Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 31

Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 31
✝ Svanberg IngiRagnarsson fæddist á Ak- ureyri 19. apríl 1933. Hann and- aðist á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja að kvöldi þriðjudagsins 22. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Ólafía Ás- björnsdóttir og Ragnar Ágústsson. Svanberg Ingi var yngstur þriggja systkina. Hin eru Hörður, f. 14. ágúst 1928, d. 4. desember 2001 og Þóra T., f. 24. febrúar 1931. Svanberg Ingi kvæntist 24. október 1964 Karen Sigurð- ardóttur, f. 2. janúar 1933. For- eldrar hennar voru Sigríður Árnadóttir og Sigurður Þor- steinsson. Stjúpsonur Svan- berga Inga er Guðmundur Kr. Þórðarson, f. 26. júní 1958. Svanberg Ingi fluttist á öðru ári ásamt foreldrum sínum og systk- inum til Þingeyrar við Dýrafjörð þar sem hann ólst upp. Hann stund- aði ýmsa vinnu, m.a. vega- og brú- arsmíði. Hann fluttist til Kefla- víkur 1954, þar sem hann vann við m.a. múrverk, pípulagnir og sjómennsku þar til hann réð sig til Byggingaverktaka Keflavík- ur í ágúst 1965 og starfaði þar til hann lét af störfum vegna aldurs í apríl 2000. Útför Svanbergs Inga verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Svanberg Ingi Ragnarsson Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, þýð. Gunnar Dal.) Þín eiginkona. Elsku Ingi, mig langar að kveðja þig með nokkrum línum. Þegar þið mamma kynntust var ég 4 ára gutti sem eflaust var stundum erfiður. En næstu 45 árin sem leiðir okkar lágu saman gat ég ávallt treyst á þína umhyggju. Þú varst ávallt tilbúinn að leiðbeina og hjálpa þegar þörf var á, enda lék allt í höndum þín- um. Seinna þegar þú lentir í þínum erfiðu veikindum kom einnig í ljós hve duglegur og ákveðinn þú varst. Innan árs varst þú farinn að vinna aftur eins og heilsan leyfði og alla tíð eftir það vildir þú bjarga þér og gera sem mest sem þú gast sjálfur og sýndir hve miklu má áorka með dugnaði og seiglu. Ávallt vildir þú hafa þinn hátt á, enda kom oftast í ljós að sá háttur var á endanum sá besti. Þegar þú greindist svo með krabbamein nú í haust vaknaði sú von að þér tækist með þínum dugnaði og seiglu að halda aftur af þessum vágesti en því miður hafði hann betur á allt of stuttum tíma. Mun ég ávallt minnast þín með söknuði og megir þú hvíla í friði. Guðmundur. Það er erfitt að finna réttu orðin þegar kveðja á jafnmætan mann og hann Inga frænda eða Inga Dadda eins og hann var kallaður af börnun- um í gegnum kynslóðirnar. Gleði hlýja og kærleikur koma fyrst upp í hugann því hvar sem Ingi var þá streymdi gleðin og hlýjan frá honum. Ingi var mikill barnakall og hændust börn sérstaklega að honum enda hafði hann gaman af að bregða á leik og stutt var í glensið og stríðnina hjá honum, hvort sem börnin voru stór eða smá. Hér eftir verður stórt skarð í af- mælum og fjölskyldusamkomum án Inga. En við eigum allar fallegu og skemmtilegu minningarnar sem munu lifa í hjörtum okkar ástvina hans og þær verða ekki frá okkur teknar. Ingi og Gógó voru börnum okkar sem afi og amma og kallaði Svanberg Ingi sonur okkar og alnafni frænda síns hann alla sína tíð Dadda afa og var ávallt mjög kært á milli þeirra. Við vitum um einn engil, hann Svanberg Inga okkar, sem hefur tek- ið á móti honum opnum örmum með bros á vör og sagt: hæ Daddi afi, ertu kominn til okkar Sigga afa. Elsku Gógó, Guðmundur og Þóra, ykkar missir er mestur, en minningin um góðan og ekki síst einstakan dreng mun lifa. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama; en orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan of getr. (Hávamál.) Sigrún, Ragnar og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 31 MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar FISKVEIÐISTJÓRNUNIN á í basli og þorskveiðar eru komnar í þriðjung af því sem var; kvótakerfið hefur misheppnast. Farið var af stað með góðum ásetningi um vís- indalega stjórnun með sjálfbærri veiði, hagkvæmni og treystingu byggða. Öll slík áform hafa brugð- ist. Svo mjög er gengið á höfuðstól- inn að útreikningar um hagkvæmni eru úreltir; auk þess hafa byggðir raskast verulega. Gengið er á auð- lindir hafsins og þeim stefnt í tor- tímingu og frekari röskun. Enn ein stoðin hrundi þegar Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði, að fisk- veiðistjórnunin feli í sér brot á mannréttindum íslenskra sjó- manna. Engin útgerð eða sjómenn geta hafið veiðar án þess að kaupa kvóta af öðrum útgerðum fyrir stórfé og sjómenn á slíkum skipum hafa miklu lægra kaup en hinir, sem hafa ókeypis heimildir frá stjórn- völdum. Rætur þessa misréttis fel- ast í því, að samþykkt voru lög um heimildir til að framselja kvóta á milli aðila árið 1991. Allt var það gert að sögn til að auka hagkvæmni, en í gjörningnum fólst afdrifarík og einstæð breyting í atvinnumálum á Íslandi. Ein elstu atvinnuréttindin eru komin á markað, en í engri ann- arri grein að gagni. Þegar kvótahaf- ar flytja frá útgerðarstöðum með kvótann eða selja hann burt, þá er fólkið atvinnulaust og misrétti orðið alvarlegt. Þessi þróun stangast al- varlega á við réttarvitund fólks og markmið laganna. Þá fer kvóta- leigufiskurinn á innanlandsmarkað svo í þessu felst í reynd heimild til skattlagningar á fiskneyslu. Skýringar á misréttinu felast í vilja löggjafans til að sameina hag- kvæmni og verndun þorskstofnsins. En vandamál hafa hrannast upp og margt bendir til þess, að enn eigi þorskurinn eftir að skerðast og eng- in lausn sé í sjónmáli. Viðvarandi stærðarval í botnvörpu- og drag- nótaveiðum hefur valdið minnk- uðum breytileika og erfðatjóni. Sjá má það með lækkuðum kyn- þroskaaldri, en það er talin næsta áreiðanleg vísbending. Slíkt skakkafall gæti tekið hálfa öld að komast í samt lag þó veiðar verði stöðvaðar sbr. Kanada. Íslenska tilraunin er um margt sérstök og það eru vonbrigði, að hún skuli hafa mistekist. Sambæri- leg fiskveiðistjórnun hefur bara verið í tveimur löndum öðrum, Kan- ada og Nýja-Sjálandi, en þar eru helstu fiskstofnar að hruni komnir. Þungur undirróður pólitískra hug- myndafræðinga hefur verið um peningalega stjórnun fiskveiða, en því miður eru engar líkur að hún takist fyrir botnfiskveiðar. Nauð- synlegt er að taka upp veiðileyfi, sem eru bundin vistvænum og árs- tímabundnum veiðiaðferðum. Við teljum okkur þekkja afstöðu landsmanna nokkuð vel eftir ítrek- aðar skoðanakannanir og við höld- um því fram, að þrír fjórðu séu í raun andvígir kvótakerfinu enda þótt nauðsyn til verndunar stofns- ins fyrir ofveiði sé augljós. Það verður að horfast í augu við þá stað- reynd, að kvótakerfið virkar ekki. Þetta kerfi er orðið 4xó, það er ósanngjarnt, óhagkvæmt, óvistvænt og núna síðast ólöglegt. Er til verð- ugra verkefni fyrir landsstjórnina en takast á við þetta? Ekki er hægt að benda á neina eina lausn í þessu sambandi. Taka verður upp kerfisbundna veiði- stjórnun á einstökum svæðum með áskilinni veiðafæranotkun eftir tímabilum. Hóflegt veiðigjald renni til rannsókna, sem þarf að stórauka í því skyni að stækka fisk- stofna og bæta veiði- þol. Með þessu móti verður þrýstingur á úthlutun heimilda minnkaður og réttindi sjómanna jöfnuð. Breyta verður stefnu um fiskveiðistjórnun þannig, að núverandi veiðiheimildum verði skipt í tvo flokka, vistvænar og óvist- vænar. Þær vistvænu haldi áfram en hinar innkallaðar með árlegri fyrningu og þær endurúthlutaðar að hluta. Það hefur verið undarlegt hversu auðmjúkir allir sjávarútvegs- ráðherrar hafa verið gagnvart kvótakerfinu og, að því er virðist, umsvifalaust tekið afstöðu komnir í ráðuneytið. Árni M. Mathiesen fór vel af stað og hélt tvær ráðstefnur um fiskveiðimál. Fenginn var er- lendur sérfræðingur til ráðgjafar um útreikninga og veiðistjórnun. Hann reyndist ekki upplýstur um þýðingu erfðabreytinga þá, en rit- aði tveimur árum síðar undir áskor- un um bann við botnvörpuveiðum á heimshöfunum ásamt 1135 öðrum þekktum vísindamönnum, en hér var haldið áfram á sömu braut. Það er með eindæmum hversu ragir ís- lenskir vísindamenn hafa verið í því að gera greinarmun á veiðarfærum og afleiðingum þeirra, en þeim hef- ur ekki auðnast að koma sér saman um skaðleg áhrif botnvörpunnar þótt tillögur um bann við þeim hafa hrannast upp hjá Sameinuðu þjóð- unum. Fyrir um tveimur árum stöðvaði Ísland eina tillöguna og var gagnrýnt í heimspressunni fyr- ir bragðið. Við viljum beina þeim tilmælum til forsætisráðherra, að hann beiti sér fyrir stóru og vel undirbúnu fiskiþingi þar sem hagsmunaaðilar og fræðimenn komi saman í því augnamiði að gera tillögur til rík- isstjórnarinnar um aðgerðir sem allra fyrst. Þingið sitji í viku og kjósi þá starfsnefnd til að móta endanlegar tillögur. Þeim verði síð- an fylgt eftir með frumvarpi til laga um vistvæna stjórnun fiskveiða. Íslenska tilraunin er misheppnuð Jónas Elíasson og Jónas Bjarnason fjalla um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið »Kvótakerfið hefur mistekist, það er orðið 4xó og hrun nálg- ast. Forsætisráðherra kveðji saman fiskiþing um umhverfisvænt veiðistjórnunarkerfi. Jónas Bjarnason Jónas Elíasson er prófessor. Jónas Bjarnason er efnaverkfræðingur. Jónas Elíasson MIKLU frosti er spáð í Reykjavík og ná- grenni næstu daga, meira frosti en hér hef- ur mælst um árabil. Reikna má með að notkun á heitu vatni verði allt að tvöföld meðalnotkun og þref- öld sumarnotkun ef kuldaspáin gengur eft- ir. Mun rennsli heita vatnsins hjá Orkuveitu Reykjavíkur þá verða svipað og vatnsrennsli Elliðaánna. Við slíkar aðstæður getur verið gott að fólk hugi að upphitun húsa sinna og velti því fyrir sér hvernig unnt sé að tryggja fjölskyldunni há- marksþægindi með sem minnstum kostnaði. Þekkt er að dregið getur úr skilvirkni ofna vegna aldurs og viðhaldsleysis. Stundum geta þeir lokast að miklu eða öllu leyti og á þá kuldaboli greiða leið inn í húsið auk þeirrar sóunar sem verður þegar heita vatnið streymir beint í gegn. Þá er best að kalla til fagmann sem get- ur í mörgum tilvikum hresst ofnana við á skömmum tíma. Oft er hávaði í ofnlokum merki um að viðgerðar sé þörf. Stundum dugir þó ekkert annað en að skipta um ofn. Að kljást við kuldabola Meðfylgjandi eru nokkur góð hita- og sparnaðarráð í kuldat- íðinni:  Ekki byrgja ofna með húsgögnum, eða þykkum gluggatjöld- um, hitastreymið frá þeim tak- markast við það.  Ekki hafa opið út, allir inn- anstokksmunir geyma hita sem tapast við gegnumtrekk. Þurfir þú samt að lofta út, hafðu þá dyrn- ar að herberginu lokaðar. Betra er að hafa vel opið í skamma stund en rifu á gluggum í langan tíma.  Hitanemar þurfa að vera vel stað- settir svo þeir nemi raunverulegt hitastig herbergisins.  Gott er að setja upp herberg- ishitamæla þar sem skynjun manna á kulda er mismunandi.  Ef fleiri en einn ofn er í herberg- inu er gott að hafa þá eins stillta. Í gegnum einn ofn getur farið meira ónotað vatn en um hina tvo til samans.  Tappið lofti af ofnum ef þörf er á.  Hitinn helst betur inni ef dregið er fyrir glugga.  Ef ofnarnir ná samt ekki að halda kuldabola úti má hækka stillingu á þrýstijafnara um 0,7-1 á meðan á kuldakastinu stendur. Munið að lækka aftur þegar hlýnar í veðri. Meiri fróðleik um heita vatnið og notkun þess er í sérstökum bæklingi Orkuveitu Reykjavíkur á heimasíðu Orkuveitunnar, or.is. Jafnframt má finna ýtarlegar upplýsingar í Hita- veitubókinni á heimasíðu Samorku, samorka.is. Kjartan Magnússon hvetur fólk til að huga að upphitun húsa sinna Kjartan Magnússon »Reikna má með að notkun á heitu vatni verði allt að tvö- föld meðalnotkun og þreföld sumarnotkun ef kuldaspáin gengur eftir. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Verum viðbúin kuldakastinu REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.