Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 52

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 52
52 F MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ ARNARSMÁRI - BÍLSKÚR Höfum í einkasölu mjög fallega, bjarta og velskipulagða endaíbúð í þessu vel staðsetta fjölbýlishúsi. Eignin er samt. 132 fm, þ.e. íbúðin 104 fm og bílskúr 28 fm Íbúðin skipt- ist í stofu, 3 herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og hol. Hægt að stækka stof- una um eitt herbergi ef vill. Mikið og fallegt útsýni. Góðar svalir. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni. Rúmgóður, breiður bílskúr. Verð 34,5 millj. LAUGARNESVEGUR - LAUS Tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu reisulega húsi. Eignin er 73,2 fm, þ.e. íbúð 53 fm og geymsla 20,2 fm. Ágæt íbúð á fínum stað. LAUS. Verð 17,9 millj. KAMBSVEGUR - SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu neðri sérhæð ásamt bílskúr, samt.137.6 fm í þríbýlishúsi. Íbúðin er stofa/borðstofa, 3 svefnherbergi, eldhús og búr innaf því, baðherbergi o.fl. Stórar suðursvalir. Mjög góður staður. KAPLASKJÓLSVEGUR Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 2ja herbergja 58,8 fm íbúð á 3ju hæð. Íbúðin hefur verið endurinnréttuð á mjög smekk- legan og vandaðan hátt. Sjón er sögu rík- ari. EINITEIGUR – MOSFELLSBÆ FRÁBÆR STAÐSETNING Höfum í einkasölu parhús með innbyggðum bílskúr, samt. 197,5 fm. Skipulag er þannig að stofur og eldhús eru rúmir 44 fm. 3 rúm- góð herbergi, 13 til 15,5 fm, baðherbergi, snyrting, hol, þvottaherbergi o.fl. Mjög góð teikning. Húsið selst fokhelt, steinað utan, mahogni gluggar og útihurðir (gönguhurðir). Mjög vandaður frágangur. Húsið er innst í lokaðri götu. Rólegur staður og göngufæri í alla þjónustu. Mjög gott útsýni. Verð 39,8 millj. VIÐARÁS Glæsilegt parhús á þessum vinsæla stað. Húsið er tvilyft, 188,2 fm með innb. bílskúr. Á efri hæð er stofa og borðstofa, eldhús, snyrting, forstofa og bílskúr sem er innan- gengt í. Á neðri hæð eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol og þvottaher- bergi/geymsla. Mikið útsýni af efri hæðinni. Einstaklega gott hverfi fyrir barnafjöl- skyldur. Verð: 51,0 millj. S. 562 1200 F. 562 1251 LAND Í MOSFELLSBÆ Höfum til sölu landspildu á frábærum útsýn- isstað í Mosfellsbæ. Spildan er rúmir 2,3 ha að stærð og er algjört draumaland fyrir nokkur lúxuseinbýlishús. Kannaðu málið. SELVOGSGRUNN - SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu efstu hæðina í þessu glæsilega þríbýlishúsi sem er á einum besta stað í borginni. Íbúðinni fylgir bílskúr og sólstofa, samt. 166.2 fm. Íbúðin skiptist í stofur, 3 svefnherbergi og baðherbergi á sér gangi, eldhús og innaf því þvotta- herbergi og búr. Einnig er sjónvarpshol. Íbúð í mjög góðu lagi. Frábær staðsetning. SKÚLAGATA – ELDRI BORGARAR Vorum að fá í einkasölu 2ja herbergja íbúð á 9. hæð. Stæði í bílageymslu fylgir, samt. 82 fm. íbúðin er stofa, opið eldhús að stofunni, svefnherbergi, baðherbergi, þvottaher- bergi/geymsla og hol. Mjög mikið útsýni, mjög góður staður. Laus. Verð: 25,9 millj. HÓLMATÚN - ÁLFTANESI Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt, vandað og gott parhús á mjög rólegum stað á Álfta- nesi. Húsið er hæð og hluti í risi, samtals með innb. bílskúr 190,3 fm. Þrjú svefnher- bergi en geta verið fjögur. Mjög fallega inn- réttað hús. Innangengt í bílskúr. Vönduð eign á góðum stað. Verð 49,5 millj. Valkvíði er hugarástand semgarðyrkjufólk um allanheim þekkir af eigin raun.Sumir eiga við þetta hug- arástand að stríða allt árið um kring en aðrir fyllast valkvíða á ákveðnum árstím- um. Janúar er ein- mitt dæmigerður valkvíðamánuður hjá þeim garð- ræktendum sem leggja stund á ræktun sumarblóma. Þetta kann að hljóma svolítið undarlega, sér- staklega þegar maður lítur út um gluggana heima hjá sér og sér snjó- þekjuna yfir öllu, vindurinn gnauðar og skafrenningurinn læðir sér yfir landið. Þá þarf að hafa í huga að ein- beittustu sumarblómaræktendur sjá ekki snjóinn og skafrenninginn í raun og veru, þeir hafa litskrúðug sumarblómabeð fyrir sínum hug- skotssjónum, eru kannski langt komnir með að skipuleggja útlit beð- anna, litasamsetningin er alveg að smella saman en tegundavalið er eft- ir. Þar komum við að valkvíðanum. Síðustu ár og áratugi hefur úrval af sumarblómategundum farið vax- andi. Notkun á sumarblómum hefur líka breyst mikið, áður fyrr lögðu menn meira upp úr hefðbundnum sumarblómabeðum en í dag er aukin áhersla á ræktun á þessum teg- undum í ýmiss konar ílátum. Þetta hefur kallað á örlítið breyttar áherslur í sumarblómauppeldi, dæmigerðar beðplöntur eins og stjúpur, fjólur og morgunfrúr hafa dalað í vinsældum en pottaplöntur af ýmsum gerðum, svo sem hengitób- akshorn, snædrífa og brúðarstjarna aukið vinsældir sínar. Fjöldi litaafbrigða og yrkja með mismunandi vaxtarlag eru atriði sem eru kynbætendum sumarblóma aug- ljóslega hugleikin. Ár hvert sjáum við nýjar gerðir af gömlu blómunum á markaði. Eitt árið kom fram nýr ljónsmunni sem var sérstaklega ætl- aður í hengipotta enda var hann vax- inn eins og hengiplanta. Almennt eru ljónsmunnar annars teinréttir og geta orðið ansi hávaxnir. Fjólur eru annað dæmi um slíkar nýjungar í vaxtarlagi en hengifjólur voru ætl- aðar í hvers manns pott fyrir örfáum árum. Þannig hafa kynbætendurnir komið fram með nýtt vaxtarlag á gömlum og þekktum tegundum til að svara aukinni eftirspurn eftir plöntum í ker og potta. Varðandi lit- ina þá er allt undir í þeim efnum. Svartar stjúpur og fjólur voru ákaf- lega vinsælar eitt árið, KR-ingar keyptu þessar tegundir í miklu magni og gróðursettu með hvítum plöntum sömu tegunda, röðuðu þeim niður í huggulegar samsíða raðir og dáðust að merki íþróttafélagsins síns allt sumarið. Stundum hafa blóm í pastellitum verið ákaflega vinsæl og þá skiptir máli fyrir seljendur sum- arblómafræja að hafa slík fræ á boð- stólum, sumarblómaræktendur eru þrælar tískustrauma rétt eins og fatakaupendur á hverjum tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft get- ur verið ansi erfitt að gera upp hug sinn gagnvart sumarblómunum. Hvar á maður að fá upplýsingar um það hvaða litir verði inni í sumar? Ekki vill maður eiga púkalegasta blómabeðið í bænum með liti sem voru kannski í tísku fyrir þremur ár- um og enginn meðvitaður sum- arblómatískufrömuður lætur sjá í garðinum sínum. Svo er ekki eins og hægt sé að skipta um skoðun á miðri leið, það verður að sá til blómanna á réttum tíma svo þau blómstri nú ein- hvern tíma í sumar. Ætli miðils- fundir hjálpi? Valkvíði Höfund er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ. 645 . þáttur BLÓM VIKUNNAR Guðríður Helgadóttir Um þessar mundir eru tilkynning- arseðlar um fasteignamat og bruna- bótamat miðað við 31. desember 2007 að berast landsmönnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fasteignamati ríkisins. Tilkynningarseðillinn er stílaður á hjón sem hafa sama fjölskyldu- númer. Nafn þess sem er eldri er fyrst tiltekið. Sambúðarfólk fær hins vegar sitt hvorn seðilinn. Á tilkynningunni birtast síðan upplýsingar um fasteignir hvers framteljanda, maka hans og barna undir 16 ára aldri. Undir hverri fast- eign er tiltekið nafn/nöfn eiganda og hver eignarhlutur þeirra er. Mikilvægt er að skráningarupp- lýsingar um hverja fasteign séu rétt- ar, en þær eru meðal annars grund- völlur fasteignamats og brunabótamats. Upplýsingum um breytta stærð, notkun og fleira ber að beina til byggingarfulltrúa þess sveitarfélags sem eignin er staðsett í. Á seðlinum birtast einnig upplýs- ingar um þinglýsta eigendur fast- eignar, en unnið er að samræmingu á eigendaskráningu milli þinglýs- ingar og Landskrár fasteigna. Þing- lýstir eigendur eru þeir sem til- greindir eru eigendur í þinglýsingabók t.d. á grundvelli lóð- arleigusamnings, afsals, skipta- yfirlýsingar eða annarra eign- arheimildaskjala. Tilkynning- arseðlar um fasteignamat og bruna- bótamat Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 25. janúar til og með 31. janúar 2008 var 72. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjöl- býli, 11 samningar um sérbýli og sex samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.134 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma var fjórum kaup- samningum þinglýst á Akureyri. Þar var einn samningur um sérbýli og þrír um annars konar eignir. Heild- arveltan var 50 milljónir króna og meðalupphæð á samning 12,6 millj- ónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru tveir samningar um eignir í fjölbýli, tveir um sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 123 millj- ónir króna og meðalupphæð á samn- ing 17,6 milljónir króna. Velta á markaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.