Morgunblaðið - 01.02.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 31. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Fáðu þér rjóma inn á milli
Bolludagsbragðið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
0
1
3
5
Hetjur >> 44
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
DRAMATÍK Í LOKIN
ARNAR GUÐJÓNSSON Í LEAVES Á LAG Í BRESKU
HRYLLINGSMYNDINNI THE BROKEN >> 42
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÞRÍR stærstu kostnaðarliðir við rekstur
kúabúa, áburður, kjarnfóður og fjármagns-
kostnaður, hafa hækkað mikið á síðustu
misserum og hefur afkoma búanna því stór-
versnað. Baldur Helgi Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúabænda,
segir að það sé ekkert annað í spilunum en
að velta þessum hækkunum út í verðlagið.
Undanfarna daga hafa innflytjendur á
áburði verið að birta verð. Baldur Helgi
segir að um 60% af þeim áburði sem kúa-
bændur noti séu áburðarblöndur, en verð á
þeim hefur hækkað um 70-80% frá síðasta
ári. Verð á Kjarna, sem er hreint köfnunar-
efni, hækkar hins vegar langminnst eða um
33%. Það kann að vera að einhverjir bænd-
ur reyni að kaupa ódýrari áburð og nýta
betur húsdýraáburð, en slíkur sparnaður er
hins vegar varasamur þegar um nýræktir
er að ræða því það getur leitt til þess að
grasuppskera bregðist og túnin gangi fyrr
úr sér.
Meðalkúabú keypti á síðasta ári áburð
fyrir rúmlega 900 þúsund kr., en miðað við
70% hækkun verður þessi kostnaður ekki
undir 1,7 milljónum á þessu ári. Kostnaður
margra af stærri búunum mun hækka um
meira en eina milljón á þessu ári.
Verð á fóðri hefur einnig verið að hækka.
Á einu ári er hækkunin um 25%, en síðustu
tveimur árum hefur fóðurverð hækkað um
40-50%.
Þá hefur fjármagnskostnaður hækkað
gríðarlega mikið á síðustu misserum. Þetta
kemur illa við bændur sem staðið hafa í
fjárfestingum á seinni árum, en þeir eru
fjölmargir. Þetta kemur líka illa við bændur
sem þurfa nú að taka lán á um 20% vöxtum
til að kaupa áburð. Sömuleiðis hefur olíu-
verð hækkað, en olía er þó lítill hluti af
kostnaði við búrekstur í samanburði við
hina liðina, áburð, fóður og vexti.
Kemur enn verr við sauðfjárbændur
Hækkun á áburði kemur illa við kúa-
bændur, en kemur þó enn verr við sauð-
fjárbændur vegna þess að áburður er
stærri hluti af rekstrarkostnaði sauð-
fjárbúa. Verð á áburði hefur ekki bein áhrif
á rekstur svína- og kjúklingabúa, en þar er
fóðurverð ráðandi þáttur í rekstrarkostn-
aði. Verð á kjöti hefur verið að hækka og
mjólkurafurðir hækkuðu um áramót. Útlit
er hins vegar fyrir enn meiri hækkanir á
bæði kjötvörum og mjólk.
Hækkanir
framundan
Verð á fóðri og áburði
hækkar mjög mikið
Árvakur/RAX
Áburður Bændur standa frammi fyrir
miklum hækkunum á áburðarverði. Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
YFIRDRÁTTARLÁN heimilanna
jukust um 8,3 milljarða á síðasta ári
og námu 75,7 milljörðum. Samtals
skulduðu heimilin í árslok 838,2
milljarða. Heimilin tóku ný lán á síð-
asta ári fyrir 130 milljarða. Helm-
ingur af þessari aukningu er til
kominn vegna lána sem heimilin
tóku í erlendri mynt.
Mikil hækkun varð á yfirdráttar-
lánum heimilanna árið 2005, en þau
stóðu í stað árið 2006. Í fyrra lækk-
uðu yfirdráttarlán framan af ári, en
í júlí fóru þau að hækka og hafa
hækkað nær stöðugt síðan.
Yfirdráttarlán eru dýrustu lán
sem heimilunum standa til boða, en
vextir af slíkum lánum eru núna
25%. Einstakir viðskiptamenn njóta
kortafyrirtækjunum sem ekki bera
vexti. En jafnvel þó að þessi hluti yf-
irdráttarlánanna sé dreginn frá
greiddu heimilin í desembermánuði
einum rúmlega 1,2 milljarða í vexti
af þessum lánum.
Skuldir heimilanna jukust
um 130 milljarða í fyrra
Í lok síðasta árs skulduðu heim-
ilin samtals 838,2 milljarða hjá
bankakerfinu, en það er aukning
um rúmlega 130 milljarða á einu ári.
Um áramótin höfðu heimilin tek-
ið 138 milljarða að láni í gengis-
bundnum lánum. Aukningin á síð-
asta ári var 65 milljarðar sem er
47% aukning. Íbúðalán í erlendri
mynt námu um áramótin 35,9 millj-
örðum króna og höfðu hækkað um
13,2 milljarða á síðari helmingi árs-
ins.
staðan sú að hver Íslendingur
skuldar um 327 þúsund krónur í slík
lán. Árlegir vextir af slíku láni eru
tæplega 82 þúsund krónur. Ljóst er
að margir eru með mun hærri yf-
irdrátt og greiða þar af leiðandi
hærri upphæð í vexti.
Hafa ber í huga að hluti af þeim
skuldum sem flokkaðar eru sem yf-
irdráttarlán eru skuldir hjá kredit-
þó betri kjara eins og t.d. náms-
menn. Ef öllum yfirdráttarlánum
heimilanna er deilt niður á alla Ís-
lendinga 18 ára og eldri er niður-
1,2 milljarðar í yfir-
dráttarvexti á mánuði
Yfirdráttarlán heimilanna jukust um 8,3 milljarða króna á síðasta ári
! " ! # $ % &
'
Í HNOTSKURN
»Yfirdráttarlán eru dýrustulán sem heimilunum standa
til boða.
»Vextir af slíkum lánum erunúna 25%.
»Einstakir viðskiptamennnjóta þó betri kjara, til
dæmis námsmenn.
ÞETTA fólk arkaði á móti vindi eftir götum Reykjavíkur í gær. Þau
voru þó til allrar hamingju ágætlega búin, bæði vel skædd og í hlýj-
um fötum. Veðurstofan spáir töluverðum kulda í dag og á morgun,
sjö til ellefu stiga frosti við sjóinn en meiri kulda inn til landsins.
Þessu fylgir svo hægur vindur um mestallt land í dag, en þó gæti
orðið nokkuð hryssingslegt um sunnan- og austanvert landið.
Árvakur/Valdís Thor
Kuldaboli bítur í dag
Mikið frost í dag og á morgun
HAGNAÐUR Exista á síðasta ári nam um 55,6 millj-
örðum króna á núvirði og er um 34,5% aukning á milli ára.
Miklar sviptingar á fjármálamörkuðum settu svip sinn á
rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi en á því tímabili
var um 28,5 milljarða króna tap á rekstri félagsins.
Hluti tapsins mun vera einskiptiskostnaður sem kemur
til vegna skipulagsbreytinga hjá félaginu, en viðskiptum
fyrir eigin reikning hefur verið hætt og fjórum starfs-
mönnum, sem störfuðu við það, hefur verið sagt upp störf-
um.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segist
ánægður með reikninga félagsins þrátt fyrir að þeir mark-
ist vissulega af erfiðu árferði. „Í öllum okkar áætlunum gerum við ráð fyrir
því að markaðir geti tekið stefnuna niður á við og vorum því vel búin undir
ástandið sem nú ríkir,“ segir hann. Bendir Lýður á að lausafjárstaða Exista
sé mjög sterk og geti lausaféð enst félaginu í 69 vikur, gerist þess þörf.
„Þetta þýðir að við munum ekki þurfa að selja neinar af okkar kjarnaeign-
um og stendur það ekki til. Þá munum við ekki þurfa að leita endurfjármögn-
unar fyrr en um mitt næsta ár og munum því geta staðið af okkur óróleikann
sem verið hefur á mörkuðum.“ | 15
Viðskiptum fyrir eigin reikn-
ing hætt og fjórum sagt upp
Lýður
Guðmundsson