Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BLEKIÐ var ekki þornað á
samningnum við Ólaf F. Magnússon
þegar forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins í borginni höfðu svikið
hann í flugvallarmálinu.
Aðalbaráttumál Ólafs og F-
listans var að flugvöllurinn yrði
áfram í Vatnsmýrinni. Á það benti
hann þráfaldlega er hann var spurð-
ur um meirihlutaslitin og rökin fyrir
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
Á fundi sjálfstæðismanna á Hótel
Sögu sl. laugardag lýstu borg-
arfulltrúar flokksins því hins vegar
yfir að þetta með flugvöllinn væri
allt í plati.
„Það er mín eindregna skoðun að
það eigi að byggja í Vatnsmýrinni
og þar á að vera íbúðabyggð til
framtíðar,“ sagði Gísli Marteinn
Baldursson og aðrir borgarfulltrúar
fylgdu eftir. Sér eru nú hver heil-
indin.
Þau gátu sýnt nærgætni
Ólafur F. Magnússon hefur lagt
mikið undir en situr nú fastur í
svikamyllu Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna þurftu sjálfstæð-
ismenn að ganga á bak orða sinna
strax á öðrum degi með þessum yf-
irlýsingum? Þeim er greinilega ekk-
ert heilagt. Svardagarnir við Ólaf
virtust ekki koma borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins neitt við.
Mér finnst þessi framkoma for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins
gagnvart Ólafi með eindæmum. Þau
gátu að minnsta kosti sýnt þá nær-
gætni að bíða með að
opinbera pretti sína við
Ólaf uns öldurnar lægði
vegna makalausra
vinnubragða við meiri-
hlutamyndunina.
Höfuðborg-
arflugvöllur
í Vatnsmýrinni
Ég á samleið með
miklum meirihluta
Reykvíkinga sem vilja
axla ábyrgð höf-
uðborgar og hafa inn-
anlandsflugvöllinn
áfram í Vatnsmýrinni.
Ný skoðanakönnun
sýnir að yfir 60% borg-
arbúa vilja hafa flug-
völlinn þar áfram. Það
eru nóg verkefni óunn-
in í samgöngumálum
þó að ekki sé farið að
kasta tugum milljarða
króna í nýjan flugvöll
að óþörfu.
Það má vera að menn
telji sig hafa þessa tug-
milljarða til umráða,
sem nýr völlur kostar.
Er þá ekki réttari
forgangsröðun að hækka laun
hjúkrunarfólks og kennara í leik- og
grunnskólum sem nú eru í fjár-
svelti? Ætli þjóðin vilji ekki heldur
að þessir fjármunir renni til velferð-
arkerfisins og höfuðborgarflugvöll-
urinn standi óhreyfður áfram?
Mál allra landsmanna
Flugvöllurinn í höfuðborg þjóð-
arinnar hefur grundvallarþýðingu
fyrir öryggi og skipu-
lag samgangna í land-
inu. Tilvera hans og
staðsetning kemur
því landsmönnum öll-
um við.
Ég geri mér grein
fyrir að skoðanir eru
skiptar um málið en
mér vitanlega hefur
enginn stjórn-
málaflokkur gert um
það samþykkt að
flugvöllurinn fari úr
Vatnsmýrinni eða frá
Reykjavík. Gildir það
jafnt um flokks-
félögin í Reykjavík
sem og landsfundi
einstakra stjórn-
málaflokka.
Þvert á móti liggja
fyrir samþykktir og
fjöldi áskorana félaga
um land allt að flug-
völlurinn verði áfram
í Vatnsmýrinni.
Að mínu mati eru
því engar pólitískar
forsendur til staðar
fyrir því að ýta flug-
vellinum út úr Vatns-
mýrinni í Reykjavík né heldur sem
réttlæta það að láta vinna nýtt
skipulag fyrir svæðið án þess að
flugvöllurinn sé þar inni.
Samkvæmt núgildandi sam-
gönguáætlun sem Alþingi hefur
samþykkt er flugvöllurinn áfram í
Vatnsmýrinni.
Prettir Sjálfstæðisflokksins
í flugvallarmálinu
Jón Bjarnason vill hafa
innanlandsflugvöllinn áfram
í Vatnsmýrinni
Jón Bjarnason
»Ég á samleið
með miklum
meirihluta
Reykvíkinga
sem vilja axla
ábyrgð höf-
uðborgar og
hafa innan-
landsflugvöllinn
áfram í Vatns-
mýrinni.
Höfundur er þingmaður Vinstri
grænna.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEGAR líður að námslokum og farið
er að huga að atvinnuleit vakna upp
margar spurningar um það hvernig
skal finna
draumastarfið og
hvað stendur okk-
ur til boða og þá er
oft erfitt að finna
svör. Hvernig
finnum við þann
vettvang sem okk-
ur langar helst að
vinna á? Hvaða
eiginleikum sækj-
ast fyrirtæki eftir í framtíðarstarfs-
mönnum? Hversu mikilvægt er að
geta sýnt fram á reynslu og árangur?
Hvað hefur vinnumarkaðurinn að
bjóða okkur stúdentum?
Þú getur náð forskoti við leitina að
atvinnu og áframhaldandi námi með
því að mæta á Framadaga 2008. Þar
geturðu leitað svara við þessum og
öðrum spurningum sem þú kannt að
hafa um fyrirtækin á atvinnumark-
aðnum og fleira. Því langar mig að
bjóða þér á Framadaga sem haldnir
verða í Háskólabíó í dag, 1. febrúar,
kl.11-17. Þar munu helstu fyrirtæki
atvinnulífsins kynna starfsemi sína
fyrir þér og öðrum nemendum víðs-
vegar af landinu.
Á Framadögum getur þú:
kynnst því hvaða tækifæri at-
vinnulífið býður upp á að námi
loknu,
fundið þér framtíðarstarf eða
sumarstarf,
kynnst fulltrúum helstu fyr-
irtækja á vinnumarkaðnum,
komist í samband við fyrirtæki
sem vilja láta vinna lokaverkefni
fyrir sig,
skoðað kosti um áframhaldandi
nám,
komið þér og þínum hugmyndum
á framfæri.
Þú getur nálgast frekari upplýs-
ingar um Framadaga á www.frama-
dagar.is.
FREYJA ODDSDÓTTIR,
aðstoðarframkvæmdastjóri
Framadaga 2008.
Kæri námsmaður
Frá Freyju Oddsdóttur
Freyja Oddsdóttir
GUNNAR Ársælsson ritar grein í
Mbl. 18. jan. sl. og er ekki sáttur við
umfjöllun mína um grein hans þar frá
5. jan. en grein mín birtist í Mbl. 7.
jan. Allar þessar greinar fjalla um
ástandið í Kosovo. Ekki þykir mér
þessi síðari grein Gunnars taka þeirri
fyrri fram þó sumt í henni sé ásætt-
anlegt. Hann tekur
nokkrum sinnum fram að
rétt skuli vera rétt. En
tilhneiging hans til að
fara framhjá þeirri reglu
opinberast strax í því að
hann getur ekki einu
sinni farið rétt með nafnið
mitt. Auk þess kýs hann
greinilega að misskilja
það sem ég skrifaði í
veigamiklum atriðum. Ég
hef gagnrýnt harðlega þá
einstefnu áróðurs sem
beitt var gegn Serbum í
sambandi við stríðið á
Balkanskaga og tel það
aldrei vænlegt til að
skapa frið að einn aðili sé
fordæmdur í öllu en hinir
sleppi meira eða minna.
Það virtist sem Serbar
væru varla taldir til
manna í fjölmiðlum á
tímabili svo hart var áróð-
ursstríðið gegn þeim og
bentu ýmsir góðgjarnir menn á að
þvílíkar fjölmiðlaofsóknir yrðu bara
til þess að auka vandann sem og varð.
Í seinni tíð hefur þó skynsemin kom-
ist nokkuð að og nú er viðurkennt af
flestum að allir stríðsaðilar hafi fram-
ið mikil voðaverk. Það eru því gamlar
lummur ef menn vilja hanga enn á því
að Serbar hafi einir verið sekir.
Gunnar játar hinsvegar í þessari
seinni grein sinni að allir aðilar stríðs-
ins hafi framið hryllileg hermdarverk
og það er vissulega framför hjá hon-
um, en hann stillir sig ekki um að
bæta því við að Serbar hafi þó verið
verstir. Ég veit ekki hvort sá er endi-
lega verri sem drepur 100 menn en sá
sem drepur 50. Það er ekki kjarni
málsins. Sá sem drap 50 hefði
kannski drepið 150 hefði hann fengið
færi á því. Aðalatriðið er að við-
urkenna að þeir séu sekir sem sekir
eru og dæma alla eftir sama mæli-
kvarða – ekki einn í útskúfun og
sýkna aðra sem sekir eru um hlið-
stæða glæpi.
Ég vil líka undirstrika það, að ef
Albanir fá sjálfstæði í Kosovo og
seinna meir verði svo héraðið sam-
einað Albaníu, eins og
Gunnar nefnir sem
möguleika, þá hljóta
að opnast mjög var-
hugaverðir landvinn-
ingamöguleikar um
alla Evrópu.
Tyrkneskir inn-
flytjendur gætu til
dæmis eignast Þýska-
land með tímanum
o.s.frv.
Gunnar segir að
flest bendi til þess að
Albanir séu uppruna-
legir íbúar Kosovo og
Serbar hafi komið
þangað mun síðar. Ég
kannast ekki við
þessa söguskýringu
og veit ekki til þess að
albanskt ríkisvald hafi
nokkurntíma verið við
lýði í Kosovo. Hygg
ég að Gunnar segi
þarna of mikið með
tilliti til þess að rétt skuli vera rétt. Í
fyrri grein sinni virtist Gunnar setja
Tító upp sem einhverskonar vörslu-
mann serbneskra þjóðarhagsmuna.
Ég benti því á að Tító hefði verið Kró-
ati og alla tíð reynt að draga úr áhrif-
um Serba í ríkinu og þjóðerni hans
skiptir auðvitað heilmiklu máli þegar
reynt er að skilja hvernig hann hélt á
málum.
Martti Athisaari er ef til vill á því
að Albanir eigi að fá sjálfstæði í Kos-
ovo, en hvað ef Samar í Finnlandi
krefðust sjálfstæðis, skyldi honum
verða sama um það? Af hverju fá
Baskar ekki sjálfstæði á Spáni eða
Flæmingjar í Belgíu o.s.frv.? Hvernig
yrðu ríkisheildir Evrópu leiknar ef öll
þjóðabrot heimtuðu sjálfstæði?
Það er áreiðanlega mikill skoð-
anamunur á milli okkar Gunnars Ár-
sælssonar. Hann er eftir því sem ég
best veit Evrópusambandssinni, en
ég íslenskur sjálfstæðissinni, hann er
líklega fjölmenningarsinni en ég er
alfarið á móti fjölmenningu. Í fyrri
grein sinni fordæmir hann ríkja-
sambandið Júgóslavíu sem hann telur
hafa verið vonlausa tilraun til að
bræða saman ólíkar þjóðir í einu ríki.
Sú tilraun hafi m.a. leitt til vandamál-
anna í Kosovo. En er þetta ekki ein-
mitt það sem fjölmenningin snýst um,
að safna allskonar ósamhæfu liði
saman og segja því að allir eigi að
vera vinir þó allt stefni með því móti í
bullandi ágreining? Það mun alls
staðar leiða til viðlíkra vandamála og
á Balkanskaga því þjóðlegar rætur
manna verða ekki skornar þeim úr
brjósti og sumir eiga bara ekki sam-
leið.
Gunnar ásakar Serba réttilega fyr-
ir þjóðernishreinsanir, en Króatar
stunduðu þær líka og Gunnar segir
sjálfur að 75% Serba í Kosovo hafi
verið hraktir þaðan á brott og slíkt er
auðvitað þjóðernishreinsun.
Ég segi enn og aftur, látum sama
mælikvarða gilda gagnvart öllum
þessum aðilum. Segjum ekki eins og
sagt var í Bretlandi þegar krafist var
framsals Pinochets: „Jú, maðurinn er
óþokki, en það verður að hlífa honum
af því að hann er okkar óþokki!“ Ég
segi óþokki er óþokki og leiðin til
samninga liggur í gegnum það sjón-
armið að allir fái að sitja við sama
borð þegar unnið er að lausn mála.
Ég vara við afleiðingum þess að
Kosovo fái fullt einhliða sjálfstæði, en
það er engin niðurstaða miðað við
þann veruleika sem Evrópuríkin búa
við og gæti valdið gífurlegri upplausn
um alla álfuna. Að vara við í því sam-
bandi er því ekki dæmi um aft-
urhaldssemi heldur framsýni með til-
liti til raunverulegrar ógnar sem gæti
skapast og valdið miklum hörm-
ungum.
Enn um málefni Kosovo
Rúnar Kristjánsson svarar
Gunnari Ársælssyni
ȃg segi enn
og aftur, lát-
um sama mæli-
kvarða gilda
gagnvart öllum
þessum aðilum.
Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á
Skagaströnd.
STJÓRNMÁL á Íslandi hafa lifað
eina af sínum verstu vikum og víst er
að við framsóknarmenn höfum þar
ekki farið varhluta af ómálefnalegri
og rætinni umræðu. Umræðu sem
kemur stjórnmálum í raun og veru
ekki við. Flest var þar að vonum ef
frá er talin þátttaka nokkurra kjör-
inna þingmanna í sjónarspili sem í
reynd var langt fyrir neðan þeirra
virðingu.
Skrif hæstvirts byggðamálaráð-
herra Össurar Skarphéðinssonar
komu ekki stórlega á óvart enda
varðveitir hann sína
unglingslegu uppreisn-
arsál með næturbloggi
sínu og slettir þá jafnt á
eigið stjórnarráð og
annarra verk. Vita-
skuld eru fullyrðingar
hans um að vinnubrögð
örfárra framsókn-
armanna í Reykjavík
séu á ábyrgð Fram-
sóknarflokksins ekki
svaraverð og sambæri-
leg sumu því versta
sem birtist hér í
síðdegispressu.
En fyrr hélt ég að fiskar gengju á
land en ég sæi dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason skipa sér í þennan
flokk með umræðu um fatamál
Framsóknarflokksins. Björn hefur í
senn verið og er í mínum huga einn
besti ráðherra ríkisstjórnarinnar og í
röð fremstu bloggara landsins. Það
er því með miklum ólíkindum að lesa
inni á síðu dómsmálaráðherrans í
pistli 19. janúar að hann telji endem-
isumræðu Guðjóns Ólafs Jónssonar
sýna að Framsóknarflokkurinn eigi
ekki lengur pólitískt erindi á Íslandi.
Í framhaldi af því rifjar ráðherrann
upp öll ummæli helstu leikenda í
Reykjavík, þeirra Guðjóns, Björns
Inga og Önnu Kristinsdóttur. Með
myndskreytingum gæti pistillinn
sómt sér vel á síðum Séð og heyrt en
stingur í stúf á hinni um margt góðu
heimasíðu ráðherrans.
Í pistlinum 19. janúar vitnar Björn
í áramótapistil um pólitíkina þar sem
hann ræðir um meint erindisleysi
Framsóknarflokksins í stjórnmálum.
Öll er sú umræðu lituð af sárindum
vegna meirihlutasamstarfs í Reykja-
vík sem sprakk á síðasta ári. Hvergi
er vikið að málefnaafstöðu flokksins á
landsvísu. Með sömu rökum mætti
taka undir með æstum sósíalistum
sem segja atburði síðustu daga í
borgarmálum sanna að Sjálfstæð-
isflokkurinn í heild sé ómerkileg
valdaklíka. Kannski er
hægt að rökstyðja það
en gjörðir einnar sveit-
arstjórnar í landinu
sanna ekkert né af-
sanna í þeim efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn
er stærri en svo.
Sá sem hér skrifar
hefur margoft skrifað
um hugsjónir Fram-
sóknarflokksins, skilin
milli stjórnmálaflokk-
anna á Íslandi og nauð-
synlegt hlutverk fram-
sóknarmanna í þeirri
mynd. Miðjuflokkarnir á Íslandi eru
tveir, Framsóknarflokkur og Sam-
fylking. Framsókn er ábyrgt stjórn-
málaafl með þjóðlega taug og tengsl
við bæði landsbyggðina og atvinnu-
lífið í landinu. Björn Bjarnason og fé-
lagar hans í Sjálfstæðisflokki komast
nú að því fullkeyptu að allt þetta eru
eiginleikar sem skortir á í Samfylk-
ingunni þar sem tengsl þess flokks
við atvinnulífið eru jafnvel minni en
var í gamla Alþýðubandalaginu. Ekk-
ert er nú gert í efnahagsmálum í
samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar og það eitt sýnir þá þörf
sem er fyrir ábyrgan og traustan
miðjuflokk. Tímabundin fylgislægð
er ekki dauðadómur í lífi Framsókn-
arflokksins.
Framsóknarflokki verður ekki
skákað út úr þessari mynd með um-
ræðu um fatareikninga og það jaðrar
við pólitíska lágkúru að notast við
slíkan málflutning. Það er nöturlegt
að jafnvel ráðherrar annarra flokka
skuli að þarflausu óhreinka sig hér á
þarflítilli fataumræðu.
Ráðherrar
og fatapólitík
Bjarni Harðarson segir
pólitíska umræðu hafa verið
ómálefnalega og rætna að
ndanförnu
» Fyrr hélt ég að
fiskar gengju á land
en ég sæi dómsmála-
ráðherra Björn Bjarna-
son skipa sér í þennan
flokk með umræðu um
fatamál Framsóknar-
flokksins.
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.