Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 22
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Leiklist, myndlist, tónlist ogaðrar göfugar kúnstireiga hug Júlíu Hannamallan, en um helgar er
það leiklistin sem ræður ríkjum.
Júlía er félagi í áhugaleikfélaginu
Hugleiki og hefur undanfarin miss-
eri getið sér gott orð sem höfundur
leikverka í þeim röðum.
„Höfundahópur Hugleiks hittist
mánaðarlega á sunnudagsmorgnum
kl. 11 en almennt eru helgar-
morgnar mjög vinsælir til æfinga
hjá fólki sem vinnur fulla vinnu fyr-
ir utan leiklistina, eins og flestir í
þessum hópi gera,“ segir hún.
„Helgarnar fara því mikið í að æfa
og skrifa leikrit og á kvöldin um
helgar fer ég gjarnan að sjá leikrit
hjá öðrum. Ég er nefnilega voða-
lega mikil leikhúsrotta og fer eins
mikið í leikhús og ég get.“
Félagar í Hugleiki koma úr hin-
um ýmsu starfsstéttum. Sjálf er
Júlía viðskiptafræðingur og mennt-
aður leikari að auki en hún starfaði
síðast sem markaðs- og þjón-
ustustjóri hjá Þjóðleikhúsinu svo
segja má að hún hafi lifað og
hrærst í leikhúsheiminum um langa
hríð. Hún gefur sér þó tíma til sam-
veru með fjölskyldunni, sem „fær
föstudags- og laugardagskvöldin“
eins og Júlía orðar það. „Það er að
segja ef ég er ekki í leikhúsi,“ bæt-
ir hún við en maður hennar er dug-
legur að sækja leiksýningar með
henni. „Öll önnur kvöld eru undir-
lögð af æfingum, a.m.k. á æfinga-
tímabilum. Á föstudagskvöldum
reyni ég hins vegar að elda eitthvað
skemmtilegt og þá fær maður sér
kannski rauðvín með matnum og
hefur það notalegt með fjölskyld-
unni.“
Stingur af frá fótboltanum
Tónlistin fær líka sinn skerf hjá
Júlíu sem fer á tónleika þegar færi
gefst og sækja þau hjónin gjarnan
sinfóníuhljómleika á fimmtudags-
kvöldum. „Raunar er ég menning-
arleg alæta og þegar maðurinn
minn horfir á fótbolta um helgar
reyni ég að fara á myndlistarsýn-
ingar. Eins fer ég gjarnan á kaffi-
hús og fær mér gott kaffi um leið
og ég kíki í blöð eða bók. Stundum
hef ég tölvuna með mér og skrifa
pínulítið því mér finnst ekki gott að
heyra hávaðann frá fótboltaleikj-
unum í sjónvarpinu heima á meðan
ég skrifa.“
Einn er sá siður sem Júlía slepp-
ir aldrei og það er að heimsækja
foreldra sína á sunnudögum. „For-
eldrar mínir eru orðnir fullorðnir
og það gengur fyrir öllu öðru hjá
mér að líta til þeirra um fjögur-
leytið á sunnudögum. Eins þykir
mér gaman að elda og það getur al-
veg dottið í mig að dunda svolítið
við matargerðina um helgar. Ann-
ars skiptumst við maðurinn minn á
um eldamennskuna enda er hann
ágætis kokkur. Hann sér oftast um
að elda kjöt á meðan ég er meira í
fisk- og pastaréttum og fleiru í
þeim dúr.“
Þessi helgi verður engin undan-
tekning hjá Júlíu hvað leiklistina
varðar, því á laugardagskvöld frum-
sýnir Hugleikur verkið hennar, Út-
sýni, í Möguleikhúsinu. „Þetta er
eiginlega fyrsta leikritið mitt, en
áður hafa verið settir upp sjö ein-
þáttungar eftir mig, sem auðvitað
eru bara stutt leikrit. Hugleikur
hefur reglulega verið með einþátt-
ungadagskrár í Þjóðleikhúskjall-
aranum undanfarin þrjú ár. Þar hef
ég bæði verið að leikstýra, skrifa og
leika. Útsýni er hins vegar klukku-
tíma löng sýning svo frumsýningin
er ægilega spennandi fyrir mig.“
Lífið er oft mjög fyndið
Leikritið fjallar um samskipti
tvennra hjóna, traust, vináttu, öf-
und, hjónabandið, sjálfsvirðingu og
fleira. „Leikritið gerist í tveimur
matarboðum sem haldin eru með
árs millibili hjá sömu hjónunum. Í
báðum boðunum eru sömu gestir,
vinahjón þeirra, en ýmislegt getur
breyst í lífi fólks á einu ári. Upp-
haflega átti leikritið að fjalla um öf-
undina en þegar ég byrjaði að
skrifa tóku persónurnar völdin af
mér svo þegar upp var staðið
fjallaði það um miklu, miklu fleira,
s.s. að þó aðstæður breytist, breyt-
ist fólk ekki endilega með. Skíthæl-
ar verða alltaf skíthælar – hvort
sem þeir hafa það skítt eða gott.“
Margir tengja sýningar Hugleiks
við grín, glens og tónlist enda ein-
kenndust þær lengi vel af slíku.
„Síðustu þrjú árin hefur þetta svo-
lítið breyst,“ segir Júlía. „Við erum
nokkrir Hugleikshöfundar sem
langar að skrifa öðruvísi leikrit. Ég
er t.d. ekki tónskáld og get ekki
spilað á hljóðfæri þannig að ég sem
ekki söngleiki – ég er meiri drama-
drottning í mér,“ bætir hún við og
hlær.
Hún segir að þó leikritið sé ekki
gamanleikrit sé margt fyndið í því,
„eins og er í góðu drama. Lífið er
mjög fyndið oft á tíðum, en leikritið
er alvarlegt inn á milli. Ég myndi
þó ekki segja að það sé þungt.“
Og hvernig tilfinning skyldi það
vera að sjá leikritið sitt fæðast á
senunni?
„Alveg frábær,“ svarar Júlía.
„Þetta er rosalega skemmtilegt. Ég
fékk reyndar forsmekkinn af því
þegar einþáttungarnir mínir voru
settir upp en þetta er stærsta sýn-
ingin fram að þessu. Ég er hvergi
nærri hætt að skrifa.“
Dramadrottning sem er hvergi hætt
Árvakur/Frikki
Listhneigð „Raunar er ég menningarleg alæta og þegar maðurinn minn horfir á fótbolta um helgar reyni ég að
fara á myndlistarsýningar. Eins fer ég gjarnan á kaffihús og fær mér gott kaffi um leið og ég kíki í blöð eða bók.“
Útsýni „Þegar upp var staðið fjallaði það um miklu, miklu fleira, s.s. að þó
aðstæður breytist, breytist fólk ekki endilega með. Skíthælar verða alltaf
skíthælar – hvort sem þeir hafa það skítt eða gott,“ segir Júlía um verkið.
|föstudagur|18. 1. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Leikritið Ég er mjög spennt að
sjá Vígaguðinn eftir Yasminu
Reza. Hún er frábært leikskáld.
Tónlistin Um þessar mundir:
Sjostakovits, Jón Leifs, Einar
Scheving, Mugison,
Soundspell, listinn gæti haldið
áfram nokkra kílómetra.
Bókin Ég er mjög hrifin af Jóni
Kalman, Gyrði, Böðvari, Vig-
dísi, Þórunni… o.m.fl.
Kaffihúsið Kaffi Roma og
Kaffitár eru með besta latte-ið
en á Kaffibarnum er best að
sitja og skrifa.
Júlía mælir með
heldur ekki hinna tíu,
sem gerðar voru frið-
unartillögur um í haust.
x x x
Ávordögum 2002 íaðdraganda kosn-
inga fór fram sérstök
endurskoðun á skipu-
lagi Laugavegarins, en
kaupmönnum, með
Bolla Kristinsson í
fylkingarbrjósti, leizt
ekki á blikuna, ef skipu-
lagið gengi fram eftir
þeim tillögum sem þá
lágu fyrir. Hótuðu
kaupmenn að fara af
Laugaveginum, ef þeir
fengju ekki að fjarlægja mörg eldri
hús og byggja í þeirra stað 3-4 hæða
hús, sem hentuðu þeim betur. Þess-
ar hótanir kaupmanna stilltu R-
listanum upp við vegg og sjálfstæð-
ismenn gengu á lagið. Víkverja
minnir að hann hafi þá heyrt orðið
ofurverndun í fyrsta sinn.
Það var á undanhaldi R-listans
undan kaupmönnunum, þar sem
sjálfstæðismenn ráku trippin, að
mörg eldri hús duttu niður í milli.
x x x
Nú eru hins vegar önnur viðhorfuppi og meðan menn hafa ver-
ið önnum kafnir við að teikna ný hús
við Laugaveginn, hefur varðveizl-
unni vaxið fiskur um hrygg. Og nú
hefur skorizt í odda með þessum
hópum á Laugavegi 4 og 6. Víkverji,
sem er upplýstur varðveizlusinni,
telur of fá hús við Laugaveginn búa
við vernd og/eða friðun. Reyndar eru
aðeins tvö hús við Laugaveginn frið-
uð, en tólf hús bíða örlaga sinna á
borði menntamálaráðherra, en til-
lögur hafa verið gerðar um friðun
þeirra. Að mati Víkverja eiga Lauga-
vegur 4 og 6 ekki heima í þeim hópi
öðru vísi en að vera færð í uppruna-
legan búning. Varðveizla seinni tíma
breytinga hefur ekkert upp á sig.
Víkverji fór umLaugaveginn á
dögunum. Það hefur
hann svo sem oft gert.
En erindið núna var að
virða fyrir sér húsin við
götuna í ljósi nýlegra
umræðna um þau og
Laugavegskortið sem
Morgunblaðið birti á
sunnudaginn með
húsamyndum var auð-
vitað við höndina. Þeg-
ar Víkverji lítur til
Laugavegarins finnst
honum ljóst, að eitt-
hvert agaleysi hefur
ríkt í skipulagsmálum
hans og skyndifriðunin
á Laugavegi 4 og 6 er nýjasti anginn
af því.
Víkverji man ekki betur en deili-
skipulagið við Laugaveginn hafi haf-
izt 1999 og lokið 2003 og að þá hafi
engin tillaga komið fram um vernd-
un húsanna á Laugavegi 4 og 6 og
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Fáðu úrslitin
send í símann þinn