Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórdís TinnaAðalsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. desember 1968.
Hún lést á Landspít-
alanum 21. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
hjónin Kolbrún Þór-
isdóttir frá Ak-
ureyri, f. 15. júní
1929, og Aðalsteinn
Gunnarsson frá Ísa-
firði, f. 12. nóv-
ember 1930. Bróðir
Þórdísar Tinnu er
Þorsteinn Gunnar, f. 20. maí 1961.
Dóttir Þórdísar Tinnu og Krist-
jáns Gissurarsonar, f. 6. júní 1953,
er Kolbrún Ragnheiður, f. 24.
október 1998.
Þórdís Tinna átti alla tíð lög-
heimili í Hafnarfirði en að auki
bjó hún um skamma hríð í Kópa-
vogi og á Selfossi.
Hún gekk í Öldu-
túnsskóla og lauk
þaðan hefðbundnu
skyldunámi. Eftir
það lá leiðin í Flens-
borgarskóla og síð-
an út á vinnumark-
aðinn. Stærstan
hluta starfsævinnar
vann hún við hin
ýmsu störf í veit-
ingageiranum, t.d. á
Borginni, Hressó,
Kringlukránni og
um árabil á Prikinu
í Bankastræti. Þegar hún lét af
störfum af heilsufarsástæðum var
hún starfsmaður heildverslunar-
innar Sportís í Austurhrauni í
Garðabæ.
Útför Þórdísar Tinnu verður
gerð frá Víðistaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku Didda systir. Það er sárt
að sakna en ekkert er sárara en að
elska og sakna. Við vorum flott
saman. Svo lík hvort öðru en samt
svo ólík. Svo sammála en samt svo
ósammála. En elskan og virðingin
var gegnheil og gagnkvæm. Hvað
sem á dundi. Í blíðu og í stríðu.
Alltaf.
Við lifum og við deyjum. Enginn
fær þau örlög flúið. Keppnin á milli
vonarinnar og óttans var aldrei
harðari. Sagt er að góðir keppn-
ismenn verði að kunna að viður-
kenna ósigur. Líka þegar þeir berj-
ast fyrir lífi sínu. Og það, eins og
svo margt annað, gerðir þú með
reisn. Það er hægt að lúta í lægra
haldi en vera samt sigurvegari. Það
varst þú. Hetjuleg barátta við ill-
vígan sjúkdóm er nú að baki. Og
einhvers staðar stendur skrifað að
það sé jafnan dimmast undir dög-
unina. Nú boðar nýr dagur komu
sína, nýir tímar taka við. Við látum
sorgina og mótlætið bara styrkja
okkur og efla. Í anda hetjunnar. Í
anda þínum. Við virkjum mótbyr-
inn til góðra verka og minnumst
þess styrks og æðruleysis sem þú
sýndir þegar svartnættið var sem
dimmast. Í hjörtum okkar mun
ætíð bærast sá strengur sem tengir
okkur við þig.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir.
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
(Einar Ben.)
Ég elska þig alltaf og bið algóð-
an Guð að blessa þig og okkur öll
sem eftir stöndum.
Elsku besta uppáhaldsfrænkan
mín, Kolbrún Ragnheiður. Þetta er
svo sárt. Þetta er svo ósanngjarnt.
Þetta er svo óréttlátt. Ég veit það.
En því miður er tilveran víst oft
þannig. Og við fullorðna fólkið
botnum ekki neitt í neinu og hvað
þá stór stelpa eins og þú. En nú er
mamma farin til Guðs og englanna
á himnum. Og í hvert sinn sem þú
ferð með bænirnar þínar á kvöldin
þá hlusta þau öll á þig. Og hvernig
sem allt er og hvernig sem allt
verður þá verður mamma þín hjá
þér. Hvort sem er dagur eða nótt,
sumar eða vetur, meðbyr eða mót-
læti. Öllum stundum. Alltaf.
Mundu það.
Þorsteinn Gunnar
(Steini bróðir).
Hetjulegri baráttu er lokið. Þór-
dís mín Tinna.
Þórdís var fædd bróðurdóttir
mín en ættleidd af góðum foreldr-
um. Ég kynntist henni fyrst full-
vaxta ungri konu. Það var eftir-
minnileg stund. Bróðir minn,
Kristján, leitaði eftir kynnum við
hana en hún vildi fá að stjórna
slíku sjálf og ráða tímasetningunni.
Hún kæmi þegar hún væri tilbúin.
Og það gerði hún einmitt. Ég sá
hana koma gangandi við hlið bróð-
ur míns. Eitt andartak fannst mér
yngsta systir mín vera þarna á
ferðinni, þvínæst miðsystir mín og
svo var mér allri lokið er ég sá
svip af sjálfri mér. Þarna fór þá
Þórdís með eigið fas og persónu-
leika. Þetta er góð stund í end-
urminningunni. Ég bjó í nokkur ár
í Kaupmannahöfn fyrst í íbúð
bróður míns og síðar bjuggum við
hvort í sinni íbúðinni í sama húsi.
Þangað kom Þórdís með Kolbrúnu
dóttur sína. Þessar heimsóknir
þeirra mæðgna styrktu tengslin
við okkur. Eitt sumarið dvöldu
þær hjá bróður mínum í nokkrar
vikur og húsið varð að eins konar
stórfjölskyldusambýli. Þetta var
eitt af þessum indælu dönsku
sumrum með sól og hita og garð-
veislum. Morgunkaffið drukkið úti
í sólinni undir gamla eplatrénu um
helgar. Stundum vorum við Þórdís
bara tvær um morgunkaffið og
nutum félagsskapar hvor annarrar.
Á kvöldin grillaði svo stórfjölskyld-
an gjarnan saman. Þetta var góður
tími sem allir nutu vel.
Þegar Þórdís greindist með
krabbamein var ég nýflutt til Ís-
lands. Við áttum oft góðar stundir
þar sem við ræddum mátt bæn-
arinnar og dauðann. En við rædd-
um líka lífið og tilveruna og smá-
vægilegri hluti líðandi stundar.
Eitt sinn spurði ég hana hvort það
hefði reynst henni erfitt að vera
ættleidd. Hún sagði svo ekki vera.
Þvert á móti væri dásamlegt að
eiga tvær svona góðar fjölskyldur.
Þetta jákvæða svar var einkenn-
andi fyrir lífsviðhorf hennar. Hún
tókst á við ótímabær veikindin af
mikill djörfung og kjarki. Eitt það
síðasta sem hún sagði við mig var
að hún væri svo þakklát. Þegar ég
spurði „fyrir hvað Þórdís mín?“
svaraði hún: „Fyrir það að æxlið í
heilanum hefur ekki gert mig árás-
argjarna og erfiða, það hefði verið
svo hræðilegt fyrir hana Kolbrúnu
litlu.“
Hugurinn er hjá ykkur, elsku
Kolbrún, Sigrún Lilja og Benedikt,
á þessum erfiða tíma. Öldruðum
foreldrum og bróður Þórdísar
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Elsku Þórdís Tinnan mín. Elsku
fallega frænkan mín. Nú ertu far-
in, farin í langt langt ferðalag, far-
in á nýjar ókunnar slóðir. Þar
muntu finna loksins frið, frið í þína
fallegu sál, finna frið í þínu fallega
hjarta. Svo ertu laus við þetta ljóta
ljóta krabbamein sem illa fór með
þig, en nú líður þér betur og nú
finnur þú ekki svona til.
Þú skildir eftir þig yndislegan
fallegan demant, hana litlu Kol-
brúnu Ragnheiði sem mun minnast
mömmu sinnar með bros í hjarta
og gleði, fallegar minningar sem
munu verða henni mjög dýrmætar.
Hún fékk mikið og gott veganesti
frá sinni góðu elskandi móður og
það mun fylgja henni, veita henni
styrk um aldur og ævi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt,
gekkst þú með Guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar,
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur, far vel á braut.
Guðs oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Elsku Kolbrún Ragnheiður, for-
eldrar Þórdísar Tinnu, systkini og
aðrir ættingjar og ástvinir. Við
sendum ykkur okkar dýpstu sam-
úð vegna fráfalls okkar elskulegu
Þórdísar Tinnu og megi Guð og
guðsenglar yfir ykkur vaka,
Þórdís Tinna
Aðalsteinsdóttir
Ég skrifa þessi orð
til þín, þú sem ert núna
uppi.
Ég vildi ekki trúa
því, en tími þinn var
kominn, líkami þinn var þreyttur og
andi þinn uppgefinn. Ég get ekki gert
neitt nema grátið, áður en við gátum
litið við var þessu lokið, andi þinn var
farinn og tárin byrjuðu að flæða, radd-
ir okkar urðu hásar og daprar.
Allt gerðist svo fljótt, eins og blað-
síðu hefði verið flett snögglega,
kannski vildirðu fá hvítan kodda, vildir
hvíla þig um alla eilífð.
Ég mun aldrei finna orðin til að lýsa
þér, hver þú varst, allt sem þú gerðir
fyrir mig, hvernig við sáum þig, hvern-
ig ég elskaði þig. Þú átt alltaf stað í
hjarta mínu, þú ert þar til að þerra tár-
in mín, kveðjuorð og milljónir vasa-
Eðvald Gunnlaugsson
✝ Eðvald Gunn-laugsson fædd-
ist á Siglufirði 31.
ágúst 1923. Hann
lést í Reykjavík 5.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 12. nóv-
ember.
klúta af því að þú varst
einstakur maður.
Því miður sjáumst
við ekki aftur í þessu
lífi, en minning þín lifir
í hjörtum okkar, ég
veit þú heyrir í mér, ég
elska þig svo mikið.
Ég tala fyrir alla
sem elskuðu þig, ég vil
ekki trúa að þú sért
farinn, því þú áttir ekki
að fara … Ég þarf tíma
til að venjast þessu,
þessu tómarúmi sem
aldrei mun fyllast.
Þegar ég kem aftur til þessa
ískalda lands mun brosið þitt ekki
lengur hlýja mér, mun enginn kalla
mig „Dodo“, sterka röddin þín horfin
og dillandi hláturinn. Mikið sakna ég
þín. Aðeins þögnin dvelur í hugsunum
mínum, þótt enginn megi sjá það.
Í dag ertu hinum megin og ég veit
að þú munt passa upp á okkur, ég veit
að þú vakir yfir okkur nótt sem dag að
eilífu.
Paradís opnaði dyr sínar fyrir þér
og vængir þínir hófu þig til flugs svo
þú mættir anda.
Þín alltaf, Dodo.
Þórdís Þórsdóttir.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðar-
farar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR,
Dalbæ, Dalvík,
áður Gilsbakka
á Hauganesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir ein-
staka umönnun.
Margrét Soffía Kristjánsdóttir, Gunnar Jakobsson,
Jón Stefán Kristjánsson,
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Dagmar Kristjánsdóttir, Hallgrímur Hreiðarsson,
Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Helena Ragna Frímannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHEIÐUR HERA GÍSLADÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
29. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Sigurðsson, Steiney Halldórsdóttir,
Hrönn Sigurðardóttir,
Sigurjón G. Sigurðsson, Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, sonur okkar og bróðir,
HAUKUR GÍSLASON,
Kolbeinsgötu 5,
Vopnafirði,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjörtur Hauksson,
Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Guðni Ásgrímsson,
systkini og aðrir aðstandendur hins látna.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og
langafi,
JÓN BJÖRGVIN RÖGNVALDSSON,
fyrrverandi hafnarvörður,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði,
miðvikudaginn 30. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristján Fredriksen,
Kristín S. Jónsdóttir, Guðbjörn Garðarsson,
Ragnhildur Skjaldar,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín og tengdamamma, amma og
langamma,
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði miðviku-
daginn 30. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Halldóra Jónasdóttir,
Edda Rósa Gunnarsdóttir, David Jarron,
Bettý Gunnarsdóttir, Óðinn Gústavsson,
Adam Jarron, Andri Jarron,
Arna Mjöll Óðinsdóttir, Freyja Óðinsdóttir,
Embla Óðinsdóttir.
✝
Elskuleg systir, mágkona og frænka,
LILJA JÓNSDÓTTIR
frá Ásmúla,
er látin.
Dagbjört Jónsdóttir,
María Guðbjartsdóttir
og systkinabörn.