Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 41
Krossgáta
Lárétt | 1 kenndur, 8 mik-
ið, 9 þjálfun, 10 set,
11 valska, 13 korns,
15 réttur, 18 sæti, 21 í
uppnámi, 22 sporið,
23 framleiðsluvara,
24 griðastaðar.
Lóðrétt | 2 fær velgju,
3 gjálfra, 4 borðar allt,
5 klaufdýrið, 6 reykir,
7 vætlar, 12 málmur,
14 megna, 15 hagga,
16 sér eftir, 17 róin,
18 vísa, 19 geðvonska,
20 bylgja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 snapa, 4 sýtir, 7 annað, 8 ormum, 9 arð, 11 korg,
13 árna, 14 úlfur, 15 skel, 17 ilja, 20 hræ, 22 eimur,
23 geðug, 24 lurks, 25 rausn.
Lóðrétt: 1 snakk, 2 arnar, 3 arða, 4 stoð, 5 tímir, 6 rimla,
10 rófur, 12 gúl, 13 ári, 15 svell, 16 Elmar, 18 leðju,
19 augun, 20 hrós, 21 Ægir.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er eins og þú sjáir himinn
þinn með augum aðkomumanns sem
rambaði inn í hann. Vangaveltur um hvar
þú sért staddur í lífinu gefa þér drifkraft.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Eitthvað sem þú hafðir gefist upp á
leysist af sjálfu sér því þú ert fullur vonar
núna. Vog og sporðdreki hafa frábærar
hugmyndir – vertu með þeim.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert hugrakkur. Þú óttast en
lætur það ekki stöðva þig. Líttu á allt fólk-
ið sem trúir á þig. Hvernig væri að taka
undir með því?
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Til að finna sína einstöku „rödd“
er ekki slæmt að byrja á því að apa upp
eftir einhverjum meistaranum. Vatnsberi
reynist góður lærifaðir.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Útrás fyrir skapandi hugsun þína
gerir þig mjög aðlaðandi. Þegar þú ert
ánægður með sjálfan þig eru aðrir það
líka. Hlustaðu á hjarta þitt í kvöld.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þig langar til að eiga mjög skýr
samskipti við fólk. Gerðu það með gjörð-
um en ekki orðum, þau eiga það til að mis-
skiljast.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Á yfirborðinu virðist verk vera auð-
velt. En það leynir á sér. Bættu við
nokkrum lögum af vinnu. Þú kemst á leið-
arenda og færð verðlaunin þín.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Oftast fyllistu ekki valkvíða,
en valkostirnir eru nú svo girnilegir að þú
verður að hugsa þig vel um. En betra er
að taka strax ákvörðun og teysta á innsæ-
ið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú gefur þig allan í sambönd.
Þú styður við bakið á þínu fólki, og nú af
meiri sannfæringu en áður, því þú ert
sjálfur fullnægður.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú bíður ekki eftir því að vera
hamingjusamur. Hægt er að detta inn og
út úr hamingjunni án ástæðu. En þú hef-
ur margar ástæður.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Tvö svæði í lífi þínu sem þú
hefur reynt að halda sundur, meðvitað
eða ómeðvitað, tengjast nú á óvæntan
hátt. Leyfðu því að gerast.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Að hugsa of mikið um aðstæður
sínar getur haft lamandi áhrif, en í dag er
það leynivopn þitt í leitinni að velgengni.
Skrifaðu allt niður.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. Bxc6
bxc6 5. d3 Re7 6. De2 d5 7. e5 Rg6 8. 0-0
Be7 9. b3 0-0 10. Bb2 f6 11. Rbd2 a5 12.
a4 Hb8 13. Hae1 Hb4 14. g3 f5 15. Bc3
Hb8 16. Kg2 Bd7 17. h4 Rh8 18. h5 Rf7
19. Hh1 Be8 20. Rf1 d4 21. Bd2 c4 22.
dxc4 c5 23. Dd3 Bc6 24. Bf4 Rg5 25.
Bxg5 Bxg5 26. Kg1 Be4 27. Hxe4 fxe4
28. Dxe4 Bh6 29. Re1 Dg5 30. Rd3 Hbc8
31. Kg2 Df5 32. De2 Bg5 33. f4 Be7 34.
g4 Df7 35. Rg3 De8 36. De4 Dd7 37. Kh3
De8 38. Db7 Hc6 39. Re4 Hf7 40. Db5
Staðan kom upp á öflugu atskákmóti
sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkra-
ínu. Sigurvegari mótsins, azerski stór-
meistarinn Teimour Radjabov (2.735),
hafði svart gegn Dmitry Jakovenko
(2.720) frá Rússlandi. 40. … Da8! 41.
He1 Hf8! hvíta drottningin er nú inni-
króuð og dæmd til þess að falla. 42. b4
Hb8 43. Dxa5 Ha6 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Fegurðin í fyrirrúmi.
Norður
♠107
♥Á1096
♦ÁK
♣KG1082
Vestur Austur
♠Á62 ♠KG9843
♥74 ♥5
♦G10974 ♦D532
♣D74 ♣Á9
Suður
♠D5
♥KDG832
♦86
♣653
Suður spilar 4♥.
„Hafa skal það sem fegurra reynist,“
segja spilarar stundum þegar þeir
kjósa að spila upp á kastþröng eða inn-
kast í staðinn fyrir „ómerkilega“ svín-
ingu. Í þessu felst það sjónarmið að
fegurðin sé fólgin í flækjunni. Sem ekki
er rétt, því hið einfalda er oft fagurt.
Lítum á spil úr Reykjavíkurmótinu.
Norður opnar á 1♣ og austur hindr-
ar með 2♠. Suður ákveður að tuddast
beint í 4♥ og allir passa eldsnöggt.
Vestur kemur út með ♠Á og austur
kallar. Meiri spaði á kóng og tígull til
baka. Sagnhafi hreinsar tígulinn og
tekur tvisvar tromp. Spilar síðan laufi
að blindum og stund fegurðarinnar er
runnin upp – kóngur eða gosi?
Ef austur á ♣Dx vinnst spilið með
því að stinga upp kóng og endaspila
vörnina með meira laufi. Það er flókna
leiðin og sú sem kitlar fegurðarskynið.
En hér dugir einföld svíning og hún er
falleg í því ljósi að vestur hugsaði sig
ekkert um yfir 4♥ – en hefði kannski
íhugað málið betur með tvo ása og
spaðastuðning.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hvaða skóli sigraði í spurningakeppni grunnskól-anna, Nema hvað?
2 Skipaður hefur verið nýr hagstofustjóri. Hvað heitirhann?
3 Landsvirkjun er að dusta rykið af gömlum virkjunar-áformum. Hvaða virkjun er það?
4 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, hafnaðisamningi við eitt besta knattspyrnulið heims. Hvaða
lið er það og í hvaða landi.
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Hver hefur verið
ráðinn framkvæmda-
stjóri HydroKraft, fjár-
festingarfélags á veg-
um Landsbankans
Vatnsafls og Lands-
virkjunar Power?
Svar: Stefán Péturs-
son. 2. Örtröð var í
Bónus-verslun sem
bauð mikinn afslátt þar sem til stendur að rífa húsið sem hýsir
verslunina. Hvar er þessi verslun? Svar: Á Seltjarnarnesi. 3. Iðn-
fyrirtæki í Reykjavík ætlar að framleiða Manchester United-
peysur til minningar um flugslysið í München fyrir 50 árum. Hvert
er fyrirtækið? Svar: Henson. 4. Hver er nýr stjórnarformaður
Sjúkratryggingastofnunar? Svar: Benedikt Jóhannesson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Árvakur/Kristinn
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
VEIÐISAFNIÐ á
Stokkseyri byjar nýtt
starfsár á laugardag
með með árlegri byssu-
sýningu. Sýningin er
haldin í samvinnu við
verslunina Vesturröst í
Reykjavík og stendur 2.-3. febrúar frá kl. 11-18 í
húsakynnum Veiðisafnsins á Eyrarbraut 49 á
Stokkseyri.
Á sýningunni verður fjölbreytt úrval skotvopna
svo sem haglabyssur, rifflar, vélbyssur, skamm-
byssur og herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heims-
styrjöld. Einnig verða sýndir framhlaðningar og
byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunn-
sýningu safnsins. Þá verða til sýnis skotvopn úr
einkasöfnum, m.a. annars frá Sverri Scheving
Thorsteinssyni, Guðjóni Valdimarssyni, Sigur-
finni Jónssyni, Páli Reynissyni og fjölmörgum
öðrum að ógleymdum íslensku Drífu-haglabyss-
unum frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.
Sýningin verður í báðum sýningarsölum Veiði-
safnsins en þar var opnaður nýr 260 m2 sýning-
arsalur á liðnu sumri. Hvergi á landinu má sjá
fleiri tegundir uppstoppaðra innlendra og er-
lendra dýra, m.a. margra Afríkudýra, áhalda til
veiða og annað tengt veiðum.
Veiðisafnið hefur
nýtt starfsár
„MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands mót-
mælir því harðlega að ekki skuli farið að leik-
reglum við framkvæmd hópuppsagna 59 starfs-
manna HB Granda hf. á Akranesi en athygli ASÍ
hefur verið vakin á því, að mjög alvarlega hafi
verið brotið gegn málsmeðferðarreglum laga
um hópuppsagnir nr. 63/2000,“ segir í ályktun
frá miðstjórninni, sem samþykkt var á fundi
hennar á miðvikudaginn.
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ASÍ hefur
aflað sér hefur fyrirtækið ekki viðhaft lögbundið
samráð eða látið trúnaðarmönnum starfsmanna
í té skriflegar upplýsingar um fyrirhugaðar upp-
sagnir. Meðan svo er er óheimilt að tilkynna
starfsmönnum um uppsagnir á ráðningarsamn-
ingum.
Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að lögbundinn
réttur starfsmanna til upplýsinga og samráðs í
tengslum við hópuppsagnir telst til mikilvægra
réttinda launafólks og ASÍ lítur það alvarlegum
augum þegar þau eru ekki virt. Miðstjórnin telur
mikilvægt að samstaða náist í atvinnulífinu nú
þegar mæta þarf erfiðleikum vegna niðurskurð-
ar á aflaheimildum og þegar þeim erfiðleikum sé
mætt verði í hvívetna farið að þeim samningum
og lögum sem í gildi eru,“ segir í ályktuninni frá
miðstjórn ASÍ.
ASÍ segir uppsagnir
vera ólögmætar
FÉLAGIÐ MÍR – Menningartengsl Íslands og
Rússlands, boðar til almenns borgarafundar í sal
félagsins Hverfisgötu 105, Rvk. miðvikudaginn
6. febrúar kl. 17.
Haukur Hauksson, magister í alþjóðamálum
frá Moskvuháskóla, heldur fyrirlestur þar sem
aðalefnið er staða milljarðamæringa Rússlands,
hvernig þeir komust yfir sín gríðarlegu auðæfi á
einni nóttu; hvaða brögðum og klækjum var
beitt; viðskiptaumhverfi Rússlands á 10. ára-
tugnum og afstaða núverandi stjórnvalda til
oligarkhanna svonefndu. Leiknar verða upp-
tökur af leyniviðræðum þeirra sem Haukur hef-
ur komist yfir.
Einnig verður farið yfir stöðu mála og horfur í
Rússlandi í ljósi forsetakosninga sem áformað er
að fari í landinu sunnudaginn 2. mars 2008 næst-
komandi.
Hvað ætlast Pútín forseti fyrir í stjórnmálum?
Hver er eftirmaður hans, krónprins eða sjálf-
stæður stjórnmálamaður; möguleikar stjórnar-
andstöðunnar í núverandi ástandi; hvers vegna
óttast Kremlverjar stjórnarandstæðing með
minna en 1% raunfylgi?
Fleiri spurningum verður svarað, m.a. frá
fundarmönnum í sal, segir í fréttatilkynningu
frá félaginu.
Ræðir stöðu milljarða-
mæringa í Rússlandi