Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 39
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9-
16.30, verslunarferð í Bónus kl. 10, stórbingó kl. 14,
söngstund við píanóið kl. 15.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádeg-
isverður, frjálst að spila, kaffi. 5. febrúar verður far-
ið á Revíu í Iðnó kl. 14. Rútuferð frá Bólstaðarhlíð
kl. 13.10. Miðaverð 2.500 kr., rútugjald 500 kr.
Skráning í s. 535 2760.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl.
9-16 með leiðb. annan hvorn föstudag kl. 13-16.
Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og
skemmtifundur verður 2. febrúar kl. 13.30, í Ás-
garði, sal FEB í Stangarhyl 4.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia og málm- og silf-
ursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður, kaffi
á könnunni til kl. 16, og félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 12, félagsvist og ullarþæfingarklúbbur kl. 13.
Munið aðalfund félags eldri borgara í Garðabæ 2.
febrúar í Jónshúsi kl. 14-16, kaffiveitingar.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar, m.a.
bókband kl. 9-16.30, prjónakaffi/Bragakaffi kl. 10,
leikfimi í ÍR-heimilinu við Skógarsel kl. 10.30, kaffi
og spjall, spilasalur opinn frá hádegi, Herdís Jónsd.
hjúkrunarfræðingur kl. 13, kóræfing kl. 14. 20.
Kirkjustarf
Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Biblíurannsókn kl.
11, í safnaðarheimili okkar á Blikabraut 2, Rnb. 2.
febrúar. Súpa og brauð að samkomu lokinni.
Aðventkirkjan í Árnesi | Dagskrá fyrir börn og
Biblíurannsókn hefst kl. 10. Jeffrey Bogans talar í
guðþjónustunni sem hefst kl. 11, á Eyravegi 67, Sel-
fossi.
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn í kirkj-
unni 2. feb. kl. 11, umræðuhópur á ensku auk barna-
og unglingastarfs, fjölskylduguðþjónusta kl. 12 í
umsjón hjónanna Indro Candi og Hebu Magnús-
dóttur.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Prestur kirkj-
unnar, séra Eric Guðmundsson, leiðir Biblíurann-
sókn 2. feb. kl. 10.30 og guðþjónustu kl. 11.30.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Samverustund í
kirkjunni 2. feb. kl. 11, í Hólshrauni 3. Sungið og
hlustað á hugvekju Stefáns Rafns Stefánssonar,
biblíurannsókn, dagskrá fyrir börnin, súpa og brauð
að stundinni lokinni.
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12.
Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14,
leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Lofgjörðarhópur kl.
20, kirkja unga fólksins leiðir lofgjörð. Uppl. á
www.filo.is.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun, smíðar
og útskurður kl. 9, myndbandssýning kl. 13.30,
sýnd verður íslenska myndin „Magnús“, kaffi kl. 15.
Hraunbær 105 | Kaffi, blöðin og spjall kl. 9, handa-
vinna kl. 9, stafganga kl. 10, hádegismatur, þorra-
bingó kl. 14, veglegir vinningar og kaffihlaðborð á
aðeins 300 kr, bókabíllinn kl. 14.45. ATH.: Þorra-
blóti aflýst.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids
kl. 13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni
vinnustofu kl. 9, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11,
Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður, hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Tölvuleiðbeiningar í dag og á
fimmtud. kl. 13.15. Þorrablót 1. feb. Veislustjóri:
Guðni Ágústsson. Lögreglukórinn syngur o.fl. Miðar
seldir í eldhúsinu. Uppl. í s. 568 3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi – blaða-
klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús og spilað á spil
kl. 13, kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa eru
opnar kl. 9. Myndlist kl. 9, leikfimi kl. 13. Hár-
greiðslustofa, s. 588 1288. Fótaaðgerðarstofa, s.
568 3838.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, handa-
vinna, spænska – byrjendur, hádegisverður, sungið
við flygilinn, kaffiveitingar og dansað í Aðalsal.
60ára afmæli. Á morgun,laugardaginn 2. febr-
úar, verður Birgir Jóhannes-
son sextugur. Hann og eigin-
kona hans Kristín Svavars-
dóttir taka á móti ættingjum
og vinum í félagsheimilinu
Garðaholti, Garðabæ, frá kl.
18 til kl. 21 á afmælisdaginn
með léttum veitingum.
Söfnun | Vinkonurnar Sólrún Liza
Guðmundsdóttir og Inga Lilja Ásgeirs-
dóttir, sem eru 7 ára og eiga heima á
Álftanesi, söfnuðu peningum fyrir ABC-
barnahjálp með því að ganga í hús og
syngja lag sem þær höfðu samið sjálfar.
Söfnuðust 6.166 kr. sem þær fóru með á
skrifstofu ABC og er myndin tekin við
það tækifæri. Peningarnir munu nýtast
við uppbyggingu í Úganda í Afríku.
dagbók
Í dag er föstudagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)
Tiina Rosenberg, prófessor viðHáskólann í Lundi, heldurfyrirlestur í stofu 101 í Odda ídag kl. 12.15. Fyrirlesturinn
er sá fyrsti í röðinni Með hinsegin aug-
um, en í tilefni af 30 ára afmæli sínu
hafa Samtökin ‘78, í samstarfi við ýms-
ar stofnanir HÍ, fengið til liðs við sig
fræðimenn sem bregða munu upp hin-
segin gleraugum á heiminn.
Þorvaldur Kristinsson er einn af
skipuleggjendum dagskrárinnar, en
þetta er í þriðja sinn sem Samtökin ’78
efna til fyrirlestraraðar af þessu tagi:
„Fyrirlestrarnir hafa notið óvenjumik-
illa vinsælda, og vonandi tekst okkur
hér að skapa hefð í samstarfi við fræða-
samfélagið,“ segir Þorvaldur. „Margar
mikilvægustu framfarir í mannrétt-
indamálum samkynhneigðra tengjast
beinlínis framlagi fræða og rannsókna,
og eiga stofnanir HÍ og aðrir sam-
starfsaðilar þakkir skildar fyrir stuðn-
ing sinn við framtak okkar.“
Erindi sitt kallar Tiina A Queer
Feminism – The Lesbian Feminist
Heritage in Queer Studies: „Þar lýsir
hún sýn sinni á þróun hinsegin fræða
frá 1990, og hvernig fræðigreinin hefur
á gagnrýninn hátt svipt hulunni af
valdbeitingu gagnkynhneigðarinnar,“
útskýrir Þorvaldur. „Sérstaklega ætlar
Tiina að skoða þá lesbísku og femínísku
arfleið sem hinsegin fræði og hinsegin
femínismi hafa þegið.“
Alls verða fluttir sex fyrirlestrar
næstu mánuði. „Næstur er Björn Þor-
steinsson heimspekingur, sem 15. febr-
úar varpar fram þeirri spurningu hvort
hægt sé að vera hinsegin innan sam-
félagsgerðar sem breytir mótþróa jafn-
óðum í stuðning við ríkjandi ástand,“
segir Þorvaldur. „Árni Heimir Ingólfs-
son flytur erindi 29. febrúar um fjögur
heimsfræg tónskáld og spyr hvort kyn-
vitund þeirra endurspeglist í tónlistinni
sem þau sköpuðu.“
Þann 14. mars ætlar Sigrún Svein-
björnsdóttir að fjalla um gagnkyn-
hneigðarviðmið í skólum, og 29. mars
ræðir dr. Oliver Phillips um tengsl kyn-
hneigðar, þjóðernisvitundar og mann-
réttinda. „Loks mun Annadís Greta
Rúdolfsdóttir flytja erindi 11. apríl, þar
sem hún segir frá rannsóknum sínum á
stuðnings- og sjálfshjálparbókum sem
ætlaðar eru aðstandendum lesbía og
homma,“ segir Þorvaldur að lokum.
Upplýsingar á: www.samtokin78.is.
Samfélag | Fyrirlestur um framlag femínisma til hinsegin fræða kl. 12.15
Með hinsegin augum
Þorvaldur Krist-
insson er fæddur í
Hrísey 19. júní
1950. Hann nam ís-
lensku og almenna
bókmenntafræði
við HÍ og Háskól-
ann í Kaupmanna-
höfn og hefur í ald-
arfjórðung starfað
sem bókmenntaritstjóri, fyrst við ýmis
forlög í Reykjavík, en nú sem sjálf-
stæður ritstjóri og rithöfundur. Frá
árinu 1982 hefur Þorvaldur starfað
með hreyfingu samkynhneigðra á Ís-
landi, hann hefur þrívegis gegnt for-
mennsku í Samtökunum ’78, sinnt
fræðastarfi og kennslu.
Myndlist
Gallerí Fold | Listmunauppboð
Gallerís Foldar fer fram 3. febrúar
á Hótel Sögu og hefst kl. 19.
Hægt er að skoða verkin í Galleríi
Fold við Rauðarárstíg 14 á föstu-
dag kl. 10-18, laugardag kl. 11-17
og sunnudag kl. 12-17. Uppboðs-
skrá á www.myndlist.is.
Bækur
Bóksala stúdenta | Sögur heilags
Nikulásar, Marteins, Rochusar og
Ágústínusar kirkjuföður og písl-
arsögur Ólafs helga, Vitusar og
Stefáns frumvottar og einsetu-
mannanna Páls og Maurusar. Í
bókarlok er svo sagan af fræg-
asta syndara miðalda, Gregoríusi
á klettinum. Sögurnar eru allar
með nútímastafsetningu. 364
bls.
Skemmtanir
Vélsmiðjan Akureyri | Hljóm-
sveitin Vítamín leikur fyrir dansi
um helgina, á föstud. og laugard.
Húsið opnar kl. 22, frítt inn til
miðnættis.
Fyrirlestrar og fundir
Nafnfræðifélagið | Baldur Sig-
urðsson, dósent við Kennarahá-
skóla Íslands, flytur fyrirlestur á
vegum Nafnfræðifélagsins 2.
febrúar kl. 13.15 í Neshaga 16, 3.
hæð. Fyrirlesturinn nefnist Nöfn
og ónefni samkvæmt íslenskum
mannanafnalögum.
Í GÆR fór fram í Burgos á Norður-Spáni karnival er nefn-
ist feitur fimmtudagur.
Þetta barn var klætt upp sem kýr og virtist skemmta sér
hið besta. Það má líkja feitum fimmtudegi við sprengidag
og bolludag hjá okkur en þá eiga allir að borða eins og þeir
geta í sig látið fyrir föstutímann.
Krakki klæddur upp sem kýr
Feitur fimmtudagur á Spáni
Reuters
FRÉTTIR
NÝVERIÐ gerðu Lyfjafræðideild HÍ, Rannsóknastofnun um lyfja-
mál (RUL) og Endurmenntun HÍ með sér samning til tveggja ára
sem felur í sér samstarf um símenntun lyfjafræðinga og starfsfólks
í lyfjaiðnaði. Meðal samstarfsverkefna er nýtt meistaranám í lyfja-
skráningum. Námið er 12 einingar á meistarastigi og nær yfir þrjú
misseri. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem taka á
meginviðfangsefnum lyfjaskráninga. Einnig eru í boði tvö styttri
námskeið á vormisseri; náttúrulyf og þróun nýrra lyfja.
RUL var stofnuð á síðasta ári, en stofnunin er sú fyrsta einbeitir
sér að rannsóknum og úttektum á lyfjamálum. Markmiðið er að
auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi
og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir er
lúta að skynsamlegri ákvarðanatöku um lyfjanotkun, lyfjafaralds-
fræði og lyfjahagfræði, segir í fréttatilkynningu.
Samstarf um símenntun
fólks í lyfjagreinum
UNIFEM á Íslandi mun halda
annan fundinn í fundaröðinni
UNIFEM-umræðum næstkomandi
laugardag, 2. febrúar.
Markmið fundanna er að varpa
ljósi á stöðu kvenna í þróunar-
ríkjum og á stríðshrjáðum svæðum
sem og að kynna starf UNIFEM.
Fundurinn, sem stendur í um
klukkutíma, verður haldinn í Mið-
stöð Sameinuðu þjóðanna á Lauga-
vegi 42 og hefst kl. 13.
Á fundinum munu tvær konur
varpa ljósi á söguna, pólitíkina,
jafnrétti kynjanna og ástand
samfélaganna í Suður-Súdan og
Kongó út frá eigin reynslu, þær
Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaða-
maður og þróunarfræðingur, og
Bergljót Arnalds, rithöfundur og
leikkona.
UNIFEM-
umræður
á morgun
GUÐLAUGUR Þórðarson heil-
brigðisráðherra hefur fallist á
tillögu samstarfsnefndar um
málefni aldraðra um úthlutun úr
Framkvæmdasjóði aldraðra.
Ásta Möller alþingismaður var
formaður samstarfsnefndarinn-
ar sem fer með stjórn Fram-
kvæmdasjóðsins. Samtals var
úthlutað 164 milljónum króna,
en sex aðilar fengu styrki úr
Framkvæmdasjóðnum að þessu
sinni.
Þeir sem hlutu styrki voru:
Akraneskaupstaður fékk 27,2
milljónir sem framlag til að
kaupa fasteign fyrir félagsstarf
aldraðra.
Hjúkrunarheimilið Eir fékk
15 milljónir króna til að reisa
dagdeild fyrir 20 gesti í Spöng-
inni í Reykjavík.
Snæfellsbær fékk 30 milljóna
króna styrk til að byggja 12
rýma hjúkrunarheimili við
Hjarðartún 3 í Snæfellsbæ.
Reykjavíkurborg fékk 18
milljónir til að kaupa fasteign
fyrir dagvistarúrræði fyrir heila-
bilaða og 3 milljónir til að breyta
húsnæðinu.
Hafnarfjarðarbær fékk 4,5
milljónir til að breyta fasteign
vegna dagvistunar fyrir Alz-
heimerssjúklinga og 2,8 milljón-
ir vegna hvíldarinnlagna fyrir
sama sjúklingahóp.
Kópavogsbær fékk 60 milljón-
ir króna til að reisa nýtt hjúkr-
unarheimili í Kópavogi.
Í fréttatillkynningu kemur
fram að hér sé um að ræða síð-
ustu úthlutun heilbrigðisráð-
herra úr Framkvæmdasjóði
aldraðra þar sem hann hefur
verið fluttur til félags- og trygg-
ingamálaráðuneytis í samræmi
við breytingar á verkaskiptingu í
stjórnarráðinu.
Þegar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið tók við fjár-
málastjórn sjóðsins á sínum tíma
var eiginfjárstaða sjóðsins nei-
kvæð um 128 milljónir króna og
skuld við TR var rúmar 156
milljónir. Við úthlutunina fyrir
árið 2007 var gengið út frá því að
lækka skuldir við TR og gera
stöðu eigin fjár sjóðsins já-
kvæða. Þetta var gert og þegar
sjóðurinn var fluttur var hann
skuldlaus og eigið fé jákvætt.
Framkvæmdir í þágu
aldraðra styrktar