Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 51 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 3. febrúar, kl. 20 á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 100 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10-18, laugardag 11-17 og sunnudag 12-17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Jóhann Briem „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf til- hlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ „Vigdís Hrefna Pálsdóttir er vandvirk leikkona. Hún nálgast viðfangsefni sitt nánast vísindalega og var túlkun hennar á Litháisku konunni heillandi." **** Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. í kvöld kl. 20 Sun. 3. febrúar kl. 20 Lau. 9. febrúar kl. 20 Sun. 10. febrúar kl. 20 Midasala: 555 2222. www.midi.is „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjónvarpsins“ „Það er alltaf mikil stemming í Hafnarfjarðarleikhúsinu, kannski vegna þess að áhorfendur og leikarar eru nær hver öðrum en í stóru leikhúsunum, og þessi sýning er engin undantekning.“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík stóðu fyrir áheitasöfnun í gær til styrktar UNICEF. Þetta var í fjórða sinn sem söfnunin, er nefnist Gleði til góðgerða, fór fram. Mikil stemning skapaðist í skólanum á söfnunardaginn enda áskoranirnar sem nemendur takast á við oft á tíðum kúnstugar. Ekki var komið í ljós í gærkvöldi hvað MR-ingar söfnuðu miklu fé til hjálparstarfs UNICEF að þessu sinni en vonir stóðu til að upphæðin yrði um þrjú hundruð þúsund eins og fyrri ár. Kvalinn Árni Freyr Þorsteinsson ákvað að slá tvær flugur í einu höggi; hann lét vaxa á sér rassinn og safnaði áheitum í leiðinni. Eins og sjá má var angistin mikil hjá Árna, en aðrir virtust hafa gaman af. Ljósmynd/Gísli Baldur Gíslason Rektorinn Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans, lagði hönd á plóg og afgreiddi nemendur í Kakólandi, mötuneyti skólans. Kossasala Arnar Tómas Valgeirsson seldi kossa sína allt hádegishléið góðum kjörum. Verðskráin fór þó eftir kynferði kaupandans, þar sem stúlkur fengu helmingsafslátt. Vaxaður Haraldur Þórir Proppé Hugosson var ekki síður kvalinn þegar þeir Marino Páll Valdimarsson og Einar Örn Hannesson sviptu hann öllum líkams- hárum milli hauss og mittis, sem voru fjölmörg. Gleði til góðgerða gekk vel Heitfeng Menntaskólanemarnir Brynjólfur Gauti Jónsson og Freyja Sif Þórsdóttir ákváðu einfaldlega að vera léttklædd í janúarfrostinu og söfn- uðu áheitum, samnemendum sínum til mikillar kátínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.