Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 15
HAGNAÐUR Exista eftir skatta
nam 573,9 milljónum evra, jafnvirði
um 55,6 milljarða króna á núvirði og
jókst um 34,5% milli ára. Á síðasta
ársfjórðungi var 295,6 milljóna evra
tap á rekstri félagsins, samanborið
við 147 milljóna evra hagnað á sama
tímabili árið 2006. Miklar sviptingar
á fjármálamörkuðum á fjórða árs-
fjórðungi höfðu veruleg áhrif á virði
eigna félagsins og óvenjulega skarpt
verðfall á mörkuðum reyndi á und-
irstöður félagsins.
Skipulagsbreytingar
Í tilkynningu kemur fram að í lok
janúar í ár hafi Exista haft aðgang
að tryggu lausafé sem nemi endur-
fjármögnunarþörf félagsins vel fram
til ársins 2009, eða í 69 vikur.
Skipulagsbreytingar hafa orðið á
starfsemi Exista og hefur fyrirtækið
hætt verðbréfaviðskiptum fyrir eigin
reikning. Hefur fjórum starfsmönn-
um á miðlaraborði því verið sagt
upp, en alls starfa nú 30 manns í höf-
uðstöðvum Exista.
Mun ákvörðun þessa efnis hafa
verið tekin í fyrra og hafði félagið
losað allar stöður tengdar þessum
viðskiptum um áramótin síðustu.
Markmið skipulagsbreytinganna er
sagt vera að undirstrika enn frekar
fjármálaþjónustu sem kjarnastarf-
semi félagsins. Tvö ný stoðsvið,
Rannsóknir og Fjárstýring, hafa
verið sett á laggirnar í því skyni. Af-
koma á fjórða ársfjórðungi mun
skýrast að hluta vegna skipulags-
breytinganna og sölu á eignasöfnum
tengdum viðskiptum fyrir eigin
reikning.
Heildartekjur samstæðunnar
námu 961,5 milljónum evra og mun-
ar þar mestu um hlutdeildartekjur í
hagnaði Sampo og Kaupþings. Við
útreikning á hlutdeild Exista í hagn-
aði félaganna er miðað við spár
markaðsaðila á hagnaði fyrirtækj-
anna og koma frávik raunverulegs
hagnaðar frá áætluðum hagnaði til
tekna eða gjalda í næsta uppgjöri.
Tvöföldun eigna
Þá námu vá- og líftryggingagjöld
91,2 milljónum evra, en starfsemi
VÍS telst inn í samstæðureikninginn.
Árið 2006 nam þessi tala 87,7 millj-
ónum evra. Tekjuskattur var já-
kvæður fyrir Exista í fyrra upp á um
48,2 milljónir evra, en það skýrist af
tekjuskattsskuldbindingu sem leyst
var upp á fyrsta fjórðungi ársins.
Eignir félagsins nær tvöfölduðust á
árinu, voru tæpir 4,4 milljarðar evra
árið 2006 en voru rúmir 8 milljarðar í
fyrra. Eigið fé jókst um 474 milljónir
evra og var við árslok 2007 2,4 millj-
arðar.
Arðsemi eigin fjár árið 2007 var
23% á ársgrundvelli og hagnaður um
hlut 5,11 evrur, sem er 18,8% hækk-
un frá árinu 2006.
Hagnaður Exista eykst
um 35% milli ára
Sviptingar á mörkuðum reyndu á undirstöður félagsins
Morgunblaðið/Kristinn
Lausafé Stjórnarformaður Exista, Lýður Guðmundsson, segir félagið
standa vel að vígi nú, enda sé lausafjárstaða Exista mjög ásættanleg.
!"$
% &
23
%
2 $$$$+ !
9 % !
!
%
4'
%
5#
23 $+ !
4'
&
'
(%#
(
">
">
#>
>"
10"
#>
#>#
")"2
>
3
(% !
6$'
6$ %
9!/* ' ''
L
#&>
&">
)103
#
#>
>
#>
0102
>
#>
600
">"
GFIEL
&"#>
&">
6)3
20
C
# C FCKH F bjarni@mbl.is
Uppgjör
Exista
● VIÐRÆÐUR
eiga sér enn stað
milli Skipta, móð-
urfélags Símans,
við einkavæðing-
arnefnd Slóveníu
vegna hugs-
anlegra kaupa
Skipta á nær
helmingshlut í
símafyrirtækinu
Telekom Slove-
nije.
Fulltrúar Skipta voru í Slóveníu í
vikunni og segir Pétur Óskarsson,
talsmaður félagsins, að mörg mál
hafi nú verið afgreidd, en ennþá eigi
eftir að ganga frá nokkrum málum
áður en niðurstaða fæst.
Í Slóveníu ræða fjölmiðlar um fjár-
mögnun Bain og Axos Capital, sem
einnig sækjast eftir að fá að kaupa í
slóvenska fyrirtækinu, en fjármögn-
unarleiðir þeirra munu að sögn þar-
lendra fjölmiðla ekki að öllu leyti vera
í samræmi við slóvensk lög.
Í dag er búist við því að birt verði
uppgjör Skipta fyrir árið 2007.
Viðræður halda áfram
● KÖGUN, ásamt dótturfélögunum
Skýrr, EJS og Eskli, skilaði 645 millj-
óna króna hagnaði á árinu 2007,
samanborið við 1,2 milljarða tap árið
áður. Munaði þar mestu um nær
milljarðstap ársins 2006 vegna af-
lagðrar starfsemi. EBITDA jókst um
24% milli ára og var nú 1.080 millj-
ónir, en hagnaður fyrir skatta nam
837 milljónum. Rekstrartekjur jukust
einnig um 24% og voru nú 9.058
milljónir. Þá jókst framlegð um 438
milljónir, eða 25%, frá árinu 2006,
sem er nokkuð umfram væntingar.
Eigið fé nam 3,1 milljón króna við
árslok, um 18% af heildareignum.
Breytingar hafa orðið hjá Kögun á
síðasta ári. M.a. sameinuðust Verk-
og kerfisfræðistofan og Kögurnes
Kögun, og Skýrr sameinaðist Teymi,
en Kögun er nú hluti af samstæðu
Teymis. Í tilkynningu segir að stjórn-
endur séu ánægðir með uppgjörið og
verkefnastaða allra félaga sé góð.
Kögun hagnaðist um
645 milljónir á árinu
● SKOSK-
íslenska flug-
félagið City Star
Airlines hefur
hætt starfsemi,
að því er fram
kemur á vef fé-
lagsins, og fjallað
var um í gær í
skoskum og ís-
lenskum fjölmiðlum. Félaginu var
stjórnað af bræðrunum Rúnari og
Atla Árnasonum og var það í eigu
nokkurra Suðurnesjamanna, auk
skoskra eigenda. Félagið hefur hald-
ið úti áætlunarflugi frá Aberdeen í
Skotlandi til nokkurra áfangastaða í
Noregi. Ástæða þess að félagið
hættir er einkum rakin til bilana í
tveimur af fjórum Dornier-vélum, en
önnur þeirra varð fyrir alvarlegum
skemmdum á flugvellinum í Aber-
deen í nóvember sl. Því hafi ekki ver-
ið hægt að halda úti starfseminni.
Fram kemur í Víkurfréttum að hlut-
hafafundur hafi nýlega verið haldinn í
Grindavík þar sem greint hafi verið
frá erfiðri stöðu félagsins og ákvörð-
un um að hætta starfsemi, a.m.k. í
bili.
City Star Airlines
hættir starfsemi
● SÖLU- og þjónustufyrirtækið
Mamma ehf. hefur verið sameinað
rekstri Vodafone samkvæmt ákvörð-
un stjórnar Teymis, móðurfélags
beggja fyrirtækjanna. Mamma hefur
sérhæft sig í tækniþjónustu við
heimili og býður m.a. aðstoð við upp-
setningu og stillingu á tæknibúnaði
margs konar, s.s. að tengja og stilla
myndlykla og netbúnað. Þá hefur
Mamma annast sölu á öryggisþjón-
ustu fyrir Securitas. Í tilkynningu frá
Vodafone segir að með sameining-
unni sé verið að auka enn þjónustu
við viðskiptavini fyrirtækisins og nýta
þá reynslu sem starfsfólk Mömmu
búi yfir. Starfsmenn Vodafone verða
nú um 350 talsins.
Mamma til Vodafone
LÝÐUR Guðmundsson, stjórnar-
formaður Exista, segist ánægður
með reikninga félagsins, þrátt fyrir
að þeir markist vissulega af erfiðu
árferði.
„Í öllum okkar áætlunum gerum
við ráð fyrir því að markaðir geti
tekið stefnuna niður á við og vorum
því vel búin undir ástandið sem nú
ríkir.“ Bendir hann á að lausa-
fjárstaða Exista sé mjög sterk og
geti það enst félaginu í 69 vikur,
gerist þess þörf. „Þetta þýðir að við
munum ekki þurfa að selja neinar
af okkar kjarnaeignum og stendur
það ekki til. Þá munum við ekki
þurfa að leita endurfjármögnunar
fyrr en um mitt næsta ár og munum
því geta staðið af okkur óróleikann
sem verið hefur á mörkuðum.“
Traust lausa-
fjárstaða
NOVATOR, fjár-
festingarfélag
Björgólfs Thors
Björgólfssonar,
hefur selt 10,12%
hlut sinn í gríska
fjarskiptafélag-
inu Forthnet en á
sama tíma hefur
félagið keypt
23,4% hlut í
pólska símafyr-
irtækinu P4, sem rekur þriðju kyn-
slóðar símaþjónustu undir nafninu
PLAY.
Hluturinn í pólska félaginu var
áður í eigu símafélagsins Netia sem
er skráð félag í kauphöllinni í
Varsjá og er Novator jafnframt
stærsti einstaki hluthafinn í því fé-
lagi. Eftir þau viðskipti á Novator
75% í P4 og pólska félagið German-
os 25%.
Samkvæmt upplýsingum frá
Novator eru ástæður viðskiptanna
þær að vonir um ávinning af fyr-
irhuguðu samstarfi og samruna
hefðbundins símafyrirtækis og
þriðju kynslóðar símafyrirtæki hafi
orðið að engu. Sé það skoðun eig-
enda P4 og stjórnenda Netia að far-
sælla sé að reka fyrirtækin aðskilin
og slíta á bein eignatengsl.
Gengi bréfa Netia hækkaði um-
talsvert í kauphöllinni í Varsjá eftir
að tilkynnt hafði verið um þessi við-
skipti.
Fyrr í vikunni tilkynnti Novator
að finnski armur félagsins hefði
aukið hlut sinn í íþróttavörufram-
leiðandanum Amer Sports Cor-
poration og sé hlutur Novators í því
félagi nú 20,3%. Novator ræður nú
yfir eignum sem metnar eru á um
sjö milljarða evra, um 680 milljarða
króna á núvirði.
Selur grískt og
kaupir pólskt
Björgólfur Thor
Björgólfsson
ERLENDIR hlutabréfamarkaðir
hækkuðu almennt í gær, með nokkr-
um undantekningum þó. Bandaríska
Dow Jones-vísitalan hækkaði um
1,67% og Nasdaq um 1,73%. Evr-
ópskar vísitölur byrjuðu daginn með
nokkuð skörpum lækkunum en
hækkuðu á ný eftir að bandarísku
markaðirnir voru opnaðir og ljóst
var hvert stefndi vestanhafs.
Ofmetnar atvinnuleysistölur
Breska FTSE-vísitalan hækkaði
um 0,73%, en þýska DAX lækkaði
hins vegar um 0,34%.
Slæmar verðbólgufréttir í Evrópu
kunna að hafa ráðið því hvernig
markaðir þar hófu daginn, en tólf
mánaða verðbólga á evrusvæðinu
mælist nú 3,2% og hefur ekki verið
meiri í fjórtán ár. Þykja þessar frétt-
ir renna stoðum undir þá skoðun
margra að evrópski seðlabankinn
muni ekki lækka stýrivexti í næstu
viku.
Hækkanirnar í Bandaríkjunum
eru raktar til þess að útlitið í efna-
hagsmálum heimsins almennt er tal-
ið betra en áður var talið. Þá kom í
ljós að tölur um fjölda fólks á at-
vinnuleysisbótum í Bandaríkjunum
hefðu verið ofmetnar.
Reuters
Annir Miðlarar í kauphöllinni í New York áttu annasaman dag í gær, en
bandarískar hlutbréfavísitölur hækkuðu samfellt allan daginn.
Erlendir mark-
aðir upp á viðHAGNAÐUR Royal Dutch Shell,stærsta olíufélags Evrópu, jókst um60% á fjórða ársfjórðungi. Nam
hagnaðurinn 8,47 milljörðum dala,
552 milljörðum króna, samanborið
við 5,28 milljarða dala á sama tíma-
bili í 2006. Er þetta methagnaður hjá
Shell í dollurum talið og mesti hagn-
aður hjá bresku stórfyrirtæki á einu
ári.
Er það síhækkandi olíuverð sem
helst skýrir þennan góða árangur
hjá félaginu en verðið á olíufatinu fór
allt upp í hundrað Bandaríkjadali á
síðasta ári.
Tekjur Shell námu 107 milljörðum
dala, um 7.000 milljörðum króna,
samanborið við 75,5 milljarða dala á
fjórða ársfjórðungi 2006.
Hlutabréf Shell lækkuðu um 1,3%
í Kauphöllinni í Amsterdam í morg-
un enda höfðu greiningardeildir gert
ráð fyrir enn betri afkomu hjá félag-
inu.
Methagnaður hjá
Royal Dutch Shell
Metafkoma Hagnaður Shell er sá
mesti hjá bresku félagi á einu ári.