Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 21
AUSTURLAND
SIGLINGASTOFNUN
Stefnumótun í samgöngum
Samgönguráð efnir til fimmta fundar í fundaröð sinni um
stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er:
Almenningssamgöngur
• Sporvagnakerfið í Stuttgart - tekist á við áskoranir
21. aldarinnar.
Manfred Bonz fv. yfirmaður almenningsvagna í Stuttgart
í Þýskalandi.
• Samþætt svæðis- og samgönguskipulag með
almenningssamgöngur sem burðarás.
Gunnar Eiterjord yfirmaður samgöngumála hjá
Rogalandsfylki í Noregi.
• Drög að skýrslu um almenningssamgöngur sveitarfélaga.
Páll Brynjarsson, formaður nefndar um þetta efni skipaðri af
samgönguráðherra .
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2008
kl. 15:00-17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis
og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru
vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is
eigi síðar en klukkan 12:00 þann 7. febrúar 2008.
Samgönguráð
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin
Samgönguráðuneytið
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
DJÚPSTÆTT ósamkomulag er inn-
an Austurlandsfjórðungs um gerð
nýs heilsársvegar yfir Öxi fyrir árið
2011. Hluti Austfirðinga lítur á vega-
gerð upp í 530 metra hæð sem
hreina fásinnu. Vegagerðin kynnti
nýlega drög að tillögu um matsáætl-
un vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda. Samband sveitarfélaga á
Austurlandi hefur um árabil sam-
þykkt ályktanir um samgöngubætur
og sent stjórnvöldum, þ.á m. um
endurbætur og gerð heilsársvegar
um Öxi.
Leggja á nýjan 18 km langan veg
sem nær frá vegamótum við hring-
veg um 5 km sunnan við enda
Skriðuvatns í Skriðdal, að hringvegi
í botni Berufjarðar. Ákvörðun um að
ráðist skyldi í framkvæmdina með
opinberu fjármagni árin 2009 til
2011 var tekin í fyrrasumar og er
hluti af mótvægisaðgerðum stjórn-
valda vegna skerðingar á þorsk-
kvóta. Áætlað er að verja 1,5 millj-
örðum í lagningu vegarins og gætu
framkvæmdir hafist af alvöru á
næstu 2-3 árum. Vegurinn styttir
hringveginn um 61 km.
Liðin tíð að leggja veg um fjöll
Ragnhildur Kristjánsdóttir á
Eskifirði segir í bréfi til Vegagerð-
arinnar í öndverðum janúarmánuði
að Kristján Möller samgöngu-
ráðherra hafi sagt í útvarpsviðtali,
þar sem Héðinsfjarðargöng voru til
umræðu, að liðin tíð væri að leggja
vegi yfir fjöll og firnindi. Hún minnir
í bréfi sínu á að vetrarveður séu hörð
á Öxi. „Mönnum sem þekkja vel
þessa leið ber saman um að veð-
urskilyrði þarna séu sérstaklega erf-
ið,“ skrifar Ragnhildur og finnst sér-
kennilegt ef geðþóttaákvörðun
ráðherra um Axarveg gengur fram-
ar samþykkt Alþingis í vegamálum.
Í Breiðdal telur fólk hæpið að nýr
vegur um Öxi gagnist íbúum Breið-
dalshrepps og sveitarstjórinn, Páll
Baldursson, segist ekki sjá að hann
muni koma fiskvinnslufólki sér-
staklega til góða. Þetta þjóni því
ekki tilgangi sem mótvægisaðgerð.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps er
hins vegar afar ánægð með nýjan
veg um Öxi og segir Axarveg lífæð
íbúa Djúpavogs að þjónustukjarn-
anum á Fljótsdalshéraði. Heils-
ársvegtenging milli þessara svæða
auki til muna líkur á meiri samvinnu
og eftir atvikum sameiningu Djúpa-
vogshrepps og Fljótdalshéraðs. For-
seti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs,
Soffía Lárusdóttir, skorar á Aust-
firðinga að sameinast um þessa mik-
ilvægu framkvæmd líkt og gerst hafi
með jarðgöngin til Fáskrúðsfjarðar
og fyrirhuguð jarðgöng til Neskaup-
staðar. Vegalengdir á milli byggð-
arlaga styttist, sem og á hringveg-
inum, byggðir tengist betur og
umferðaröryggi aukist.
Oddviti Djúpavogshrepps, Andrés
Skúlason, hefur sagt að nýr, upp-
byggður vegur um Öxi í fullri
breidd, með 8% veghalla í stað 17%,
verði hindrunarlaus vegur allan árs-
ins hring. „Ég geri ráð fyrir að það
snjói eitthvað á hann eins og aðra
vegi á Íslandi,“ segir Andrés og bæt-
ir við að oftar hafi hann lent í vand-
ræðum á veginum austur með
ströndinni og suður eftir heldur en
um Öxi, sem hafi að meðaltali verið
lokuð í um einn mánuð árlega vegna
færðar. „Eitt af vandamálunum við
veginn með ströndinni er að oft og
tíðum er þar gríðarleg hálka og mjög
er þar sviptivindasamt, sem maður
lendir ekki í á leiðinni yfir Öxi.“
Stór ferðaþjónustuaðili á Héraði
segir nýjan Axarveg tvímælalaust af
hinu góða og að hann gefi aukna
möguleika, sérstaklega fyrir ferða-
þjónustu á Djúpavogi. Hringferð um
Austurland þar sem allir firðir séu
teknir fyrir verði og álitlegur kostur.
Valdimar O. Hermannsson í bæj-
arstjórn Fjarðabyggðar segir að
auðvitað beri að fagna öllum vegbót-
um á Austurlandi. Það skjóti þó
skökku við að meðan sveitarstjórn-
armenn um alla firði og héruð berjist
við að ná erfiðum fjallvegum niður í
hæð; á Oddskarði, Fjarðarheiði,
Fagradal og víðar, skuli eiga að
byggja fjallveg í 530 m hæð fyrir
mörg hundruð milljónir í stað þess
að nýta fjármagnið til þarfari sam-
göngubóta. Undir þetta tekur Smári
Geirsson, sem einnig situr í bæj-
arstjórn Fjarðabyggðar. Hann segir
að þrátt fyrir áskoranir SSA um Öxi
telji hann að eftir á að hyggja sé al-
ger tímaskekkja árið 2008 að beina
umferð í 530 m hæð að vetrarlagi.
„Menn eiga að leggja aðrar áherslur
í samgöngumálum og nútíminn felst
í að skapa samgönguaðstæður þar
sem hugsað er um að menn komist
greiða leið og þeir séu öruggir.
Hvorugt á við um þessa fram-
kvæmd. Auk nauðsynlegra úrbóta á
vegum með ströndinni eru jarðgöng
framtíðin,“ segir Smári.
Vegirnir suður með ónýtir
Andstæðingar heilsársvegar um
Öxi benda á að menn sitji uppi með
ónýta vegi frá Reyðarfirði og nánast
suður úr. Nú sé að vísu komin á dag-
skrá vegagerð í Hamarsfirði en ekki
sé inni í myndinni að þvera fjörðinn
að svo komnu máli. Vegurinn beggja
vegna fjarðarins sé illa farinn, vegir
með suðurströnd Fáskrúðsfjarðar
séu sömuleiðis mjög lakir og verið
hafi 10 tonna öxulþungi á þeim í vet-
ur. Þá segir fólk að fjármagni, sem
leggja á í Axarveg, hefði betur verið
varið í gangagerð milli Berufjarðar
og Breiðdals eða undir Lónsheiði.
Framundan hjá Vegagerðinni á
næstu misserum eru m.a. vegbætur í
botni Berufjarðar og í Hamarsfirði.
Þá er gerð sterk krafa um jarðgöng
milli Álftafjarðar og Lóns til að losna
við akstur um Hvalnes- og Þvott-
árskriður sem eru einhver við-
haldsfrekasti vegakafli hringveg-
arins. Þar á raunar að fara í
vegbætur í sumar. Jarðgangagerð
milli Eskifjarðar og Norðfjarðar
stendur og fyrir dyrum.
Heyra má að innan Vegagerð-
arinnar á Austurlandi eru einnig
skiptar skoðanir um nýjan Axarveg.
Ýmist segja menn þar á bæ að fram-
kvæmdin sé besti möguleikinn í
styttingu hringvegarins í einum
áfanga á umferðarlegu og land-
fræðilegu miðsvæði Austurlands,
eða að laga beri Axarveg fyrir 150
milljónir króna sem sumarveg, og
leggja einn og hálfa milljarðinn í
brýnni aðgerðir í vegamálum, og
fyrst og síðast; forgangsraða.
Öxin klýfur Austfirðinga í herðar niður
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Fjallvegur Talsverður styr stendur innan Austurlandsfjórðungs um gerð heilsársvegar um Öxi.
!"
#
#
#
!" # $ % &# '!
( "#
#
* ! (
+,-) 6//
7 /8+
( /
4/
6/8+
!"
#$%& %
'( " & %
)*& %
'+,
!
!
!
- $.
#/&
= + E> N
2+
(<
Í HNOTSKURN
»Áform um uppbyggðan heils-ársveg yfir Öxi valda deilum
á Austurlandi.
»Andstæðingar framkvæmd-arinnar segja tímaskekkju að
beina vetrarumferð í 530 metra
h.y.s. og að aðgerðin sé marklaus
sem liður í mótvægisaðgerðum
stjórnvalda vegna kvótaniður-
skurðar.
»Þeir sem vilja heilsársveg yf-ir Öxi segja hann til góðs fyr-
ir allt Austurland, hann stytti
vegalengdir og auki umferðarör-
yggi. Þá liðki hann fyrir vöru-
flutningum inn á miðsvæðið.
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Nemendum í
grunnskólum Reykjanesbæjar hefur
fjölgað ört í vetur. Metfjölgun var í
haust en þá voru nemendur 130 fleiri
en haustið áður og 30 til 40 börn
bættust svo við nú í upphafi árs.
Mest hefur mætt á Njarðvíkurskóla í
þessum sviptingum.
Nú eru um 2.010 börn í sex grunn-
skólum í Reykjanesbæ, að sögn Ei-
ríks Hermannssonar fræðslustjóra
en haustið 2006 voru 1.845 börn við
nám. Aukningin er vegna fjölgunar
íbúa, ekki síst í nýja hverfinu, Vall-
arheiði á Keflavíkurflugvelli, og í
nýju hverfunum í Innri-Njarðvík. Á
Vallarheiði var í fyrra opnaður nýr
skóli fyrir yngstu börnin á vegum
Hjallastefnunnar og Akurskóli í
Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík er
byggður upp smám saman. Þar eru
börn úr nýju hverfunum í fyrsta til
áttunda bekk og einn árgangur bæt-
ist við næsta haust. Tveir elstu ár-
gangarnir eru enn í Njarðvíkur-
skóla.
„Þetta hefur gengið merkilega
vel,“ segir Eiríkur þegar hann er
spurður að því hvernig gengið hafi
að taka við þessum mikla fjölda.
Hann segir að mesta fjölgunin hafi
verið í Njarðvíkurskóla og þar sé
kennt í hverjum krók og kima.
Reiknað er með að álagið í Njarð-
víkurskóla jafnist út á næstu tveimur
árum, að sögn Láru Guðmundsdótt-
ur skólastjóra. Er það vegna þess að
útlit er fyrir að lítill árgangur hefji
nám við skólann í haust í stað stórs
tíunda bekkjar og vegna þess að Ak-
urskóli tekur smám saman við öllum
börnum úr hverfunum í Innri-Njarð-
vík.
Lára segir að vissulega skapi það
erfiðleika hvað fjölgað hafi skyndi-
lega. „Sem betur fer hefur þetta
gengið ágætlega. Við erum með frá-
bært starfsfólk sem hefur tekið á
móti krökkunum og lætur þetta
ganga,“ segir Lára.
Lára hefur tekið eftir því að tölu-
vert af nýju börnunum kemur frá út-
löndum. Í mörgum tilvikum eru for-
eldrarnir að koma heim úr námi og
velja að setjast að í nýjum hverfum
Reykjanesbæjar eða í stúdentaíbúð-
um á Vallarheiði. Þetta er gjarnan
ungt fjölskyldufólk.
Vegna fjölgunar nemenda hefur
starfsfólki verið fjölgað. Þannig hafa
bæst við um tuttugu kennarar. Ei-
ríkur segir að þrátt fyrir það hafi
tekist að halda svipuðu hlutfalli fag-
menntaðs fólk og áður, um 85%.
Vissulega hafi einnig komið ungir og
óreyndir leiðbeinendur til aðstoðar.
Fjölgar um 160 börn í
grunnskólum bæjarins
Í púlti Tveir nemendur Njarðvíkur-
skóla kynna Snorra Sturluson.