Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 13 ALÞINGI SEIGLA ehf. á Akureyri hefur samið um smíði á um 10 plastbátum fyrir Norðmenn. Tveir þessara báta voru sjósettir í vikunni og verða þeir afhentir eigendum innan tíðar. Bátarnir eru af gerðinni Seigur 1100 W og eru þeir rétt innan við 11 metra langir og 4,6 metrar á breidd. ,,Tveir bátar af gerðinni Seigur voru seldir til Noregs á síðasta ári, þar af var annar þeirra frá Siglu- fjarðarseig. Við höfum staðið fyrir markaðsátaki í Noregi sem er nú að skila sér með þessum góða árangri. Bátasmíðin hefur verið mjög lífleg fyrir íslenzka markaðinn undanfarin misseri. Þar er nú að hægjast um og því er ánægjulegt að norskir smábátasjómenn skuli vera að taka svona hraustlega við sér,“ segir Sverrir Bergsson, sölustjóri hjá Seiglu ehf. á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið. Bátarnir fara báðir til Karlsöy í Noregi. Annar þeirra er hálfyfir- byggður línubátur með beitningar- vél en hinn er opinn netabátur. 10 aðrir bátar hafa verið pantaðir og verða afhentir á næstu 15 mánuð- um. Seigur 1100 W er sérhannaður fyrir norska smábátasjómenn en báturinn er áþekkur Seig 1250 W sem smíðaður hefur verið fyrir ís- lenzka krókaaflamarkskerfið, t.d. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR. Norska smábátakerfið er byggt á lengdar- takmörkum, sem þessir bátar eru sniðnir að, en þeir eru 10,99 metrar á lengd og 4,6 metrar á breidd og eru þeir því breiðasti báturinn í boði í þessum stærðarflokki. Tonnatalan skiptir ekki máli en bátarnir mundu líklegast mælast 18 tonn miðað við íslenzkar reglur. Þeir eru stórir og rúmgóðir með miklu dekkplássi. Lestin er stór og rúmar 25 stykki af 450 lítra körum. Í lúkar er svefnpláss fyrir 5 manns fyrir utan borðstofu og aðstöðu til eldunar. Í lúkar og stýrishúsi er hiti í gólfi. Bátarnir geta gengið 26 míl- ur. Vélin í öðrum þeirra er 14 lítra Yanmar 700 hestafla en í hinum er 16 lítra Volvo Penta 750 hestafla vél. Seigur ehf. hefur hannað tvær gerðir af bátum fyrir norska mark- aðinn sem eru innan 11 metra lengdarmarkanna 1100 W og 1100 T. Þeir eru svipaðir í útliti, nema að 1100 T er ekki eins breiður og1100 W. Þá er Seigla með einn 15 metra bát í smíðum fyrir Norðmenn, sem telst einnig vera smábátur, og verð- ur hann afgreiddur í maí næstkom- andi. Sverrir sagði að sá bátur væri stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið á Íslandi. ,,Mikil eftirspurn er í Noregi eftir smábátum frá Seiglu. Það er vand- aður frágangur og breidd bátsins sem vekur miklar eftirvæntingar hjá Norðmönnum ásamt þeirri sér- stöðu Seiglubátanna að þeir eru all- ir útbúnir fellikili. Fellikjölurinn eykur stjórnhæfni bátsins langt um- fram aðra sambærilega báta, sér- staklega við erfiðar aðstæður. Þessi búnaður hefur vakið verðskuldaða athygli,“ segir Sverrir. Seigla smíðar 10 smábáta fyrir Norðmenn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Bátasmíði Annar báturinn sem fer nú til Noregs er hálfyfirbyggður línubátur. Norska smábátakerfið er byggt á lengd- artakmörkum, sem þessir bátar eru sniðnir að, en þeir eru 10,99 metrar á lengd og 4,6 metrar á breidd ÚR VERINU Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Á ÍSLAND að gerast aðili að Evr- ópusambandinu (ESB)? Er krónan ónýtur gjaldmiðill? Þetta var meðal þrætuepla á Al- þingi í gær þegar utanríkisráðherra flutti skýrslu um Ísland á innri markaði Evrópu. Sú nýbreytni að sérstök skýrsla sé flutt um Evrópu- mál mæltist almennt vel fyrir hjá þingmönnum og fram kom skýr krafa um að Alþingi kæmi meira að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Í raun sætir það furðu að þingið hafi sætt sig við að vera nán- ast afskipt í Evrópuumræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, og lagði áherslu á að þingið yrði ekki einungis þiggjandi gagnvart framkvæmdavaldinu í þessum efn- um heldur tæki eigið frumkvæði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lagði áherslu á að EES-samningurinn væri fyrst og fremst alþjóðasamstarf á stjórn- sýslustigi en að Ísland ætti engu að síður að reka hagsmunamál sín sem það væri aðildarríki. Eilíf hamingja og sæla? Ingibjörg sagði íslensku krónuna stefna í að vera viðskiptahindrun auk þess sem smæð gjaldmiðilsins kostaði almenning mikið. „Aðstæður knýja á um að allir stjórnmálaflokk- ar og forysta atvinnulífs og laun- þegahreyfinga hreinsi borðið – leiti fyrst sameiginlegs skilnings á að- stæðum og síðan nýrra lausna sem styrki Ísland til framtíðar,“ sagði Ingibjörg en áréttaði að einhliða upptaka evru væri útilokuð. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, lagði áherslu á að efnahagsvandræði líðandi stund- ar hefðu ekkert með krónuna að gera heldur hagstjórnarmistök, of háa verðbólgu og vexti. „Ef við ætl- um inn í Evrópusambandið og myntbandalagið þurfum við hvort sem er að koma þessum hlutum í lag,“ sagði Steingrímur og minnti á að með aðild að ESB væri Ísland jafnframt að láta af sjálfstæðri hag- stjórn. „Það er auðvitað ekki þannig að öll okkar vandamál gufi upp eins og dögg fyrir sólu og eilíf hamingja og sæla bíði okkar með því einu að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.“ Tvíhöfða nefnd Steingrímur varaði jafnframt við því að líta svo á að velgengni Íslands mætti einkum þakka EES-samn- ingnum og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tók í sama streng hvað það varðaði. Benti hann á að í skýrslunni stæði að Ísland hefði gerst virkur þátttak- andi í Evrópusamrunanum með að- ildinni að EFTA árið 1970. Ferlið hefði því staðið í tæp fjörutíu ár en ekki endilega aðeins frá því að Ís- land gerðist aðili að EES. „Kannski er sú ákvörðun ekki síður afdrifarík í þessum efnum,“ sagði Kristinn. Siv Friðleifsdóttir, Framsókn, sagði skiptar skoðanir á mögulegri aðild vera innan síns flokks en að hennar skoðun væri að ekki ætti að sækja um að sinni en hugsanlega í framtíðinni. Hún setti jafnframt spurningarmerki við að áætluð nefnd um Evrópumál ætti að vera „tvíhöfða“, þ.e. með tvo formenn. „Hér blasir við trúnaðarbrestur milli ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Siv. Í máli Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra kom fram að það hefði vantað upp á að Ísland nýtti þau úr- ræði sem það hefði til að standa vörð um hagsmuni sína á vettvangi Evrópu. „Einkennilegt er að fjarg- viðrast yfir því að Íslendingar hafi ekki áhrif á löggjafar- og reglusetn- ingu á vettvangi Evrópusambands- ins þegar á sama tíma er látið undir höfuð leggjast að nýta þau tækifæri til áhrifa sem eru fyrir hendi og um hefur verið samið,“ sagði Björn og áréttaði að Ísland yrði ekkert betur sett innan Evrópusambandsins ef ekki yrði lögð áhersla á að gæta ís- lenskra hagsmuna til hins ýtrasta. Alþingi komi meira að ákvörðunum um Evrópumál Krónan stefnir í að verða viðskipta- hindrun, segir utanríkisráðherra Árvakur/Golli Hindrun Íslenska krónan stefnir í að verða viðskiptahindrun, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi í gær. Fáránleg spurning Dómaraskipan var enn á ný rædd á Alþingi í gær en Árni Þór Sigurðsson, VG, gerði ályktun Dómarafélags Ís- lands að umræðuefni og vildi m.a. fá svör forsætisráðherra við því hvenær settur dómsmálaráðherra fékk málið til meðferðar og hversu langan tíma hann notaði til að skoða það. Geir H. Haarde sagði spurninguna fáránlega enda væri ekki hægt að ætlast til þess að ráðherra hefði á takteinum einstakar dagsetningar í óund- irbúnum fyrirspurnartíma. Geir árétt- aði hins vegar að nefndin hefði metið alla umsækjendur hæfa og að ráð- herra hefði ekki getað skipað óhæf- an einstakling. Lýsi á línuna Það er ekki gam- an að eiga Norð- urlandamet í hlut- falli transfitusýra í mat, sagði Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, á þingi í gær og kallaði eftir breyttri löggjöf til að vernda Íslend- inga fyrir þessum slæmu sýrum. Siv sagði um 50 þúsund manns falla frá árlega í Evrópu vegna sjúkdóma tengdra transfitusýrum, en að Íslend- ingar hefðu vörn í lýsinu. „Á meðan við erum ekki búin að laga til hjá okk- ur þá er mjög brýnt að allir taki lýsi.“ Ekki æfingabúðir „Ísland á ekki að vera í hlutverki æfingabúða fyrir orrustuflugmenn erlendra ríkja og hæstvirtir ráð- herrar ríkisstjórn- arinnar ættu að sjá sóma sinn í því að tryggja ör- yggi flugfarþega og afþakka bara að öllu leyti herflugsæfingar við land- ið,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, VG, á þingi í gær og vildi viðbrögð frá utanríkisráðherra við fregnum um að orrustuþotur danska hersins hefðu farið of nálægt farþegaþotum á flugi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist myndu skoða þessi mál en að ekki væri ástæða til að draga fram sam- líkingu milli þessara tilfella í Dan- mörku og æfingaflugs hér á landi. Gengið væri þannig frá málum að ekki ætti að vera hætta á ferðum. Siv Friðleifsdóttir Steinunn Þóra Árnadóttir ÞETTA HELST … ÁGÚST Ólafur Ágústsson, Sam- fylkingu, og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, munu leiða sér- staka nefnd um þróun Evrópu- mála sem á m.a. að skoða hvern- ig hagsmunum Íslands er best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópusambandinu. Allir þing- flokkar fá að tilnefna fulltrúa í nefndina auk ASÍ, Samtaka op- inberra starfsmanna, Samtaka at- vinnulífsins og viðskiptaráðs Ís- lands. Ágúst Ólafur Ágústsson Illugi Gunnarsson Leiða nefnd um Evrópumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.