Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 29 MINNINGAR ✝ Halldór Krist-jánsson Kjart- ansson, markaðs- fræðingur, fæddist í Reykjavík, 21. nóv- ember 1959. Hann andaðist á heimili sínu 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Halldórs voru Krist- ján G.H. Kjartans- son, f. 22. júní 1934, d. 30. júlí 1999 og Iðunn Björnsdóttir, f. 16. desember 1937, d. 25. júlí 2005. Systkini Halldórs eru: 1) Edda Birna Gústafsson, f. 16. febr- úar 1958, búsett í Bandaríkjunum, gift Magnúsi Gústafssyni, f. 13. september 1942. Börn Helga Páls- dóttir, f. 26. júní 1979, d. 12. októ- Coke Atlanta fyrir Bottlers (Bott- lers Training Program) Atlanta, Raleigh Durham í North Carolina í Bandaríkjunum. Ýmis verkefni og vinna fyrir Elding Trading Company, bæði hér heima og er- lendis, vinna, ráðgjöf og vörusýn- ingar erlendis. 1986 stofnar Hall- dór No Name Cosmetics með Kristínu konu sinni. 1992 stofnar hann ásamt fjölskyldu sinni Eld- haka hf. og er forstjóri fyrirtæk- isins. Eldhaka keypti áfengisfram- leiðslu ÁTVR, og var það í fyrsta skipti sem áfengisframleiðsla fór undir einkarekstur á Íslandi. Eld- haka framleiðir ýmsar áfengisteg- undir, og flytur út Eldurís Vodka til Bandaríkjanna, Eldhaka flytur einnig inn ýmsar aðrar áfengis- tegundir. 1997 var fyrirtækið selt til Catco, sem síðar var keypt af Ölgerðinni. Halldór vann 1997 til dánardags við markaðsráðgjöf og ýmis markaðsverkefni innan lands og utan. Útför Halldórs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ber 1983, með Páli K. Pálssyni, og Birna Magnúsdóttir Gúst- afsson, f. 4. ágúst 1995, og 2) Björn Kristjánsson Kjart- ansson viðskipta- fræðingur, f. 1. mars 1967, búsettur í Reykjavík. Halldór kvæntist Kristínu Stef- ánsdóttur 1989, þau skildu. Halldór vann hvert sumar frá 9 ára aldri hjá Coke á Íslandi. Hann útskrif- aðist stúdent frá Ármúlaskóla 1980. 1981-1985 nám í Nichols Col- lege, Dudley Massachusetts Bus- iness Administration: Marketing Major. Ýmsir þjálfunarkúrsar hjá Halldór minn, elsku frændi og vinur. Það er svo ótrúlegt og óraun- verulegt að ég skuli vera að skrifa minningarorð um þig. Núna þegar allt gekk svo vel, glaður og ánægð- ur. Lífið að byrja eins og þú sagðir sjálfur „ég skulda engum neitt og búinn að fá mér nýjan jeppa“. Og svo átti að endurbæta sumarbústað- inn á Þingvöllum, sem var paradís á jörð hjá þér. Það átti að vera stórt partí á Þingvöllum og endurvekja gömlu vinina og ná skógarkórnum saman. Já, nú var lífið að byrja. Dóri minn, ég hef fylgst með þér frá fæðingu enda mjög náið samband á milli foreldra þinna og okkar Bjössa. Þú byrjaðir ungur að hafa áhuga á fótbolta og auðvitað fórstu í KR, spilaðir með þeim á yngri ár- um, og varst vel liðinn, enda mjög greiðvikinn og alltaf tilbúinn að hjálpa eða styðja aðra. Þú fékkst nafnið Dóri í kók, enda ekki skrítið, þar sem afi þinn var eigandi og stofnandi Coca Cola á Íslandi. Diddi og Jón Kjartan, synir okk- ar, urðu bestu vinir og hélst sá vin- skapur fram á síðasta dag ég veit að mörg prakkarastrik voru framin á yngri árum hjá ykkur frændum og vinum sem ekki verða talin, eða ljóstrað upp um. Þegar pabbi þinn lést árið 1999 varst þú hjálparhella og stoð móður þinnar. Edda var og er búsett í Bandaríkjunum og Bjössi var að vinna hjá Coca Cola í Noregi en síðan kom hann alfluttur heim. Fljótlega eftir lát Teddý bróður varð mamma þín veik, og upp frá því byrjaðir þú að vera hjá henni og varst henni stoð og stytta. Við Addý töluðum saman 2-3 sinnum í síma á dag og aldrei hefur verið hlýrra á milli okkar en síðustu árin. Þú fórst með hana á Þingvöll þar sem hún vildi helst vera. Þar var sæluríki ykkar og þar kvaddir þú þennan heim í svefni. Við Dóri töluðum saman 1-2 á dag í síma eftir að mamma þín lést 2005. Og hér var heimilið á Grenimel þitt annað heimili, þú komst og fórst þegar þú vildir. Þú sagðir „hér þarf ég ekkert boðskort“. Síðastliðin þrjú ár hafið þið Bjössi verið hér á aðfangadag og gamlárskvöld. Og um jólin komuð þið bræður með 2 fulla svarta plastpoka af gjöfum. Hver pakki pakkaður inn með stórum slaufum eins og af lista- manni. „Við höfum enga aðra til að gefa,“ sögðuð þið. Svona sýndu þeir þakklæti sitt. Eins og ég sagði áðan töluðum við Dóri í símann mjög oft, og oftast um fótbolta, KR á sumrin og svo var það Arsenal um vetur. Stuðningur þinn við KR var að kaupa flugelda og á nýársdag var sprengt upp á Þingvöllum fyrir 200 þúsund ásamt vinum þínum. Í dag kveðjum við þig, elsku frændi og vinur, það verður tekinn rúntur og stoppað við Stórveldið í Vesturbænum, til að kveðja. Hvíldu í friði, Dóri minn. Áslaug H. Kjartansson. Kæri vinur, þetta er nú ekki óskabyrjun á nýju ári. Það er und- arlegt að hugsa til þess að fyrir að- eins 12 dögum síðan vorum við sam- an á Nýársnótt að gleðjast yfir nýju ári og þakka fyrir gömlu árin. Eins og alltaf var margt spjallað enda er margs að minnast. Minningar sem við höfum haldið við með því að rifja þær reglubundið upp. Við þreytt- umst aldrei á því að tala um tímana okkar í Boston. Frábær tími, kom- inn föstudagur, þú rúllar frá Worc- hester inn til Boston, á svarta Bronco-jeppanum, einhver gleði í uppsiglingu, tilbreyting frá skóla- bókum og námi. Við að fara á Kebab N Curry. Við að fara í veislu til Bobby og Shirley. Við á St. Botolph, þú með cokedós í hendi. Við að fara í Garðinn á leik með Boston Celtics. Við að kíkja niðrí bæ á veitinga- hús, Quincy Market, North End. Við saman í spring break á Flo- rida. Fjölmargar sögur eru til frá þess- um tíma og ef minningar skoluðust eitthvað til í tímans rás þá gat mað- ur treyst því að þú myndir stað og stund, hver sagði hvað og hvenær og í hvaða röð. Og alltaf hægt að treysta því að þú stæðir með þeim sem halloka fór í rökræðunum, enda mikið séntilmenni. Kurteisari mann verður erfitt að finna. Það var fúlt að Arsenal vann ekki á laugardaginn, svona bara fyrir þig, en Patriots bættu það upp. Bara ef hægt væri að gleðjast með þér yfir sigrinum og eins og alltaf hefðir þú látið sem tapleikurinn hefði aldrei verið spilaður. Gegnum árin hefur þú verið hluti af okkur, okkar gleði og sorg, tekið þátt í lífi okkar enda varst þú alltaf hluti af því. Við höfum gegnum árin skálað fyrir vináttunni á Þakkar- gjörðarhátíðinni og við munum halda áfram að skála fyrir þér og vináttu okkar. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Takk fyrir allt og allt. Ásta og Hjörtur Nielsen. Skemmtilegur hópur stráka mætti jafnan á fótboltaæfingar hjá KR í fimmta og fjórða flokki um og upp úr 1970. Tíminn leið ánægju- legur og laus við áhyggjur á fé- lagssvæðinu þar sem æfingar voru stundaðar af kappi. Einnig var farið út fyrir bæinn eins og í æfingabúðir við Laugarvatn og að Leirá í Leir- ársveit að ógleymdum keppnisferð- um. Einn af þessum hressu strákum var Halldór K. Kjartansson eða Dóri Kók eins og hann var jafnan kallaður af því að faðir hans Krist- ján var annar af forstjórum Vífil- fells eða Kók ásamt Pétri Björns- syni sem var móðurbróðir Dóra. Á þessum tíma var Coca Cola auglýs- ing á búningum KR-inga og verður sá stuðningur seint að fullu þakk- aður. Aldrei naut Dóri þess í fótbolt- anum að fyrirtæki fjölskyldu hans styddi við okkur með þessum hætti. Eins og aðrir varð hann að berjast fyrir sinni stöðu í liðinu. Hann ætl- aðist heldur aldrei til þess, krafðist engra forréttinda, var góður félagi eins og tíðkaðist í þessum hóp og hélst vinskapurinn sem myndaðist á KR svæðinu alla tíð. Hlutverk Dóra varð í reynd oftar á varamanna- bekknum en inni á vellinum en hann lét það aldrei á sig fá og mætti glað- ur með félögum sínum til leiks. Stuðningur hans lá því ekki ein- göngu í að spila leiki heldur einnig og ekkert síður í þeim eiginleika hans að standa af festu með sínu liði og sínum mönnum. Með einlægni sinni, hnyttni og ljúfu brosi, skemmtilegum frásagnarmáta, mýkti hann skap félaga sinna og fékk marga til að njóta líðandi stundar. Nú hefur Dóri Kók kvatt okkur langt um aldur fram. Systkinum hans og öðrum ætt- ingjum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Með KR-kveðju, Kristinn Jónsson. Góður drengur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Halldór Kristjáns- son hefði orðið 49 ára á þessu ári. Leiðir okkar Halldórs – Dóra – lágu saman fyrir nær tuttugu árum. Við urðum vinir frá fyrstu kynnum. Dóri var þannig – hann annað hvort hleypti fólki að sér og faðmaði í orðsins fyllstu merkingu eða hélt því frá sér. Faðmlögin voru föst og fölskvalaus. Dóri var vinur vina sinna og þoldi ekki þegar þeim var hallmælt eða eitthvað gert á þeirra hlut – brást illa við. Við áttum líka skap saman og vorum oftar sammála en ósammála. Dóri hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Gat á stund- um verið einstrengingslegur án þess að verða ósanngjarn og hann tók rökum. En hann var erfiður í rökræðum, enda ágætlega lesinn og fylgdist vel með öllu, allt frá fót- bolta til stjórnmála. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en Dóri var ekki maður sem kvart- aði og aldrei bar hann eigin mál á torg. Hann hafði meiri áhuga á sam- ferðamönnum en fyrst og fremst hafði hann áhuga á vinum sínum. Dóra þótti vænna um vini og vanda- menn en sjálfan sig. Að leiðarlokum rifjast upp marg- ar skemmtilegar stundir sem við áttum saman og ég tók sem sjálf- sögðum hlut. Dauðinn kennir manni að ganga að engu sem vísu og fresta aldrei vinafagnaði. Ég sendi systkinum Halldórs og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðaróskir. Minningin um traustan vin og skemmtilegan fé- laga lifir og fyrir það er þakkað. Óli Björn Kárason. Halldór Kristjánsson Kjartansson með járnhendi frá Belgrad og t.a.m. voru allir embættismenn í Kosovo af serbneskum uppruna. Albönum var bannað að starfa innan stjórnsýslu héraðsins, en eru þó yfir 90% íbúanna! Landfræðilega, sem og sögu- lega, gætu einnig íbúar Kosovo sótt það að sameinast Albaníu, enda hafa verið uppi raddir um slíkt. Albanía er hinsvegar ekki fýsilegur kostur til að sameinast, enda landið í rúst eftir einræð- isherrann og stalínistann Enver Hoxha (sem lést árið 1985 eftir að hafa stýrt landinu í 40 ár). Alban- ía er eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Flest bendir einnig til þess að Albanir séu upprunalegir íbúar þess svæðis sem nú er Kosovo, en Serbar komu mun seinna til þessa svæðis, eða á 6. öld. Rúnar missir sig síðan í lítt málefnalega umræðu um Þingvelli og innflytjendur, sem ég ætla ekki að svara hér, enda þarf í raun aðra grein til þess. Í átökunum í Júgóslavíu (1991- 1995) og Kosovo (1996-1999) gerðu bæði Serbar, Króatar, múslímar í Bosníu, Bosníu-Serbar, sem og Kosovo-Albanir (í Kosovo- stríðinu), sig seka um hryllilega hluti. Því skal ekki stungið undir stól. Hinsvegar bera Serbar þyngstu byrðina og eiga ,,heið- urinn“ af Srebrenica, en sá litli staður verður um aldur og ævi beintengdur Serbum, því miður. En rétt skal vera rétt. Varðandi hina ýmsu minni- hlutahópa sem berjast fyrir sjálf- stæði í Evrópu og sem Rúnar vís- ar óbeint til í grein sinni, er hægt að hafa mörg orð. Þessi mál eru yfirleitt afar flókin og eldfim, rétt eins og dæmið um Kosovo sann- ar. Og því er alls ekki lokið. Hinsvegar vil ég leiðrétta það sem Rúnar lætur í skína í grein sinni, þegar hann segir að Kos- ovo-Albanir stefni að því að leggja undir sig Kosovo, sem er ekki rétt. Þeir telja sig einfald- lega hafa verið miklu misrétti beittir og það er staðreynd. Það var t.d. Slobodan Milosevic, sem árið 1989 afnam þau sjálfstjórn- arréttindi sem héraðið hafði smám saman fengið í valdatíð Jóseps Títo. Og Rúnar, Tító var ekki bara Króati, heldur var hann einnig hálfur Slóveni! Reyndar fjallaði ég ekkert um þjóðerni hans í grein minni, enda ekki lyk- ilatriði. Rétt skal hinsvegar vera rétt. Eftirköst átakanna á Balkan- skaga og afleiðingar þeirra eru enn ljóslifandi meðal vor. Kosovo og frelsisþrá íbúa þar er dæmi um það. Það liggur í eðli manns- ins að leita eftir frelsi, ráða sér sjálfur. Hrun kúgunarkerfis kommúnismans (sem Júgóslavía var hluti af, þó þar hafi ástandið lengi vel verið betra en í öðrum kommúnistaríkjum) er gott dæmi þess. Þessi frelsisþrá sást ef til vill best með hruni Berlínar- múrsins árið 1989, sem var eitt helsta tákn þessa kerfis. Sem betur fer eru til lönd sem eru tilbúin til þess að styðja aðra hópa eða þjóðir til frelsis (þ.á.m. við Íslendingar, við höfum okkar eigin reynslu af kúgun). En ef ég skil þig rétt Rúnar, þá finnst þér það hættulegt að Kosovo fái sjálf- stæði og vilt viðhalda úreltu kerfi sem er gengið sér til húðar. Það kallast afturhaldssemi. » Í umfjöllun um Balkan-skagann, átök og sögu þess svæðis ber að fara varlega. Þá ber einnig að fara rétt með staðreyndir. Svo er ekki alltaf raunin. Höfundur er MA í stjórnmálafræði. haldi sig kannski fara eftir því síð- arnefnda. Kristin trú geri ráð fyrir því að fólk brjóti leikreglurnar, segir Gunnar. Gott hjá henni. Vonandi heldur Gunnar ekki að Jesús hafi fundið upp frávikshegðun. Ég veit ekki hvaðan Gunnar hefur þá hug- mynd að húmanistar geri sér grill- ur um fullkomið fólk. Eins og aðr- ir húmanistar sem ég þekki kann ég bara vel að meta fólk eins og það er – með öllum sínum göllum en samt yfirleitt bestu skinn. Enda þykir það yfirleitt ekki fréttnæmt þegar mannleg sam- skipti ganga vel. Gunnar heldur að „eftir því sem við fjarlægjumst Guð meira þeim mun auðveldara [sé] að virða fólk að vettugi“. Það væri nær sanni að segja að eftir því sem við fjar- lægjumst FÓLK meira, þess frek- ar virðum við það að vettugi. Guð er óþarfur milliliður. Dæmin sanna að kristnir menn og kirkjan hafa ekki minni breyskleika en aðrir, þrátt fyrir sinn eilífa sannleika. Sá sem hefur ekki reynst ratvísari en aðrir þyk- ist samt geta vísað þeim veginn. Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn: Þau mennsku lög sem rit- uð eru á hjarta okkar, og eru æðri lögum ríkisins, hafa reynst jafn vel óháð því hvort kirkjan túlkar þau eða ekki. Og til hvers er þá kirkjan? Tilgangurinn Þótt Gunnar viðurkenni að trúin geti verið erfið viðureignar líst honum þó ekki á tilhugsunina um heim án tilgangs. Hann vill að guð sé til, svo að lífið hafi tilgang. Þessar forsendur, ef forsendur skyldi kalla, eru veikar. Hver seg- ir að það þurfi tilgang? Hafa nátt- úruhamfarir og drepsóttir til- gang? Auðvitað ekki. Tilgangurinn er mannasetning. Það sem kemst næst eiginlegum tilgangi er það að koma erfðaefni sínu til næstu kynslóðar. Sá sem finnst hann þurfa sérstakan til- gang með lífinu velur sér hann bara sjálfur. Ég geri það, Gunnar gerir það líka. Öllum er samt hollt að temja sér það lítillæti að við erum bara ein af mörgum dýrategundum að heimurinn er ekki skapaður sérstaklega með okkur í huga og að blind nátt- úruöflin hafa engan sérstakan áhuga á okkur. Gunnar spyr hvernig okkur hefði dottið tilgangur lífsins í hug til að byrja með ef hann væri enginn. Ég spyr á móti hvernig hefði okkur dottið jólasveinar, drekar og Baal í hug ef þeir væru ekki til í alvörunni? Svarið er í stuttu máli: Frjótt ímyndunarafl, kannski í sambland við ofskynj- unarefni. Ég lifi jarðbundnu lífi og finnst ekkert vanta í samræmið eða samhengið. Ég sé ekki hvers vegna ætti að þakka goðmagni fyrir það sem við erum ánægð með eða kenna því um það sem við erum óánægð með. Því síður að við getum ályktað um æðri til- gang, þótt lífið geti stundum verið erfitt. Þótt óvissa geti verið óþægileg tel ég samt best að venja sig við hana. Við þurfum nefnilega að lifa með henni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Áður en sannleikurinn frelsar okkur þurfum við að frelsa hann – úr reifum dulúðar og forneskju. Það ferli er sem betur fer vel á veg komið þótt enn séu þeir til sem standa á bremsunni. » Þau mennsku lög sem rituð eru á hjarta okkar, og eru æðri lögum ríkisins, hafa reynst jafn vel óháð því hvort kirkjan túlkar þau eða ekki. Höfundur er sagnfræðingur og félagi í Vantrú.  Fleiri minningargreinar um Hall- dór Kristjánsson Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.