt árið. Það er að þakka þessum hótelum sem hér eru. Ferða- mennirnir eru þeir sem fyrstir eru á ferðinni á morgnana.“ Brynjólfur segir að þónokkuð af ferðamönnuð slæðist inn til sín, fólk alls staðar úr heiminum. „Það er að kaupa ótrúlegustu hluti, finnst þægilegt að koma í svona verslun þar sem hlutirnir eru að- gengilegir og ekki á stóru svæði,“ segir hann. Verslunin hefur verið í núverandi húsnæði síðan árið 1929, en hún hefur verið í rekstri síðan 1919. Að sögn Brynjólfs mátti rífa húsið árið 1929. „Þá var nýbúið að byggja biskupshúsið hérna við hliðina og það var uppgangur í þjóðfélaginu. Þessi stóru hús sem hér voru við götuna voru byggð á þessu tímabili. Þá stóð til að rífa þetta hús og byggja sams konar hús og hér við hliðina [biskupshúsið]. Þá kom hins vegar kreppan mikla 1929-’30 og þá var ekkert um að vera hér fyrr en löngu eftir stríð,“ upplýsir Brynjólfur, „ef uppgangurinn hefði haldið áfram á því tímabili liti gatan allt öðruvísi út en hún ger- ir nú.“ Sum timburhúsin við Laugaveg segir Brynjólfur að sér þyki mjög falleg og megi alls ekki fara. „Það á þó ekki við um þessi tvö þarna,“ segir hann og bandar hendinni í átt að húsunum tveimur á Lauga- vegi 4-6. Í lokin upplýsir Brynjólfur að hann hafi nýverið fengið bréf þar sem honum er sagt að áhugi sé á því að friða húsið sem verslunin Brynja er í núna, á Laugavegi 29. „Það er þó í það minnsta gert áður en menn fara að spá í að gera eitthvað annað.“ Árvakur/Ómar Brynja Brynjólfur Björnsson á og rekur verslunina á Laugavegi 29. „Eins og nú er komið held ég að þau eigi bara að fara,“ segir hann. „Þau draga bara niður götumyndina“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.