Morgunblaðið - 01.02.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PER Stig Møller, utanríkisráðherra
Danmerkur, sagði í gær að ekkert
væri hæft í ásökun um að hann hefði
logið að grænlensku landstjórninni
og danska þinginu um meint fanga-
flug bandarísku leyniþjónustunnar
CIA.
Danska ríkissjónvarpið hefur sýnt
heimildamynd þar sem fram kemur
að flugvélar á vegum CIA hafa farið
um danska lofthelgi og m.a. millilent
á Grænlandi. Grunur leikur á að CIA
hafi flutt meinta hryðjuverkamenn í
þessum ferðum.
Josef Motzfeldt, sem fór með
utanríkismál í grænlensku land-
stjórninni, kvaðst hafa skrifað
danska utanríkisráðherranum bréf
23. nóvember 2005 til að gera honum
grein fyrir því að landstjórnin væri
andvíg því að vélar CIA millilentu á
Grænlandi. Þá þegar hefðu legið fyr-
ir upplýsingar, m.a. frá bandarískum
fjölmiðlum, um að vélarnar væru
notaðar til að flytja fanga. Motzfeldt
sagði að Møller hefði svarað, eftir að
hafa rætt við bandarísk yfirvöld, að
ferðir vélanna brytu ekki í bága við
lög.
„Mergur málsins er að danska
stjórnin með stuðningi Danska
þjóðarflokksins hefur logið að þing-
inu og grænlensku landstjórninni,“
sagði Motzfeldt. Møller neitaði þessu
og kvaðst aðeins hafa svarað að
bandarísk yfirvöld hefðu sagt honum
að ferðir vélanna væru löglegar og í
samræmi við alþjóðlega sáttmála.
Annast rannsóknina sjálf
Danska stjórnarandstaðan hefur
krafist þess að skipuð verði óháð sér-
fræðinganefnd til að rannsaka málið
en stjórnin hafnaði þeirri kröfu,
kvaðst ætla að rannsaka málið sjálf.
Møller sagði að stjórnin hefði miklu
meiri aðgang að upplýsingum frá
CIA en óháð nefnd gæti haft.
Kveðst ekki hafa logið
Danska stjórnin hafnar óháðri rannsókn á meintu fangaflugi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
JOHN McCain virðist nú líklegur til
að ná því takmarki sínu að verða for-
setaefni repúblikana þrátt fyrir ald-
urinn, 71 ár, og fortíð sem uppreisn-
armaður í flokknum. Rudy Giuliani
lýsti í gær yfir stuðningi við hann,
eins og búist hafði verið við, enda
hefur lengi verið vinátta á milli
þeirra. Yfirlýsingin styrkir stöðu
McCains meðal miðjurepúblikana í
norðausturríkjunum, hann þarf ekki
lengur að keppa við Giuliani um
stuðning þeirra í forkosningum.
McCain mætti keppinautum sín-
um í sjónvarpskappræðum í Kali-
forníu í gær. Hann ítrekaði m.a. fyrri
ásakanir um að Mitt Romney væri
ekki nógu traustur í stuðningi við
Íraksstríðið, hefði tekið undir til-
lögur demókrata um að setja fram
tímasetta áætlun um brottflutning
herliðsins. George W. Bush forseti
og menn hans segja tímasetningu
vera hreinræktaða gjöf til uppreisn-
armanna sem geti þá miðað áætlanir
sínar við væntanlega brottför.
McCain er örugglega að mistúlka
ummæli Romneys sem voru óljós en
sá fyrrnefndi náði markmiði sínu,
Romney lét áhlaupið slá sig út af lag-
inu. Sakaði hann þá McCain um að
nota „óþverrabrögð“ í anda „hefð-
bundinna Washington-pólitíkusa“.
McCain svaraði með því að minna á
rándýrar sjónvarpsherferðir auðkýf-
ingsins Romneys sem sumar hafa
þótt hálfgert skítkast. „Neikvæðu
auglýsingarnar þínar, vinur minn,
hafa gefið tóninn í þessari baráttu,“
sagði McCain. Er Romney reyndi að
klína stimpli vinstrisinna á keppi-
nautinn með því að minna á að The
New York Times hefði lýst stuðningi
við hann svaraði McCain að tvö blöð í
heimaborg Romneys, Boston,
styddu sig „og þau þekkja þig best af
öllum“.
Fleiri vilja fá demókrata
í Hvíta húsið en …
Kannanir vestra sýna að mun
fleiri vilja fá demókrata en repúblik-
ana í Hvíta húsið en í nóvember mun
fólk kjósa raunverulegan ein-
stakling, ekki einhvern ímyndaðan
staðaldemókrata. Persónan getur
skipt meira máli en flokksliturinn.
Grjótharðir flokkshestar repúblik-
ana segja margir að McCain sé ekki
trúverðugur, hann sé ekki eingöngu
fylgjandi slökun gagnvart ólöglegum
innflytjendum heldur hafi líka á sín-
um tíma greitt atkvæði gegn skatta-
lækkunum Bush og sé á öndverðri
skoðun við kjarna Repúblikana-
flokksins varðandi baráttuna gegn
gróðurhúsaáhrifum. McCain vill að
Bandaríkin taki forystuna í þeim
efnum. Hann rökstuddi andstöðu
sína við skattalækkanirnar á sínum
tíma með því að segja að hann vildi
sjá jafnhliða niðurskurð á útgjöldum.
Og gríðarlegur fjárlagahallinn bend-
ir til þess að hann hafi haft mikið til
síns máls.
Jonathan Freedland segir í breska
blaðinu The Guardian í gær að um-
kvörtunarefni hægrimanna séu ein-
mitt þess eðlis að þau geri McCain
meira aðlaðandi en ella meðal fjöl-
margra hófsamra Bandaríkjamanna.
„Það er rétt að hann er mikill
haukur í utanríkismálum, hvikar
hvergi í stuðningi sínum við Íraks-
stríðið, en hann er enginn Dick
Cheney – ekki hataður eins og hann
og því mun hann ekki hræða demó-
krata til að gera hvað sem er til að
stöðva hann. Hvað snertir afstöðu
hans til loftslagsmála þá hitti ég
græningja í Flórída sem kaus Al
Gore en styður nú McCain,“ segir
Freedland.
Verður „óþekkt“
McCains leynivopnið?
Ímynd repúblikanans sem manns er ekki lýtur flokksaga og
stuðningurinn við ýmis mál demókrata gæti skipt sköpum
Í HNOTSKURN
»Arnold Schwarzenegger,ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti í
gær yfir stuðningi við McCain í
forkosningum repúblikana.
»Skoðanakönnun á landsvísusýndi nýlega að McCain
myndi sigra bæði Hillary Clinton
og Barack Obama í haust.
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIN í Köln hófst í gær með því að
þúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni í
skrautlegum búningum, vopnaðar stórum skærum sem
þær notuðu til að klippa bindi af körlum. Þessi siður
var tekinn upp í Þýskalandi árið 1823 þegar þvottakon-
ur í Bonn gerðu uppreisn gegn körlum sem skildu þær
eftir og ætluðust til þess að þær héldu áfram að vinna
meðan þeir skemmtu sér á kjötkveðjuhátíðinni.
AP
Risu upp gegn körlunum
„ALLT er best í hófi“ er gamalt
máltæki og það virðist ekki síður
eiga við um líkamsrækt en annað. Í
Danmörku eru ýmsir læknar og
sérfræðingar farnir að vara við því,
sem þeir kalla ofþjálfun, nokkurs
konar líkamsræktarnauðung eða
-fíkn, sem geti síðar leitt til slitgigt-
ar og annarra kvilla.
Morten Zacho, lektor við Syd-
dansk Universitet og áhugamaður
um holla hreyfingu, segir, að marg-
ir misskilji áróðurinn fyrir líkams-
rækt og hollri hreyfingu. Líkams-
ræktin verði því að eins konar
nauðung, sem geti að lokum leitt til
minni lífsgæða en ekki meiri.
Zacho, sem heldur úti vefsíðunni
motion-online.dk, segir, að ekki sé
óalgengt, að fólk stundi líkams-
ræktina í 15 til 20 klukkustundir á
viku. Augljóst sé, að hjá sumum sé
ræktin orðin að fíkn, sem þeir eða
þær ráði ekki við.
„Líkaminn þolir mikið álag en
þegar fram líða stundir geldur
hann fyrir það á ýmsan hátt, til
dæmis með slitgigt,“ segir Morten
Zacho.
Engar tölur eru til um fjölda
þeirra, sem hafa komið sér upp lík-
amsræktarfíkn, en Birgit Peters-
son, sálfræðingur og lektor við
Medicinisk Kvinde- og Køns-
forskning við Kaupmannahafnar-
háskóla, segist hafa forvitnast um
það mál á nokkrum líkamsræktar-
stöðum með raunverulega rann-
sókn í huga. Er það bráðabirgða-
niðurstaða hennar, að 20% kvenna
og karla í líkamsrækt séu haldin
fíkn. Þá segir hún, að um 20%
þeirra kvenna, sem stundi líkams-
ræktina, séu með átraskanir af ein-
hverju tagi.
Árvakur/Þorkell
Ofþjálfun Allt er best í hófi.
Líkamsræktarfíkn
vaxandi vandamál
London. AFP. | Sendifulltrúi í Mið-
Austurlöndum, ráðgjafi svissnesks
tryggingafyrirtækis og bandarísks
hlutabréfabanka, eftirsóttur fyrir-
lesari. Tony Blair hefur ekki hægt
ferðina frá því hann lét af embætti
forsætisráðherra Bretlands.
Verkefnin hlaðast upp og er Blair
talinn vera á góðri leið með að verða
ríkasti fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands frá upphafi. Laun hans
fyrir ráðgjafastörf hjá Zurich-trygg-
ingafyrirtækinu og bankanum
JPMorgan, auk launaðra fyrirlestra,
eru áætluð yfir 13,4 milljónum evra á
tæpu ári, 125 milljónum íslenskra
króna.
Blair sinnir einnig fulltrúastarfi
hjá Mið-Austurlandakvartettinum
svokallaða, sem miðlar málum í frið-
arumleitunum Ísraels og Palestínu.
Breska dagblaðið Financial Times
efast í leiðara um að Blair geti haldið
aðskildum ímynd sinni sem alþjóð-
legs fulltrúa annars vegar og ímynd
sinni sem viðskiptamanns hins veg-
ar.
Tony Travers, prófessor við Lond-
on School of Economics, hefur vísað
slíkum ásökunum á hendur Blair á
bug. Hann segir stöðu Blairs gegn-
sæja, það sé ekkert leyndarmál fyrir
hverja hann starfi og því engin hætta
á misferli. Fjölmiðlar hafa sýnt fram
á að fjárþörf Blairs sé rík. Eftir að
hann fluttist úr Downingstræti í júní
á síðasta ári hafi hann flutt ásamt
fjölskyldunni í glæsilegt hús í miðri
Lundúnaborg með veði upp á um 4,7
milljónir evra.
Blair hefur verið orðaður við emb-
ætti forseta Evrópusambandsins og
segir Travers ekki ólíklegt að Blair
sé nú að baktryggja sig, skyldi hann
verða af því embætti.
Brátt ríkasti fyrrverandi
forsætisráðherrann
AP
Eftirsóttur Blair sinnir margvís-
legum störfum á alþjóðavettvangi.
Tvöfaldir Vildarpunktar
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
\
9
08
00
68