Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 F 21 FASTEIGNIR ÞETTA HELST … 1,2 milljarðar í yfirdrátt  Yfirdráttarlán heimilanna juk- ust um 8,3 milljarða á síðasta ári og námu 75,7 milljörðum. Samtals skulduðu heimilin í árslok 838,2 milljarða. Heimilin tóku ný lán á síð- asta ári fyrir 130 milljarða. Helming- urinn af þessari aukningu er til kom- inn vegna lána sem heimilin tóku í erlendri mynt. Mikil hækkun varð á yfirdráttarlánum heimilanna árið 2005, en þau stóðu í stað árið 2006. Í fyrra lækkuðu yfirdráttarlán framan af ári, en í júlí fóru þau að hækka og hafa hækkað stöðugt síðan. Yf- irdráttarlán eru dýrustu lán sem heimilunum standa til boða, en vext- ir af slíkum lánum eru núna 25%. Ef öllum yfirdráttarlánum heimilanna er deilt niður á alla Íslendinga 18 ára og eldri er niðurstaðan sú að hver Ís- lendingur skuldar um 327 þúsund krónur í slík lán. Árlegir vextir af slíku láni eru tæplega 82 þúsund krónur. Ljóst er að margir eru með mun hærri yfirdrátt og greiða þar af leiðandi hærri vexti. Torvelda snjómokstur  Nokkuð er um það að ökumenn stingi framenda bíla sinna upp á gangstétt eða að bílnum sé lagt snyrtilega með tvö dekk upp á gangstéttina. Framkvæmdastjóri borgarinnar hvetur ökumenn til að vanda sig við að leggja bílnum þann- ig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir. Einn af starfsmönnum borgarsviðs, Steinar Bergmann, bendir á að gamla fólkið þurfi að klöngrast yfir ruðningana sem eftir verða þegar hann þurfi að bakka frá og heldur enginn sandur á þeim kafla sem verður útundan. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt í nágrenni Land- spítalans, á Eiríksgötu og Bar- ónsstíg, en þar virðast margir halda að leggja megi uppi á gangstétt. Einnig er algengt að koma að bílum í gangi uppi á gangstétt við leik- skóla í hverfinu. Steinar skrifar á vefsíðu sína að fólk þurfi að taka meira tillit til samborgara sinna. Dýr hús á Laugavegi  Borgarráð staðfesti á fundi sín- um rétt fyrir helgi kaupsamning um fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1 A og er umsam- ið kaupverð Reykjavíkurborgar 580 milljónir króna. Tillaga borgarstjóra var samþykkt með fjórum atkvæð- um gegn tveimur. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá en í bókun hans kom meðal annars fram að vafi léki á um að fjárhagslegir hagsmunir borg- arbúa hefðu að fullu verið tryggðir. Hins vegar fagnaði hann því að hús- in við Laugaveg 4 og 6 myndu standa. Í bókun fulltrúa Samfylking- arinnar kom fram að kaupin stefndu uppbyggingaráformum borg- arinnar í miðbænum í óefni, því of- urverð skapaði nýtt markaðsverð og ljóst væri að Reykjavíkurborg ætl- aði að reiða fram allt að einum millj- arði til uppkaupa og endurbygg- ingar á reitnum. Fulltrúi Framsóknarflokks sagði að kaupin hefðu sett allt deiliskipulag Lauga- vegar í uppnám. Í bókun meirihlut- ans kom fram að peningunum væri vel varið og borgarbúar myndu njóta góðs af ákvörðuninni um langa fram- tíð. Fleiri grunnskólabörn  Nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar hefur fjölgað ört í vetur. Metfjölgun varð í haust en þá voru nemendur 130 fleiri en haustið áður og 30 til 40 börn bættust svo við nú í upphafi árs. Aukningin er vegna fjölgunar íbúa, ekki síst í nýja hverfinu, Vallarheiði á Keflavík- urflugvelli, og í nýju hverfunum í Innri-Njarðvík. Vegna fjölgunar nemenda hefur starfsfólki verið fjölgað. Þannig hafa bæst við tutt- ugu kennarar. Reiknað er með að álagið í Njarðvíkurskóla jafnist út á næstu tveimur árum. Sími 511 3101 www.101.is 101@101.is 2ja herb. HOLTSGATA. Um er að ræða mjög snyrti- lega 2ja herbergja íbúð á mjög góðum stað í gamla Vesturbænum. Íbúðin skiptist í gang, stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Góð eign. Frábær staðsetning. EIGNIN ER LAUS STRAX. LYKLAR Á SKRIFSTOFU. Verð 15,3 millj. (5170) TÝSGATA, MIÐBÆR. MJÖG GÓÐ 47,13 FM 2JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Í FJÓRBÝLISHÚSI. Eignin skiptist í forstofu, stofu, herbergi, eldhús, baðherbergi, þvotta- hús/geymslu og sam.útigeymslu. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR STRAX. V. 15,9 millj. (5175) HÁTÚN. 53,2 FM 2JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI. Eignin skiptist í: forstofu, geymslu, stofu/eldhús, her- bergi og baðherbergi. Sam.þv.hús í kj. Sér- geymsla. V. 15,2 millj. (5151) EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR STRAX. LAUGAVEGUR. VEL SKIPULÖGÐ 49,1 FM 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Í BAK- HÚSI. Eignin skiptist í: eldhús, stofu, herbergi, baðherbergi og geymslu. Sam. þvhús á jarð- hæð. Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega. V. 15,9 millj. (5186) LAUGAVEGUR, MIÐBÆR. MJÖG GÓÐ 44,4 FM 2JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐ- HÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI. Eignin skiptist í: forstofu, eldhús/stofu, herbergi og baðherbergi. Íbúðin er standsett og er einstaklega vel skipu- lögð. V. 16,9 millj. (5188) Eldri borgarar VESTURGATA. ELDRI BORGARAR. MJÖG GÓÐ 57,8 FM 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ. Eignin skiptist í: forstofu, stofu, eld- hús, herbergi og baðherbergi. Mikil þjónusta er í húsinu fyrir aldraða. ÍBÚÐIN ER LAUS TIL AF- HENDINGAR STRAX. V. 23,7 millj. (5183) Atvinnuhúsnæði VITASTÍGUR. 129,4 FM ATVINNU- HÚSNÆÐI VEL STAÐSETT RÉTT VIÐ LAUGAVEGINN. Í eigninni var rekinn veitinga- staður. Eignin skiptist í: eldhús, sal og tvær snyrtingar. Í risi eru 4 herbergi og salerni. Bygg- ingarmöguleikar. EIGNIN ER LAUS TIL AF- HENDINGAR STRAX. (5185) NETHYLUR. UM ER AÐ RÆÐA MJÖG GOTT 68,4 FM SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á 2 HÆÐ Í GÓÐU HÚSI. Eignin skiptist í: stóran sal með eldhúsaðstöðu, parket á gólfi. Gott baðherbergi með möguleika á sturtu, flísar á gólfi og veggjum að hluta. Flísalögð geymsla með hillum, yfir geymslu er ágætis geymsluloft. Mjög snyrtileg sameign. Gott útsýni er til aust- urs og norðurs. HÚSNÆÐIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR STRAX. V. 20 MILLJ. STANGARHYLUR. Mjög vel staðsett 1.712 fm atvinnuhúsnæði, nánar tilgreint skrif- stofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum auk kjallara. Húsnæðið er allt í leigu og geta leigusamningar fylgt. V. 340 millj. (5150) Til leigu LAUGAVEGUR. Húsnæðið er á tveimur hæðum með útgangi út á svalir frá efri hæð. Í húsinu var rekið veitinga- og kaffihús. Falleg að koma með hellulögðum stíg og stórri verönd fyr- ir framan húsið. Á neðri hæð er bar, 2 salir, 2 salerni, Á efri hæðinni er eldhús og salur, út- gegnt er út á svalir frá salnum. Borð, stólar og fleira fyglir með í leigunni. Hér er á ferðinni frá- bært tækifæri. HVERFISGATA. TIL LEIGU. Til Leigu. Mjög gott 373 fm atvinnuhúsnæði á jarð- hæð með góðum innkeyrsludyrum. Tvær skrif- stofur eru í rýminu. Tveir sérinngangur ásamt inngangi frá sameign. Húsnæði er laust til af- hendingar strax. Mjög snyrtilegt húsnæði, hent- ugt undir t.d.lager. Allar frekari upplýsingar veitir Leifur Aðalsteinsson í síma 820-8100. VAGNHÖFÐI. MJÖG GOTT 1.224 FM ATVINNUHÚSNÆÐI. Eignin er á þremur hæð- um hver hæð rúmlega 400 fm. Efsta hæðin er í útleigu, góðar leigutekjur. Á miðhæðinni eru 4 bil, góðar innkeyrsludyr. Kjallarinn er með ágæt- is lofthæð, rampur er niður í kj. frá Vagnhöfða. Húsnæði sem býður upp á mikla möguleika. Einnig er jarðhæðin og kjallarinn til leigu. V. 230 millj. (5114) GETUM ÚTVEGAÐ flestar stærðir að at- vinnuhúsnæðum til leigu, Frekari upplýsingar veitir Leifur Aðalsteinsson í síma 820-8100. ÓSKUM EFTIR fyrir ákveðinn aðila 800- 1.000 fm atvinnuhúsnæði með góðum inn- keyrsludyrum. Húsnæðið má vera hólfað niður að hluta. Staðsetning Rvk og Kóp. Frekari uppl. veitir Leifur Aðalsteinsson. MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 74,4 FM 3JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ AFGIRTUM GARÐI. Eignin skiptist í: Forstofu, gang, 2 her- bergi, stofu, eldhús, baðherbergi og geymslu. Nýlega er búið að skipta um eldhúsinnréttingu, sturtu á baði, og parket á gólfum. Útgengt út á verönd frá stofu, afgirtur garður. Mjög falleg íbúð í fjórbýlishúsi. EIGNIN GETUR LOSNAÐ MJÖG FLJÓTLEGA. V. 20,9 millj. (5154) KLUKKURIMI STÓRGLÆSILEG, MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 78,8 FM 3 HERB. RISÍBÚÐ Í FALLEGU HÚSI. Eignin skiptist í: Stofu, borðstofu, eld- hús, baðherbergi, 2 herbergi, fataherbergi, geymsla í rislofti. Öll íbúðin hefur verið tekin í gegn og endurhönnun á glæslegan hátt. Innrétt- ingar, tæki og öll gólfefni endurnýjuð. Sam. þvhús í kj. Fallegt parket og flísar á gólfum. V. 29,2 millj.(5129) AUSTURBRÚN Mjög vel staðsett 98,6 fm 4ra herbergja efri hæð í þríbýlishúsi. Eignin skiptist í: Gang, eldhús, tvær góðar stofur, 2 góð herbergi, baðherbergi og stórt herbergi/geymslu í kjallara. Mjög rúm- gott eldhús með endurnýjaðri innréttingu, Sam. þvottahús og þurrkh. Mjög góð eign á vinsælum stað. V. 32,8 millj. (5155) ÁSVALLAGATA Afar glæsilegt 223,2 fm atvinnuhúsnæði, tilbúið til afhendingar strax. Á neðri hæðinni er salerni og í salnum er innrétting með vaski. Lofthæðin er milli 6 og 7 m og eru innkeyrsludyrnar 4,5 m háar og 3,6 m breiðar. Milliloftið er 75 fm og er það sérstyrkt fyrir mikin þunga. Innkeyrsla að húsinu er norðan megin við húsið. Malbikuð lóð er í kring um húsið. Glæsilegt húsnæði. (5169) LÆKJARMELUR Stórglæsileg og vel skipulögð 67,2 fm 2ja her- bergja íbúð á 3. hæð efstu með fallegu útsýni, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu á þessum vin- sæla stað. Eignin skiptist í: Forstofu með skáp, fallega stofu og eldhús sem mynda eitt rými, svefnherbergi með tölvuherbergi innaf, baðher- bergi með sturtuklefa og innréttingu, Geymsla í kjallara. Mjög fallegar innréttingar og gólfefni. V. 23,9 millj. (5172) NORÐURBRÚ, GARÐABÆR Einstaklega vel staðsett 88,7 fm 3ja herb. enda- íbúð á jarðhæð með útgangi út á stóra timbur- verönd, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Eign- in skiptist í: Forstofu með skáp, stofu/borðstofu með útgangi út á verönd, eldhús með fallegri innréttingu, AEG tæki, tvö herbergi bæði með skápum, baðherbergi með sturtklefa, innrétting við vask, flísalagt þvottahús. Eignin er fullkláruð með eikarparketi á gólfi. Tilbúin til afhendingar strax. V. 29,9 millj. (5152) NORÐURBAKKI, HAFNARFIRÐI  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US  LA US    LA US     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.