Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 52
52 F MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ ARNARSMÁRI - BÍLSKÚR Höfum í einkasölu mjög fallega, bjarta og velskipulagða endaíbúð í þessu vel staðsetta fjölbýlishúsi. Eignin er samt. 132 fm, þ.e. íbúðin 104 fm og bílskúr 28 fm Íbúðin skipt- ist í stofu, 3 herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og hol. Hægt að stækka stof- una um eitt herbergi ef vill. Mikið og fallegt útsýni. Góðar svalir. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni. Rúmgóður, breiður bílskúr. Verð 34,5 millj. LAUGARNESVEGUR - LAUS Tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu reisulega húsi. Eignin er 73,2 fm, þ.e. íbúð 53 fm og geymsla 20,2 fm. Ágæt íbúð á fínum stað. LAUS. Verð 17,9 millj. KAMBSVEGUR - SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu neðri sérhæð ásamt bílskúr, samt.137.6 fm í þríbýlishúsi. Íbúðin er stofa/borðstofa, 3 svefnherbergi, eldhús og búr innaf því, baðherbergi o.fl. Stórar suðursvalir. Mjög góður staður. KAPLASKJÓLSVEGUR Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 2ja herbergja 58,8 fm íbúð á 3ju hæð. Íbúðin hefur verið endurinnréttuð á mjög smekk- legan og vandaðan hátt. Sjón er sögu rík- ari. EINITEIGUR – MOSFELLSBÆ FRÁBÆR STAÐSETNING Höfum í einkasölu parhús með innbyggðum bílskúr, samt. 197,5 fm. Skipulag er þannig að stofur og eldhús eru rúmir 44 fm. 3 rúm- góð herbergi, 13 til 15,5 fm, baðherbergi, snyrting, hol, þvottaherbergi o.fl. Mjög góð teikning. Húsið selst fokhelt, steinað utan, mahogni gluggar og útihurðir (gönguhurðir). Mjög vandaður frágangur. Húsið er innst í lokaðri götu. Rólegur staður og göngufæri í alla þjónustu. Mjög gott útsýni. Verð 39,8 millj. VIÐARÁS Glæsilegt parhús á þessum vinsæla stað. Húsið er tvilyft, 188,2 fm með innb. bílskúr. Á efri hæð er stofa og borðstofa, eldhús, snyrting, forstofa og bílskúr sem er innan- gengt í. Á neðri hæð eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol og þvottaher- bergi/geymsla. Mikið útsýni af efri hæðinni. Einstaklega gott hverfi fyrir barnafjöl- skyldur. Verð: 51,0 millj. S. 562 1200 F. 562 1251 LAND Í MOSFELLSBÆ Höfum til sölu landspildu á frábærum útsýn- isstað í Mosfellsbæ. Spildan er rúmir 2,3 ha að stærð og er algjört draumaland fyrir nokkur lúxuseinbýlishús. Kannaðu málið. SELVOGSGRUNN - SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu efstu hæðina í þessu glæsilega þríbýlishúsi sem er á einum besta stað í borginni. Íbúðinni fylgir bílskúr og sólstofa, samt. 166.2 fm. Íbúðin skiptist í stofur, 3 svefnherbergi og baðherbergi á sér gangi, eldhús og innaf því þvotta- herbergi og búr. Einnig er sjónvarpshol. Íbúð í mjög góðu lagi. Frábær staðsetning. SKÚLAGATA – ELDRI BORGARAR Vorum að fá í einkasölu 2ja herbergja íbúð á 9. hæð. Stæði í bílageymslu fylgir, samt. 82 fm. íbúðin er stofa, opið eldhús að stofunni, svefnherbergi, baðherbergi, þvottaher- bergi/geymsla og hol. Mjög mikið útsýni, mjög góður staður. Laus. Verð: 25,9 millj. HÓLMATÚN - ÁLFTANESI Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt, vandað og gott parhús á mjög rólegum stað á Álfta- nesi. Húsið er hæð og hluti í risi, samtals með innb. bílskúr 190,3 fm. Þrjú svefnher- bergi en geta verið fjögur. Mjög fallega inn- réttað hús. Innangengt í bílskúr. Vönduð eign á góðum stað. Verð 49,5 millj. Valkvíði er hugarástand semgarðyrkjufólk um allanheim þekkir af eigin raun.Sumir eiga við þetta hug- arástand að stríða allt árið um kring en aðrir fyllast valkvíða á ákveðnum árstím- um. Janúar er ein- mitt dæmigerður valkvíðamánuður hjá þeim garð- ræktendum sem leggja stund á ræktun sumarblóma. Þetta kann að hljóma svolítið undarlega, sér- staklega þegar maður lítur út um gluggana heima hjá sér og sér snjó- þekjuna yfir öllu, vindurinn gnauðar og skafrenningurinn læðir sér yfir landið. Þá þarf að hafa í huga að ein- beittustu sumarblómaræktendur sjá ekki snjóinn og skafrenninginn í raun og veru, þeir hafa litskrúðug sumarblómabeð fyrir sínum hug- skotssjónum, eru kannski langt komnir með að skipuleggja útlit beð- anna, litasamsetningin er alveg að smella saman en tegundavalið er eft- ir. Þar komum við að valkvíðanum. Síðustu ár og áratugi hefur úrval af sumarblómategundum farið vax- andi. Notkun á sumarblómum hefur líka breyst mikið, áður fyrr lögðu menn meira upp úr hefðbundnum sumarblómabeðum en í dag er aukin áhersla á ræktun á þessum teg- undum í ýmiss konar ílátum. Þetta hefur kallað á örlítið breyttar áherslur í sumarblómauppeldi, dæmigerðar beðplöntur eins og stjúpur, fjólur og morgunfrúr hafa dalað í vinsældum en pottaplöntur af ýmsum gerðum, svo sem hengitób- akshorn, snædrífa og brúðarstjarna aukið vinsældir sínar. Fjöldi litaafbrigða og yrkja með mismunandi vaxtarlag eru atriði sem eru kynbætendum sumarblóma aug- ljóslega hugleikin. Ár hvert sjáum við nýjar gerðir af gömlu blómunum á markaði. Eitt árið kom fram nýr ljónsmunni sem var sérstaklega ætl- aður í hengipotta enda var hann vax- inn eins og hengiplanta. Almennt eru ljónsmunnar annars teinréttir og geta orðið ansi hávaxnir. Fjólur eru annað dæmi um slíkar nýjungar í vaxtarlagi en hengifjólur voru ætl- aðar í hvers manns pott fyrir örfáum árum. Þannig hafa kynbætendurnir komið fram með nýtt vaxtarlag á gömlum og þekktum tegundum til að svara aukinni eftirspurn eftir plöntum í ker og potta. Varðandi lit- ina þá er allt undir í þeim efnum. Svartar stjúpur og fjólur voru ákaf- lega vinsælar eitt árið, KR-ingar keyptu þessar tegundir í miklu magni og gróðursettu með hvítum plöntum sömu tegunda, röðuðu þeim niður í huggulegar samsíða raðir og dáðust að merki íþróttafélagsins síns allt sumarið. Stundum hafa blóm í pastellitum verið ákaflega vinsæl og þá skiptir máli fyrir seljendur sum- arblómafræja að hafa slík fræ á boð- stólum, sumarblómaræktendur eru þrælar tískustrauma rétt eins og fatakaupendur á hverjum tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft get- ur verið ansi erfitt að gera upp hug sinn gagnvart sumarblómunum. Hvar á maður að fá upplýsingar um það hvaða litir verði inni í sumar? Ekki vill maður eiga púkalegasta blómabeðið í bænum með liti sem voru kannski í tísku fyrir þremur ár- um og enginn meðvitaður sum- arblómatískufrömuður lætur sjá í garðinum sínum. Svo er ekki eins og hægt sé að skipta um skoðun á miðri leið, það verður að sá til blómanna á réttum tíma svo þau blómstri nú ein- hvern tíma í sumar. Ætli miðils- fundir hjálpi? Valkvíði Höfund er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ. 645 . þáttur BLÓM VIKUNNAR Guðríður Helgadóttir Um þessar mundir eru tilkynning- arseðlar um fasteignamat og bruna- bótamat miðað við 31. desember 2007 að berast landsmönnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fasteignamati ríkisins. Tilkynningarseðillinn er stílaður á hjón sem hafa sama fjölskyldu- númer. Nafn þess sem er eldri er fyrst tiltekið. Sambúðarfólk fær hins vegar sitt hvorn seðilinn. Á tilkynningunni birtast síðan upplýsingar um fasteignir hvers framteljanda, maka hans og barna undir 16 ára aldri. Undir hverri fast- eign er tiltekið nafn/nöfn eiganda og hver eignarhlutur þeirra er. Mikilvægt er að skráningarupp- lýsingar um hverja fasteign séu rétt- ar, en þær eru meðal annars grund- völlur fasteignamats og brunabótamats. Upplýsingum um breytta stærð, notkun og fleira ber að beina til byggingarfulltrúa þess sveitarfélags sem eignin er staðsett í. Á seðlinum birtast einnig upplýs- ingar um þinglýsta eigendur fast- eignar, en unnið er að samræmingu á eigendaskráningu milli þinglýs- ingar og Landskrár fasteigna. Þing- lýstir eigendur eru þeir sem til- greindir eru eigendur í þinglýsingabók t.d. á grundvelli lóð- arleigusamnings, afsals, skipta- yfirlýsingar eða annarra eign- arheimildaskjala. Tilkynning- arseðlar um fasteignamat og bruna- bótamat Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 25. janúar til og með 31. janúar 2008 var 72. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjöl- býli, 11 samningar um sérbýli og sex samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.134 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma var fjórum kaup- samningum þinglýst á Akureyri. Þar var einn samningur um sérbýli og þrír um annars konar eignir. Heild- arveltan var 50 milljónir króna og meðalupphæð á samning 12,6 millj- ónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamn- ingum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru tveir samningar um eignir í fjölbýli, tveir um sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 123 millj- ónir króna og meðalupphæð á samn- ing 17,6 milljónir króna. Velta á markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.