Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 2
2 F MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
101 Reykjavík ....................... 20-21
Akkurat ....................................... 55
Ásbyrgi ........................................... 7
Berg .............................................. 23
Borgir ......................................... 4-5
Brynjólfur Jónsson .................. 38
Búmenn .......................................... 9
DP fasteignir .............................. 24
Draumahús .......................... 34-35
Eignaborg ....................................... 9
Eignamiðlunin .................... 28-29
Eik ................................................. 25
Fasteign.is ........................... 42-43
Fasteignakaup ........................... 46
Fasteignamarkaðurinn ..... 40-41
Fasteignamiðlunin .................... 53
Fasteignamiðlun Grafarvogs .. 33
Fasteignamiðstöðin .................. 43
Fasteignasala Íslands ............... 19
Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 13
Fasteignastofan ......................... 14
Fjárfesting .................................... 11
Fold ............................................. 8-9
Garðatorg ..................................... 10
Garður .......................................... 52
Gimli ....................................... 30-31
Gimli Hveragerði ....................... 50
Heimili .......................................... 47
Hraunhamar .......................... 16-17
Híbýli ............................................ 36
Hóll ................................................ 56
Húsakaup ....................................... 3
Húsavík ........................................... 6
Höfði ............................................. 22
Kirkjuhvoll .................................. 37
Kjöreign ....................................... 54
Lundur ........................................... 51
Lyngvík ........................................ 48
Miðborg ................................ 26-27
Miklaborg .................................... 32
Neseignir ...................................... 15
Skeifan ......................................... 49
Stakfell Stóreign ............... 44-45
Valhöll ..................................... 12-13
Efnisyfirlit
E
f þú ert að hugleiða
kaup á fasteignum í
Flórída eða annars
staðar í Bandaríkjum
Norður-Ameríku er
gott að vinna örlitla heimavinnu og
undirbúa sig áður en lagt er af stað,
að minnsta kosti ef marka má orð
Péturs Sigurðssonar hjá fasteigna-
sölunni The Viking Team sem selur
fasteignir í sólskinsríkinu.
Fasteignasala er flókin í BNA
„Í fyrstu þarft þú að ákveða hvar
þú vilt eiga fasteign og hvert á að
vera notagildi hennar. Síðan þarft
þú að finna góðan fasteignasala á
staðnum þar sem þú vilt vera á og
kanna hvort hann hefur reynslu og
þekkingu sem nýtist þér. Reynslan
sýnir að ef þú velur rétt þá getur þú
sparað milljónir króna,“ segir Pétur.
Hann segir að fasteignasala sé
flókin og mörg skjöl sem þurfi að út-
skýra eins og t.d. yfirlýsingar selj-
anda, skoðunarskýrslur, lánaskjöl,
tryggingar, kaupsamningar afsöl og
fleira.
„Í Flórída er lögð sú lagalega
skylda á kaupandann að hann kynni
sér hlutina sjálfur, til þess getur
hann nýtt sér aðstoð fasteignasala
(laun fasteignasalans greiðir selj-
andinn) og til þess að fá sem mest úr
þeirra aðstoð þarft þú að spyrja
spurninga til að kanna hvort hann
fullnægi þínum þörfum.“
Reynsla er mjög mikilvæg
Pétur segir að fyrst verði að at-
huga hvaða reynslu fasteignasalinn
hafi í fasteignasölu á svæðinu sem
verið er að hugsa um að kaupa fast-
eign. „Fasteignasali sem hefur
starfað lengi hefur fylgst með sveifl-
um á markaðnum og getur betur
áttað sig á stöðu markaðsins á
hverjum tíma. Því lengur sem við-
komandi fasteignasali hefur starfað
hefur hann meiri reynslu í samn-
ingaviðræðum.
Næst er að spyrja að því hvernig
þjónustuferlið hjá honum er frá því
að leit byrjar þangað til gengið er
frá kaupunum. Góður fasteignasali
getur auðveldleg útskýrt fyrir þér
hvað hann gerir fyrir þig og hvers
vegna það borgar sig fyrir þig að
hafa fasteignasala í vinnu. Gætið
einnig að því að það komi fram að
viðkomandi geri fyrir ykkur verð-
samanburð á húsinu sem þú ert að
hugsa um miðað við önnur hús sem
selst hafa í hverfinu nýlega,“ segir
Pétur.
Að sögn Péturs er einnig mik-
ilvægt að spyrja fasteignasalann að
því hvort hann geti aðstoðað við að
finna hagstæð lán.
„Í Flórída er boðið upp á margar
gerðir af lánum, sum eru við hæfi og
önnur ekki. Það er nauðsynlegt að
hafa fasteignasala sem hefur ein-
hverja þekkingu á lánum og einnig
að hann geti aðstoðað þig við að
finna lánið sem hentar þér,“ segir
Pétur.
Mikilvægar spurningar
Pétur segir að mikilvægt sé að
vita strax um allar hreyfingar í
hverfunum sem þú ert að skoða til
þess að þú gerir þér betur grein fyr-
ir því sem er að gerast í hverfinu.
„Það er mikilvægt fyrir þig að
vita hvernig fasteignasalinn þinn
undirbýr sig fyrir samningagerðina
og hvaða reynslu hann hefur í samn-
ingum. Því oftar sem hann hefur
staðið að samningagerð því betra en
aðalatriðið er að vita að fast-
eignasalinn undirbýr sig.“
Pétur segir að ein mikilvægasta
spurningin sé hvernig fasteignasal-
inn geti aðstoðað við að ná sem
bestu verði.
„Viðkomandi fasteignasali ætti að
hafa svar á reiðum höndum og geta
útskýrt hvaða aðferð hann notar við
að finna fyrir þig hvað er réttlátt
verð. En síðan þarf að spyrja hvern-
ig hann geti komið í veg fyrir óþarfa
kostnað við lántöku, skoðanir og
annan kostnað sem fylgir húsnæðis-
kaupum? Vanalegt svar er yfirleitt
að þetta sé eðlilegur kostnaður.
Góður fasteignasali veit hver kostn-
aðurinn er og hvaða fyrirtæki á
svæðinu bjóða þjónustuna á eðlilegu
verði. Síðast en ekki síst þarft þú að
spyrja fasteignasalann hvort hann
geti fundið fyrir þig nýbyggingar,
hús í endursölu eða hús sem eru í
nauðungarsölu. Þessu munu allir
svara játandi en þá er um að gera að
vera örlítið nákvæmari og spyrja til
dæmis hvort viðkomandi bygging-
araðili á svæðinu hafi mikla reynslu
og hafi starfað lengi á markaðnum
með nýbyggingar,“ segir Pétur.
Hann segir að auðvitað sé það
sem að ofan er talið ekki tæmandi,
það sem henti einum henti kannski
ekki öðrum. „Þess vegna er mik-
ilvægt að þú munir að þér er heimilt
að spyrja spurninga og að enginn
fasteignasali ætti að vera hikandi
við að svara þeim. Þó ber að virða
okkur til vorkunnar að enginn veit
allt um alla hluti og þess vegna ætti
góður fasteignasali að vera óhrædd-
ur að svara að hann muni finna svar-
ið fyrir kúnnann,“ segir Pétur.
Með réttu spurningunni
getur þú sparað milljónir
Frumskógur Lagalegar hliðar fasteignasölu eru öðru vísi ytra en hér heima.
Lúxus Auðvitað fylgir saundlaug í garðinum með stærstu villunum.
Sólríkt Flórída er eitt sólríkasta ríkið í BNA og eignir þar eftirsóttar.