Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KONUNGLEGA bókasafnið í Dan- mörku vill fá umdeildar, danskar skopmyndir af Múhameð spámanni í sína vörslu, teikningarnar sem hleyptu öllu í bál og brand eftir að Jótlandspósturinn birti þær haustið 2005. Mikil mótmæli brutust út í múslímaríkjum í kjölfarið, danski fáninn var brenndur og ráðist á sendiráð. Í norðurhluta Nígeríu féllu sextán manns í mótmælum og kveikt var í ellefu kirkjum vegna skop- myndanna, svo eitthvað sé nefnt. Þá urðu dönsk fyrirtæki fyrir fjárhags- legu tjóni. Bókasafnið vill fá myndirnar í sína vörslu svo þær verði ekki tímanum að bráð og eyðileggist. Safnið á nú í samningaviðræðum við listamennina tólf sem teiknuðu myndirnar. Talsmaður safnsins ítrekar að ætlunin sé ekki að æsa menn upp, teikningarnar verði ekki til sýnis. „Við höfum áhuga á því að varðveita þær fyrir komandi kynslóðir því þær hafa sögulegt gildi,“ segir talsmaður safnsins, Jytte Kjærgård, í samtali við breska dagblaðið Guardian. Kjærgård segir það liggja í aug- um uppi að besti staðurinn til að varðveita teikningarnar sé Kon- unglega bókasafnið í Kaupmanna- höfn. Þar sé öryggisgæsla í hámarki og ekkert ætti því að geta komið fyr- ir skopmyndirnar. Múhameð í geymslu? Danskt safn vill varð- veita skopmyndir Deila Danski fáninn brenndur í Bangladess í febrúar 2006. BRESKI rithöfundurinn Doris Lessing tók í fyrrakvöld við bók- menntaverðlaunum Nóbels, sem hún hlaut að vísu í desember í fyrra. Lessing gat ekki veitt þeim viðtöku þá í Svíþjóð sökum heilsubrests, orð- in 88 ára gömul. Hún tók þess í stað við þeim í Wallace Collection- safninu í Lundúnum. Lessing sagði þakkir einar vart duga til að lýsa ánægjunni yfir því að hafa hlotið verðlaun verðlaunanna í bókmenntum. „Það er undravert og ótrúlegt,“ sagði Lessing um þann heiður. Hærra yrði ekki komist. Lessing sló líka á létta strengi og sagði að e.t.v. myndi páfinn klappa henni á kollinn. Hún minntist föður síns og sagði að sér fyndist hún heyra í honum segja við sig: „Nú ferðu fram úr sjálfri þér, stúlka mín. Mér líkar það ekki.“ Sendiherra Svía í Lundúnum, Staffan Carlsson, studdi Lessing upp á svið og sagði að nú hlyti hún þau verðlaun sem hún hefði lengi átt skilið að fá. Leikararnir Alan Rick- man og Juliet Stevenson lásu upp úr nýjasta verki Lessing, Alfred and Emily, sem kemur út í maí á þessu ári. Lessing er ellefta konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Verðlaunin afhent Gleði Lessing stillir sér upp fyrir ljósmyndara með Nóbelsverðlaunin. GLÆSILEG efnisskrá bíður þeirra sem mæta á tónleika Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu kl. 14 á morg- un. Tónleikarnir eru liður í tón- leikaröð sem hefur verið í Nor- ræna húsinu í vetur. Þarna verða flutt verk margra okkar fremstu tónskálda, og sýnir úr- valið mikla breidd í íslenskri tónsköpun. Idyl eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Jón- asarlög og Tónamínútur eftir Atla Heimi Sveins- son verða leikin, en einnig hrollkaldur Mörsugur 1981 eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Línur eftir El- ínu Gunnlaugsdóttur, Þjóðlög í útsetningu fyrir strengjakvartett eftir Jón Ásgeirsson og fleira. Tónlist Mörsugur og Músíkmínútur Hjálmar H. Ragnarsson ÍSLENSK málnefnd vinnur nú að því að semja drög að ís- lenskri málstefnu. Nefndin vill vanda sem best til verksins og ná sem mestri samstöðu um málstefnuna áður en hún verð- ur kynnt opinberlega síðar á þessu ári. Til þess að svo megi verða hefur hún boðað til tíu málþinga með það að markmiði að efna til umræðu um mis- munandi svið málstefnunnar og kalla fram sjónarmið hlutaðeigandi hópa. Ann- að málþingið fer fram í samvinnu við Samtök móð- urmálskennara í dag kl. 14-16 í fyrirlestrasalnum Bratta í Kennaraháskólanum. Framsöguerindi og umræður eru á dagskránni. Tungan Málnefnd leggur drög að málstefnu Guðlaug Guðmundsdóttir TRÍÓ Artis heldur árlega ný- árstónleika í Mosfellskirkju kl. 17 á morgun – þeir áttu að vera um síðustu helgi en féllu niður vegna óveðurs. Líkt og und- anfarin ár leikur tríóið, skipað Kristjönu Helgadóttur flautu- leikara, Gunnhildi Ein- arsdóttur hörpuleikara og Þór- arni Má Baldurssyni víóluleikara, tríósónötu Claud- es Debussys. Sónatan þykir jafn margslungin og hún þykir falleg. Tríói Artis finnst því nauðsynlegt að flytja hana minnst einu sinni á ári og helst í janúar þegar þörfin fyrir hlýja og litríka tóna er mest. Tríóið leikur einnig verk eftir Bach og fleiri. Tónlist Þörf fyrir hlýja, lit- ríka tóna nú svalað Mosfellskirkja Eftir Bergþóru Jónsdóttur og Ingveldi Geirsdóttur FORSETI Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin í gær við at- höfn á Bessastöðum. Sigurður Páls- son fékk verðlaunin í flokki fag- urbókmennta fyrir Minnisbók, endurminningabók skáldsins frá ár- um hans í Frakklandi. Í flokki fræðibóka hlaut Þorsteinn Þor- steinsson verðlaunin fyrir bókina Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sig- fúsar Daðasonar. „Mér þykir vænt um það ef ein- hverjum finnst fengur að bókinni. Það gleður mig vissulega,“ segir Þorsteinn. Bókin um skáldskap Sig- fúsar var í smíðum frá árinu 2001 en þótt hún kæmi ekki út fyrr en síðasta vor hafði Þorsteinn lokið henni að mestu nokkru fyrr. „Sigfús dó ’96. Skömmu áður bað hann mig að sjá um útgáfu á ljóðum sem hann hafði verið að yrkja síðasta áratug- inn og hafði ekki krafta til að ganga frá sjálfur. Sú bók heitir: Og hug- leiða steina og kom út ári eftir and- lát hans, 1997. Svo fór ég að huga að ritgerðum Sigfúsar og gaf út rit- gerðasafn hans árið 2000. Ég hef lesið Sigfús frá því ég kynntist fyrstu bók hans 1954 og hef verið dyggur lesandi hans alla tíð. Mig langaði til að kanna ljóð hans betur og þegar ég fór að skoða plögg hans rakst ég á ýmislegt sem ég hafði ekki séð áður. Það varð svo úr að ég fór smám saman að skrifa um verk- in hans. Þetta er hálfgildings rit- gerðasafn því ég tek fyrir bók og bók og ljóðaflokka. Þannig æxlaðist það að þessi bók mín varð til,“ segir Þorsteinn Þorsteinson. Minnið er skáld „Ég er nú ekki mjög flókin per- sóna og í huga mér er einfaldlega þakklæti fyrir þessa viðurkenn- ingu,“ segir Sigurður Pálsson. „Ég lít á hana sem hvatningu og hvatn- ing er merkilega nauðsynleg í þessu skringilega og einmanalega starfi. Það er þó ekki síðri hvatningin sem ég hef fengið frá fólki sem hefur lesið þessa bók. Hún virðist snerta fólk. Það er eitthvað sem maður sér aldrei fyrir. Maður rennur alltaf blint í sjóinn með viðbrögð.“ Sig- urður viðurkennir aðspurður að margir hafi verið farnir að bíða eftir bók frá honum um Frakklandsárin. „Bókin var í deiglunni í þónokkurn tíma því þótt ég ætlaði aldrei að skrifa ævisögu var eftirspurn orðin greinileg eftir einhverju tengdu endurminningum. Innra með mér var líka sívaxandi löngun til að miðla ákveðnum hlutum og leyfa minninu, sem er skáld – þess vegna heitir bókin Minnisbók – að finna ungan mann og sjá hvernig þetta gerðist, að hann endaði sem skáld.“ Synir vinkvenna Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í ræðu sinni á Bessastöðum í gær að Íslensku bókmenntaverð- launin væru skemmtilegur hvati fyrir umræðu um bækurnar í land- inu, fjölbreytileika útgáfunnar og þau knýðu okkur öll með ákveðnum hætti til að vega og meta það sem vel væri gert og kannski umfram allt til að taka afstöðu til bókanna sem út kæmu. Hann nefndi einnig að gaman væri að því í áranna rás hvernig verðlaunin fléttuðust oft saman í skemmtilegar tilviljanir og var þá að vísa í Frakklandstengingu Sigurðar og Sigfúsar. Sigurður upp- lýsti síðar í ræðu sinni að tengingin væri meiri því að lífsþræðir hans og Þorsteins lægju saman á ákveðinn hátt, þeir væru báðir Norður- Þingeyingar og mæður þeirra hefðu verið miklar vinkonur alla tíð. Tvær milljónir bóka á ári Í ávarpi sínu við athöfnina í gær sagði Kristján B. Jónasson, formað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda, að íslensk bókaútgáfa hefði á síð- ustu 60 árum þróast frá því að af- kasta fáeinum hundruðum bóka á ári yfir í að unga út 1.500 titlum að meðaltali á ári. Aukningin hefði haf- ist lýðveldisstofnunarárið 1944 þeg- ar tala útgefinna bóka á ári á Ís- landi fór í fyrsta sinn yfir 400. Aukningin hefði nánast haldist óslitið síðan. „En fjölgun titla segir ekki alla söguna. Þótt okkur vanti nákvæmar vísitölumælingar á bók- sölu sjáum við að síðustu ár hafa verið óvenjugjöful. Varlega áætlað seljast um tvær milljónir bóka á Ís- landi á ári ef þau eintök sem ríkið kaupir til skólabrúks eru talin með. Hvert mannsbarn kaupir sex og hálfa bók á ári. Það er náttúrlega topp tíu árangur,“ sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að bókmenn- ing þessa lands væri við betri heilsu nú en jafnvel bjartsýnustu menn hefðu spáð fyrir fimmtán til tuttugu árum. Bókmenning við góða heilsu  Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 20. sinn við athöfn á Bessastöðum í gær  Verðlaunin hlutu skáldin Sigurður Pálsson og Þorsteinn Þorsteinsson Árvakur/Árni Sæberg Á Bessastöðum Þorsteinn Þorsteinsson horfir á Sigurð Pálsson taka við Íslensku bókmenntaverðlaununum úr höndum Ólafs Ragnars Grímssonar. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is PÉTUR og úlfurinn, rússneska æv- intýrið hans Prokofievs, verður flutt á tónleikum í Salnum á morgun kl. 13. Það eru kennarar í Tónlistar- skóla Kópavogs sem leika, en sögu- maður verður Sigurþór Heimisson leikari. Sergei Prokofiev samdi bæði tónlistina og söguna um strákinn Pétur sem óhlýðnaðist afa sínum og fór langt út fyrir hliðið á bænum þeirra, þar sem hann lenti auðvitað í ævintýrum og loks sjálfum úlfinum. Ævintýrið hefur frá upphafi verið óhemjuvinsælt, og Prokofiev bjó svo um hnútana að krakkar – og full- orðnir líka – gætu fylgt persónunum í tónlistinni, því hver og ein þeirra á sitt stef og sitt hljóðfæri. Pétur á fiðlurnar og stefið hans er glaðlegt og sprækt. Afi gamli er þyngri á sér, og það er fagottið sem spilar hans stef. Fuglinn er leikinn af flautunni, öndin af óbóinu og kötturinn af klar- ínettunni. Veiðimennirnir í skóg- inum eiga sitt stef í byssuskotunum sem hljóma í pákum og stóru trommunni, og sjálfur úlfurinn á tignarlegt hornstef. Á tónleikunum spila kennararnir þætti úr öðru rússnesku meistaraverki, Myndum á sýningu eftir Mússorgskí. Pétur stelst að heiman Kennararnir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Eydís Lára Franzdóttir, Pamela de Sensi, Emil Friðfinnsson og Rúnar Óskarsson. Pétur og úlfurinn og Myndir á sýningu á fjölskyldutónleikum í Salnum á morgun Í DÓMNEFND í flokki fræðibóka og rita almenns efnis sátu þau dr. Gunnar Helgi Kristinsson formað- ur, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Védís Skarphéðinsdóttir ís- lenskufræðingur. Í dómnefnd í flokki fagurbókmennta sátu þau Mörður Árnason formaður, Bene- dikt Hjartarson og Kristín Ást- geirsdóttir. Lokadómnefndin var skipuð þeim Gunnari Helga Krist- inssyni og Merði Árnasyni en for- maður hennar var Stefán Bald- ursson, sem skipaður var af forsetaembættinu. Það er Félag íslenskra bókaút- gefenda sem veitir verðlaunin og í ár eru þau veitt í tuttugasta skipti. Stefán Hörður Grímsson var fyrsti handhafi Íslensku bókmenntaverð- launanna árið 1989. Dómnefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.