Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÓRÐA algengasta orsök alvar- legra umferðarslysa er talin vera syfja og þreyta ökumanns. Umferð- arstofa hefur af þeim sökum hrund- ið af stað herferð til að vekja fólk til vitundar um hættuna sem fylgir því að setjast undir stýri í slælegu ástandi. Herferðin var kynnt á mál- þingi í gær, auk þess sem fjallað var um hættuna sem fylgir syfju og þreytu við akstur. Á árunum 1998-2006 urðu tíu banaslys í umferðinni af völdum þess að ökumaður sofnaði undir stýri, þ.e. rannsókn leiddi í ljós að aðalorsök slyssins var sofandi öku- maður. Í slysunum tíu létust sextán einstaklingar. Á sama tímabili voru ellefu banaslys til viðbótar þar sem ekki var hægt að úrskurða um hvort syfja eða þreyta hefði verið aðal- orsök en alla vega orsakaþáttur. Samkvæmt því sem kom fram á málþinginu er jafnvel talið að syfja hafi verið orsakavaldur í fleiri til- vikum en örðugt getur verið að skera úr um slíkt. Hærri tónlist virkar ekki Á vefsvæðinu www.15.is sem opn- að var í gær tilefni herferðar Um- ferðarstofu – og ber sama nafn – er hægt að finna ráðleggingar um syfju og akstur. Nafn herferð- arinnar vísar í að 15 mínútna svefn er að mati sérfræðinga nægur tími til að jafna sig af syfju. Því er fremur mælt með að ökumaður stöðvið bif- reið sína á öruggum stað og leggi sig í stundarfjórðung en að aka áfram syfjaður. Meðal þess sem kemur fram á vef- svæðinu er að ekki virki að stinga höfðinu út um hliðarglugga bifreið- arinnar til að hressa sig við. Hvað þá að auka hraðann, hækka í tónlist- inni, syngja eða drekka kaffi. Þá er jafnframt lögð áhersla á að ef far- þegar eru með syfjuðum ökumanni í bifreiðinni bera þeir ábyrgð á að ökumaður sé vakandi við aksturinn og mælt er með að skipst sé á við aksturinn ef fleiri en einn hæfur ökumaður sé til taks. Ýmislegt er reynt til að halda öku- mönnum á tánum. Meðal annars hef- ur Vegagerðin verið að gera til- raunir með að sverfa litlar ójöfnur í vegabrúnir bundins slitlags, þannig að ökumenn vakni við titringinn. Þá leggja bílframleiðendur einnig sitt af mörkum og í þróun er sérstakur búnaður sem fylgist með því hvort ökumaður sé vakandi eða við það að sofna. Búnaðurinn bregst svo við ef ástæða er til. Þrátt fyrir slíkar tilraunir er öku- maður ætíð best til þess fallinn að meta ástand sitt og ætti því að gæta að ábyrgð sinni. Aðeins 15 mínútna svefn getur afstýrt banaslysi Sofandi? Viljastyrkurinn einn nægir ekki ökumanni til að halda sér vak- andi. Sé hann nógu syfjaður kemur að því að þreytan nái yfirhöndinni og hefur slíkt oftar en ekki valdið alvarlegum slysum í umferðinni. Umferðarstofa gerir grein fyrir hættunni sem fylgir syfjuðum ökumönnum HÆGT er að rekja nokkur dæmi um banaslys í umferðinni á undan- förnum árum þar sem syfja var or- sakavaldur. Hér eru aðeins nefnd þrjú dæmi: Í febrúar árið 2000 sofnaði öku- maður jeppabifreiðar undir stýri á Kjalarnesi með þeim afleiðingum að hann ók framan á litla rútu sem í var hópur vinnufélaga á leið í óvissu- ferð. Samkvæmt upplýsingum frá umferðarstofu höfðu vitni séð jepp- ann rása til á veginum um nokkra hríð áður en slysið varð. Ökumaður jeppans lést auk tveggja í rútunni. Í nóvember sama ár var jeppling ekið eftir Reykjanesbraut, sam- kvæmt framburði ökumanns sem ók á eftir jeppanum rásaði hann skyndi- lega, fór yfir á öfugan vegarhelming og framan á fólksbifreið. Ökumaður jeppans lést ásamt hjónum á fimm- tugsaldri sem í fólksbílnum voru. Sumarið 2005 varð banaslys í Öxnadal sem talið er að rekja megi til að ökumaður sofnaði. Þá var jeppa ekið yfir á öfugan vegarhelm- ing, framan á fólksbifreið, með þeim afleiðingum að farþegi í jeppanum lést ásamt ökumanni fólksbifreiðar- innar. Vitni sögðu ökulag jeppans hafa verið skrykkjótt áður en áreksturinn varð. Banaslys rakin til syfju ökumanna NÆSTKOMANDI mánudag er bolludagurinn. Hann er óvenju snemma í ár, enda eru páskarnir mjög snemma, páskadagur er 23. mars, og bolludaginn ber alltaf upp á mánudag í sjöundu viku fyrir páska. Að sögn Jóhannesar Felixsonar, formanns Landssambands bak- arameistara, er erfitt að segja til um það hversu mörgum bollum landsmenn torga að þessu sinni. „Það minnkar nefnilega með hverju árinu, skal ég segja þér,“ segir hann. „Við reiknum nú samt með svona hér um bil einni og hálfri á mann,“ segir hann. Í það heila verði þannig gleyptar 400-450.000 bollur í tilefni dagsins. Ýmsir bakarameistarar taka for- skot á sæluna og mátti jafnvel sjá bollur í sumum bakaríum þegar um síðustu helgi. „Þetta hefur aðeins breyst,“ segir Jóhannes. „Nú bakar fólk líka minna heima hjá sér, sem er náttúrlega fyrst og fremst vegna þess að það hefur enginn tíma til þess núna. Önnur breyting er að nú hefur heimilisbolludagurinn færst yfir á sunnudaginn en atvinnubollu- dagurinn yfir á mánudag,“ segir hann og útskýrir orð sín svo að fjöl- skyldan hittist á sunnudögum og borði bollur en fyrirtækin bjóði síð- an upp á bollur á mánudeginum sjálfum. Nú styttist í annan stóran dag fyrir bakara en kaka ársins er bök- uð í bakaríum landsins í tilefni konudags ár hvert. „Það fer bara annar hver kall á landinu út í bak- arí og kaupir þessa köku handa konunni,“ segir Jóhannes og bætir við að kakan sé gríðarlega vinsæl. Kaka ársins að þessu sinni hefur þegar verið valin en hulunni verður ekki svipt af henni fyrr en rétt fyrir konudaginn sjálfan, sem er 24. febrúar. „Við munum byrja að selja hana um þá helgi,“ segir Jóhannes Felixson. Reiknað með 1,5 boll- um á mann Árvakur/Árni Sæberg Þrælahald er engin ný bóla áÍslandi. Það var stundað hérí tvær aldir, eða frá land-námi og vel fram yfir kristni- töku. Af því lifa fjölmargar frásagnir í Landnámu bæði og Sögunum. Ófá ör- nefni eru sprottin af þrælahaldi, þá ekki síst þegar þrælar hafa sloppið, verið eltir uppi og drepnir – en ör- nefnið setið eftir. Er skemmst að minnast upphafs Íslandsbyggðar og Hjörleifs, fóstbróður Ingólfs Arn- arsonar sem þrælarnir drápu og hefnd Ingólfs lifir enn í nafninu Vest- mannaeyjar (vel á minnst, af hverju heitir ferjan Herjólfur ekki Ingólfur?). Það er annars athyglisvert um þræla eins og þeir birtast í þessum textum að þeir eru ýmist alveg passíf- ir eða stórhættulegir vegna þess að þeir hafa engu að tapa og eru ekki með neinu móti venslaðir samfélaginu sem þeir eru staddir í. Hvað réð því að þrælahald lagðist af? Var það kristnin eða einfaldlega að það borgaði sig ekki að halda þeim uppi? Lénsskipulagið kemur sér niður á hagrænna fyrirkomulag þar sem bændalýður er fjötraður við átthaga sína, óðalseigandinn hirðir af þeim skatt, en lætur þá sjálfa um að við- halda sér og fjölga. Og nú er talað um að þrælahald hafi verið endurvakið á Íslandi. Hvað er átt við með því? Að erlendum verkamönnum er hingað stefnt til að vinna á lægri launum og búa við snöggtum lakari kjör en tíðkast meðal landsmanna. Eins og kunnugt er hafa stjórnvöld staðið fyrir framkvæmdum sem hafa útheimt vinnuafl í svo gríð- arlegum mæli að ekkert útlit var fyrir að innlendir önnuðu þeirri eftirspurn, auk þess sem vinnuskilyrði voru slík að lítil von var til að þau freistuðu innfæddra. Hver skyldu viðhorf hins langt að rekna verkamanns vera? Hann talar ekki málið, á engan snertiflöt við menningu eða sögu þjóðarinnar sem fyrir er, er ekki á neitt hátt venslaður. Enn öðru máli gegnir svo um glæpa- gengi sem hafa spottað Ísland sem sérlega kjörinn vettvang fyrir starf- semi sína vegna hinnar kardemomm- isku löggæslu þar sem menn geta brotið af sér, fengið dóm og ferðast síðan á tourist class úr landi. Í þessu sambandi vekur athygli sú krafa að ekki sé greint frá þjóðerni þeirra sem fremja óhæfuverk – af tillitssemi við samlanda þeirra hér búsetta og blá- saklausa. Þannig minnist t.a.m. Morg- unblaðið ekki á það einu orði í ít- arlegri frétt af fólskulegri árás á lögreglumenn við skyldustörf í mið- bænum 15. janúar sl., að árásarmenn- irnir hefðu verið erlendir. Einhvern tímann hefði þetta verið kallað að stinga höfðinu í sandinn. Varðar okkur þá ekki um þróun mála hér? Nú er óþarft að taka fram að útlendingar sem hingað kjósa að flytjast eru au- fúsugestir, að því tilskyldu að þeir sitji við sama borð og aðrir landsmenn um PISTILL »En það er ábyrgðar- leysi fullkomið að moka hingað í stórum stíl fólki sem á að hraðnýta og henda síðan. Pétur Gunnarsson Þrælahald nú og þá réttindi og kjör. Miklu ber að kosta til að aðlögun þeirra og barna þeirra gangi sem greiðast fyrir sig. En það er ábyrgðarleysi fullkomið að moka hingað í stórum stíl fólki sem á að hraðnýta og henda síðan. Pólitík sem er ætlað að þjóna skammsýnustu gróðasjónarmiðum þeirra sem hyggj- ast arðnýta þetta vinnuafl á niðursettu verði. En vandinn sem það skapar hinum aðkomnu og þeim sem fyrir eru verður dýrkeyptur og hætt við að menn verði að stinga höfðinu æ dýpra í kviksyndið til að sjá það hvorki né heyra. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreiningar greina frá uppgötvun sinni um erfðavísi sem ákvarðar hvernig slembibreytingar eiga sér stað, í næsta tímariti Science og birtist grein þeirra á vefsíðu tímaritsins í gær. Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að um grundvallaruppgötvun í mannerfðafræði sé að ræða og hún hafi mikið um það að segja hvernig maðurinn haldi áfram að þróast. Kári Stefánsson segir að þróunin eigi sér stað í gegnum slembibreytingar í erfðamenginu og síð- an val. Breytanleikinn, sem ÍE hafi fundið, sé þannig að sami breytanleiki auki þessar slembi- breytingar hjá konum og minnki þær hjá körlum. Það sé áhugavert því það þýði að þessi stökk- breyting í þessum erfðavísi viðhaldi breytanleika í erfða- mengi mannsins innan ákveð- inna marka. Endurröðun nefnist upp- stokkun á erfðaefni sem veldur því að ný samsetning verður til á erfðavísum og stuðlar að fjöl- breytileika mannkyns. Í nóv- ember 2004 birti ÍE grein í vísindatímaritinu Nature Genetics um tengsl endurröðunar í erfðamengi mannsins og frjósemi. Þá var sýnt fram á að þær konur sem breyta erfðamenginu mikið, þegar þær flytja það yfir til barna sinna, eiga fleiri börn en þær konur sem breyta því lítið þegar þær flytja það yfir til barna sinna. Það þýði að val sé fyrir auknum breytanleika. Kári segir að upp- götvunin nú sé að vissu leyti framhald af um- ræddri grein. Sagt sé frá erfðavísi sem hafi mikið um það að segja hvernig manneskjan haldi áfram að þróast og uppgötvunin varpi ljósi á það hvern- ig karlar og konur skipta á milli sín þeirri vinnu sem fer í það að hlúa að þróuninni í mannskepn- unni. „Þetta er grundvallaruppgötvun í annars vegar erfðafræði og hins vegar þróunarfræði mannsins,“ segir Kári. Uppgötvunin er mjög mikilvæg fyrir ÍE, að sögn Kára. Hann segir að algengir sjúkdómar, sem ÍE hafi beint augum sínum að á undanförn- um árum, eigi sér stað á þessum snertifleti erfða og umhverfis. Þeir séu undir vissum áhrifum af sömu öflum og hafi áhrif á þróun mannsins. Næstu skref séu að kanna hvernig þessi erfðavís- ir hafi áhrif á líkurnar á því að menn fái sjúk- dóma og geti varist þeim. Kári Stefánsson Grundvallaruppgötvun ÍE  Hefur mikið um það að segja hvernig maðurinn heldur áfram að þróast  Sami breytanleiki eykur slembibreytingar hjá konum og minnkar þær hjá körlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.