Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 24
Heitt og kalt Guðmundur Fannar Guðjónsson með gúllassúpu. Austurlensk fiskisúpa Krydduð og lítrík súpa sem passar vel á veisluborðið. Seiðandi súpur á köldum vetrarkvöldum Gúllassúpa Matarmikil súpa sem á vel við á köldum vetrarkvöldum. Fylgifiskar Sveinn Kjartansson og austurlenska fiskisúpan. Árvakur/Kristinn Ingvarsson La Primavera Leifur Kolbeinsson lagar minestrone súpu. Árvakur/Golli Minestrone súpa Holl og góð grænmetissúpa fyrir fjölskylduna. fiskum, Mosfellsbakaríi, Melabúðinni, Friðriki V og á fleiri stöðum) 1 stk. kaffirlimeblað fæst í austurlenskum búðum ½ búnt kóríander nýmulinn pipar 600 g fínskorinn ferskur fiskur 1 búnt vorlaukur Setjið fisksoðið í pott til suðu. Bætið út í Tom yum-kryddmauki, mildu Curry paste- kryddmauki, kókosmjólkinni og sætu chilli- sósunni, grænmetiskraftinum, Oriental rub frá Nomu, söxuðu kaffirblaðinu og söxuðu kórían- der. Gott er að geyma um 1 msk. af kóríander til að strá yfir þegar súpan er tilbúin. Látið allt sjóða í 1½ klst. við lágan hita og piprið. Skerið ferska fiskinn í litla bita og saxið vorlaukinn smátt. Setjið fiskinn og vorlaukinn í súpupott- inn rétt áður en á að bera súpuna fram eða beint í súpudiskana og hellið sjóðandi súpunni yfir. Stráið kóríander yfir í lokin. Ítölsk minestrone-súpa 1 gulrót, skorin í teninga 2 sellerístilkar, skornir í teninga 1 fennel, skorið í teninga 1 laukur, saxaður 1 lítill grænn kúrbítur, skorinn í teninga 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 bökunarkartafla, skorin í teninga 1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar, ókryddaðir maldon-salt og pipar 100 g rifinn parmesan-ostur 1 lítið búnt fersk basilíka ólífuolía 1 lítri grænmetissoð (teningur og vatn) Þegar laga á góða grænmetissúpu er aðal- atriði að steikja skorið grænmeti í ólífuolíu í víð- um potti við vægan hita í að minnsta kosti 35-40 mínútur. Þannig náum við fram dásamlegu bragði úr öllu grænmetinu. Nota má fleiri teg- undir af grænmeti en hér er gefið upp, en þetta er einfaldlega blanda sem hefur virkað vel hjá matreiðslumeisturum La Primavera. Setjið vel af ólífuolíu í víðan pott. Setjið svo allt harða grænmetið nema kartöfluna út í pott- inn og eldið við mjög vægan hita í 35-40 mín. Hrærið reglulega í pottinum og gætið þess að grænmetið brúnist ekki mikið. Að því búnu eru tómatarnir og kartöflurnar settar út í ásamt grænmetissoðinu og suðan látin koma upp. Sjóðið súpuna í 30 mínútur til viðbótar og kryddið með salti og pipar. Látið súpuna standa í 15 mínútur. Setjið ferska basilíku út í og skipt- ið súpunni á diska. Stráið parmesan-osti yfir um leið og súpan er borin fram. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Rjúkandi súpur, matarmiklar og meðgóðum krafti, geta verið afskaplegafreistandi á köldum vetrarkvöldumog þá með góðu og grófu hollustu- brauði. Daglegt líf sneri sér til þriggja mat- reiðslumeistara, sem allir luma á ljúffengum, vinsælum en afar ólíkum súpuuppskriftum, sem vert er fyrir matgæðinga að prófa sig áfram með. Matgæðingar Daglegs lífs að þessu sinni eru þeir Guðmundur Fannar Guðjónsson hjá veitingaþjónustunni Heitu og köldu sem bjó til gúllassúpu, Sveinn Kjartansson hjá Fylgi- fiskum sem bjó til austurlenska fiskisúpu og Leifur Kolbeinsson á La Primavera sem bjó til ítalska minestrone-súpu. Uppskriftirnar eru allar fyrir fjóra. Gúllassúpa 300 g nautagúllas 1 laukur, sneiddur 1 meðalstór blaðlaukur 40 g nautakraftur 5 meðalstórar gulrætur, sneiddar 1 sellerístöngull 2 bökunarkartöflur, flysjaðar 2 rauðar paprikur 50 g tómatpuré 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir 3-4 msk. brauðkúmen salt og pipar matarolía Nautagúllasið er steikt í matarolíu á pönnu og sett til hliðar. Pottur er settur yfir eldavél og 1 msk. af matarolíu sett í ásamt lauknum. Síðan er gulrótum, selleríi, blaðlauk og papriku bætt út í pottinn í þessari röð og loks kúmeninu og hvítlauknum. Þetta er ristað í pottinum án þess að það sé brúnað og þá er gúllasinu, vatninu, kjötkraftinum og tómatpuré bætt saman við. Suðan er látin koma upp áður en kartöflurnar eru settar út í. Látið malla rólega í um 40 mín- útur. Kryddið til með salti og svörtum pipar áð- ur en súpan er borin fram með góðu brauðmeti. Austurlensk fiskisúpa 1 lítri fiskisoð 3 tsk. Tom yum-kryddmauk frá Thai choice 2 msk. milt Curry paste-kryddmauk 800 ml kókosmjólk 30 ml sæt chilli-sósa 2 tsk. grænmetiskraftur 1 msk. Oriental rub frá Nomu (fæst m.a. í Fylgi- matur 24 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.