Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NOKKUÐ er um að ökumenn stingi
framenda bíla sinna upp á gang-
stétt eða að bílnum sé lagt snyrti-
lega með tvö dekk upp á gangstétt-
ina. Framkvæmdasvið borgarinnar
hvetur ökumenn til að vanda sig við
að leggja bílum sínum þannig að
snjómoksturstæki geti með auð-
veldum hætti rutt gangstéttir.
„Þetta skapar slysahættu fyrir
gangandi vegfarendur“, er haft eft-
ir Steinari Bergmann á heimasíðu
framkvæmdasviðs, en hann starfar
við að moka snjó af gangstéttum í
Þingholtunum. Hann bendir á að
gamla fólkið þurfi að klöngrast yfir
ruðningana sem eftir verða þegar
hann þurfi að bakka frá og svo sé
heldur enginn sandur á þeim kafla
sem verður útundan.
Ástandið er sagt sérstaklega
slæmt í nágrenni við Landspít-
alann, á Eiríksgötu og Barónsstíg,
en þar virðast margir halda að
leggja megi upp á gangstétt. Einnig
er algengt að koma að bílum í gangi
uppi á gangstéttum við leikskóla í
hverfinu. „Fólk er að hendast inn
með börnin á leikskólann. Því
finnst það kannski stoppa stutt við,
en fyrir mig þýðir þetta bið í 15 til
20 mínútur,“ er haft eftir Steinari.
„Þetta er spurning um að gefa sér
örlítið meiri tíma til að leggja bíln-
um og taka tillit til samborg-
aranna.“
Hindranir Þessum bíl var lagt upp á gangstétt við Eiríksgötu í gærmorgun.
Eins og sjá má er illmögulegt að ryðja stéttina.
Ökumenn torvelda mokstur
af gangstéttum borgarinnar
NÝTT veftímarit hefur byrjað
göngu sína í tengslum við vefinn
stefanjon.is. Stefán Jón Hafstein
stendur að tímaritinu og verður
útgáfan 8-10 sinnum á ári. Þar
birtast dagbækur Steáns Jóns frá
Afríku ásamt ljósmyndum og lif-
andi myndum. Stefán Jón er nú
starfsmaður Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands í Namibíu og er
í leyfi frá borgarstjórn Reykjavík-
ur 2007-2009.
Í upphafi janúarpistils á vef-
tímaritinu segir meðal annars:
„Álfan heita heilsar nýju ári með
blendnum huga. Margvíslegur
uppgangur í efnhagsmálum hefur
skotið fólki fram á veg miðað við
þá hryggilegu stöðnun sem áður
ríkti áratugum saman hvað sem
leið þróunaraðstoð og heilræðum
úr öllum áttum. Hrávörur hækka í
verði á heimsmarkaði og það
hjálpar ríkjum sem eiga auðlindir
í jörðu eða hafsbotni. Ferða-
mannastraumur eykst víða. Ný
olíuríki auðgast.“
Veftímarit
frá Afríku
GEIR H. Haarde forsætisráðherra heimsækir Lúxem-
borg og Belgíu í síðari hluta febrúar til að ræða við for-
sætisráðherra ríkjanna. Hann mun einnig eiga viðræður
við fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og
framkvæmdastjóra NATO.
Forsætisráðherra mun eiga fund með Jean Claude
Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, þann 26. febr-
úar nk. og einnig kynna sér starfsemi íslenskra fjár-
málafyrirtækja í stórhertogadæminu. Þaðan fer for-
sætisráðherra til Belgíu og mun 26.-27 febrúar eiga fund
Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, Jaap de
Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, Jose Manuel Barroso, forseta
framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Javier Solana, fulltrúa Evrópu-
sambandsins á sviði sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnunnar,
Benita Ferrero-Waldner, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á sviði
stækkunarmála, og Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála.
Geir heimsækir Belgíu
Geir Haarde
TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyr-
ir alþjóðlegu unglingaskákmóti
dagana 1.-3. febrúar. Mótið fer
fram í húsakynnum Skákskóla Ís-
lands í Faxafeni 12. 29 keppendur
eru skráðir til leiks, þar af tíu er-
lendir sem koma frá Danmörku,
Svíþjóð, Skotlandi og Þýskalandi.
Mótið hefst kl. tíu fyrir hádegi í
dag. Um er að ræða stærsta og
sterkasta alþjóðlega unglingaskák-
mót sem haldið er hérlendis. Flestir
af bestu skákmönnum landsins sem
fæddir eru 1991 eða síðar taka þátt.
Auk fjölda Reykvíkinga koma ís-
lenskir þátttakendur m.a. frá Borg-
arnesi, Vestmannaeyjum, Akureyri
og Kópavogi.
Bolli Thoroddsen, nýr formaður
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur, setur mótið og leikur fyrsta
leik þess. Aðalstyrktaraðili mótsins
er Reykjavíkurborg en einnig
styðja Kópavogsbær og Skák-
samband Íslands mótshaldið.
Alþjóðlegt skák-
mót unglinga
JAFNRÉTTINDAFÉLAG Íslands
var stofnað síðastliðið mánudags-
kvöld. Formaður þess er Ólafur
Hannesson, samkvæmt frétta-
tilkynningu.
Þar segir að tími hafi verið kom-
inn á nýtt jafnréttisfélag sem vilji
hugsa um jafnrétti fyrir alla. Marg-
ir séu ekki ánægðir með jafnréttis-
umræðuna sem sé frekar einsleit,
og ákveðin félög hafi einkaleyfi á
umræðunni. „Það er til dæmis ekki
til neitt sem heitir jákvæð mis-
munun, það er ávallt mismunun, og
brýtur hún gegn jafnrétti,“ segir í
tilkynningunni.
Jafnréttindi
STUTT
RÁÐSTEFNA í tilefni nýrrar
menntaáætlunar Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, Nordplus, verður hald-
in í Norræna húsinu dag kl. 13. Þar
verður menntaáætlunin fyrir árin
2008-2011 kynnt ásamt undiráætlun-
un og hinni Norrænu tungumála- og
menningaráætlun Nordplus. Alls eru
til skiptanna um 960 milljónir króna
fyrir skólaárið 2008.
Ein helsta breyting frá fyrri áætlun
er sú að Eystrasaltsríkin; Eistland,
Lettland og Litháen, eru með í fyrsta
skipti. „Það er mjög spennandi, ekki
síst þar sem mikill uppgangur er í
Eystrasaltslöndunum,“ segir Guð-
mundur Ingi Markússon, verkefna-
stjóri hjá Alþjóðaskrifstofu háskóla-
stigsins, landsskrifstofu Nordplus.
„Það fjölgar möguleikum til muna, en
áður var t.a.m. ekki hægt að fá styrki
til að fara með nemendur í bekkjar-
heimsóknir til ríkjanna, né til kenn-
araskipta.“
Ísland tekið virkan þátt
Rúmlega 700 skiptistúdentar hafa
komið til Háskóla Íslands frá árinu
1995 á vegum áætlunar Nordplus og
rúmlega 550 íslenskir skiptistúdentar
farið frá HÍ til háskóla annars staðar
á Norðurlöndunum. Þá hafa um 220
nemendur og kennarar hafa farið frá
Íslandi til Norðurlanda sl. 2 ár í full-
orðinsfræðsluverkefninu Nordplus
voksen, flestir til náms í lýðháskólum
og hátt í 2.000 grunn- og framhalds-
skólanemendur og kennarar hafa sl. 3
ár farið í heimsóknir í skóla annars
staðar á Norðurlöndunum.
Ráðstefnan er ætluð skólum, stofn-
unum, félagasamtökum, fyrirtækjum,
o.s.frv., sem vinna að menntamálum á
leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, á
háskólastigi, og á sviði fullorðins-
fræðslu og símenntunar; einnig þeim
sem vinna að framgangi norrænna
tungumála og menningar.
Nordplus deilir út um
960 milljónum króna
TENGLAR
..............................................
www.nordplus.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„VIÐ erum búnir að gera áhættumat
fyrir Suðvesturlandið miðað við nú-
verandi siglingar. Nú eru að opnast
skipasiglingarnar frá Múrmansk í
Rússlandi vestur um haf sem breyta
áherslum viðbragðsaðila,“ segir
Kristján Geirsson, deildarstjóri á
sviði umhverfisgæða hjá Umhverfis-
stofnun, um breytt siglingamynstur í
námunda við Ísland.
Verið er að byggja geysistóra
gámaflutningahöfn í Múrmansk, en
ráðgert er að hún muni geta með-
höndlað þrjár milljónir gámaeininga
á ári. Höfnin er hugsuð til pólsiglinga
og mun anna 500 skipum á ári.
Til samanburðar er áætlað að
300.000 til 350.000 gámaeiningar séu
afgreiddar hjá íslensku gámafyrir-
tækjunum á ári um land allt.
Síðar kunni að opnast siglingaleið
frá Kyrrahafi um Síberíuströnd.
Aðspurður hvort búist sé við mik-
illi umferð skipa frá Kína, sökum
þess að siglingaleiðin um norður-
skautið opnast samfara hopi íssins,
segir Kristján óvíst hvort sú leið
verði greiðfær og þá hvort umferð
fari hjá Íslandi. Bæði Norðmenn og
Rússar hafi áætlanir um að reisa
stórar umskipunarhafnir og það geti
haft áhrif á siglingarmynstrið.
Kristján gerði grein fyrir breyttu
áhættumati á vel sóttu málþingi á
vegum Stofnunar Sæmundar fróða í
gær, ásamt Ásgrími L. Ásgrímssyni,
yfirmanni vaktstöðvar siglinga hjá
Landhelgisgæslunni.
Aukin skipaumferð eykur líkur á
alvarlegu mengunarslysi við Íslands-
strendur, áhætta sem gæti valdið
hagkerfinu miklum búsifjum, með
tilliti til þess að siglt er um hrygning-
arsvæði helstu nytjastofnanna suður
af landinu. Það er m.a. af þessu sök-
um sem uppi eru hugmyndir um að
færa siglingaleiðirnar lengra frá
landinu, en Umhverfisstofnun er
kölluð til verði stór óhöpp.
Miklir flutningar frá Múrmansk
Ásgrímur fjallaði um umfang olíu-
flutninga frá Múrmansk í erindi sínu
og um fyrirhugaða gámaflutninga-
höfn í borginni, en talið er að 80-100
milljón tonn af olíu verði flutt þaðan
2015. Miðað við að sama hlutfall olíu-
magns fari vestur um haf megi gera
ráð fyrir að 17 til 22 milljónir tonna
muni fara um íslenska lögsögu, eða
370 til 480 skip að óbreyttu. Við þetta
bætist að Rússar áætli að taka
Stockman-gasvinnslusvæðið í notk-
un 2014, það stærsta í heimi. Þá
stefni Norðmenn á að byggja upp
gámaflutningahöfn í Narvik, Noregi,
og að reikna megi með að 300 gáma-
skip fari þaðan til N-Ameríku á ári.
Stórauknar siglingar
kalla á nýtt áhættumat
AP
Risar Olíuflutningaskipið The Bright Artemis er 146,463 tonn að stærð, en
ráðgert er að umferð um 100.000 tonna olíuskipa muni aukast við Ísland.
Í HNOTSKURN
»Reiknað er með að olíuskip komi með jarðolíu til vinnslu við fyrir-hugaða olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum á fjögurra daga fresti, og
að þrír öflugir dráttarbátar verði við stöðina sem afgreiði skipin og
verði til taks hendi eitthvað stór skip við Ísland.
» Íslendingar eiga nú í viðræðum við Dani og Norðmenn um að far-þegaskipum verði skylt að sigla tvö og tvö í hafinu norður af Íslandi,
svo auka megi líkur á farsælli björgun komi til alvarlegs slyss.
Hundruð stórra olíuskipa munu fara um íslensku lögsöguna
„ÞAÐ geta skapast þannig aðstæður
og þannig sjólag að við ráðum illa
við mjög stór skip. Þess vegna ósk-
um við eftir því að þessar siglingar
verði færðar fjær ströndinni,“ segir
Halldór Nellett, yfirmaður aðgerða-
sviðs Landhelgisgæslunnar, um
þörfina fyrir nýtt skip vegna vax-
andi skipaumferðar. „Fjarlægðin
gefur okkur meiri tíma til að bregð-
ast við óhöppum. Eftir því sem skip-
in eru fjær landi hafa skipverjar
meiri tíma til að freista viðgerðar,
ef mögulegt er.“
Halldór tekur fram að umrætt
skip sé enn aðeins á hugmyndastig-
inu, en ef af yrði þyrfti jafnstórt
skip og nú er í smíðum í Chile og af-
hent verður á síðari hluta næsta árs.
Skipið sem þörf er á myndi kosta
svipað og það sem er verið að smíða,
eða um þrjá milljarða króna.
Það varðskip hefur um 120 tonna
togkraft, eða rúmlega helmingi
meiri en Týr og Ægir, sem hafa um
55 tonna togkraft. Er talin þörf á
auknum togkrafti eftir því sem um-
ferð stórra skipa þyngist við landið.
Um yrði að ræða fjölnotaskip sem
sinnti fiskveiðieftirliti og almennri
löggæslu á hafinu umhverfis Ísland.
Það yrði búið fullkomnum sjómæl-
ingabúnaði og fjölgeislamæli, en
Halldór segir mörg af hafsvæðunum
umhverfis landið ómæld og að mikið
verk sé óunnið í þeim efnum.
Skipið yrði jafnframt búið mjög
fullkomnum mengunarvarnabúnaði
og varnargirðingu til að hefta út-
breiðslu olíu, ásamt góðu tankarými
til að dæla 600 til 800 tonnum af olíu
um borð í skipið ef aðstæður leyfa.
Halldór vildi taka fram að dóms-
málaráðuneytið hefði eflt gæslu við
Íslandsstrendur, m.a. með nýju
varðskipi og flugvél, auk þess sem
fyrirhugað væri að efna til sam-
starfs við Norðmenn um þyrlukaup.
Þörf fyrir nýtt varðskip
Árvakur/ÞÖK
Gæslan Skipin Týr og Ægir.